Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2001, Síða 28
•^i n: ir Rafkaup Heilsudýnur t sérflokki! Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö 1 hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ^ Kelduhverfi: I lífshættu eftir slys Karlmaður á níræðisaldri liggur alvarlega slasaður á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri eftir um- ferðarslys sem varð í Kelduhverfi í gærdag. Þar ók jeppabifreið út af veginum og lenti mjög harkalega á framend- anum. Tveir menn voru í bifreið- inni og voru þeir báðir í bílbeltum. Ökumaðurinn slasaðist lítillega og var fluttur til Húsavíkur til að- hlynningar en gamli maðurinn sem sat við hlið hans hlaut slæma áverka á brjósti. Hann var í öndun- arvél á sjúkrahúsinu á Akureyri og talinn vera í lífshættu. -gk V'ERÐUR VATNIÐ L0KSIN5 VÍN? Fiskimenn framtíðarinnar Það voru glaölegir strákar sem Ijósmyndari DV hitti á bryggjunni í Hafnarfiröi þar sem þeir voru aö dorga. Aflinn var aö vísu ekki mikill aö vöxtum ekkert úr ánægjunni. Hver veit nema þessir strákar eigi eftir aö draga björg í þjóðarbú úr sjónum þegar fram líða stundir. DV-MYND BRINK en þaö dró Hjálmar Árnason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis: Skipsfarmar af vatni til útlanda styttist í að íslensku vatni verði dælt í skip, að mati Hjálmars Hjálmar Arnason. „Ég spái því að það sé aðeins tíma- spursmál hvenær menn fari að skoða það í fullri alvöru að flytja út íslenskt vatn með stórum tankskipum til þurfandi landa. Núna liggja hund- ruð ónotaðra tank- skipa víða um heim - gömul olíuskip - og ég er mjög trúaður á að sú stund muni renna upp fyrr en seinna, einfald- lega vegna þess að neyðin er orðin svo gífurleg og virðist fara vax- andi,“ segir Hjálmar Árnason, for- maður iðnaðarnefndar Alþingis. Alvarlegur vatnsskortur Sérfræðingar á ráðstefnu í Sví- þjóð telja að vatnsskortur sé alvar- legt framtíðarvandamál og Hjálmar segir engan vafa leika á að sam- kvæmt síðustu spám fái hugmyndir hans byr undir báða vængi. Hann bendir á að milljónir lítra renni ár- lega ónýttir til sjávar hér á landi og mikil tækifæri felist í þessari auðlind fyr- ir þjóðina. Hjálmar minn- ir á að menn hafi dregið borgarísjaka milli heims- álfa og þótt einhverjir kunni að segja að flutn- ingur af þessu tagi sé kostnaðarsamur sé enn dýrara að horfa upp á svæði þorna upp og fólk deyja úr þorsta. Þau lönd sem helst þurfa á vatni að halda hafa afskaplega takmark- aða greiðslugetu en varð- andi fjármögnun þessa á ýmsum sviðum. Vatnsflutningar Dýrir dropar íslenska vatniö er tært. Nú kann svo aö fara aö í því felist miklar galdeyrisstekjur. bendir þingmaðurinn á að Samein- uðu þjóðirnar hafi sem dæmi veitt mikla fjármuni til þróunaraðstoðar hljóti að falla undir slíka myndafræði. Sjá fréttaljós bls. 9 hug- -BÞ K j arasamningur: Jákvæð þróun fyrir löggur „Ég á frekar von á því að þetta muni hafa í fór með sér jákvæða þró- un fyrir stéttina og flóttinn úr henni stöðvist," segir Óskar Bjartmarz, for- maður Lögreglufélags íslands, en í gær lá fyrir að félagar höfðu samþykkt kjarasamning félagsins frá 13. júlí sl. Atkvæði féllu þannig að rúm 63% sögðu já, rúm 35% sögðu nei og tæp 3% atkvæða voru auð og ógild. í samn- ingi lögreglumanna er kveðið á um víðtækar breytingar á launakerfi, m.a. eru stofnanasamningar innleiddir þar sem einstökum stofnunum innan lög- reglunnar eru færð völd til að ákvarða framgangskerfi eða röðun í launa- flokka. Að sögn Óskars skiptir ekki síst máli varðandi samninginn að eft- irlaunaaldur er nú færður niður þannig að lögreglumenn geta nú hætt 65 ára í staðinn fyrir 70 ára áður. -BG Lögreglan í Reykjavík handsamaði í nótt mann sem var við þá iðju að stela bensíni af bifeiðum á Ártúnshöfða. Þegar lögreglan stöðvaði manninn við þjófnaðinn hafði hann þegar haft 12 lítra upp úr krafsinu en þjófnaður á bensíni af bifreiðum fer þannig fram að slöngu er stungið niður í bens- íntank bifreiðanna og bensínið síðan sogið upp og látið renna á ílát. -gk Samúel Tímaritið Samúel, sem gefið var út í 25 ár, er að koma út á ný á næstu dögum. Átök hafa staðið um hver eigi tilkall til skráningar nafnsins og er málið til meðferðar hjá áfrýjunar- nefnd iðnaðarráðuneytisins. Blaðið kom síðast út fyrir 7 árum. Það er Þór- arinn Jón Magnússon, sem ritstýrði öllum þeim 169 töiublöðum er út komu, sem er að hleypa blaðinu af stokkunum á ný. Hann og Fróði hafa deilt um hver eigi rétt á nafninu. Eftir að blaðið hafði komið út í tæp- an fjórðung aldar keypti útgáfufélagið Fróði Samúel sem Samútgáfan gaf þá m.a. út ásamt blöðunum Hús og híbýli og Bleikt og blátt. Þórarinn Jón rit- stýrði síðan fjórum Samúel-blöðum sem komu út hjá Fróða en eftir það var blaðið lagt niður. Þegar 5 ár höfðu liðið án þess að Samúel kæmi út lét Þórarinn Jón skrá nafnið á sig og þar með útgáfurétt. Fróði andmælti skrán- ingunni og tók Einkaleyfastofan málið til umQöllunar. Stofan felldi síðan úr- skurð Þórarni Jóni í hag. Fróði hefur kært þann úrskurð til áfrýjunamefnd- ar iðnaðarráðuneytisins þar sem mál- ið er nú til meðferðar. Blaðið er engu að síður að fara í prentsmiðju. -Ótt Atok um Greinargerð Verðbréfaþings um Íslandssíma: Skammir en ekkert aöhafst MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2001 Stjórn Verðbréfa- þings íslands gagn- rýnir vinnubrögð Íslandssíma við hlutafjárútboð og skráningarlýsingu f maí, en þá var dreg- in upp mun bjartari mynd af afkomu- horfum fyrirtækis- Arnalds. 'ns en komu síðan fram í afkomuvið- vörun frá því í júlí. Þrátt fyrir gagn- rýnina telur Verðbréfaþing ekki ástæöu til að aðhafast neitt í mál- inu. Óljóst er enn hvort þetta þýðir að málinu sé lokið, eins og Eyþór Arnalds hefur lýst yfir í fjölmiðlum, eða hvort málaferli af hendi ein- hverra þeirra sem keyptu bréf í út- boðinu munu fylgja í kjölfarið. Við- mælendur DV tengdir verðbréfa- heiminum telja slíkt alls ekki úti- lokað og beinist kastljósið þá að þætti Íslandsbanka-FBA. í niðurstöðu Verðbréfaþings seg- ir: „Forsvarsmönnum Íslandssíma hf. og umsjónaraðila útboðsins, ís- landsbanka-FBA hf„ bar að ganga úr skugga um að áætlanir samstæð- unnar væru grundvallaðar á nýj- ustu upplýsingum. Stjórn Verð- bréfaþings telur að fyrir birtingu út- boðs og skráningarlýsingar eða fyrsta söludag í útboði Íslandssíma hf. hefði átt að endurskoða rekstrar- áætlanir samstæðunnar og birta þá niðurstöðu." Engu að síður, segir í greinargerð þingsins, verður ekki um frekari aðgerðir að ræða. af hálfu Verðbréfaþings. Fram kemur í greinargerð Is- landssíma til Verðbréfaþings að þrennt olli lakari afkomu en talið var. í fyrsta iagi meiri kostnaður við gagnasambönd og tengingar við útlönd. í öðru lagi gengisþróun og í þriðja lagi var afkoma dótturfélags- ins Títan mun lakari en gert var ráð fyrir. -BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.