Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 DV_______________________________________________________________________________________________________Hagsýni Ný skilti í Hveragerði: Útskorin eik í stað járns Þegar ekið er um Hveragerði vekja útskorin tréskilti með fram götunum athygli manns. Þau benda á þá þjónustu sem boðið er upp á í nærliggjandi stofnunum. Flest skilt- in sýna kunnugleg tákn, svo sem merki pósts, apóteks, tjaldstæðis, sundlaugar og fleiri slík. Önnur eru nýstárlegri. Skiltin eru úr eik og eft- ir útskurðinn hafa þau verið brennd og lökkuð. Að sögn ferðamálafulltrúans í Hveragerði, Davíös Samú- elssonar, voru þau sett upp í vor. Það þótti við hæfi í þess- um „blómstr- andi bæ“ að hafa tréskilti í stað járns. Framleiðandi skiltanna er Axel Björnsson í Hafnarfirði. Hann kveðst hafa framleitt skilti af ýmsum gerðum árum saman, ým- ist úr lerki eða eik. Verð á einu stykki er 10.000. miðað við að merki sé báðum meg- in, en 5.000 ef aðeins er merki öðrum megin. Sé um bók- eða tölu- stafi að ræða er prísinn 1.200 á staf. Magnafsláttur er gefinn ef um stór- ar pantanir er að ræða. Axel segir viðhald skiltanna fara eftir stað- setningu þeirra. Séu þau áveðurs þurfi að pússa þau upp og lakka á þriggja ára fresti en mæði lítið á þeim telur hann þau halda sér í sex ár. -Gun Skólavörur: Það er ekki þörf á að kaupa allt nýtt Þegar blaðamaður var lítil stúlka var það einn af hápunktum skóla- ársins að kaupa skólavörurnar. Að velja rétt var afskaplega mikilvægt og við þær kringumstæður breytt- ust venjuleg innkaup i vísindi og listir. Til dæmis þurfti strokleðrið sem keypt var að vera bæði fallegt og vel lyktandi, möpp- ur og stílabækur að vera í fullkomnu litasamræmi og yddarinn meistaraverk í hönnun. Væntanlega er ástandið eitthvað svipað í dag, nema hvað úrvalið er meira og valið því erfiðara. En fallegar skólavörur geta kost- að sitt, ekki sist þegar kaupa þarf fyrir mörg börn. Þó alltaf sé stemning að fara í bæinn og velja sér skóladót er engin þörf á að sleppa sér i eyðslu. Þeir sem vilja spara á þessu sviði hafa til þess nokkra möguleika. Þegar börnin koma heim með inn- kaupalistana er ekki skyn- samlegt að fara með þá í búðina og kaupa allt sem á þeim stendur. Mun vitur- legra er að athuga fyrst hvað er til á heimilinu. Það er nefni- lega ekki nauðsynlegt að kaupa nýja reglu- inn og kaupa þá hluti sem á vantar og upplifa stemninguna í skólabyrj- un. Möppur Verið opin fyrir notkunarmögu- leikum þess sem til er á heimilinu. Ef börnin vant- ar t.d. teygjumöppur úr pappa er hægt að nota möppur sem ýmis fyrirtæki, svo sem tryggingafélög, senda til viðskiptavina með upplýsingum og setja litskrúðuga teygju á þær og jafnvel límmiða yfir fyrirtækismerkið. Bréfabindi, eða möppur, eru til á flestum heimil- um. Þær geta endst í mörg ár en yf- irleitt þeg- ar keypt- ar eru nýjar möppur er það vegna þess að út- litið er ekki rétt, pokémon- myndin sem virk- aði svo vel í fyrra er ekki spennandi í ár. Því getur ver- ið gott að kaupa ein- lita möppu sem barn- ið fær svo að skreyta með skemmti- legum allt hitt dótið á hverju ári. Oft liggja þessir hlutir um allt heimili og ein- ungis þarf að fmna þá og taka sam- an. Víst er þó að ekki finnst allt á listanum á heimilinu og þá er hægt að gera sér ferð í bæ- Kostar sitt stiku, þó alltaf sé gaman aö fá nýjar skólavörur getur veriö dýrt aö kaupa allt nýtt á hverju ári. penna, blý- Þw' er ráð aö kanna hvaö til sé á heimilinu áður en fariö er anta, liti, og ; verslunarleiöangur. límmiðum og þá nýjum á hverju ári ef vill. Litir og skriffæri Trélitir og blýantar eru til í tuga- tali á hverju heimili þar sem eru börn og þvi óþarfi að kaupa nýtt sett á hverju ári. Safnið gömlu litun- um saman og yddið þá vel. Kaupið ódýrt pennaveski, eða saumið skjóðu með rennilás og notið fyrir alla trélitina. Hið sama má gera við blýanta, þeir eru til á flestum heim- ilum. Eingöngu þarf að safna þeim saman og ydda þá vel og þeir eru til- búnir til notkunar á nýjan leik. Tús- slitir eru hins vegar ekki eins auð- veldir því þeir vilja þorna upp og skemmast. Yddarar, strokleður, reglustikur, limstifti, skæri, sirklar, gráðubogar og allt hitt dótið sem nemendur þurfa á að halda dugar flest lengur en í einn vetur og ekkert mælir á móti því að það sé notað aftur. Til að barnið geti haldið vel utan um þessa hluti og týni þeim ekki er nauðsynlegt að það eigi gott penna- veski sem rúmar þá alla. Bækur og blöö Yfirleitt þarf að kaupa nýjar stíla- og reikningsbækur en oft eru til slíkar bækur frá fyrra ári þar sem aðeins hefur verið skrifað á nokkr- ar síður. Ef um er að ræða gorma- bækur má einfaldlega rífa þær úr og nota aftur. Athugið að oft má gera góö kaup í slíkum bókum þegar þær eru seld- ar 5 eða fleiri saman í pakka. Þó ekki þurfi að nota þær allar í vetur kemur annað skólaár fyrr en varir. Vinnubókarblöð eru seld í 100 stk. pakkningum og oft er meira en helmingur þeirra eftir þegar skóla- árinu lýkur. Notið afgangana og kaupið ekki nýja pakka fyrr en þeir eru búnir. Vel gæti farið svo að þeir entust út veturinn. -ÓSB Takmarkað sætaframboð! Ferðaávcsun DV og Sólar gíldír nú sem 75,000 kr. ínneígn í víku eða tveggja vikna ferð tíl Algarve í Portúgal 31. ágúst. Gíldír fy fleiri. Lengdu sumarið og njóttu afbragðsþjónustu og vandaðra gististaða með DV og Sól. Ávtsunin bídur þín á DV, Pverholtí H,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.