Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 DV Fréttir Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag byggingarnefndar: Allar reglur hunsaðar - og eftirlit í skötulíki - viðvörunarljós höfðu kviknað og ráðherra var kynnt málið Mikil og víðtæk gagnrýni kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Árna Johnsen-málið þar sem fjall- að er um skipan og verklag bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins. Enda virðast margir hafa brugðist hlut- verki sínu og lögbrot verið framin þvers og kruss í nánast öllu sem byggingarnefndin og þeir sem höfðu með hana að gera komu nálægt. Gild- ir það um byggingamefndina sjálfa, Þjóðleikhúsið sem stofnun, Fram- kvæmdasýslu ríkisins og mennta- málaráðuneytið. í niðurstöðum sín- um dregur Ríkisendurskoðun fram að eins og oft vilji verða með opinberar framkvæmdir hafi verkaskipting aðl- ia og umboð verið óljóst, sem hafi aft- ur leitt til óvissu um ábyrgð og gert eftirlit erfiðara og tilviljunarkennd- ara en ella hefði verið. Bent er á að samkvæmt lögum um opinberar framkvæmdir hefði átt að fylgja ákveðnum reglum við framkvæmdir í Þjóðleikhúsinu, s.s. er varðar frumat- hugun, áætlanagerð, verklega fram- kvæmd þ.m.t. útboð verka og að skila- mat væri virt eftir því sem við á. Þetta var hins vegar ekki gert. „Þannig var t.d. ekkert hinna stærri verkefna boðið út heldur samið við sama verktaka og annast hafði 1. áfanga endurbótanna á Þjóðleikhús- inu á árunum 1990-1991. Gildir það um öll veigameiri verk á vegum bygg- inganefndarinnar. Ekki verður séð að Framkvæmdasýsla rikisins eða aðrir hafi gert formlegar athugasemdir við að þessi háttur væri á hafður,“ segir m.a. í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Engar fundargerðir Svo virðist sem byggingarnefnd Þjóðleikhússins hafi verið mjög starfssöm á árunum 1996-2000 þó verkefnin hafi ekki verið talin mjög mikil. Þrír menn sátu í nefndinni, Ámi Johnsen, formaður, og þeir Stef- án Baldursson þjóðleikhússtjóri og fram til 1999 sat líka í henni Steinþór Guðmundsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri Framkvæmdasýslu rík- isins. Óljóst er þó um hversu marga af fundum nefndarinnar þeir Stein- þór og Stefán sátu því engar fundar- gerðir voru skráðar og hvergi hægt að sjá hver dagskrá fundanna var eða hvað var þar ákveðið. Helstu gögn um fundahöld þessi eru bréf Áma Johnsens þar sem hann gerir grein fyrir fundunum vegna þóknana- greiðslna fyrir þá. Hann var sá eini nefndarmanna sem þáði laun fyrir fundarsetu. Árið 1996 hélt nefndin 27 fundi, árið 1997 hélt hún 33 fundi, Þjóöleikhúsið Svo viröist sem byggingarnefnd leikhússins hafi ekki fariö eftir því handriti sem henni var fengiö, en enginn geröi neitt í málinu þrátt fyrir áhyggjur á ein- staka stööum. árið 1998 hélt hún 35 fundi og árið 1999 hélt hún 29 fundi. Sér- staklega er tekið fram að þjóðleik- hús- stjóri sat endurskoðun viðurkennir þó að staða Framkvæmdasýslunnar gagnvart byggingarnefnd- um sé nokkuð óljós, en á móti komi að lagafyrirmæli, reglur og er- indisbréf sem tengj- ast stofn- uninni séu skýr. Árni Björn Johnsen. Bjarnason. ekki eða var boðaður á nema hluta þessara funda, þannig ekki hafa þeir verið fjölmennir. Engu að síður hafa þeir þó stundum dregist á langinn því samkvæmt bréfi sem Ámi ritaði menntamálaráðuneytinu árið 1996, í tengslum við þóknanaákvörðun, vora fundimir það árið að meðaltali 4,5 klukkustundir. Stefán Baldursson kveðst hafa gert athugasemdir við Endurbótasjóð menningarstofnana um lauslegt form funda í byggingamefnd og er athuga- semd frá honum bókuð í fundargerð þar árið 1998. Framkvæmdasýslan brást Hlutur Framkvæmdasýslunnar er gagnrýndur harðlega í skýrslunni, því Ríkisendurskoðun segir fullum fetum að eftirlit hennar með störfum byggingarnefndarinnar hafi verið „al- gerlega ófullnægjandi. Þrátt fyrir að ýmsar vísbendingar væra um að ekki væri staðið faglega að málum greip stofnunin aldrei í taumana." Ríkis- Ráðherra upplýstur En menntamálaráðuneytið fær sinn skerf af gagnrýni líka: „Á sama hátt má gagnrýna ráðuneytið fyrir að halda ekki vöku sinni nægjanlega, því það fékk oftar en einu sinni ábendingar um að ekki væri nægilega faglega að verki staðið af hálfu nefnd- arinnar og að umdeilanlegt væri hvort að störf hennar væm í sam- ræmi við það umboð sem hún hafði fengið,“ segir Ríkisendurskoðun. Fram kemur í þeim kafla skýrslunn- ar sem Ijallar um samskipti bygg- ingamefndarinnar og Endurbótasjóðs menningarbygginga að um margra ára skeið hafði verið óánægja með losaragang í starfsháttum bygginga- nefndarinnar. Þetta sést m.a. á þrem- ur fundargerðum sem Ríkisendur- skoðun birtir glefsur úr hverja frá sínu árinu. í öll skiptin er mönnum falið að gera menntamálaráðherra grein fyrir því að ekki sé verið að vinna samkvæmt erindisbréfum. Þannig ætti menntamálaráðherra að hafa fengið ábendingar um málið árið 1998, 1999 og síðan nú i apríl árið 2001. Þetta kemur siðan aftur fram í skýrslunni þar sem segir: „í tengslum við athugun þessa bar núverandi for- maður sjóðstjómar (Endurbótasjóðs innsk.), sem jafnframt gegnir starfi deildarstjóra í menntamálaráðuneyt- inu að hann hafi a.m.k. tvisvar tekið málið upp við ráðherra og gert hon- um grein fyrir því að bæta þyrfti verklag í nefndinni, þar sem þar væri ekki farið eftir settum reglum." Þjóðleikhúsið að „sparau Þjóðleikhúsið sjálft fær ofanígjöf í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Af bók- haldi bygginganefndarinnar má ráða að um þriðjungur framkvæmda á veg- um nefndarinnar hafi í raun verið hefðbundið rekstrarviðhald í Þjóð- leikhúsinu og hefði því átt að tilheyra rekstri leikhússins en ekki nefndinni. M.ö.o. að Þjóðleikhúsið hafi náð að spara sér rekstrarfé með því að velta verkefnum yfir á byggingarnefndina. Þetta er athyglisvert i ljósi þeirrar lýsingar sem gefm er á starfsháttum byggingarnefndar, að það hafi verið þjóðleikhússtjóri sem ákvað hvað þyrfti að gera og Ámi Johnsen siðan tekið að sér útfærsluna. í skýrslunni segir um þetta: „Jafnframt verður ekki hjá því komist að gagnrýna for- svarsmenn Þjóðleikhússins fyrir að aðhafast ekki þótt á bygginganefnd- ina félli kostnaður, sem þeim mátti vera ljóst að tilheyrði venjubundnum rekstri leikhússins." Endurskoðun starfshátta Ríkisendurskoðun gagnrýnir einnig að engin sérstök endurskoðun hafi farið fram á þeim kostnaði sem byggingarnefnd lagði út í nema að því leyti sem hann skarast við endur- skoðun hjá Framkvæmdasýslunni. Þessi kostnaður hafi t.d. ekki verið færður eins og vera ber í reiknings- skilum Þjóðleikhússins, sem sé B- hluta stofnun. „Þá hafa hvorki Fram- kvæmdasýsla ríkisins né mennta- málaráðuneyti vakið athygli Rikis- endurskoðunar á þeim vandamálum og áhyggjum, sem ýmsir hjá bæði Framkvæmdasýslu ríkisins, Þjóðleik- húsinu og menntamálaráðuneytinu höfðu af málefnum nefndarinnar. Ljóst er að mál þetta kallar á breytt verklag við eftirlit Ríkisendurskoðun- ar til að girða fyrir að slíkt endurtaki sig og mun verða unnið að þeim breytingum á næstunni," segir í loka- orðum Ríkisendurskoðunar um þetta mál. -BG Gísli S. Einarsson: Brotalöm „Það er augljóst af þessari skýrslu að það er mikil brotalöm i stjómsýslunni og ástæða til að endur- skoa fjölmörg atriði varðandi opinberar framkvæmdir. Það þarf að skilgreina bet- ur en verið hefur hvar ábyrgðin liggur og hver það er sem á að standa skil á hlut- um, hvort sem það er varðandi fram- kvæmdir eða aðra umsýslu," segir Gísli S. Einarsson alþingismaður um skýrslu Ríkisendurskoðunar en það var hann sem óskaði eftir því við forseta Alþingis að Rikisendurskoðun gerði stjómsýslu- úttekt á störfúm byggingamefndar Þjóð- leikhússins og fleiru. Spurður hvort hann treysti sér til að dæma um hvar ábyrgðin lægi í þessu tiltekna máli sagði Gísli það ljóst að hin siðferðilega ábyrgð lægi hjá þeim sem gerst hefði brotlegur, þ.e. Áma Johnsen. „Það er eflaust aldrei hægt að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt hendi menn, en að mínu mati hefði það aldrei átt að koma til greina í þessu tilfelli að Ámi gæti gengið jafn langt og raun ber vitni með aðgangi að opinberum fjánnunum á þann hátt sem hann hafði,“ segir Gísli. Varðandi ábyrgð menntamálaráðuneytis, mennta- málaráðherra og Framkvæmdasýslu rík- isins í málinu sagðist Gísli vilja svara því þannig að skora á menn að íhuga hvað myndi gerast ef sambærileg staða kæmi upp í nágrannalöndum okkar og hvemig æðstu ráðamenn, t.d. í Bret- landi, myndu bregðast við. Spurður hvort hann væri að kalla eftir afsögn ráöherra sagði Gísli: „Ábendingamar sem fram koma um að gerðar hafi verið athugasemdir tii yfirmanna í mennta- málaráðuneytinu ogjafhvel beint til ráð- herra, sem þýða að hægt hefði verið að grípa í taumana miklu fyrr, þykja mér mjög alvarlegar." -BG Steingrímur J. Sigfússon: Þarf að skoða hlut stjórnvalda „Þetta virðist því miður vera þróun í þá átt sem maður óttaðist, að mál Árna Johnsens ættu eftir að versna," sagði Steingrimur J. Sigfússon um skýrslu Ríkisendurskoðunar, þar sem DV náði tah af honum á ferðalagi úti á landi í gærkvöld og vildi hann hafa þann fyrir- vara á ummælum sínum að hann ætti eftir að kynna sér skýrsluna betur. „Jafiiframt auðvitað beinist athyglin nú að því hvemig þessi undarlega skipan mála hvað Áma varðar komst á og við- hélst ámm saman. Þar er komið að hlut- verki eða þætti stjómvalda í málinu, sem hlýtur að vera það sem menn verða nú að skoða,“ sagði Steingrímur J Sig- fússon, formaður Vinstri hreyfingarinn- ar - græns framboðs. -BG Gísli S. Einarsson. Veörið i kvöld rf-sí Vá*' ‘þi ‘w A3 *Vi* /JÍ3 f V Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síódcgisflóö Árdegisflóö á morgun 21.40 21.38 05.25 04.572 16.19 20.52 04.48 09.21 Skýringar á veðurtáknum Y^»V1N0ÁTT VINDS1YRKUR ! nwtrum á sekúndu 10° -ÍO: . HITI N FROST HEIOSKÍRT -íD íP* 'O IETTSKYJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAO Þurrt að mestu vestanlands Norðlæg eða breytileg átt, 3 til 8 m/s. Dálítil súld við norður- og austurströndina en skýjað með köflum og að mestu þurrt vestan til. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands. í? W Q RIGNING SKÚRiR SLYDDA SNJÓKOMA w h? ===== ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR POKA Veöriö á morgun F.erð Tímabundin lokun Frá 7. ágúst til 9. september veröur lokaö fýrir umferð um Nýbýlaveg sunnan Smiðjuvegar og um Dalveg austan Hlíðarhjalla. Þessar lokanir eru nauösynlegar vegna framkvæmda við mislæg gatnamót Breiöholtsbrautar og Reykjanesbrautar. ——ii^^— 1 iu uaMwmcfflatA.aadiiBrod Dálítil rigning suðaustanlands Hæg breytileg átt eða hafgola á morgun. Dálítil rigning veröur suðaustanlands en annars skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 15 stig. L.uigurdjigiíi Vindur: 5-15 m/s* ' Híti 10” til 17” Suöaustan 10 tll 15 m/s og rigning sunnan- og vestanlands, en hægarl vindur og úrkomulítiö noröaustan til. Hltl 10 tll 17 stig. Siiiimi(fagui Vindur: 5-10 m/9 Hiti 10° tii 17° Vindur: X—X m/s Hiti 5° tii 12° Austan- og suöaustanátt og rígning meö köflum. Hiti 10 tii 17 stig, hlýjast noröanlands. Breytiieg átt og víöa rígning. Heldur kóinandi veöur. mmm AKUREYRI skýjað BERGSSTAÐIR þoka BOLUNGARVÍK léttskýjaö EGILSSTAÐIR skýjað KIRKJUBÆJARKL. skýjað KEFLAVÍK léttskýjaö RAUFARHÖFN súld REYKJAVÍK léttskýjaö STÓRHÖFÐl skýjað 8 6 4 10 9 8 8 7 10 BERGEN skýjað 17 HELSINKI þokumóða 18 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 21 ÓSLÓ þokumóða 17 STOKKHOLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG skýjaö 19 12 rigning 14 léttskýjaö 21 skúrir 19 skýjaö 23 heiðskírt 23 rigning 19 þokumóöa 12 þokumóöa 17 hálfskýjaö 20 léttskýjað 21 skýjað 7 rigning 17 hálfskýjað 18 léttskýjaö 24 heiðskírt 21 alskýjaö 8 heiöskírt 22 alskýjað 26 rigning 19 heiöskírt 21 þokumóða 19 heiöskírt 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.