Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 13
MIDVIKUDAGUR 15. AGUST 2001 13 I>V Menning l I I I I Söngleikjatónlist í Kaffileikhúsinu: Sigríður Eyrún, Rauðhetta, Dr. Jekyll og herra Hyde Annaö kvöld heldur Sigríður Eyrún Friðriksdóttir tónleika í Kaffileikhúsinu. Á efnisskránni eru lög úr þekktum og lítt þekkt- um söngleikjum. Má þar nefna Annie, Galdrakarlinn í Oz, Show- boat og Cabaret. Við pianóið verð- ur Agnar Már Magnússon. Sigríður Eyrún útskrifaðist fyr- ir ári úr Guildford School of Act- ing og sérhæfði sig þar í söng- leikjum. Sigríður Eyrún hóf tónlistar- nám af fúsum og frjálsum vilja. Hún segir að tónlistarhefðin sé ekki mjög rík i fjölskyldunni, að Magnúsi þingmanni Stefánssyni undanskildum, en hann söng meðal annars lagið Traustur vin- ur. Hún viðurkennir þó að faðir hennar hafi ýtt dálítið á hana með að fara i söngnám. „Þegar ég var sautján ára hóf ég nám við Söngskólann í Reykja- vík og siðar hjá FÍH með nokkrum hléum; ég vissi ekki al- veg hvað ég vildi," segir Sigríður Eyrún. „Ég hafði alltaf heillast af söngleikjalögum og í FÍH hafði ég meira frelsi til að leggja rækt við þá grein tónlistarinnar. í mennta- skóla hafði ég leikið í einu leikriti og uppgötvað hversu gaman það er að túlka persónu og segja sögu hennar. í söngleiknum bætist svo söngurinn við túlkunina." Heillandi söngleikjalög „Ég haföi alltaf heillast af söngleikjalögum og í FÍH haföi ég meira frelsi til að leggja rækt viö þá grein tóníistarinnar. í menntaskóla hafði ég leikið í einu leik riti og uppgötvað hversu gaman það er að túlka persónu og segja sögu henn- ar. í söngleiknum bætist svo söngurinn við túlkunina." London - Keflavík - Akureyri Þegar Sigriður lenti i Keflavík eftir að hafa útskrifast sem leikari frá Guildford lá leiðin beint norður á Akureyri þar sem hún fékk hlut- verk í verki Maju Árdal, Ball í Gúttó. „Það var æðislegt! Maja er yndislegur leik- stjóri. Ég er einmitt á leiðinni til Bandarlkj- anna til að hitta Maju en Ball í Gúttó verður Tónlist frumsýnt rétt fyrir utan Boston. Það er forvitni- legt að sjá stríðsárin á Akureyri sett á svið í Bandaríkjunum." Þrátt fyrir að persóna Sigríðar hafi verið lag- laus segir hún að hlutverkið hafi verið eins og skrifað fyrir hana. „Það var mjög gaman. Það var gott að koma til Akureyrar eftir allt brjálæðið í London.Ég fékk tækifæri til að sýna að ég gæti leikið en væri ekki bara Sigga söngkona," segir Sigríður Eyrún og hlær. „í upphafi verksins söng ég Somewhere over the Rain- bow sem er einmitt á efnisskránni annað kvöld. Ég þótti sannfærandi fölsk. Á æfmgum gleymdi ég þó stundum að vera fölsk því sum lög- in voru mér svo töm." Sondheim í uppáhaidi Til allrar hamingju festist Sigríð- ur Eyrún ekki í hlutverki hinnar laglausu konu á stríðsárunum því þá færu tónleikarnir annað kvöld fyrir lítið. Á efnisskránni eru lög úr mörgum af eftirlætissöngleikj- um Sigríðar. Nefnir hún þar fyrst Song & Dance eftir Andrew Lloyd Webber sem annars er ekki í miklu uppáhaldi hjá henni. Einnig nefnir hún Jekyll & Hyde og söngleik Stephens Sondheims, Into the Woods, sem er samsuða nokkurra vinsælla ævintýra þar sem við sögu koma meðal annars Jói og bauna- grasið, Öskubuska og Rauðhetta en Sigríður Eyrún syngur einmitt lag- ið hennar á tónleikunum. Sigríður Eyrún segir að Stephen Sondheim sé í miklu uppáhaldi hjá henni. „Tónlist hans hentar mér mjög vel. Það er gaman að syngja hana en líka mikil áskorun því tónlist hans er ekki einföld. Þess vegna er það mjög þakklátt og ánægjulegt þegar vel tekst til." A döfinni „Draumurinn er að komast að hjá stóru leik- húsunum," segir Sigríður Eyrún. „Ég reyni að troða mér áfram." Og aðspurð hvort hægt sé að lifa af því að vera listamaður á Islandi segir hún: „Það er hægt ef maður er reiðubúinn að leggja allt í sölurnar. Maður liflr kannski ekki flott en fórnirnar eru þess virði." Ópera í gamalli dráttarbraut + Nokkrir framtakssamir söngvarar tóku sig saman fyrir um ári og stofn- uðu félagið Norðuróp sem er ætlað að vera nokkurs konar tilraunaleikhús á óperusviðinu. Félagið ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og trommar nú fram með tvær óperuupp- setningar með stuttu millibili í gam- alli skemmu suður með sjó. Fyrri óperan, Gianni Schicchi eftir Puccini, var frumsýnd sl. föstudag ásamt sálu- messu eftir Sigurð Sævarsson, en sú síðari verður sýnd í byrjun septem- ber, ný íslensk ópera eftir sama, sam- in upp úr skáldsögu Vigdísar Gríms- dóttur, Z. Framtakið hlýtur að teljast með því áhugaverðasta sem fram hef- ur komið í listræna geiranum þetta sumarið. Norðurópsfélagar fara nokkuð ný- stárlegar leiðir í þessum uppsetning- um sinum, m.a. til að draga úr kostn- aðarhliðinni, og er ekki annað hægt en dást að hugvitssamlegum lausnum þeirra, en auðvitað má svo deila um útkomu einstakra þátta. í stað hljóm- sveitar eru notuð nokkur hljómborð sem sjá um allan hljómsveitarpartinn, auk eins siagverksleikara, og er þetta sniðug tilraun sem að mörgu leyti virkaði vel þó að á köflum virtist raf- knúinn hljómur hljóðgervlanna sam- lagast illa röddum söngvaranna. Sýn- ingarstaðurinn er sem fyrr segir göm- ul skemma sem áður var Dráttarbraut Keflavíkur, geysistórt hús með um 15 metra loffhæð, heillandi í hráum ein- faldleik sínum og að því leyti til frá- bærlega skemmtileg umgjörð um upp- setninguna. Félagar Norðuróps hafa hins vegar kosið að skella skollaeyr- um við kröfum um góðan hljómburð en raddir söngvaranna vildu týnast í gimaldinu og drógu sumar hverjar ekki aftur fyrir miðju. Nokkur hluti texta og söngs fór því forgörðum, a.m.k. þar sem undir- DV-MYND E.ÓL. Frábært framtak „Það var dálítið skondin samsetning að flytja á einu kvöldi gamanóperu eftir Puccini og íslenska sálumessu á latínu en í bráðskemmtilegu hús- næði Dráttarbrautarinnar gömlu virtist allt mögulegt og er aðstandend- um hér með óskað til hamingju með frábært framtak." Jðhann Smára Sævarsson í hlutverki Schicchis, rituð sat aftarlega í salnum, og var þetta helsti ókostur hússins. Vel mátti þó gleyma þessu og sjálfum sér í hita leiksins. Tónlistarstjórn Garðars Cortes virt- ist með ágætum og leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar mjög skemmtileg, stöður allar hreinar og vel útpældar og söngvararnir ótrúlega lifandi í hlut- verkum sínum. Staðfærsla Jóhanns Smára Sævarssonar virkaði einnig vel en hann flutti þáttinn til nútímans og fann honum stað í Eyjafirðinum. Um frammistöðu einstakra söngv- ara er erfitt að dæma sökum hljóm- burðarins en sumar raddirnar virtust draga betur en aðrar og þar ber að nefna Jóhann Smára Sævarsson í hlut- verki Schicchis, Garðar Thór Cortes, sem fór með hlutverk Rikka, og Elínu Halldórsdóttur sem skilaði frægri aríu Laurettu fallega. Vel ber að merkja lýsingu Halldórs Arnar Óskarssonar sem gæddi skemmuna miklú lífi með aðeins örfáum ljóskösturum. . Eftir hlé var svo frumflutt Sálu- messa eftir Sigurð Sævarsson, einn af forsprökkum Norðuróps, en verkið var útskriftarverkefni hans í tónsmíð- um frá Tónlistarháskólanum í Boston. Verkið bar þess nokkurn keim að vera byrjendaverk; llktist á köflum fremur kvikmyndatónlist en sjálfstæðu kór- verki og hljóðgervlarnir virkuðu stundum eins og kómísk innskot. Það var annars vel flutt af kór Norðuróps sem greinilega er kór þjálfaðra söngv- ara. Jóhanna Linnet söng fallegan ein- söng með kórnum, sem og Jóhann Smári Sævarsson. Það var dálítið skondin samsetning að flytja á einu kvöldi gamanóperu eftir Puccini og ís- lenska sálumessu á latínu en i bráð- skemmtilegu húsnæði Dráttarbrautar- innar gömlu virtist allt mögulegt og er aðstandendum hér með óskað til ham- ingju með frábært framtak. Hrafnhildxir Hagalín Umsjón: Sigtryggur Mánason Landsins forbetran Út er komin hjá Há- skólaútgáfunni bókin Landsins forbetran - inn- réttingarnar og verk- þekking i ullarvefsmiðj- ^ um 18. aldar eftir Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræð- ing. I bókinni segir frá til- raunum til að koma á fót nýjungum í ullarvinnslu með stofnun vefsmiðja og notkun vatns- afls. Stofnun vefsmiðjanna markar upp- haf að iðnaðaruppbyggingu á íslandi. Um þessar mundir eru liðin 250 ár síöan þess- ar viðreisnartilraunir hófust með því að íslenskir embættismenn komu saman við Öxará á Þingvöllum til að stofna með sér félag um viðreisn atvinnuvega á íslandi, Hið íslenska hlutafélag. Félagið fékk stór- felldan stuðning konungs í Kaupmanna- höfn og hafa framkvæmdir þess lengst af gengið undir nafninu Innréttingarnar. Með tilkomu margvíslegrar starfsemi Innréttinganna til Reykjavíkur um miðja átjándu öld breyttist Reykjavík úr kirkju- jörð í verksmiðjuþorp. Þangað fluttist fjöldi manna úr sveitum og vísir að ann- ars konar byggð myndaðist en áður hafði þekkst á landinu. Á næstu ártugum varð Reykjavík aðsetur stjórnsýslu og verslun- ar og Aðalstrætið, hin gamla sjávargata Reykjavíkurbænda, varð fyrsta gata þétt- býlisins. FYRSTA, Apparat og Ásmundur FYRSTA er yfirskrift samsýningar sjö nýút- skrifaðra listamanna sem opnuð verður í Listasafni ASÍ, Ásmund- arsal við Freyjugötu, laugardaginn 18. ágúst kl. 17. Listamennirnir sem sýna verk sín eru Birta Guðjónsdóttir, Bryndís Erla Hjálmarsdóttir, Dorothée Kirch, Fjölnir Björn Hlynsson, Guðlaugur Valgarðsson, ída Sigríður Kristjánsdóttir og Rósa Sigrún Jónsdóttir. Verkin á sýningunni eru öll ný og til- heyra ýmsum miðlum svo þarna getur að líta skulptúra, vídeó, innsetningar og ljós- myndir. Á opnuninni verður boðið upp á léttar veitingar og orgelkvartettinn Apparat mun koma fram. Upphaf Orðsins Rit guðfræðinema, Orð- ið, er komið út. í pistli rit- nefndar er varpað fram nokkrum spurningum um óvissu framtíðarinnar: „Hvað verður um þennan „Fjölni" guðfræðinnar á 21. öld? Verður hlutverk hans þarflaust í heimi aukinnar fjölhyggju og af- helgunar - eins og nú er í tisku að lýsa vanda guðfræðinnar? Eða verður útgáfan treyst í sessi með breyttum viðmiðum og nýjum fræðilegum hugsunarhætti?" í ritinu er að finna mikinn fjölda áhugaverðra greina um allt er snýr að guðfræði og má þar nefna ritgerð Arnfríð- ar Guðmundsdóttur: Hvenær eru konur menn? grein herra Karls Sigurbjörnsson- ar biskups: Presturinn í afhelguðu samfé- lagi og grein Brynjólfs Ólasonar: Prédik- arinn og Hemingway. Einnig er að finna í ritinu skáldskap eftir Davíð Oddsson, Gunnar Kr. Þórðarson, ísak Harðarson, Jón Ma. Ásgeirsson, Sigmund Erni Rún- arsson og Sigríði Laufeyju Einarsdóttur. Ritstjóri Orðsins er Brynjólfur Ólason. Rætur við Hlemm myndlistarsýningu í gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5 í Reykjavík. Sýningin ber yfirskriftina Rætur og eru allir eru velkomnir á opnunina sem hefst kl. 20 og stendur fram eftir kvöldi. Á sýningunni eru figúratífir skúlptúrar sem gerðir eru út frá löngun listamannsins til aö skilja tengsl manneskjunnar við náttúruna. Sýningin stendur til 9. september og er opin frá kl. 14-18, fimmtudaga til sunnudaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.