Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2001 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óii Björn Kárason Aöstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þvcrholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreiftng: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarbiaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Hlið vítis opnuð Palestínumenn líta á innrás ísraelska hersins á borgina Jenin i miðri Palestínu í fyrrakvöld sem stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa krafist þess að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman vegna málsins enda hefur ísraelsher ekki sótt svo langt inn í Palestínu síðan Óslóarsamkomulagið var undirritað árið 1993. Þá hafa Palestínumenn kallað eftir al- þjóðlegu gæsluliði til þess að gæta öryggis íbúa á svæðinu. Palestínumenn tóku við stjórnartaumunum í Jenin, á norð- anverðum Vesturbakkanum, árið 1995. Árás ísraelshers á borgina, jafnvel þótt herliðið hafi hörfað nokkru síðar, er þeim því mikið áfall enda líkti palestínskur embættismað- ur aðgerðinni við það að hlið vítis hefðu verið opnuð. Átök ísraelsmanna og Palestínumanna magnast nú dag frá degi enda hafa öfgaöfl beggja vegna borðs undirtökin. Ríkisstjórn ísraels, undir forystu Ariels Sharons, er herská og beitir hernaðarlegum yfirburðum í baráttu við palest- inska uppreisnarmenn. Yfirgangur ísraels og hefndar- stefna er um leið vatn á myllu öfgahópa Palestínumanna sem beitt hafa viðbjóðslegum sjálfsmorðsárásum gegn óbreyttum borgurum ísraels. Um leið saka ísraelsk stjórn- völd Arafat, forseta Palestínu, um að taka ekki af nægilegri hörku á hryðjuverkamönnum í eigin ranni. Við þessar aðstæður mega hófsemdarmenn sín lítils. Friðarferli það sem um var samið er ekki virt og haldi fram sem horfir stefnir í allsherjarátök á svæðinu. Meiri- hluti ísraelsmanna kaus harðlínumenn til þess að fara með sín mál fremur en þá sem vilja friðsamari leiðir. Kannanir sýna að almenningur í ísrael er enn að harðna í afstöðu sinni, ekki síst í kjölfar mannskæðra sjálfs- morðsárása. Frá því hefur verið greint að meirihluti ísra- elsmanna sé andvígur viðræðum við Palestínumenn til þess að koma á vopnahléi. Palestínumenn spyrja á móti: Hvað vill Ariel Sharon, for- sætisráðherra ísraels? Vill hann hernema Gaza-svæðið á ný, sem og Vesturbakkann? Harðlínumenn i ísraelsstjórn hafna því að afhenda önnur hernumin svæði og auka jafn- framt við landnemabyggð sem herðir enn hinn ilUeysan- lega hnút. Ekki bætti úr skák er ísraelsher tók yfir svokall- að Austurlandahús. Það hefur verið tákn hins sjálfstæða palestínska ríkis og höfuðstöðvar heimastjórnar þess. Svæðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur verið sem púð- urtunna áratugum saman. Ástandið þar nú er hins vegar verra en verið hefur í langan tíma. Engar einfaldar lausn- ir eru til en þó ljóst að mál þokast ekki í friðarátt nema að- ilar sýni sáttavilja sem nú virðist víðs fjarri. Því næst tæp- lega árangur nema utanaðkomandi aðilar komi til aðstoð- ar. Hernaðarmáttur ísraelsmanna er mikill en breytir því þó ekki að þeir öðlast ekki frið í landi sínu fyrr en en þeir skila aftur herteknum svæðum og láta af augljósum yfir- gangi. Á sama hátt verða palestínsk yfirvöld að tryggja það að ísraelskir borgarar geti gengið um stræti heimaborga sinna án þess að óttast um líf sitt eða limi. Stjórn Bush Bandaríkjaforseta hefur haldið að sér hönd- um þótt átökin hafi stigmagnast. Það er stefnubreyting frá Clinton-stjórninni sem tók beinan þátt í friðarumleitunum á svæðinu. Þá kröfu verður að gera til Bandarikjastjórnar að hún beiti sér, ekki síst í því skyni að hafa áhrif á ísra- elsstjórn. Bandaríkjamenn hafa alla tíð verið bakhjarlar ísraels og stutt ríkið efnahags- og hernaðarlega. Án þess stuðnings væru israelsk stjórnvöld ekki eins herská og lík- legra að þau leituðu samkomulags við nágranna sína. Hlið- um vítis þarf að loka. Jónas Haraldsson Spurt og svarað____Fer Landsvirkjun offari við framkvœmdir við Káráhnjúka, i Skoðun Kolmunninn afturgenginn Sveinn Sveinbjörnsson, líffræðingur á Hafrann- sóknastofnun, var í viðtali í RÚV 1. ágúst sl. Tilefni viðtals var að það fundust tæpar tvær milljónir tonna af kolmunna í ís- lensku lögsögunni - það mesta sem nokkru sinni hefur fundist - langtum meira en ráð var fyrir gert. í viðtalinu var Sveinn samt áhyggjufullur. Því var einu sinni enn haldin tilefnislaus predikun yfir lands- mönnum um að það yrði að fara „varlega" í veiðum á kolmunna. Sér- fræðingar Alþjóða hafrannsókna- ráðsins hafa viljað stöðva veiðar á kolmunna því stofninn væri „of- veiddur“. Öll ráögjöf í kolmunna hef- ur því verið tómt rugl. Ímyndunarfyllirí Mælingin núna sýnir enn einu sinni hve stefna ráðgjafa er fráleit og órökrétt. Fullyrðingar um að lítið væri til af kolmunna reyndust enn rangar. Frjálsar veiðar á kolmunna undanfarin ár hafa verið ráð- gjöfum þyrnir í augum sem „stjórnlausar“ veiðar. Við „stjórnleysið" á kolmunna- veiðum gerðist nánast það sama og gerðist hérlendis 1975-1980 þegar við veiddum 120 þúsund tonnum meira af þorski árlega en ráðgjafar ráðlögöu. Þorskstofninn stækkaði þá um 700 þúsund tonn eftir „ofveiði" um 600 þúsund tonn 1975-1980. En - þegar farið var ná- kvæmlega eftir ráðum ráð- gjafa, eins og í þorskinum hérlendis undanfarin ár, þá týndust 600 þús- und tonn sl. tvö ár. Þá ljúga ráðgjaf- ar upp í opið geðið á okkur að þorsk- stofninn hafi verið „ofmetinn". Auð- vitað er skýringin „ofmat“ ekkert annað en ósannindi. Ekkert fæst fjallað um hvort stefna ráðgjafa hafi orsakað hækkaðan náttúrlegan dán- arstuðul sem virðist rökréttari skýr- ing. Náttúran virðist ekki þola stefnu ráðgjafa. Stefna þeirra virðist eitt mesta ímyndunarfyllirí síðan jörðin var „sönnuð" flöt af spænska rannsóknarréttinum á grundvelli Kristinn Pétursson framkvæmdastjóri Um helgina bauð Landsvirkjun út vinnu vegna aörennslisganga Kárahnjúkavirkjunar. Óbærilegur breyskleiki „Frjálsar veiðar á kolmunna undanfarin ár hafa verið ráð- gjöfum þyrnir í augum sem „stjórnlausar“ veiðar. Við „stjómleysið“ á kolmunnaveiðum gerðist nánast það sama og gerðist hérlendis 1975-1980 þegar við veiddum 120 þús- und tonnum meira af þorski árlega en ráðgjafar ráðlögðu.“ „bestu ríkjandi vísindalegrar þekk- ingar“. Minnsta áhættan Hvernig á nú að fara „varlega" í veiðum á kolmunna? Er „varlega" að reyna að endurtaka fyrri mistök um að friða svo mikið af þorski, kolmunna eða öðrum stofnum að stofnanir horist niður, úrkynjist og týnist? Þetta botnlausa rugl verður að fara að taka enda. Þegar meira finnst í dag af kolmunna en gert var ráð fyrir - þá að fara ægilega „var- lega“ því eitthvað hroðalegt gæti skeð!! Er ekki einfaldlega minnsta áhættan að gera það sem hefur reynst best? Hvílíkt botnlaust rugl! Staðreyndin er sú aö frjálsar veið- ar á kolmunna og „ofveiði" á honum undanfarin ár hefur reynst auka ný- liðun eins og mörg dæmi eru um áður í flestum fiskistofnum. Á hvað forsendum mæla ráðgjafar með að kvótasetja kolmunna? Af hverju má ekki halda áfram að veiða frjálst úr því að gengur svo vel? Ef „ofmat" er rétt skýring á týndum þorski - er þá kolmunninn í dag afturgenginn? Kristinn Pétursson Gunnar Birgisson, alþingismadur og verktaki Einungis verið að flýta fyrir „Nei, alls ekki. Landsvirkjun er í rauninni ekki farin að gera neitt og í þessari auglýsingu um helgina var einfaldlega verið að tala um for- val. í þeirri auglýsingu fólst engin skuldbinding af hálfu fyrirtækisins um að ganga til samninga við einn eða neinn. Þannig að það er ekki um það að ræða að fyrirtækið geti verið að fara offari. Sú leið sem verið er að fara er fullkom- lega eðlileg og til þess fallin að flýta fyrir ef nið- urstaðan, sem á endanum fæst, verður jákvæð fyrir virkjun á þessum stað. Það kemur svo í ljós eftir að umhverfisráðherra hefur fjallað um málið og væntanlega Alþingi." Ólafur F. Magnússon u mhverfisvemda rsinn i Orkar mjög tví- mœlis „Mér finnst mjög vafasamt að bjóða út þetta verk á meðan úr- skurði skipulagsstjóra hefur ekki verið hnekkt. En þótt þessi vinnubrögð orki tvímælis eru þau kannski i takt við annað. Manni virðist sem stjórnvöld ætli að hunsa bæði úrskurðinn og þær leikreglur sem sjálf Al- þingi hefur sett. Menn tala um að þetta sé allt skuldbindingalaust og að hér sé mest rannsókn- arvinna á ferðinni en ég get ekki annað en túlk- að þetta sem skilaboð um að bæði stjórnvöld og Landsvirkjun telji úrskurð skipulagsstjóra litlu máli skipta, jafnvel engu, og það veldur mér óneitanlega áhyggjum." Einar Rafn Haraldsson, formaöur Afls fyrir Austurland Eðlileg' ráðstöfyn „Ég fæ ekki betur séð en að Landsvirkjun sé einfaldlega að fara eftir þeim tímaramma sem þessu verkefni var settur á sínum tíma. Svarið við þessari spurningu er því klárt nei. Lands- virkjun hlýtur einfaldlega að halda sinu striki í þessu máli með því fororði að verkið verði sam- þykkt þegar þar að kemur. Það eru engar fram- kvæmdir hafnar á vegum Landsvirkjunar á Kárahnjúkasvæðinu, það ég viti, og úrskurður skipulagsstjóra getur ekki orðið til þess að menn fresti því að leita eftir framkvæmdaaðila í forvali sem hugsanlega gæti framkvæmt verk- ið þegar þar að kemur.“ Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar Landsvirkjun á að bíða átekta „Mér brá þegar ég sá auglýs- inguna frá Landsvirkjun um helgina og ég tel það mjög óeðli- legt að á meðan þessi framkvæmd er í lögformlegu matsferli skuli Landsvirkjun ekki biða átekta - að minnsta kosti þangað til niðurstaða umhverfisráð- herra í málinu liggur fyrir. Þetta undirstrikar að þrátt fyrir úrskurð skipulagsstjóra er undirbún- ingur i fullum gangi, auk þess sem stjórnvöld hafa nánast lýst því sem stefnu sinni að þarna verði virkjað. Þetta er umdeilt mál og ef menn ætla að leita sátta um þessar framkvæmdir held ég þeir verði að sýna þá tillitssemi að klára matsferlið áður en haldið er áfram." Á Hólahátíð kveðja höfðingjar landsins sér hljóðs og flytja misjafn- lega eftirminnilegan boðskap. Helg- ina eftir útihátíðirnar miklu áminnti biskup íslands þá sem afvegaleiða unglinga á þjóðlegu hátíðunum sem haldnar eru undir berum himni með gitarspili og söng. En samkvæmt fréttum var aðalinntak biskupsboð- skaps að guðslömbin eru breysk og því á ekki að dæma þá sem taka al- menningseigur traustataki og skrökva sér til málsbóta að auki. Sú kenning að maðurinn sé í eðli sínu breyskur og því óheiðarlegur og lyginn hlýtur að hljórna yndislega í eyrum allra þeirra sem aldrei hafa skilið boðorð kristninnar eða þurft að glíma við siðferðisvitundina í brjósti sínu sem heimspekingurinn Kant taldi eitt leyndardómsfyllsta undur veraldar ef rétt er munað. Biskup vill gera lítið úr yfirsjón- um þeirra sem trúað er fyrir sameig- inlegum verðmætum þjóðarinnar og hafa velferð hennar í hendi sér þeg- ar þeir bregðast trúnaði og maka eig- in krók á annarra kostnað. Varast ber að hafa neina skoðun á slíkum málum eða hafa í flimtingum. Það felur í sér dómhörku og svo gæti delikventum þótt leiðinlegt að sjá at- hugasemdir um gjörðir sínar á prenti eða heyra sagt frá þeim í loft- miðlunum. Eyðsla og gripdeildir Biskup er, eins og aðrir íslending- ar, orðinn svo vanur að sjá póli- tíkusa og embættismenn þeirra fara svo gáleysislega með almannafé að smáskítleg auögunarbrot af þeirra hálfu eru ekki nema eins og kræki- ber í helvíti sé litið yfir allt svið bruðls og flottræfilsháttar þeirra sem fara með skattfé borgaranna. Eftir aflátsræðu biskups geta allir þeir sem misfarið hafa farið með fé og trúnað andað léttar. Þeim er fyr- irgefíð af því að allir menn eru breyskir en hafa ekki allir sömu að- stöðu til að létta undir í lífsbarátt- unni með því að hnupla smáræði hér og hvar. Vonandi á boðskapur biskups ekki aðeins við um þá sem misfara með opinbera fjármuni og það vald sem kjósendur trúa þeim fyrir. Breysk- leikinn leikur einnig lausum hala í einkageiranum þar sem gripdeildir lúta lögmálum markaðarins. Þar þjóta gagnkvæmar ásakanir með himinskautum þótt dóm- harðir fjölmiðlamenn komi hvergi nærri. Öflugir áhrifamenn í pólitík og á peningamarkaði saka hverjir aðra um stórfelldar misgjörðir og svik og við- hafa orðbragð um ómerki- legheit hver annars sem blaðamenn telja sér ekki leyfilegt að nota í umfjöllun um opinbera bófa sem hina er starfa í einkageiranum. Verðugt væri ef biskup bæði þá Margeir Pétursson verðbréfagúrú og Ólaf G. Einarsson, sem trúað hefur verið fyrir fleiri veigamiklum embættum en öllum mönnum öðrum, að hlífa hvor öðr- um fyrir þeim feiknlegu ávirðingum sem þeir bera hvor á annan. Sam- kvæmt kenningunni eru þeir breysk- ir og því eiga gjörðir þeirra til að hafa fé af öðrum að liggja í þagnar- gildi. Þeir eiga heldur ekki að for- dæma hver annan, fremur en blaða- menn að skipta sér af málum þing- manna sem verður á í messunni. Þakklátir skálkar Hér verður að játa að aðeins er stuðst við endursögn í frétt um inntak biskupsræðu á Hólahátíð. En engin ástæða er til að ætla að um útúr- snúning sé að ræða. Herra Karl ávítar fjölmiðla fyrir að skipta sér af málum sem þeim koma ekki við og ala á fordómum í garð breyskra samferðamanna. Mikið hljóta skálkar og þeir sem brotið hafa trúnað að vera biskupi þakklátir fyrir aílátsræðuna. Þar sem Jesús kastar syndum trú- aðra á bak við sig, eins og segir í sálminum góða, þá er óbærilegur breyskleiki allra manna afbragðsaf- sökun fyrir þjófa og lygara til að fara sinu fram, en þeir sem koma upp um þá eru gerðir að fordómafullum skúrkum. En svo vikið sé að breyskleika einkageirans verður forvitnilegt að fá að frétta hvor þeirra Margeirs eða Ólafs R. er breyskur og hraðlyginn hrappur og hvor stálheiðarlegur hlutafélagabraskari. Annar hvor hlýtur að skrökva. - Vonandi jafna hinir hjartahreinu því ekki til for- dóma þótt svona sé spurt. Oddur Olafsson skrifar: Hinir einföldu Eitt virtasta tímarit Norðurlanda birti nýlega grein undir þessari fyr- irsögn, en hún fjallaði um þá fjöl- mörgu einstaklinga sem eiga erfitt með að fóta sig í heiminum. - Ekki vegna óreglu eða flkniefnavanda - heldur vegna þess að þeir eru ein- faldlega ekki nógu vel gefnir til að geta bjargað sér í hinum flókna heimi. Greinarhöfundur talar ekki undir rós heldur fer beint að efninu: Átt er við fólk sem lítur út eins og annað fólk, en skorar ekki hátt í greindarmælingu, án þess að neitt annað sé að. Á íslensku er þá talað um að viðkomandi sé á tornæmis- stigi eða lítið greindarskertur. Gleymdur þjóðfélagshópur Þetta fólk hefur að sögn greinar- höfundar gleymst í kerfinu. Þeir eru of vel gefnir til að fá greiningu sem þroskaheftir, en eiga erfitt með ráða við verkefni daglegs lífs. Á vinnu- markaði standa þeir höllum fæti, því að flest störf nútímans eru þeim of flókin. í skóla finnst þeim flestar námsgreinar of erfiðar, eða að minnsta kosti þurfa þeir margfalt lengri tíma en aðrir til að tileinka Þannig er tískubólan, krafan um „skóla án aðgreiningar“ orðin martröð fyrir marga. sér efnið. Oft sitja þeir i tíma og læra lítið. Þannig er tískubólan, krafan um „skóla án aðgreiningar" orðin martröð fyrir marga þeirra. Tímaritið birti opinskátt viðtal við nokkra tornæma einstaklinga og töldu þeir undantekningalítið að flutn- ingur í sérskóla hefði bjarg- að þeim. Þar höfðu þeir lært á hæfilegum hraða, skólinn _________ hafði byggt upp sjálfsvirð- ingu þeirra og aðstoðað við að útvega vinnu eftir að skóla- göngu lauk. En þeir þurfa að fá starf sem krefst ekki of mikils andlegs framlags en sem þeir geta þó ver- ið stoltir af. Þarflegar hugleiðingar Nú, þegar skólaár- ið er senn að byrja, er ef til vill ástæða til að staldra við og íhuga hvort við get- um eitthvað lært af þessum hugleiðing- um. Við skólamenn vitum að í hverjum árgangi er ákveðinn hópur nemenda sem ræður ekki við námsefnið eins og það er venjulega lagt fyrir. Kennarar, sér- staklega efri bekkja, keyra nemendur áfram með sam- ræmdu prófln sem Marjatta isberg fil.mag. og kennari Grýlu, og þá er lítill gaum- ur gefinn að þeim sem helt- ast úr lestinni. Þrátt fyrir þessar stað- reyndir hefur nemendum sérskóla fækkað hér á landi á ári hverju, öfugt við það sem er til dæmis í Svíþjóð, enda er yfirlýst stefna stjórnvalda hér „skóli fyrir alla“. Hér í fámenninu yrði einnig erfitt og dýrt að reka marga sérskóla. Við aðstæður eins og þessar finnst bæði kennarum og nemendum oft að þeir séu milli steins og sleggju: Annars vegar er krafan um skóla án aðgreiningar, en hins vegar er aðstöðuleysið, skortur- inn á hæfum starfsmönnum og kraf- an um árangur. Tornæmu börnin græða lítið á því sem fer fram og við- brögðin eru eftir því: Sum draga sig inn í skel, rúin sjálfstrausti, kvíðin eða þunglynd. Önnur sýna greini- legri atferlistruflanir, verða ofbeldis- hneigð o.sv.fr. I norskum rannsókn- um hefur einnig komið fram að slík- ir einstaklingar eiga á hættu seinna að lenda í afbrotum. Aðeins mjög sterkir einstaklingar komast óskadd- aðir gegnum slika reynslu. Vandasamt verkefni í umræðu okkar um skóla án að- greiningar hefur oft gleymst að skóli er ekki bara staður. Að búa þannig um hnútana að skólinn verði í raun og veru „skóli fyrir alla“ er erfitt og vandasamt verkefni, sem allir verða að vera samtaka í. Hugsjónir einar fleyta okkur ekki áfram. Marjatta ísberg Lögreglan eins og ruddar „Deilumar um skemmtiferðaskipið vekja einnig athygli vegna framgöngu lög- reglunnar. Þótt lög- bann hafi verið sett á mótmæli stéttarfé- laga við komu skips- ins þýðir það ekki bann við friðsam- legum mótmælum einstaklinga. Lög- reglan hegðaði sér eins og ruddar í þessu máli þegar hún veittist að Árna Konráðssyni, fyrrum sjó- manni, og handtók hann. Þeir sem þekkja Árna Konn vita vel að þar fer maður vandur að virðingu sinni, rólegur og stéttvís en orðinn fullorð- inn og á ekki auðvelt með gang. Hér er ekki tekið til varnar fyrir Jónas Garðarsson, ungan og hraustan mann sem vel má vera að hafi ekki samstundis orðið við tilmælum lög- reglu en að ráðast á aldraðan heið- ursmann og fyrir það að taka mynd af atburðunum er fáheyrt." Ágúst Einarsson á Samfylkingarvefnum Gat verið satt! „Guðmundur Andri viðurkennir, að hann hafi hlaupið á sig með þvi að segja Árna Johnsen formann bygginganefnda i Skógum og á Laugarvatni en heldur síðan áfram og lætur eins og það gæti hafa verið satt og ég verði að una gagnrýni án þess að draga Guðmund Andra inn í dýralífsmynd í mínu höfði - sjálf- sagt er að taka tillit til þessara óska dálkahöfundarins, en finnst honum betra hlutskiptið, sem minnir á mál- flutning Jónasar frá Hriílu, sem sagði, þegar bent var á rangfærslur hans um andstæðinga sína: En það gat verið satt!“ Björn Bjarnason á vefsíöu sinni aö svara skrifum Guömundar Andra Thorssonar Á Hólahátíð eru haldnar áhrifaríkar rœður. Eftir aflátsrœðu biskups geta þeir sem misfarið hafa með fé og trúnað andað léttar. Hér flytur biskup rœðu sína í Hóladómkirkju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.