Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 ÐV Fréttir Ríkisendurskoðun greinir frá athugun á fjárreiðum Árna Johnsens: Tók milljónir af opin- beru fé til eigin brúks - sumt þegar endurgreitt en margt ógreitt og óútskýrt Ríkisendurskoðun skilaði af sér í gær greinargerð vegna athugunar á opinberum fjárreiðum Árna Johnsens, fyrrverandi alþingis- manns. Niðurstaðan er sú að Árni hefur viðurkennt að hafa dregið sér umtalsvert fé af framlagi til endur- bóta á Þjóðleikhúsinu við kaup á efni til eigin nota. Auk þess hefur hann viðurkennt að hafa i sinni vörslu hluti upp á hundruð þúsunda króna. Hluta þessara upphæða hef- ur hann endurgreitt, annað er ógreitt og skýringar vantar á reikn- ingum upp á hundruð þúsunda króna til viðbótar. Þar að auki hef- ur Árni viðurkennt að hafa í sinni vörslu efni og búnað vegna bygging- ar Þjóðhildarkirkju og bæjar Eiríks rauða á Grænlandi og skýringar vantar á reikningum upp á ríflega 600 þúsund krónur. Ýmislegt ósagt Það sem ekki kemur fram í grein- argerð Ríkisendurskoðunar er það sem í upphafi varð til þess að mis- ferli þingmannsins komst upp. Þar er um að ræða úttekt þingmannsins á vörum í BYKO í nafni Þjóðleik- hússins sem fyrst var sagt frá í DV 13. júlí sl. Það kallaði Árni mistök sem hafi verið leiðrétt. Reikningar vegna þessara efniskaupa Árna voru að upphæð á aðra milljón króna. f upphafi var úttektin skráð á Þjóðleikhúsið en eftir að DV tók að spyrjast fyrir um málið voru reikningamir skráðir á Árna sjálf- an. Þá vekur einnig athygli að ekk- ert er minnst á stórfelld umsvif verktakafyrirtækisins ístaks í mál- um sem Ámi tengdist né heldur út- tektir Árna með beiðnum frá fyrir- tækinu. Páll Sigurjónsson hefur lýst því að Árni hafi svikið út vör- ur í nafni fyrirtækisins. Ljóst er að forráðamenn fstaks hafa látið und- irmenn sína sinna verkum fyrir Áma, honum að endurgjaldslausu. Spillingarmála tengdra hinu dansk/íslenska fyrirtæki er ekki í neinu getið í skýrslunni þrátt fyrir að fstak hafi sent inn gögn vegna rannsóknarinnar. Heilt íbúðarverð í niðurstöðum Ríkisendurskoðun- ar eru dregnar upp tölur sem at- hugasemdir eru gerðar við. Þar er um aö ræða tölur sem Árni Johnsen hefur ýmist viðurkennt að hafa dregið sér og endurborgað, eru í hans vörslu eða eru á óútskýrðum reikningum upp á 5.425.704 krónur (rúmar 5,4 milljónir króna). Ef tekn- ar eru með í reikninginn áðurnefnd- ar úttektir Árna í BYKO, þá fer upp- hæðin að slaga upp í sjö milljónir króna. Það eru fjármunir sem ýmist hefur ekki verið gerð ásættanleg grein fyrir eða þingmaðurinn hefur beinlínis dregið sér án heimildar af fjármagni nefnda sem hann starfaði fyrir. Fyrir þá upphæð mætti t.d. kaupa ágæta tveggja herbergja íbúð í Reykjavík. Athugun á þremur verkefnum Ríkisendurskoðun var falið að gera athugun á fjárreiðum fyrrver- andi þingmanns vegna byggingar- nefndar Þjóðleikhússins árin 1996 til 2000. í öðru lagi að athuga bygg- ingu stafkirkju í Vestmannaeyjum og í þriðja lagi byggingu kirkju Þjóðhildar og bæjar Eiríks rauða á Grænlandi. í niðurstöðum vegna athugunar á fjárreiðum byggingarnefndar Þjóð- leikhússins, þar sem Árni var for- maður, segir m.a.: „Árni Johnsen, fyrrum alþingis- maður, hefur viðurkennt að 9 reikn- ingar, sem greiddir voru af framlagi til endurbóta á Þjóðleikhúsinu til- nr Úrklippa úr DV 13. júlí Þessi frétt hleypti skriöu af staö sem leiddi til afsagnar Árna Johnsens al- þingismanns. í kjölfar fréttarinnar kom ýmislegt misjafnt í Ijós sem Rík- isendurskoðun var falið aö kanna og hefur nú veriö staöfest. heyri honum persónulega. Alls er um að ræða 1.852 þúsund krónur. Þessa fjárhæð hefur Árni Johnsen endurgreitt rikisféhirði þann 13. ágúst 2001. Þá hefur Árni staðfest að í hans vörslu séu nánar tilteknir hlutir, greiddir af framlagi til end- urbóta, að fjárhæð 217 þúsund krón- ur. Ógreiddir reikningar í vörslu opinberra aðila eru nán- ar tilteknir þrír hlutir þar sem reikningar bárust byggingarnefnd Þjóðleikhússins, sem tengjast fyrr- verandi alþingismanni, en eru ógreiddir. Samtals er það að fjár- hæð 464 þúsund krónur. Til viðbót- ar eru tveir reikningar sem voru endurgreiddir, að íjárhæð 318 þús- und krónur. Óútskýrðir reikningar Þessu til viðbótar hefur að mati stofnunarinnar ekki fengist full- nægjandi skýring á 6 reikningum að flárhæð 650 þúsund krónur." 146 milljónir veittar í verkið Tekið er fram í greinargerðinni að bókhald og fjárvarsla vegna starfsemi byggingarnefndarinnar sé í umsjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Á nefndu árabili hefur Endurbóta- sjóður veitt alls 146 milljónir króna til þessa verkefnis. Tæplega 2/3 fram- laganna hafa runnið til endurbóta. Hins vegar skilgreinir Ríkisendur- skoðun 1/3 sem rekstrarviðhald og hluta af hefðbundnum rekstrarkostn- aði Þjóðleikhússins en ekki bygging- arnefndar. Heildarkostnaður er hins vegar 115 milljónir króna. Mismun- ur, 30 milljónir, hefur að jöfnu farið til greiðslu á skuld í upphafi tíma- bilsins og í ónotaða fjárheimild í lok þess. ÖO bókhaldsgögn voru könnuð til að staðreyna hvort keypt bókfærð að- fóng hafi skilað sér á kostnaðarstað. Ríflega 1,1 milljón á Grænlandi í niðurstöðum athugunar á fjár- reiðum þingmannsins fyrrverandi vegna byggingar Þjóðhildarkirkju og bæjar Eiríks rauða í Brattahlíð á Grænlandi bætist enn á lista Árna. Formaður byggingarnefndar var Árni Johnsen, en nefndin var sett á fót af Vestnorræna ráðinu og Græn- lenska landsráðinu. Þar segir í niður- stöðu: „Árni Johnsen, fyrrum alþingis- maður, hefur staðfest að i hans vörslu séu þrír nánar tilgreindir hlutir eða búnaður, sem greiddir voru af byggingarnefnd, samtals að fjárhæð 471 þúsund krónur. Þessu til viðbótar hefur að mati stofnunarinn- ar ekki fengist fullnægjandi skýring á einum reikningi vegna vinnu við grjóthleðslu að fjárhæö 645 þúsund krónur. Skýring hans á þessu er sú að ákvörðun hafi ekki enn verið tek- in um það hvort koma eigi þessum hlutum fyrir í byggingunum í Bratta- hlíð.“ Þá kemur fram að reikningsskil vegna þessara verkefna höfðu ekki verið gerð. Að frátalinni vörslu gagna gerir Ríkisendurskoðun að öðru leyti ekki athugasemd við frá- gang og vörslu bókhaldsgagna. Stafkirkja án athugasemda í niðurstöðum um íjárreiður vegna byggingar stafkirkju í Vestmannaeyj- um eru hins vegar ekki gerðar nein- ar athugasemdir. Kirkjan sjálf var gjöf norsku þjóðarinnar í tilefni af 1000 ára kristnitöku á íslandi. Árni var skipaður formaður nefndar sem sá um framkvæmdir. Verkáætlun hljóðaði upp á 38 milljónir króna, en niðurstaðan varð 57 milljónir króna. -HKr. Umsjðn: Birgir Suömundsson Landgræðslunni ekki boðið Þorlákshöfn fagnaði fimmtugs- afmæli í vikunni og var af því til- efni haldin mikil veisla. Forsetinn afhjúpaði minnis- varða og bæjarfélag- ið gerði ýmislegt til að halda upp á þessi tímamót. Þorláks- höfn var á sínum tíma lltið annað en nokkur hús, um- kringd svörtum sandi, en síðan hef- ur grettistaki verið lyft í land- græðslumálum á svæðinu og svörtu sandarnir orðnir að græn- um völlum. Það vakti því athygli jafnt almennings sem Landgræðsl- unnar sjálfrar, að því er sagt er, að meðal boðsgesta í afmælisveislunni var enginn fulltrúi frá Landgæðsl- unni... Jólabókaflóðið í pottinum eru menn farnir að spá í jólabækurnar, eins og lesend- ur hafa orðiö varir við. Frést hefur að Jóhann Páll Valdi- marsson muni koma atkvæðamikill inn á markað- inn fyrir jólin og láti áföll sem hann hef- ur orðið fyrir á árinu ekkert á sig fá. Sem kunnugt er slitnaði upp úr samstarfi hans við útgáfufélagið Geneologia Islandorum með tals- verðum látum. Sagt er að Jóhann Páll muni verða með eina 25 titla fyrir þessi jól... Heitir Hafnfirðingar Pottverjar eru alltaf að skemmta sér yfir palladómum Kreml.is um þingmenn en á vefsíðunni eru þeir ým- ist flokkaðir sem heitir eða kaldir. Tveir heitir þingmenn úr Hafnarfirð fá þessa umsögn: Fyrst Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir: „Þorgerður kom, sá og sigraði í prótkjöri fyrir síðustu kosningar, enda myndarleg og vel ættuð. Hefur litlar sem engar eigin skoðanir en kemur vel fyrir í sjónvarpi." Samfylkingarmaðurinn og Hafn- firðingurinn Guðmundur Ámi Stefánsson fær þennan dóm: „Guð- mundur Árni hefur drengjalegan þokka sem heillar kjósendur. Það er auðvelt að sjá hvaðan Margrét Hild- ur „veðurfréttakona" hefur útlitið." Afmæliskveðja Sem kunnugt er varð hinn lands- frægi þýðandi, skáld og fræðimað- ur Helgi Hálfdanar- son níræður í vikunni og var veg- samaður af stórmennum. Einn þeirra sem heiðra vildu Helga var Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra sem setti saman vísu af þessu tilefni. Jón Baldvin hefur ekki verið þekktur fyrir miklar yrkingar þótt hann geti vel brugðið slíku fyrir sig. Vísan er svona: Þér við aldrei þakkað fáum þúsundfaldan ávöxt iðju; andans ríkidæmi dáum, dýran sjóð þú færir niðjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.