Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 11
MIDVIKUDAGUR 15. AGUST 2001 11 I>V Utlönd ísraelsher: Umkringir Betlehem með skriðdrekum ísraelsher hefur umkringt Betle- hem og þopið Beit Jala með skrið- drekum og jarðýtum. Þetta er talið vera vegna stöðugra skotárása á íbúa og hermenn í ólöglegum land- nemabyggðum Israela í Gilo. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, sagði David Satterfield, sendifull- trúa Bandarikjanna við botn Mið- jarðarhafs, að ef Palestínumenn hættu ekki skotárásunum þá myndu þeir ráðast inn i Beit Jala. Þá var meðlimur í Fatah-hreyf- ingu Yassers Arafats, leiðtoga Palestinumanna, myrtur af ísrael- um. Að sögn vitna var morðinginn í bíl með palestínskum númeraplöt- um og ók upp að hinum myrta, Imad Abu Sneineh, og skaut hann 10 skotum í brjóstkassa og maga. Heimildir úr ísraelska stjórnkerfinu segja að morðið á Abu Sneineh sé hluti af áætlun ísraelsmanna að taka af lífi þá sem skipuleggja árás- ir á ísraelska borgara og hermenn. Hann var talinn hafa skipulagt Skriðdrekar mikiö notaðir af Israelum ísraelskir skriðdrekahermenn taka þaö rólega eftir vel heppnaða árás á tvær lögreglustöðvar í bænum Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna. Ummerki mikilla flóöa í íran Hópur íranskra karla situr hér hjá rústum vörubíls sem gereyðilagðist í miklum flóðum og ofsaveðri um síðastliðna helgi sem varð um 300 manns að fjörtjóni. Þetta eru talin vera verstu flóð í 'lran /' ein 200 ár. Albanar samþykkja afvopnun: Breskir hermenn gætu farið af stað á morgun Hundruð breskra hermanna gætu lagt upp til Makedóníu á morgun til að ryðja l«iðina fyrir 3500 manna sveit Nató sem væntanleg er til að tryggja friðinn í landinu. Þetta hef- ur Reuters-fréttastofan eftir aðilum í varnarmálaráðuneyti Breta. Hlut- verk bresku hermannanna væri að kanna ástand á jörðu niðri fyrir komu Nató-sveitarinnar. Reiknað er með að Bretar leiði friðargæslu- sveitir Nató í Makedóníu. Þeim er ætlað að afvopna albanska upp- reisnarmenn. Albönsku uppreisnarmennirnir samþykktu í gær að afhenda vopn sín Nató. Þetta er mikil hvatning fyrir friðarferlið í landinu sem stóð á tímamótum á mánudag þegar und- irritað var friðarsamkomulag milli Lesið um friðinn Makedónskur hermaður les sér til um friðarsamkomulagið. albanskra og slavneskra íbúa Makedóníu. í því felst að Albanar hljóta mun umfangsmeiri lýðrétt- indi en áður. Meðal annars verður tungumál þeirra viðurkennt sem opinbert mál. Mikilvægi þess að friðarsamkomu- laginu verði fylgt eftir var undir- strikað i gær þegar lík 5 Albana fundust í þorpinu Ljuboten, norður af höfuðborginni Skopje. Makedóníu- her og albanskir uppreisnarmenn deila um hvort um sé að ræða upp- reisnarmenn eða óbreytta borgara. Öryggissveitir Makedóníumanna felldu mennina um helgina. Sendiherrar Nató hittust í Brus- sel i morgun og hófu að funda um að senda friðargæsluliða til Makedóníu. skotárásir ólöglega landnemabyggð í Hebron þar sem um 400 strangtrúað- ir gyðingar hafa hreiðrað um sig innan um 100.000 Palestínumenn. Um 60 Palestínumenn hafa nú fallið vegna þeirrar stefnu ísraela að ráða framámenn innan hernaðarsamtaka Palestínumanna af dögum. Haft var eftir Sharon í einu isra- elsku dagblaði að skotárásir á Gilo yrðu ekki liðnar og hótaði eins og áð- ur sagði að senda skriðdreka og jarð- ýtur inn í þorpið. Shimon Peres, ut- anríkisráðherra ísrael, kom hins veg- ar í veg fyrir tafarlausar aðgerðir þegar hann taldi Sharon á að leyfa sér að leysa skotbardagana við Gilo með viðræðum við Palestínumenn. Israelar eru undir stöðugt auknum þrýstingi frá leiðtogum erlendra ríkja en virðast láta sér fátt um finn- ast. Bandáríkjastjórn gagnrýndi skriðdreka- og jarðýtuárás ísraela á tvær palestínskar lögreglustöðvar í bænum Jenin harkalega og kallaði þær ögrun. GeorgeW. BushBand- ríkjaforseti skoraði einnig á Arafat að reyna að gera meira í að koma í veg fyrir sjálfsmorðsárásir palest- ínskra hryðjuverkasamtaka. Arafat heldur áfram að kalla á alþjóðlegar eftirlitssveitir til Palestínu til að tryggja frið og óryggi Palestínu- manna. John Reid Norður-írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar. Stjórnin reynir nú að lokka IRA aftur að samningaborðinu. Breska stjórnin höfðar til IRA Breska stjórnin ákvað í morgun að einbeita sér að tveimur lykiltillög- um til að tryggja friðinn á Norður-Ir- landi. Þetta er gert til að reyna að fá írska lýðveldisherinn, IRA, aftur í friðarferlið, eftir að hann dró til baka boð sitt um afvopnun. Talið er að tillögur bresku stjórnarinnar muni fela í sér boð um minnkandi hersetu breska hersins á Norður-ír- landi og umbætur á lögreglunni í héraðinu, en mótmælendur eru þar ráðandi. Friðurinn á Norður-írlandi komst í uppnám í gær þegar IRA ákvað að hætta við boð sitt um afvopnun, vegna dræmra undirtekna hjá mót- mælendum. Bandaríkin hafa hvatt IRA til að endurskoða ákvörðun sina. Afvopnun skæruliðahópa þykir forsenda fyrir friði á Norður-írlandi. JJ0ŒÖÍÆ7 JLX 4x4 • ALVÖRU JEPPl Meðaleyðsla 7,8 I 1.595.000,- I SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1, flokki 3. flokki 1. flokki 2. flokki 1. flokki 3. flokki 1. flokki 1. flokki 1. flokki 2. flokki 3. flokki 1991 1991 1992 1992 1993 1993 1994 1995 1996 1996 1996 39. útdráttur 36. útdráttur 35. útdráttur 34. útdráttur 30. útdráttur 28. útdráttur 27. útdráttur 24. útdráttur 21. útdráttur 21. útdráttur 21. útdráttur Koma þessi bréf tiL innlausnar 15. október 2001. Öll númerin veróa birt í Lögbirtingablaóinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttötdu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu miðvikudaginn 15. ágúst. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og veróbréfafyrirtækjum. ^^ Ibúðalánasjóður ________| Borgartúni 21 1105 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.