Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Blaðsíða 25
29 Óvenjulegur ratleikur mun fara fram viö Mývatn um helgina þegar fram fer keppni sex þýskumælandi liöa sem síöar veröur gert aö spennandi sjánvarpsefni og loks aö auglýsingu fyrir Varta-fyrirtækiö. Varta-rafhlöður í stóru hlutverki í rafmagnaðri hugmynd: Tugmilljóna ratleikur á þýsku við Mývatn - öflug sveit fjölmiðla mun fylgjast með tveggja daga keppni MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2001 DV „Þetta er bæði einstakt og svo náttúrlega gríðarlega stórt,“ segir Ingvi Ragnar Kristjánsson, hótel- stjóri á Sel Hóteli við Mývatn. í vikunni mun fara fram alþjóðleg- ur ratleikur í Mývatnssveit sem fá mun gríðarlega íjölmiðlaathygli um allan hinn þýskumælandi heim, enda sá fyrsti sinnar teg- undar í heiminum að því sagt er. Blaðamenn frá einum 16 blöðum og tveimur sjónvarpsstöðvum munu koma til landsins ásamt 24 keppendum og skipuleggjendum ferðarinnar en hér á landi munu fjölmargir aðilar úr ferðageiran- um og ferðamannaþjónustunni við Mývatn koma að málinu - trú- lega hátt í 40 manns. Það er stór- fyrirtækið Varta, sem meðal ann- ars framleiðir rafhlöður, sem stendur fyrir þessum leik. Fyrir- tækið mun hafa leitað til þekktra ráðgjafa til að fríska upp á ímynd fyrirtækisins og fengið þau ráð að standa fyrir ratleik á íslandi með tilheyrandi íjölmiðlaathygli. Mál- ið var síðan sett af stað og skipu- lagt í samstarfi við Ingva Ragnar Kristjánsson og hefur undirbún- ingurinn staðið í eina 8 mánuði. Þýsku aðilarnir sem standa í þessu með Ingva Ragnari hafa komið hingað til lands fjórum sinnum og í júlí var leikurinn prufukeyrður. Ingvi Ragnar segir að þegar málið hafi fyrst verið reifað við hann hafi hann ekki talið það mikið mál að skipuleggja ratleik fyrir eitt fyrirtæki en þeg- ar til kom reyndist þetta talsvert meira verkefni en hann hélt í fyrstu. Búast má við að kostnaður Varta-fyrirtækisins vegna þessa máls hlaupi á tugum milljóna og kunnugir skjóta á þetta 70-100 milljónir. Þýskt „Survivour" Leikurinn mun fara þannig fram að sex manns munu verða í hverju liði og liðin verða alls sex. Keppt verður á tveimur megin- leiðum þar sem keppendur munu m.a. þurfa að vera á hestbaki, ganga, hjóla og róa. Þannig hafa vegna þessarar keppni verið tekn- ir til handargagns 11 jeppar, um 20 hestar, 40 fjallahjól, fjórir kanó- ar og átta róðrarbátar. Auk þess fylgja þessu tjaldbúðir og matur og annað því um líkt. í hverju liði eru sex manns eins og áður segir en einungis fjórir þeirra koma til íslands; hinir tveir í liðinu verða i sérstakri miðstöð í Hamborg. Að- spurður um hvort þetta sé ein- hvers konar þýsk útgáfa af „Survivour" segir Ingvi að ýmis- legt minni á það. Þessi fjögur í hverju liði sem koma til íslands vita ekkert hvert þau eru að fara, nema að þau eiga að fara til ís- lands. Síðan eru það félagar þeirra í Hamborg sem eiga að leið- beina þeim og hjálpa í leiknum. Þar sem liðin eru i tvennu lagi þurfa þau að vera í stöðugu fjar- skiptasambandi hvert við annað og fyrir vikið verður þetta há- tæknilegur fjarskiptaleikur í leið- inni - og að sjálfsögðu verða not- aðar i þetta Varta-rafhlöður! Liðin verða í stöðugu internet- og GSM- sambandi allan tímann sem mun enn auka á sérkennileika þessa ratleiks. Sjónvarpsstöðvar munu síðan sýna þessa keppni - sem stendur yfir I tvo daga - í nokkrum þáttum en eftir að sýn- ingu þeirra er lokið mun Varta klippa þættina niður í auglýsing- ar fyrir fyrirtækið. Ingvi Ragnar telur að hér sé á ferðinni gríðarleg landkynning fyrir ísland og Mý- vatn sem muni til lengdar gagnast vel ferðaþjónustu í landinu. -BG Tilvera Dregur sig í hlé Leikarinn góðkunni, Hugh Grant, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá skemmtanaiðnaðinum um stund. Grant er miður sin vegna fráfalls móður sinnar sem dó fyrir mánuði. í viðtali við dagblaðið Daily Ex- press skýrði Grant frá því að móðir hans hefði verið honum afar hjartfólg- in og hann þurfl að venjast lífinu án hennar. Annars segir leikarinn að helsta ástæðan fyrir ákvörðun sinni sé ágangur fjölmiðla á meðan á jarða- fór móður hans stóð. Það fer mjög fyr- ir brjóstið á Grant að ljósmyndarar eltu hann á röndum í jarðarförinni. Hann telur þetta brot á friðhelgi einkalífssins og vill draga sig úr sviðs- ljósinu til að fá frið. Grant segist ekki hafa ákveðið hvort hann snýr aftur í sviðsljósið. Á erfitt með að bindast ödrum Breski óskarsverðlaunahafinn Gwyneth Paltrow segist eiga erfitt með að bindast öðrum. Hún segist hlaupast á brott þegar hitna fer í kolunum. Gwyneth hætti að vera með kvennagullinu Brad Pitt fyrir þremur árum og fyrir nokkru losaði hún sig við Ben Affleck. Síðan þá hefur Afíleck lent í klóm Bakkusar og hneigst að sama kyni. Það hefur reynst ómögulegt fyrir Gwyneth að haldast í sambandi til lengdar. „Þegar það er búið er það bú- ið,“ segir hún og bætir við að karl- menn skilji ekki þegar sambönd séu búin. Vill vera kyntákn Jennifer Love Hewitt Vill miklu frekar vera kyntákn heldur en litla sæta stelpan. Jennifer litla Love Héwitt segist vera orðinn leið á því að vera litla sykursæta og saklausa stúlkan. í viðtali við sænska blaðið Aftonblad- et lýsir Hewitt því að henni fmnist hún standa á krossgötum í lífi sínu. Tuttugu tveggja ára að aldri hef- ur hún fengið nóg af því að leika hlutverk litlu sætu stelpunnar eins og hún var fræg fyrir í þáttunum Party of Five sem m.a. hafa verið sýndir á Stöð 2. Núna þyrstir Hewitt í meira krefjandi hlutverk, hvort sem það er í alvarlega þenkjandi hlutverki eða hlutverk ögrandi kyn- bombu. Hún segist líka alveg vera tilbúin til að vera álitin kyntákn. Hewitt viðurkennir einnig í við- talinu að hafa orðið verulega svekkt með vera kosin ein af verst klæddu konum heims af vikublaðinu People Weekly. Hún leggi mikið upp úr flottum fötum og gangi m.a. í fötum frá Prada. M.BENZ ML 270 CDI, sk. 01/00, ek. 85 þús. km, ssk. Geisli, ABS, hraðastillir, álfelgur, dráttarkrókur, rafdr. og fl Ásett verð kr. 4.390.000. Ath. skipti. \Zsiiö**y Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.