Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 9 X>-V Útlönd SUZUKI BILAJR HF Skeifunni 17. Simi 568 51 00. Margaret Thatcher Áhrif hennar í íhaldsflokknum eru vís til aö knésetja Kenneth Clarke. Skipulagöari bullur Vel skipulögö ólæti, peningafölsun og fíkniefnasala fylgja nútímabullum. Fótboltabullur auka umsvif Fótboltabullugengi i Bretlandi eru aö verða stöðugt skipulagðari, auk þess að vera farin að teygja anga sína inn í skipulagða glæpa- starfsemi. Þetta kom fram þegar breska lögreglan kynnti nýja rann- sókn á fótboltabullum i gær. Fótboltabullur láta sér ekki leng- ur nægja að berja hverjar á öðrum. Gengin eru nú mörg hver komin í samband við annars konar glæpa- menn sem stunda peningafölsun sem og fíkniefnasölu. Mannfjöldinn á fótboltaleikjum er tilvalinn mark- aður fyrir flkniefnasölu, auk þess sem hann veitir skjól fyrir lögreglu. Ofbeldisglæpum fótboltabullna fjölgaði á síðasta ári i fyrsta skipti í fjögur ár. Bullurnar eru orðnar mun skipulagðari að sögn lögreglu og samhæfa sig í gegnum farsíma og Netið. Auk þess fer ofbeldið nú oft fram fjarri leikvöngum sem gerir lögreglu erfiðara fyrir. Breska íhaldiö: Thatcher styöur Duncan Smith Vindurinn blæs í segl Iains Duncans Smith í baráttunni um leiðtogasæti í breska íhaldsflokkn- um. The Times skýrir frá því í dag að Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, styðji evruand- stæðinginn Duncan Smith gegn evrusinnanum Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra. Þetta er enn eitt bakslagið fyrir Clarke, en í vikunni hét fyrrverandi fram- bjóðandinn Michael Ancram stuðn- ingi við Duncan Smith, í ofanálag við stuðning fráfarandi leiðtoga, Williams Hagues. Svo virðist sem afstaða Clarkes í evrumálinu sé að fella hann í leiðtogaslagnum. 300 þúsund meðlimum íhaldsflokksins gefst færi á að kjósa á milli Duncans Smith og Clarke í næsta mánuði. Svíþjóö: Myrt í morgun- umferðinni 39 ára gömul kona fannst myrt við hraðbraut, nærri Landskrona í Svíþjóð, um hádegið í gær. Réttar- læknar segja hana hafa dáið um morguninn, um 20 metra frá hrað- brautinni. Samkvæmt sænska Aftonbladet var lögreglan enn að rannsaka málið í morgun og fóru sveitir lögreglumanna með leitar- hunda um svæðið og vonuðust til að finna spor eftir morðingjann. Lög- reglan vildi ekki tjá sig um hvort eitthvað hefði fundist. Konan bar engin ummerki þess að um kynferð- isbrot hefði verið að ræða. Lík hennar fannst hálffalið inni i runna og þótti hending að vegavinnumenn rákust á það svo skömmu eftir morðið. Talið er að konan sé af er- lendum uppruna. Eigurnar endurheimtar Kevin Nel, bóndi í Zimbabe, skoöar hér eigur sýnar sem hann endurheimti eftir aö landtökumenn tengdir Mugabe forseta landsins réðust á jöröina hans og yfírtóku hana á laugardaginn síöastliðinn. Kanslari kneyfar Gerhard Schröder Þýskalandskansi- ara þykir sopinn góöur. Deilt um áhrif áfengis á heilsu Spænsk rannsókn á almennum áhrifum áfengisneyslu á heilsufar manna leiðir í ljós fylgni milli mik- illar drykkju og vellíðunar. Hingað til hefur verið talið að einungis hóf- samleg drykkja sé mönnum holl. Rannsóknin var gerð á 19.500 manns víða á Spáni. Þátttakendur voru spurð hvað þeir drykkju, hversu mikið og hvemig þeir litu á heilsu sína. Einnig var horft til ald- urs, félagslegs bakgrunns og hvers þess sem gæti haft áhrif á heilsuna. Rannsóknin sýndi að þeir sem neyttu einhvers áfengis urðu síður veikir en þeir sem ekki drekka. Rannsóknin er í þversögn við niður- stöður skandinavískra rannsókna sem tengja áfengisneyslu við slæma heilsu. Það kann að skýrast af mis- munandi drykkjuvenjum. Hins veg- ar greinir rannsóknin ekki langtímaáhrif neyslunnar. 1,3 GLS • Ný aflmikil vél Meðaleyðsla 5,6 I 1.080.000,- Breskar hersveitir, um 400 manns, munu að öllum líkindum fara inn í Makedóníu á morgun eða yfir helgina til að undirbúa komu 3500 manna friðargæsluliðs NATO. Sendiherrar aðildarlanda hernaðar- bandalagsins ákváðu þetta á fundi sínum í Brussel í gær. Ákvörðunin var tekin eftir að ríkisstjórn Makedóníu samþykkti frumvarp sem fara á fyrir makedónska þingið sem greiðir götu fyrir friðargæslu á vegum NATO. Auk þess hafa leið- togar albanskra skæruliða gefið lof- orð sitt um að afvopnast. Hlutverk bresku hersveitanna er að setja upp bækistöðvar i Makedóníu og meta ástandið áður en allt friðargæsluliðið kemur sér fyrir. Samkvæmt áætlunum munu NATO-hersveitirnar ekki dvelja lengur en 30 daga í Makedóniu. Efa- semdaraddir segja það óhóflega bjartsýni og benda á að friðargæsla í Bosníu hafi aðeins átt að standa i eitt ár en enn séu þar hersveitir. Svo virðist sem vopnahlé sé smám saman að komast á í Makedóníu. Þó hafa borist fréttir af endurteknum smáskærum í kring- um þorpið Tetovo sem byggt er Al- bönum að meirihluta. Þær skærur hafa þó aðeins farið fram með létt- vopnum og í engu líkar þeim ofsa- fengnu átökum sem áttu sér stað i síðustu viku. Telja þeir sem til þekkja að vopnahlé sé að ná fótfestu. Makedónska daghlaðið Vest greindi þó frá því i morgun að lítill hópur albanskra skæruliða hafi heitið berjast áfram. Makedónsk stjórnvöld hafa heitið að veita skæruliðum sakaruppgjöf, nema þeim sem gerst hafa sekir um stríðsglæpi eða neita að láta vopn sín af hendi. Sakaruppgjöf var eitt af skilyrðum skæruliða fyrir að láta vopn af hendi. Makedónskir sak- sóknarar hafa undirbúið ákærur um stríðsglæpi gegn 11 leiðtogum skæruliða. Megawati biður þjóð- arbrotin afsökunar Dregur úr átökum Makedónskir hermenn hlaupa hér skotgröf fyrr í vikunni. Átök eru nú einangr- uö viö eitt þorp i Makedóníu og eru þau ekki hörð. Megawati Sukarnoputri, forseti Indónesíu, bað uppreisnargjörn þjóðarbrot í landinu afsökunar fyrir áratuga mannréttindabrot í þjóðhá- tíðarræðu sinni í morgun. Héruðin Aceh og Iryan Jaya eru afar rík af náttúruauðlindum en þar búa ein- ungis um 6 milljónir manna. Megawati sagðist, samfara afsökun- arbeiðninni, jafnframt útiloka að þau fengju sjálfstæði. Mikill órói er í Aceh en uppreisnarmenn hafa barist fyrir sjálfstæði héraðsins í áratugi. Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 1500 óbreytta borg- ara hafa látist í átökum þar síðan í janúar. Megawati, sem var valin í forsetastólinn eftir að forveri henn- ar, Abdurrahman Wahid, var rek- inn á grundvelli vanhæfni seint í síðasta mánuöi, tekur persónulega ábyrgð á því að leysa deiluna. Stjórnmálaskýrendur segja heill Megawati Sukarnoputri Tekur á rótföstum vanda Indónesíu- ríkis: Spillingu og uppreisnum þjóöarbrota. Megawati í forsetaembættinu standa og falla með því hvemig hún höndlar sjálfstæðissinnana, sem ógna alvarlega samheldni landsins. í stjórnstU Megawati kveður við nokkuð nýjan tón í indónesískum stjórnmálum. Hún biður landsmenn að veita fjölskyldu sinni engar íviln- anir, og beinir þeim tUmælum tU fjölskyldu sinnar að nýta sér ekki tengslin við forsetaembættið. Friðargæslulið á leið- inni til Makedóníu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.