Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 23
MIDVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2001 27 I>V Tilvera fmælisbarniö Ben Affleck 29 ára Kvikmyndaleikar- inn Ben Affleck, eða Benjamin Geza Af- fleck eins og hann heitir fullu nafni, er 29 ára i dag. Hann fæddist í Berkeley í Kaliforniu og var að- eins átta ár þegar hann fékk fyrsta sjónvarpshlutverkið. Meðal stórmynda- sem hann hefur leikið í eru myndirnar Armageddon, Shakespeare in Love og Pearl Harbor. Óskarsverðlaunin fékk Affleck þó fyr- ir handritið að myndinni Good Will Hunting sem hann skrifaði ásamt besta vini sínum, Matt Damon. Stjörnuspá Glldlr fyrir fímmtudaginn 16. ágúst Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): ¦ Þú þarft að takast á við fremur erfitt verk- efni í vinnunni í dag. Þér tekst prýðilega að leysa það af hendi. Þú færð mikil- vægt bréf. Rskarnir (19. febr.-20. mars): Þér er alveg óhætt að lláta í ljósi áhuga á því sem þú hefur raun- verulega áhuga á. Vinur þinn mun standa með þér í ágreiningsmáli. Hrúturinn 121. mars-19. apríll: #V Láttu sem ekkert sé, #^^»"~ þó aö einhver sé að \j^« gera lítið úr því sem t|^ þú ert að fást við. Farðu varlega í að gefa ráð. Það er ekki víst að þau dugi vel. Nautið (20. apríl-20. maí): / Athugaðu vel alla ^^^^ málavexti áður en þú [^y^ tekur mikilvæga \^S ákvörðun eða ein- hverju gylhboði sem þér berst. Happatólur þínar eru 3, 14 og 26. Tvíburarnir (21. maí-2.1. iúní): . ^^ Þú gerir einhverjum y^^greiða og uppskerð *mf/ þakklætj fyrir. í heild ^N^ er þetta góður dagur þó að hann sé ekkert sértstaklega spennandi. Krabbinn (22. iúni-22. íúií): Ástin verður afar áber- I andi í lifi þínu á næst- unni. Þú þarft að ætla henni rima og leyfa henni að þróast í rólegheitum en ekki ana að neinum ákvörðunum. UÓnÍQ (23. iúlí- 22. áeústl: , Þú hefur komið ár þinni vel fyrir borð að undanförnu. Mikil vinna hefur treyst stöðu þína umtalsvert og nú ættir þú að geta notið þess að slaka á. IVlevian (23. áeúst-22. sept.l: j^y Einhver ruglingur eða <*\X^Ck seinkun á sér stað, ^^^teinkanlega hjá þeim ^ T sem eru á ferðalagi. Nauðsynlegt er að skipuleggja vel það sem gera þarf. Vogin (23. sept.-23. okt.): J Samvinna sem þú tekur rN^/ þátt í er sérstaklega gef- \^T andi og nýjar hugmynd- rf ir fæðast. Einhverjar þeirra verða meira að segja að veruleika áður en langt um líður. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.): ¦_jtf\ Kynslóðabilið alræmda ^t\\ gerir vart við sig í dag. YY VjHætta er á árekstrum r'w ef ekki er varlega farið en það 'ætti þó að jafna sig fljótt. Einhver spenna hggur í loi'tinu. Bogamaður (22. nóv.-21. des.): ^Þú áttar þig ekki á "V^i^y hvað um er aö vera fyrr en undir kvöld. V Þú átt notalega stund með fjölskyldunni. Happatölur þínar eru 11,19 og 23. Steingeitln(22. des.-19. ian.): ^ ^ Mikilvægt er að þú I^V^ undirbúir vel þær \Jh breytingar sem ófyrir- ^S^ sjáanlegar eru hjá þér á næstunni. Þá verður auðveldara að fást við þær. Norsk bæjarstjórahjón Sidsel Sodejed og Per Eivind Johansen, bæjarstjórahjón frá Stokke, voru heiðursgestir hátíðarinnar. Hér eru þau stolt meö heiöurspening Önfírðingafélagsins. Kiddi sleggja heiöraður Hér hefur Björn Ingi Bjarnason, formaöur Önfiröingafélagsins, hengt oröu á \ Kristin H. Gunnarsson þungavigtarþingmann. Hann er kominn af hvalföngur- j um og hefur reynst félaginu betri en enginn. Eldmessa á Flateyri: Lyftum glösum drottni til dýrðar „Við skulum lyfta glösum drottni til dýrðar, það getur varla orkað meira tvímælis en sauðaslátrun eða kristnitökuhátíðin. Drekkum í okkur smáhita áður en sjálf athöfnin hefst. Hver sem skilur við konu sína, nema að baki liggi hórsök, verður þess vald- andi að hún drýgir hór og hver sem gengur að eiga fráskilda konu drýgir hór. Með öðrum orðum, við verðum að fækka boðorðunum um eitt," sagði Lýður Árnason héraðslæknir þar sem hann, ásamt Ólafi Ragnarssyni poppresti, þjónaði fyrir altari við eld- messu á Flateyri um verslunarmanna- helgina. Messan var liður í hátíð sem Önfirðingafélagið í Reykjavik gekkst fyrir á staðnum og var hún flutt í garði mannlífs- og menningarseturs félagsins á Sólbakka og komu yfrr 300 gestir til að meðtaka guðsorðið og verða vitni að þeim einstæða atburði er þeir félagar gáfu saman brúðhjónin Dodda og Löllu sem búið hafa saman um árabil. Elska og virða hvort annað „Þau hafa elskað og virt hvort ann- að alveg ótrúlega lengi og þau hafa haldið hjúskaparheit sitt lengur en til er hægt að ætlast. Nú er það eindreg- inn vilji beggja að staðfesta trú- og kærleik sinn undir hvolfþaki himins, því eina guðshúsi sem hýsir alla án tillits hneigða og kennda," sagði Lýð- ur læknir og lýsti þau hjón, að minnsta kosti fyrir guði. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna, meðal annars sandkastalakeppni í Holtsfjöru þar sem fjólskyldur sameinast í listsköp- un af ýmsu tagi, og telur séra Stína Gísladóttir, sóknarprestur í Holti, að liðlega 600 manns hafi komið á svæð- ið. Að sjálfsögðu var varðeldur og brekkusöngur þar sem félagar úr Harmoníkufélagi Vestfjarða stjórnuðu fjörinu. Hundrað ár frá stórbruna Hátíðin hafði sögulega tengingu til þess að á mánudeginum voru rétt 100 ár frá því að hvalveiðistöðin á Sól- bakka brann til kaldra kola. Það var Lýður læknir og Oli popp LýöurÁrnason héraðslæknir og Ólafur Ragnarsson, poppari og skipstjóri, þjónuðu fyrir altari við eldmessu á Sólbakkahátíðinni. Reykur í hundrað ár I tilefni þess að rétt 100 ár voru liðin frá bruna hvalveiðiverksmiðjunnar á Sólbakka var hátíðinni slitið með eldi og reyk. Norðmaðurinn Hans Ellefsen sem átti stöðina og í tilefni þess voru bæjar- stjórahjónin frá Stokke, heimabæ Ellefsens, viðstödd hátíðarhöldin og tilkynntu á hátíðarsamkomu að bæj- aryfirvöld í Stokke myndu styðja þá uppbyggingu sem Önfirðingafélagið stæði að á Sólbakka með myndarlegu fjárframlagi, auk þess að færa góðar gjafir. Hvalveiðistöðin á Sólbakka er stærsta hvalveiðistöð sem reist hefur verið í norðurhöfum. Félagið heiðraði marga velunnara sína á hátíðinni og var þar á meðal Kristinn H. Gunnarsson, þungavigtar- maður í þingmannaliði Vestfirðinga, og var hann ánægður með viðurkenn- inguna. „Þessi heiðurspeningur er sá merkasti sem mér hefur hlofnast og það er mikil ánægja að fá þessa viður- kenningu. Það er skemmtilegt að vera hér þegar verið er aö minnast hval- fangarans Hans EUefsens því afl minn var hvalfangari og starfaði við hval- veiðistöð þessa sama Ellefsens í Sald- anha Bay i Suður-Afríku." Kveikt á hundrað kyndlum Eftir að hafa hlýtt á vandaða söngdagskrá Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur, við undirleik Agnars Más Magnússonar, end- aði hátíðin með því að kveikt var á 100 kyndlum á bökkunum ofan við tóftir gömlu verk- smiðjuhúsanna og brenndir tugir reykblysa á sama tíma og verksmiðjuhúsin stóðu í ljósum logum fyrir nákvæmlega hund- rað árum. Margt var um brottfiutta Ön- firðinga á hátíðinni og ánægjan skein úr hverju andliti. „Hátíðin tókst framar öllum vonum og var ánægjulegt að sjá hve margir lögðu leið sína hingað í Önundarfjörð til að vera með. Mannlífs- og menn- ingarsetur félagsins hefur fest sig vel í sessi og framtíðin er björt," sagði Björn Ingi Bjarnason, formaður Ön- firðingafélagsins, eftir að hátíðarhöld- in voru afstaðin. -GS SUZUKIBILARHF Skeifunni 17. Sfmi 568 51 00. OKU SKOLINN I MJODD Þarabakka 3,109 Reykjavík abakka í Aukin ÖkúFéttindi Kennsla hefst að Ioknu sumarleyfi í dag, miðvikudag. Kennsla á leigu-, vöru- og hópbifreið og vörubifreið með eftirvagn.Hægt er að hefja nám alla miðvikudaga. (Áfangakerfi) Endurbætt kennsluaðstaða. Reyndir kennarar og góðir kennslubílar. Aukið við atvinnumöguleikana. Hringið eða komið og leitið upplýsinga E-mail okusk.mjodd@simnet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.