Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 22
26 MIDVIKUDAGUR 15. AGUST 2001 Islendingaþættir BV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli II Áttræöur 90 ára Elínborg Þóröardóttir, Brúarhrauni, Hnappadalssýslu. Svava Lárusdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. Pórunn Björnsdóttir, 3iljum 1, Vík. 85 ára___________________ Laufey Vigfúsdóttir, 'Hvammi, Húsavík. Lúövík G. Jónsson, <\öalgötu 5, Keflavík. Ölafía Siguroardóttir, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. 80 ára_________;__________ Anna Friðbjarnardóttir, Háaleitisbraut 37, Reykjavík. Jóhanna Bóel Sigurðar- dóttir, Álfhólsvegi 19, Kópavogi. Jóhanna tekur á móti ættingjum og vinum á milli klukkan 16 og 19 næstkomandi laugardag, 18.8. á heimili slnu. 75 ára Gústaf Sigurjónsson, Hólagötu 46, Vestmannaeyjum. María Jakobína Sófusdóttir, Selbrekku 30, Kópavogi. Þórunn Stefánsdóttir, Sólarvegi 16, Skagaströnd. 70 ára______________ Einar Bjarg Helgason, Réttarholtsvegi 61, Reykjavík. Einar Jóhann Jónsson, Áshamri 35, Vestmannaeyjum. Ellert Kárason, Helgamagrastræti 53, Akureyri. 60 ára______________ Ema Aradóttir, Smáraflöt 35, Garðabæ. Guörún Ásta Þórarinsdóttir, Langholti 7, Keflavík. Helga ísleifsdóttir, Hrauntungu 1, Kópavogi. Ingibjörg Stefánsd. Hjaltalín, Lyngmóum 11, Garðabæ. Sigríöur Guömannsdóttlr, Köldukinn 22, Hafnarfirði. Sverrir Þóröarson, Bjarkargrund 9, Akranesi. 50 ára______________ Björk Jónsdóttir, Blásölum 9, Kópavogi. Jön Árni Guomundsson, Miðtúni 3, Selfossi. Jón Jóhannsson, Akraseli 8, Reykjavík. Lynn Christine Knudsen, Hellusundi 6, Reykjavík. 40ára Alice Martins, Rauöarárstíg 3, Reykjavík. Bima Katrín Ragnarsdóttir, Stekkjarhvammi 31, Hafnarfirði. Einar Bachmann Egilsson, Reykjavík. Einar Vignir Skarphéoinsson, Aðalstræti 120a, Patreksfirði. Elín Jónsdóttir, Vífilsdal, Dalasýslu. Gunnar Bogason, Víöimýri 8, Neskaupstað. Ólafur Þorkell Þórisson, Leifsgötu 15, Reykjavík. Valborg Jónsdóttir, Sæbólsbraut 30, Kópavogi. Andlát Halldóra Lárusdóttir, Krókatúni 15, Akranesi, lést á heimili sínu föstudaginn 10. ágúst. Emil Ólafsson, Skipholti 43, Reykjavík, lést á heimili sínu aö morgni laugardagsins 11. ágúst. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Blikahólum 4, Reykjavík, lést á heirnili sínu laugardaginn 11. ágúst. Ásgrímur Hartmannsson, fyrrv. bæjarstjóri, Aðalgötu 24, Ólafsfirði, lést á sjúkradeild Hornbrekku aö morgni mánudagsins 13. ágúst. Elin Þóra Guolaugsdóttlr, hjúkrunaheimilinu Eir, Grafarvogi, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 11. ágúst. Birklr Þór Ásgeirsson, lést af slysförum sunnudaginn 12. ágúst. Bergþór Bergþórsson, Fífuhvammi 5, Kópavogi, lést laugardaginn 11. ágúst. Matthías Bjarnason fyrrverandi ráðherra Matthias Bjarnason, fyrrv. ráðherra, Tjaldanesi 5, Garöabæ, er áttræður i dag. Starfsferlll Matthías fæddist 15. ágúst 1921 á ísafirði og brautskráðist úr Verslunarskóla íslands 1939. Hann var framkvæmdastjóri Djúpbátsins hf. 1942-1968 og Vélbátaábyrgðar- félags ísfirðinga 1960-1974 og i stjórn félagsins frá 1960. Matthias rak verslun á Isafirði 1944-1973 og var framkvæmdastjóri útgerðar- félagsins Kögurs hf. 1959-1966. Hann var bæjarfulltrúi á ísafirði 1946-1970, sat í bæjarráði 1950-1970 og var forseti bæjarstjórnar 1950-1952. Matthias var landskjörinn alþing- ismaður 1963-1967 og alþingismaður Vestfirðinga frá 1967 til 1995. Hann yar sjavarútvegs-, heilbrigöis- og tryggingaráðherra 1974-1978, heilbrigðis- og tryggingaráðherra 1983-1985, samgönguráðherra 1983-1987 og viðskiptaráðherra 1985-1987. Matthías var í stjórn LÍÚ 1962-1974 og í stjórn Útvegs- mannafélags ísfirðinga 1960-1963 og í stjórn Útvegsmannafélags Vest- firðinga 1963-1970. Hann var í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins frá 1972-1983 og formaður stjórnar- skrárnefndar frá 1979. Matthias hefur verið formaður stjórnar Grænlandssjóðs frá 1981 og formaður stjórnar Byggðastofnunar frá 1987. Matthías var forseti neðri deildar á vorþingi 1991. Fjölskylda Kona Matthíasar er Kristín Ingimundardóttir, f. 4. maí 1924. Foreldrar hennar: Ingimundur Þ. Ingimundarson, verkamaður á Hólmavík, og kona hans, María Helgadóttir. Börn Matthiasar og Kristínar eru: Auður, f. 10. febrúar 1945, , gift Kristni Vilhelmssyni og eiga þau einn son; Hinrik, f. 20. nóvember 1946, kvæntur Sveinfríði Jóhannes- dóttur og eiga þau þrjú börn. Matthías á sex systkini sem upp komust, öll eru látin. Þau voru: Björgvin, f. 14. ágúst 1903, útgerðarmaður á ísafirði og síðar í Rvík, kvæntur Elínu Gróu Samúelsdóttir, Charles, f. 10. mars 1906, vegaverkstjóri á ísafirði, kvæntur Ólöfu Jónsdóttur; Þórir, f. 10. janúar 1909, bifreiðarstjóri og sérleyfishafi á ísafirði, kvæntur Ólöfu Jónsdóttur, Kristín, f. 23. júní 1910, gift Hauki Davíðssyni, bílstjóra i Rvík; Bjarni Ingimar, f. 2. mars 1912, ökukennari í Rvik, og Karl, f. 13. desember 1913, framkvæmdastjóri á ísafirði og síðar i Rvik, kvæntur Önnu Guðjónsdóttur. Foreldrar Matthíasar voru Bjarni Bjarnason, sjómaður og vegaverk- stjóri á ísafirði, og kona hans, Auður Jóhannesdóttir. Ætt Faðir Bjarna var Bjarni, b. á Hraunshöfða i Öxnadal, Kráks- sonar, b. og landpósts á Hólum í Öxnadal, Jónssonar, b. á Skjaldar- stöðum, Bjarnasonar, bróður Sigríð- ar, langömmu Guðríðar, langömmu Jóns Helgasonar, fyrrv. ráðherra. Móðir Bjarna var Sigríður, systir Óskar, langömmu Sigfúsar Jóns- sonar, fyrrv. bæjarstjóra á Akureyri. Sigríður var dóttir Guðmundar, b. á Brún i Svartárdal, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Ingiríður, systir Ingibjargar, lang- ömmu Jóns Pálmasonar alþingis- forseta, fbður Pálma á Akri. Ingibjörg var einnig langamma Kristjáns, föður Jónasar læknis, afa Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Systir Ingiríðar var Guðrún, langamma Páls á Guðlaugsstöðum, afa Páls Péturssonar félagsmála- ráðherra á Hóllustöðum og langafa Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar. Ingiríður var dóttir Guð- mundar ríka, b. í Stóradal, Jóns- sonar, b. á Skeggstöðum, Jóns- sonar, forföður Skeggstaðaættar- innar. Auður var dóttir Jóhannesar, b. á Nolli á Svalbarðsströnd, Guðmunds- Mcrkír íslendingar Ólafur Ketilsson sérleyfishafi var fæddur 15. ágúst árið 1903. Ólafur var lengst af búsettur í Svanahlíð á Laugarvatni en síðustu árin bjó hann í íbúð sinni í Sunnuhlíð í Kópavogi. Hann fæddist að Álfsstöðum á Skeiðum og ólst þar upp en fór alfarinn að heiman tuttugu og fimm ára að aldri. Ólafur var á togurum nokkrar vetrarvertíðir en hann var eftirsóttur háseti enda þrekmaður, rammur að afli. Ólafur tók bílpróf árið 1928 og keypti sér vörubifreið það vor. Hann hóf þá akstur fyrir kaupfélagið á Minni-Borg í Grímsnesi. Hann fékk sérleyfi fyrir fólksflutninga til Laugarvatns árið 1932 ók milli Reykjavikur og Laugarvatns í áratugi. Ölafur Ketilsson Ólafur varð með timanum góðkunn þjóðsagnapersóna fyrir glaðværð sína, hnyttin svör og gætilegan akstur, Árið 1931 kvæntist Giafur Svanborgu Þórdísi Ásmundsdóttur sem lést árið 1988. Foreldrar hennar voru Ásmundur Eiriksson, bóndi og oddviti á Neðra- Apavatni í Grímsnesi í Árnessýslu, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir frá Skógarkoti. Ólafur var ötull baráttumaður fyrir umbótum í samgöngu- og umferðar- málum og ritaði meðal annars fjölda blaðagreina um þessi áhugamál sín og önnur. Ólafur lést 9. júlí árið 1999. sonar. Móðir Auðar var Guðbjörg Björnsdóttir, b. í Pálsgerði á Höfða- strönd, bróður Guðrúnar, móður Hákarla-Jörundar, langafa Jónasar Bjarnasonar, fyrrv. forseta Náttúrulækningafélags íslands. Bjöm var sonur Lofts, b. á Grund í Höfðahverfi, Bessasonar. Móðursystkini Matthíasar voru meðal annarra Lilja, amma Eysteins, Péturs og Jóns Arasona í FACO, og Sesselja, móðir Jóhann- esar, fyrrv. framkvæmdastjóra í Neskaupstað, fóður Ólafs blaða- manns. Jarðaifarir Aöalsteinn Guðnason loftskeytamaður, Hamraborg 32, Kópavogi, verður jarösunginn frá Kópavogskirkju, mánudaginn 20. ágúst kl. 15.00. Sólveig Kristjánsdóttir, fyrrverandi kennari, Reykjaskóla í Hrútafirði, slðast til heimils í Hrauntungu 77, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 10.30. Bergdís Rut Baldvinsdóttir, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju á morgun, 16. ágúst, kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Smáauglýsingar byssur, ferðalög, ferðaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrir veiðimenn, gisting, golfvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, úti8egubúnaður..atOmStliriClir Skoöaðu smáuglýsingarnar á 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.