Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 12
12 MIDVIKUDAGUR 15. AGUST 2001 Skoðun J>V Spurning dagsins Tókstu þátt í Gay Príde- hátíðarhöldunum um helgina? Þorsteinn Svanur Jónsson: Já,ég tók mjög vírkan þátt / þeim. Ég stóð á bíl í skrúðgóngunni. «» * Árni Þór Rnnsson: Já, ég fór niður í bæ og fylgdist með og þetta var mjög flott hjá þeim. ." T\ Andri Týr Kristleifsson: Nei, þetta hófðaöi ekki til mín en vinir mínir fóru og voru með. Asa Rut Halldórsdóttir: Já, ég fór og horfði á og þetta var allt í lagi. Birgir Þór Halldórsson og Birgitta Brá, 9 mán.: Já, ég fór og fylgdist með og það var mjóg gaman. Aldís Kristjánsdóttir, 10 ára: Nei, það gerði ég ekki. Betlehem, félagsheim- ili lögreglumanna Skarphéðinn Einarsson skrifar: Lögreglumenn utan- ríkisráðuneytisins á Keflavíkurflugvelli eru sýnilega ekki mikið fyrir að rýna í boðorðin. Tóm- stundaheimili þeirra við Grensás, sem nefnt hefur verið Betlehem, er byggt að mestu með efnissnöp- um og áður greiddra gjalda varnarliðsmanna. Skemmuna sjálfa fengu þeir hjá sölu varnarliðs- ins og greiddu 1300 kr. fyrir árið 1986. Dráttur var á að húsið væri flutt í Grænás en svo var gert árið 1994. Þeir byggðu miklar vinnubúðir og aðra aðstööu sem byggingarverk- taki þarf á að halda. Er fyrirtækið hætti voru flest þessi hús rifin af ís- lendingum sem keyptu þau til að hýsa búpening og til fleiri nota. ís- lenskir aðalverktakar héldu þó nokkrum húsum til ársins 1982. Bet- lehem var eitt þeirra. - Ég bjó sjálf- ur í Grænási í 15 ár. Árið 1990 er jarðvegsvinna hófst var hún unnin af íslenskum starfs- mönnum vinnuvéladeildar varnar- liðsins. Vinna þessi fór fram á morgnana um helgar milli kl. 7 og 10. Starfsmaður sem var á vakt tók einfaldlega vél traustataki, en banda- rískir yfirmenn ekki spurðir leyfis, enda margir enn sofandi eftir helgar- gleði. Þessi jarðvegsvinna, sem var um 80 metra frá glugga mínum, olli mér miklum óþægindum. Þá var malarefni ekið í grunninn, frá varnarliðinu, efni sem það hafði Betlehem, hús lögreglumanna á Keflavíkurflugvelli. - Nú metið á 10 milljónir króna. „Eina starfsemin er vegna aðstöðu fyrir Lögreglu- mannafélag Suðurnesja. Bílaageymsla fyrír lögreglu- bíla er ekki tilbúin. Slæmt er að þeir þurfi að nota hús sem reist er með þessum hœtti. En ríkið á eignina. keypt dýru verði af islenskum aðil- um. Þarna var því mikið um fé sem varnarliðið hafði eðlilega umráð yfir. Einnig gerði lögreglan, sem mest beitti sér fyrir þessu húsi, hrossa- kaup við íslenska aðalverktaka um að þeir mættu nota hlið við sorp- eyðingarstöð sem varnarliöið greiddi fyrir og var aðeins ætlað sorpbílum varnarliðsins. Þetta stytti leið bila ÍAV með efni úr mal- arnámi mikið og sparaði þeim stór- fé. Síðan átti byggingarstjórinn greiðan aðgang að aðstoð frá ÍAV, svo sem lánum, afgangstimbri, krossviði og öðru því sem starfs- menn varnarliðsins gátu ekki redd- að. - Svona vinnubrögð finnst mér einfaldlega ekki ásættanleg. Núverandi sýslumaður hefur tjáð mér að eitt af hans fyrstu embættis- verkum hafi verið að stöðva þetta verk. Ekki væri eðlilegt að svona væri staðið að verki heldur greiddi íslenska rikið alfarið fyrir þetta hús. Embættið hefur veitt í þetta 120.000 kr. vegna efniskaupa, og er húsið nú metið á 10 mlljónir króna. Eina starfsemin er vegna aðstöðu fyrir Lögreglumannafélag Suður- nesja. Bílaageymsla fyrir lögreglu- bíla er ekki tilbúin. Slæmt er að þeir þurfi að nota hús sem til er komið með þessum hætti. En ríkið á eignina. Borg englanna Einar Ingvi Magnússon skrífar: Um hverja verslunarmannahelgi fara þúsundir ungmenna út úr borg- inni og dvelja fjarri Reykjavík á úti- hátíðum um allt land. Eftir í borg- inni eru foreldrar, ömmur og afar, að ógleymdum englabörnunum sem passa af einhverjum ástæðum ekki inn í hóp „töffaranna" og glæsipí- anna þar sem þau eru á allt annarri bylgjulengd og leggja aðrar áherslur á tilveruna. í hópi englabarnanna er að finna upprennandi heimspekinga og hugs- uði af guðs náð sem kjósa þógnina og unna hversdagslífinu í stað glaumsins, yssins og þyssins í kringum þjóðhátíð eða annað húll- umhæ. „Það er hreint indœlt að dvelja í höfuðborginni um verslunarmannahélgina. Bíl- ar áka hægar um góturnar, þar sem töffararnir eru á bák og burt, og menningin og mannlífið minnir á helgarn- ar eins og þær voru fyrir 20 og 30 árum í borginni." Það er hreint indælt að dvelja i höfuðborginni um verslunarmanna- helgina. Bilar aka hægar um göt- urnar, þar sem töffararnir eru á bak og burt, og menningin og mannlífið minnir á helgarnar eins og þær voru fyrir 20 og 30 árum í borginni. Það er ró yfir öllu. Kvöldroðinn málar vesturloftið, á meðan ekki rignir, og mömmur og pabbar aka um auðar göturnar eins og tilhuga- lífið sé komið til þeirra á ný. Það er friður yfir öllu og þeir ung- lingar sem eru á stjái eru hin frið- sælu englabörn. Reykjavík um verslunarmannahelgi er yndislegur höfuðstaður. Þá er hún eins og borg englanna og þar er alltaf jafh dá- samlegt að dveljast þessa helgi þeg- ar hinir hávaðasömu skvetta úr klaufunum fjarri höfuðborginni. Verslunarmannahelgarinnar má einnig njóta í friði og ró. Þá er Reykjavík borg englanna, tilvalinn staður fyrir sálarskemmtun af góðri og gamalli gerð. Fiskidagurinn mikli Davíkingar héldu Fiskidaginn mikla hátíðaleg- an um siðustu helgi og buðu mörg þúsund manns í mat. Það var margréttað á fiskideginum þótt allir væru réttirnir unnir úr fiski. Afrísk fiskisúpa vakti sérstaka athygli enda soðin úr þurrkuðum og muldum þorskhausum - en tvenn- um sögum fer af þvi hversu mikla lukku hún vakti hjá gestum. Hitt virðist ljóst að Fiskidagur- inn sjálfur og uppátækið vakti mikla athygli og almenna ánægju og Garri heyrir ekki betur en menn íhugi að gera þetta að árvissum atburði. Tvennt vakti sérstaka athygli i þessum hátíðar- höldum öllum. Annars vegar var það hversu margir mættu á svæðið og hins vegar að þarna skyldi í raun og sann vera boðið upp á ókeypis hádegisverð. Ekki er vitaö til að neinir sérstakir hagsmunir hafi hangið á spýtunni hjá Davíking- um aörir en þeir að efha til hátíðar og minna landsmenn alla á hve gott og hollt íslenska sjáv- arfangið er. Og fyrirtækin sem þarna stóðu að baki fengu þau laun ein, að njóta þess hve miklu sælla er að gefa en þiggja, og njóta auðvitað um leið þakklætis þiggjendanna. Tímamót Sú kenning hefur heyrst að Fiskidagsins mikla verði einmitt minnst fyrir þessa tvo hluti, þ.e. fyrir fjölmennið og fría hádegisverðinn. Ástæðan er sú að í báðum tilfellum var brotið blað í íslandssögunni og jafnvel hugmyndasögu mannkynsins. Þau tíma- mót sem hinn mikli mannfjöldi markaði eru að sönnu staðbundnari en hin tíma- mótin. En þó hafa elstu menn á Davík - og eru í þeim hópi ekki einvörðungu veð- urglöggir menn heldur líka talnaglöggir - haldið því blákalt fram að aldrei nokkurn tima í sögunni hafi jafn margir menn verið samankomnir í einu úti á götu á Davík. Er þá sama hvort miðað er við há- tiðahöld 17. júní eða þann mannfjolda sem samtímis er á gangi á leið á tónleika þegar kórar í þessum söngelska bæ blása til sönghátíð- ar. Ljóst þykir að ekki eru horfur á að þetta met veröi slegið í bráð, nema e.t.v. á næsta Fiskidegi. Alþjóöleg áhrif Þau tímamót sem Fiskidagurinn mikli á Davík markar í hugmyndasögunni eru hins vegar al- þjóðlegri. Þar er hinn frii hádegisverður að sjálf- sögðu í aðalhlutverki. Þannig er mál með vexti að Milton Freedman, sá mikli hagspekingur og íslandsvinur, hélt þvi einhverju sinni fram að það væri ekkert til sem kalla mætti ókeypis há- degismat. Menn borg- uðu ávallt fyrir hann með einum eða öðrum hætti. Þessa kenningu hefur Hannes Hólm- steinn Gissurarson, hugmyndafræðingur og ráðgjafi sjálfs forsætis- ráðherra, tekið upp af miklum krafti og veifað látlaust í næstum tvo áratugi. Hefur sannfær- ingarkraftur Hannesar verið slíkur að enginn hefur i raun trúað því síðustu árin að til væri nokkuð sé héti ókeypis hádegisverður. Þegar síðan bæjarfélag auglýsir að á Fiskideginum mikla muni menn fá ókeypis hádegisverð er eðli- legt að menn bregði skarpt við til að sjá þetta fyrirbæri. Dalvíkingar hefðu ekki getaö fundið annað betra til að draga forvitið fólk að - jafnvel þótt þeir hefðu haft Fílamanninn sjálfan til reiðu. Og með því að metta þúsundir með fiski og brauði sönnuðu Davíkingar líka að kenning þeirra Friedmans og Hannesar er ekki án undan- tekninga. Þar með hafa verið mörkuð afgerandi spor í hugmyndasögu hinna síðari tíma - kenn- ingin fræga stenst ekki. Ekki á Dalvík í það minnsta! GcUTÍ Bíldekkjum tleygt. Takmarkast áhugi umhverfisvernd- arsinna við hálendið? Einkennileg umhverfisvernd Óskar Sigurðsson skrifar: Umhverfisverndarsinnar fara mikinn í þjóðfélaginu. Þeir standa í vegi fyrir eðlilegum framförum og nauðsynlegri uppbyggingu í at- vinnulífinu eins og virkjunum á há- lendinu til hagsbóta þjóðfélaginu öllu. Þeir þykjast standa i farar- broddi fyrr hreinu og óspilltu landi en láta sér í léttu rúmi liggja sóða- lega umgengni og hvers konar drasl í alfaraleiðum víða um landið. Þannig ættu þeir að líta til Vest- fjarðakjálkans, eins og á Ströndum þar sem rekaviður liggur eins og hráviði í flestum fjörðum og ekki til augnayndis. Ekki er heldur mikið amast við sóðaskap við býli og veg- arkanta í alfaraleið. Nú er það ruslið á Heiðarfjalli á Langanesi sem er í sviðsljósinu. En er ekki tími til kominn að líta sér nær, t.d. til mannabyggða? Leiðrétting á kjallaragrein I grein Guðríðar B. Helgadóttur á Blönduósi, „Hart knýr nú Hösmagi hurð vora bróðir", kom orðið „land- verkfólk" fyrir vegna mistaka, en átti auðvitað að vera „landverndar- fólk". - Því er fyrsta málsgreinin undir millifyrirsögninni „Dýru verði keypt" rétt þannig: „Land- verndarfólk á vatnasvæðum Blöndu kannast reyndar við vinnubrögðin, og hefur engu gleymt eftir deiluna um óþarfa sóun á landi og lifríki við staðsetningu Blöndulóns." - Beðist er velvirðingar á mistökunum. A Alþingi. Þar á að spyrna við fæti. Klámið og Alþingi Sverrir Einarsson hringdi: Mikill er áhugi landsmanna orð- inn á klámi og afbrigðilegum at- höfnum einstaklinganna. Það má með sanni segja að það sé ábyrgðar- hluti að geta hér börn og ala þau upp í þvi vandræðaþjoðfélagi sem hér er orðið. En svo samdauna virð- ist fólk vera þessu afbrigðilega þjóð- lífi sem hér er í þróun að ekki hef- ur t.d. enn einn einasti alþingismað- ur rumskað og fordæmt framvind- una. Auðvitað á Alþingi, sem hefur þó löggjafarvaldið, að spyrna við og setja miklu strangari lög um allt sem lýtur að þessum málum; klám- stöðunum, netvæðingunni, sorp- tímaritunum og viðurlög við nauðg- unum og líkamsráásum. Maður bíð- ur bara eftir að þingmenn taki höndum saman. Og það algjörlega þverpólitískt. dv Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.