Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 Fréttir DV Tillögur starfshóps um vanda búfjárslátrunar: Abyrgð Byggða- stofnunar lykilatriði - til að hægt sé að semja við sláturleyfishafa Naumur tíml Mjög brýnt er oröiö aö sláturleyfishafar geti fariö aö undirbúa sauöfjárslátrun og koma henni í gang. Tillögur starfshóps um vanda búfjárslátrunar eru nú til kynningar hjá ríkisstjórninni og veröa ræddar á fundi hennar á morgun. Möguleikar á sama fyrirkomu- lagi til úreldingar sláturhúsa og verið hefur, svo og ábyrgð Byggðastofnunar vegna afurða- lána út á kindakjöt eru meðal úr- ræða sem starfshópur um vanda búfjárslátrunar leggur til, sam- kvæmt heimildum DV. Landbún- aðarráðherra skipaði sjö manna starfshóp fyrir nokkru til að gera tillögur til úrbóta vegna vanda búfjárslátrunar og hefur hann nú skilað af sér tillögum. Þær liggja nú fyrir ríkisstjórn og verða væntanlega ræddar á fundi henn- ar á morgun. Framkvæmdanefnd búvöru- samninga hefur veitt úreldingar- styrki. Starfshópurinn leggur Lítrinn af vatni á 200 krónur Framkvæmdastjóri Þórsbrunns er sammála því mati sérfræðinga að vatnsskortur sé vaxandi áhyggju- efni fyrir heimsbyggðina en hann efast um að það hafi áhrif á rekstur fyrirtækisins nema litiö sé til lengri tíma. Þórsbrunnur selur einkum dýrt vatn og er nú að brjótast inn á Bandaríkjamarkað. „Vandinn fer vaxandi. Vatnsból eru að mengast og þá einkum i kringum ýmsar borgir. Við erum hins vegar að selja hálfan litra af vatni á dollar, eða um hundrað krónur, og það segir sig sjálft að fólk sem býr við verstu vandamálin á ekki peninga fyrir því,“ segir framkvæmdastjóri Þórsbrunns, Þór- ir Kjartansson. Hann telur einsýnt að vatn muni hækka í verði og eins og fram kom í DV í gær telja alþingismenn og fleiri. að gríðarlegir möguleikar séu fyrir landann vegna gnægðar ís- lenska Gvendarbrunnavatnsins. Þórsbrunnur hyggst tvöfalda sölu sína á þessu ári. -BÞ áherslu á að úrelding fari eftir al- mennum reglum sem hafðar hafa verið til viðmiðunar og úrelding gæti farið eftir umsóknum sem eru skynsamlegar og hagkvæmar. Ábyrgð Byggðastofnunar myndi leiða til þess að allir sláturleyfis- hafar nytu sömu lánakjara frá við- skiptabönkunum. Þetta myndi þýða verulega lægra vaxtastig fyr- ir þá sem eru með dýr lán og gæti þýtt allt að 4-5 prósentustigum í vaxtamun fyrir þá sem hafa lökust lánskjörin. Samningar milli fyrr- um Goða og sláturleyfishafa geta ekki tekist nema að þessi stuðning- ur sé fyrir hendi þannig að þeir að- ilar sem taka að sér slátrunina geti haft vís afurðalán til að gera upp við bændur. I áliti starfshópsins er þessi ábyrgð Býggðastofnunar tal- in lykilatriði til að hægt sé að ganga frá samningum við slátur- leyfishafa. Loks leggur starfshópurinn áherslu á að samningar náist um nýtingu þeirra sláturhúsa sem talið er óhjákvæmilegt að starf- rækt verði í haust. Brýnt er orðið að sláturleyfis- hafar geti komið, tryggt sér bankaviðskipti, ráðningu starfs- fólks og sett slátrun í gang. í dag verður haldinn fundur með kröfuhöfum Goða. Allt að helmingur bænda í landinu á kröfur á hendur fyrirtækinu sem verið hefur í greiðslustöðvun frá því um mánaðamót. Bændasam- tökin hafa boðið bændum að gæta hagsmuna þeirra á fundinum með kröfuhöfum. -HKr. Verðbréfaþing treystir sér ekki til að skipta ábyrgð íslandsbanka og Íslandssíma: Fjármálaeftirlitið skoðar málið - forstjóri Íslandssíma segir að allar vangaveltur um óheilindi hafi verið afsannaðar Páll Gunnar Pálsson, fram- kvæmdastjóri Fjármálaeftir- litsins, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort stofnunin muni aðhafast eitt- hvað í kjölfar íslandssimamáls- ins. „Við tökum ekki upp ákvarðanir Verðbréfaþingsins en sem eftirlitsaðili kynnum við að hafa skoðanir og gera at- hugasemdir við aðila ef ástæða þykir tiL Engin ákvörðun hef- ur hins vegar verið tekin um það enn. Við erum að skoða yfirlýsinguna,“ segir Páll. Fjármálaeftirlitiö hefur lög- bundna eftirlitsskyldu með Verðbréfa- þingi en Páll vill ekki tjá sig um ákvörðun Verðbréfaþings. Helena Hilmarsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Verðbréfaþings Is- lands, segir ekki hægt að skilja á milli ábyrgöar Íslandssíma og íslandspósts í hinum umdeildu vinnubrögð- um við útboðslýsingu íslands- pósts. Helena segir að ekki hafi til þessa reynt á svona mál fyr- ir dómstólum en vonsviknir kaupendur og fleiri aðilar hafi viðrað hugmyndir um mála- ferli. „Stjómin gerir enga til- raun til að skipta ábyrgðinni í þessu máli,“ segir Helena en ef til málaferla kemur gæti slíkt komið til kasta dómstóla. ígildi viðurlaga Töluvert frávik var frá rekstri ís- landssíma miðað við áætlanir í út- boðslýsingu og hefur gengi bréfanna lækkað mjög eftir að bréfm voru seld í vor. Verðbréfaþing telur m.a. að fyr- ir birtingu útboðs- og skráningarlýs- ingar hefði átt að endurskoða rekstr- aráætlanir og birta þá niðurstöðu. Helena segir að opinber yfir- lýsing, eins og sú sem Verð- bréfaþing hefur sent frá sér, sé í raun ígildi viðurlaga. Næsta skref hefði verið að setja skil- yrði fyrir viðskiptum með bréf- in en harðari viðurlög eru févíti og í versta falli afskráning fé- lagsins. Eyþór Arnalds, forstjóri ís- landssíma, segist ekki óttast að fyrirtækið muni skaðast á mála- rekstrinum. „Ýmsir voru með vanga- veltur um óheilindi en nú hefur kom- ið i ljós að svo er ekki. Það er bent á að hægt hefði verið að uppfæra mál hraðar en lykilatriðið er að upplýs- ingagjöf Íslandssíma til íslandsbanka er eðlileg," segir Eyþór. Óvíst með kröfur Engar kröfur voru komnar fram í gær á hendur Íslandssíma en brögð hafa verið að því að kaupendur neituðu að borga greiðsluseðla vegna hlutahár- kaupanna. Eyþór taldi óá- byrgt að ræða vangaveltur um dómsmál á þessu stigi og Páll Gunnar segir að slíkur mála- rekstur geti verið algjörlega án afskipta Fjármálaeftirlits- ins. Þeir sem stóðu að ákvöröun Verðbréfaþings voru Tryggvi Pálsson, Þorgeir Eyjólfsson, Björgúlfur Jó- hannesson, Róbert Agnarsson og Vil- hjálmur Bjamason. Fundur þeirra tók íjórar klukkustundir og telja sumir viðmælenda DV í peningaheiminum að það bendi til að erfiðlega hafi geng- ið að ná niðurstöðu. Ekki náðist í talsmenn íslands- banka vegna málsins. -BÞ Páll Gunnar Pálsson. Eyþór Arnalds. Sáttafundur? HSturla Böðvars- son samgönguráð- herra boðaði þá Friðrik Þór Guð- mundsson og Jón Ólaf Skarphéðins- son, aðstandendur ungmenna sem lét- ust eftir flugslysið í Skerjafirði fyrir rúmu ári, til fundar við sig í gærkvöld. Fundurinn var boðaður með fárra klukkustunda fyr- irvara og stóð lengi kvölds. Ekkert var látið uppi um hvað rætt var á fundi þeirra og efni hans er sagt trúnaðarmál. - RÚV greindi frá. Troll í skrúfuna Kolmunnaskipið Sighvatur Bjarnason VE fékk trollið í skrúfuna á kolmunnamiðum austur af landinu í gær. Blíðskaparveður var á miðun- um og var varðskip komið á vettvang um kvöldmatarleytið. - RÚV greindi frá. Fundað í dráttarbát Hafnarstjórn HafnarQarðar hélt sinn tólfhundraðasta fund um borð í nýja dráttarbátnum Hamri i gær. Fundurinn hófst við nýja öldubrjót- inn í Hafnarfjarðarhöfn og lauk við Straumsvík. Býflugnarækt Verið er að reyna býflugnarækt á nokkrum stöðum á landinu. Ræktun- in hefur góð áhrif á gróðurinn og dæmi er um að gróður hafi aukist um 60%. I sumar voru flutt til lands- ins 18 býflugnabú frá Noregi, að frumkvæði Egils Sigurgeirssonar, læknis á Selfossi. - RÚV greindi frá. Utanríkisráðherra í Kosovo Halldór Ásgríms- son utanrikisráð- herra kom í gær til Kosovo í þeim til- gangi að hitta að máli ýmsa ráða- menn alþjóðastofn- ana og eiga fund með íslendingum sem starfa að friðargæslu og upp- byggingu í héraðinu. Féll af hestbaki Hestamaður fékk slæmt höfuðhögg þegar hann féll af hestbaki inni í Fljótum um klukkan fimm í gær. Sjúkrabíll var sendur frá Siglufirði tU að sækja hann og flytja á sjúkra- hús en þegar þangað var komið var tekin ákvörðun um að Qytja hann á sjúkrahús í Reykjavík. Mál Strik.is til lögreglu Ríkislögreglustjórinn hefur beint þeim tilmælum til lögreglustjórans í Reykjavík að láta fara fram lögreglu- rannsókn á Strik.is. í erindi rikislög- reglustjórans er vísað til fréttar í kvöldfréttum Útvarpsins i fyrradag, þar sem sagt var frá hlekk á heima- síðu á Striki. is sem hefði afar gróft klámefni á boðstólum. Ráðuneytin spari Ríkisstjórnin hefur beint því til ráðuneytanna að yfirfara útgjalda- og fjárfestingaráætlanir sínar til þess að draga úr útgjöídum vegna fyrirsjáan- legs samdráttar í tekjum ríkissjóðs. Geir H. Haarde fjármálaráðherra endurmetur nú stöðuna í ljósi efna- hagsþróunarinnar frá því í vor. Fjögurra ára ís- lenskur drengur, Breki Eiríksson, beið bana í Gauta- borg á mánudag þegar bill bakkaði yfir hann. Fjöl- skylda drengsins hefur búið í Sví- þjóð í tvö ár. -HKr/-GK/-rt Beið bana

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.