Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 24
28 MIDVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2001 Tilvera j£þ"\r Djass á Vídalín Kvartett Kára Árnasonar heldur tónleika á Vídalín (gamli Fógetinn) í kvöld kl. 21.00. Á efniskránni eru þekktir húsgangar sem allir djassáhugamenn og konur þekkja. Kvartettinn skipa Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Ómar Guðjónsson á gítar, Kári Árnason á trommur og Ólafur Stoizenwald á bassa. Skemmtunin kostar aðeins kr. 500. Fyrirlestur FYRIRLESTUR UM NJALU Prófessor Andrew Wawn, háskólanum í Leeds á Bretlandi, formaöur Víkinga- félagslns breska, flytur opinberan fyrirlestur í boði Stofnunar Sigurðar Nordals, I dag klukkan 17.00 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn veröur fluttur á ensku og nefnist „Njáls saga and the Victorians" og fjallar um viötökur á Brennu-Njáls sögu á Bretlandi á 19. öld. Dr. Wawn hefur veriö kennarí viö háskólann í Leeds síðan 1983. Á síðustu árum hafa rannsóknir hans einkum beinst að áhuga Breta á íslandi og íslenskri menningu á 19. öld, einkum hversu bekktar norrænar bókmenntir voru á Bretlandi, hvernig þeim var miðlað og hvernig þær voru túlkaðar. Klassík TONLEIKAROÐ BLAU KIRKJUNNAR Næstu tónleikar í tónleikaröð Bláu Klrkjunnar á Seyöisfiröi verða í kvöld kl. 20.30, en þá mun Peter Tompkins, óbóleikari og Guöríöur St. Sigurðardóttir píanóleikari, flytja tónlist eftir Madeleine Dring, Oliver Kentish, Francis Poulenc og Camille Saint-Saéns, allt frá 20. öld og í ýmsum stíl. Miða á tónleikana má fá á skrifstofu Bláu kirkjunnar, Ránargötu 3 á Seyðisfirði, og í kirkju fyrir tónleikana. Aðgangseyrir er krónur 1000 og frítt fyrir 16 ára og yngri. KRISTINN SIGMUNDSSON SYNGUR AHOFN I kvöld halda þeir Krtstlnn Slgmundsson óperusöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari tónleika í Hafnarkirkju á Höfn í Hornarfirði kl. 20.30. Á efnisskránni, sem er afar fjölbreytt, eru lög eftir Schubert, Sibelius og ariur eftir Verdi auk margra alþekktra laga eftir íslensk tónskáld. Samstarf Kristins og Jónasar er löngu landsþekkt og hefur staðið um árabil. í undir- búningi eru tónleikar á listahátíð í Suður-Frakklandi um miðjan september þar sem þeir félagar Kristinn og Jónas flytja sömu erindi. Myndlist KRISTINN MAR INGVARSSON SYNIR A MOKKA Síðastliðinn sunnudag var opnuð sýning á verkum Kristins Más Ingvarssonar Ijósmyndara á Mokka-kaffi við Skólavörðustíg. Þar sýnir hann 8 nýjar Ijósmyndir sem flestar eru unnar á þessu ári. Sýningin ber titilinn „Sending" og er þetta þriðja einkasýning Kristins en hann hefur meöal annars sýnt í Reykjavík, Akureyri og Kaupmannahófn. Sýning Kristins er opin á afgreiðslutíma Mokka milli klukkan 9.30 og 23.30 alla daga vikunnar en henni lýkur 4. september. Síðustu forvör______ SYNINGU DAÐA GUÐBJORNS- SONAR LYKUR Mvndlistarsvningu Daða Guðbjörnssonar í Gallerí Sölva Helgasonar að Lónskoti í Skagafirði lýkur í dag. A sýningunni er vatnslitamyndir sem allar eru unnar á þessu ári. íslandsvinurinn Don Felix, einn úr Los Paraguyos: Lærir Undir blá- himni í Hveragerði DV, HVERAGERDI:_______________________________ Tónlistarmaðurinn Don Felix er einn af hinum upprunalegu Los Paraguyos sem kynntu íslendingum suðræna tónlist, eins og „Labamba" og „Guantana Mera" árið 1968. í sumar er Felix einn á ferð. Hann er frá Paragvæ en býr á Kanaríeyjum. Tvímenningarnir Felix og Frans- isco (Dos Paraguyos) komu siðast til íslands fyrir þremur árum en Felix hefur oft komið til landsins áður. í sumar hefur hann ferðast um landið og helst sungið og spilað fyr- ir börn, sjúklinga og aldraða á stofn- unum - alltaf án endurgjalds. „Ég er mjög nægjusamur og þarf enga pen- inga nema bara til að fæða mig og klæða. Um þessar mundir bý ég á Suðurlandi en fer heim í lok sept- ember. Næst skemmti ég á Djúpu- víkurhátlðinni sem verður um Hrifning Don Felix lék á als oddi fyrir hrifna dvalargestí Áss/Ásbyrgis í Hverageröi - vanur maöur sem naut mikillar frægöar með félögum sínum í Los Paraguyos á árum áöur. DV-MYNDIR EVA HREINSDÓTTIR Lelklð í „kuldanum" Felix tekur í gítarinn augnablik úti, þrátt fyrir aðeins 18 stiga hita. næstu helgi. Heima á Kanaríeyjum er ég fullbókaður í allan vetur eins og venjulega," segir Felix í lauslegri þýðingu fréttaritara. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að hafa tónlist að atvinnu. Felix þarf að hugsa vel um fmgur sína og rödd. Vinir hans hafa undr- ast þennan áhuga á íslandi, sérstak- lega þar sem hann þolir illa kalt loftslag. í Hveragerði nú fyrir skömmu, þegar úti var um 15 stiga hiti, var hann búinn vetrarklæðn- aði á leið til þess að skemmta dval- argestum á Ási/Ásbyrgi. „Ég segi öllum vinum mínum að ísland sé stórkostlegt land," heldur Felix áfram á sinni sjarmerandi ensku. „Icelanders are fantastic people," segir hann. Hann segist auk þess oft spila fyrir þá á Kanarleyjum á vet- urna. Felix er nýorðinn sextugur og tónlist er hans líf. Örlað hefur á liðagigt hjá honum og hann býst ekki við að ferðast öllu lengur til kaldari landa. Þegar fréttaritari hitti Felix þar sem hann býr í Hveragerði, var hann önnum kafinn við að læra (af geislaplötu) og spila á gítarinn lagið Undir bláhimni. Textann skrifaði hann niður eftir eigin framburði sem var nokkuð skrautlegur i augum íslendings. En þetta eitt vinsælasta lag á íslandi til langs tima hljómaði mjög vel i út- setningu Felix og hann hyggst læra nokkur önnur vinsæl lög sem hann getur boðið gestum Kanaríeyja í vet- ur. -eh Maöur Irfandi KR í sviðsljósinu Kotbrún Bergþórsdóttir skrifar. Sjá nánar: Lffiö eftfr vlnnu á Vísf.fs KR er víst í fallhættu í Simadeild- inni. Niðurlæging KR hafði á ein- hvern furðulegan hátt farið fram hjá mér þar til kvöld eitt fyrir skömmu þegar alvöruþrungnar umræður hófust í þættinum ísland í dag um það hvernig bregðast ætti við hinni slæmu stöðu. Ég varð svo hvumsa að ég gleymdi að skipta yfir á fréttatima RUV. Hvernig stendur á því að KR tekst alltaf að koma sér í fréttirnar, hvort sem liðið er að tapa eða vinna? Nú eru önnur lið í deildinni: Valur og Fram og Þróttur og fleiri sem tapa leikjum og vinna leiki, en aldrei fá þau sama rými í fjolmiðlum og KR. Maður hefur komist í gegnum lífið án þess að vita nafn á einum einasta knattspyrnuþjálfara þar til fyrir ein- hverjum mánuðum að þjálfari KR- inga hætti mjög skyndilega. Ég man ekki af hverju hann hætti en mig minnir að ein skýringin hafi verið sú að það væri svo vanþakklátt verk að stjórna KR. Og Pétur Pétursson varð skyndilega nafn sem dúkkaði upp í öllum fréttatímum. Maður hefur líka getað lifað sínu lífi án þess að vita hverjir verða meistarar í knattspyrnu, en þann tit- il tókst KR að vinna tvö ár í röð eftir áratuga niðurlægingu og maður átti sko ekki að fá að gleyma því næstu vikurnar á eftir. Ég man eftir fyrri sigurdeginum. Lýðurinn gekk um hverfið, blindfuil- ur, og söng hástöfum þvælukenndan og montlegan texta um að KR-ingar yæru bestir. Menn þeyttu bilflautur „Nú er KR að tapa og tapa og tapa. Þetta eru víst orðnir nokkrir tapleikir í röð og tapið tekur á. Það er farið að gœta alvarlegrar taugábilunar í vesturbœn- um. Það að vera KR-ingur er víst ékki áhugamál. Það er lífshugsjón. Því eru vonbrigðin svo mikil þegar lið- ið bregst." og börn veifuðu fánum. Ég man að ég hljóp undan lýðnum, inn i öruggt skjól heimilis míns og fór ekki meira út þann daginn. Ég hugsaði með mér að vonandi hampaði KR ekki titlin- um að ári. Einn KR-sigurdagur nægði mér fyrir lifstíð. Þegar KR-ing- ar endurtóku leikinn næsta ár gætti ég þess vandlega að fara ekki úr húsi. Nú er KR að tapa og tapa og tapa. Þetta eru víst orðnir nokkrir tapleik- ir í röð og tapið tekur á. Það er farið að gæta alvarlegrar taugabilunar í vesturbænum. Það að vera KR-ingur er vist ekki áhugamál. Það er lífshug- sjón. Því eru vonbrigðin svo mikil þegar liðið bregst. Breiðablik og Fram klikka líka stundum en stuðn- ingsmenn þeirra liða bera harm sinn í hljóði. En ekki stuðningsmenn KR sem væla þar til þeim er vorkennt. Og niðurlútir KR-ingar mæta í viðtöl þar sem fjölmiðlamenn veita þeim áfallahjálp í formi skilningsríka spurninga á borð við: „Er ekki eitt- hvað til ráða?" og huggunarríkra yf- irlýsinga eins og: „Þetta hlýtur að lagast." Satt að segja er mér alveg sama hvaða lið vinnur þessa svokölluðu Símadeild og ekki nenni ég að horfa á einn einasta leik. Þeir eru hvort eð er allir eins þessir íslensku knatt- spyrnumenn, fölbleikir og væskils- legir á velli. Þannig að ég ætla að reyna að leiða hjá mér knattspyrn- una í Símadeildinni, en mun senni- lega ekki ná árangri þar, fremur en KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.