Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 Skoðun X>V Hefurðu farið oft í sund í sumar? Helgi Jónsson, 12 ára: Já, ég hef farið nokkuð oft í sund í sumar. Þá hef ég oftast farið I sund- laugina á Vopnafirði. Sandra Sigurðardóttir, 13 ára: Nei, mér finnst ekki gaman að fara í sund. Ásta Sigrún Friöriksdóttir, 13 ára: Nei, það er ekki búið að vera nógu gott veður í sumar. Rúna Siguröardóttir, 14 ára: Nei, ég hef haft svo mikið að gera að ég hef ekki haft tíma til þess að fara í sund í sumar. Alexandra Kristjánsdóttir, 12 ára: Já, ég hef fariö frekar oft og þá hef ég oftast farið í Árbæjarlaugina. Eva Rós Gísladóttir, 12 ára: Já, ég hef farið mjög oft í sund í sum- ar. Mér finnst rosalega gaman í sundi. Könnun á brottkasti afla - í tilefni kjallaragreinar Önundar Afianum landað. Brottkast á bolfiski óréttlætanlegt, aö mati nefndarinnar. Önundur Ás- geirsson skrifar kjallaragrein í DV miðvikudaginn 18. júlí sl. og fer þar mjög óvirðu- legum orðum um störf nefndar er ég stýrði og gera skyldi samanburð á núverandi starfsumhverfi sjó- og land- vinnslu. Um skýrslu nefndarinnar segir Önundur m.a: „Augljós til- gangur þessarar skýrslu er sá að blekkja almenning um fyrirkomu- lag veiðanna og gæta hagmuna sjó- vinnslunnar til veiða og vinnslu í stórum vinnsluskipum. Er þetta gert í því yfirskini að verið sé að hindra brottkast á fiski við veiðarn- ar.“ Önundur er á móti núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi íslendinga og vill taka upp það færeyska, vænt- anlega vegna minna brottkasts í því kerfi. Önundur getur haft sína skoð- un á þessu, og hvort eitt kerfi sé betra en annað, en það eru aðdrótt- anir hans um blekkingar sem ekki er hægt að sitja undir nú á síðustu og verstu timum. Fyrir lesendur blaðsins og Önund langar mig þvi að rifja upp eftirfar- andi: Nefnd mín stóð fyrir skoðana- könnun um umfang og ástæður brottkasts meðal um 2300 sjómanna. í þessari könnun var í fyrsta sinn varpað einhverju alvöruljósi á þetta vandamál, svo byggja mætti úrbæt- ur og tillögur stjórnvalda á traust- um grunni í stað sögusagna. Könn- unin í heild er á vefsíðu sjávarút- vegsráðuneytisins. Um meinta þjónkun nefndarinnar við vinnsluskip og hagsmuni þeirra, er áður er vitnað til þá er það nú svo broslegt að nefndin klofnaði í af- stöðu sinni til þessara skipa. Meiri- Miðborgin J.M.G. skrifar: Svæðið sem miðbær Reykjavíkur stendur á er besti blettur á Islandi. Svo hefur ávallt verið, enda kaus Ingólfur Amarson sér bólfestu á þessum bletti. Og umhverfis þennan blett eru flestir íslendingar fluttir. Það er því í meira lagi undarlegt að ofstjórnarfólki félagshyggjunnar skuli hafa tekist að gera þetta góða svæði að vandamáli. Byggðanefndir hafa verið stofn- aðar til að rétta hlut annnesja og hefur ekki verið til neins. Það er segin saga að séu settar á fót nefnd- ir byggðasvæðum til hjálpar eru þau á fallanda fæti hvort eð er og „í þessari könnun var í fyrsta sinn varpað einhverju alvöruljósi á þetta vanda- mál, svo byggja mœtti úr- bætur og tillögur stjórnválda á traustum grunni í stað sögusagna. Könnunin í heild er á vefsíðu sjávarútvegs- ráðuneytisins. “ hlutinn lagði til að þeim væri gert skylt að vigta afla sinn inn á vinnslulínur eins og öllum öðrum í kerfinu er gert að vigta sinn fisk. Þetta taldi minnihlutinn óásættan- legt. Þetta geta allir lesið sem vilja í skýrslu nefndarinnar á fyrrgreindri vefsíðu. Nefndin taldi að brottkast á bol- fiski, af þeirri stærðargráðu er fram „Það sem miðborgin þarfn- ast eru ekki nefndir og ráð um „vandamálin“ heldur að fá að þróast með eðlilegt mannlíf í takt við þarfir íbúanna. “ framvegis. Það á ekki að flokka miðborg Reykjavíkur undir enn einn illa byggjanlegan útkjálkann. Fyrirmæli pólitikusa eiga ekki að geta gerilsneytt mannlífið í mið- borginni. Það sem miðborgin þarfnast eru ekki nefndir og ráð um „vandamál- kom í könnun hennar, væri órétt- lætanlegt. Til þyrfti að koma hugar- farsbreyting meðal allra, sjómanna sem annarra, varðandi umgengni um auðlindina og verndun hennar. f tillögum sínum lagði nefndin áherslu á að bæta kerfið svo komið væri með að landa allan veiddan fisk í stað þess að honum væri hent. Nefnd minni var ekki falið að fjalla um fiskveiðistjómunarkerfið. Önundur og aðrir stórskrifarar geta haldið áfram að deila um það. Hlut- verk nefndarinnar var allt annað. Öllum áhugamönnum um sjávarút- vegsmál er bent á fyrrgreindar vef- síður til fróðleiks. Ef einhver vill láta svo lítið að tala við mig þá er ég reiðubúinn. Engum í nefnd minni eða þeim er tengdust þessari vinnu kom til hugar að blekkja nokkurn mann. - Með bestu kveðju. in“ heldur að fá að þróast með eðli- legt mannlíf í takt við þarfir íbú- anna. Þannig á borgin að byggjast upp af sjálfu sér. Þarna er höfuð- dómkirkja þjóðarinnar svo sem eðli- legt er og prestarnir boða guðsótta og góða siði. En hvorki prestarnir né jafnréttisnefndirnar eiga að setja sig á háan hest um einkalíf fólks, eins og nú er farið að bera alltof mikið á. Það er rétt sem dóms- og kirkju- málaráðherra sagði nýlega, að við viljum hafa réttarríki en ekki al- ræðisríki. Miðborgin þarf að dafna án gaddavírs og þröngsýnna hug- mynda sem rekja má til nesja- mennskunnar. án nesjamennskunnar Klámlöggur Garri getur ekki annað en fundið til með Har- aldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Það virðist bara ekki vera nokkur einasti friður fyrir þessu klámi. Það sækir að honum úr öllum áttum. Varla þarf að nefna þá miklu flóðbylgju kláms sem skellur á ríkislögreglustjóranum i gegnum fréttir útvarps síðustu daga en það kemur varla sá fréttatími í Ríkisútvarpinu að ekki sé búið að uppgötva nýtt klámmál á einhverri heimasíð- unni. Allt kallar þetta jú á lögreglurannsóknir því klámið sem verið er að uppgötva er ekki bara venjulegt klám þar sem berar konur glenna sig framan í bera karla heldur er þetta sjúklegt ofbeldisklám og ógeðfelld dæmi um barnaklám. Slíkt er vitaskuld nöturlegur vitnisburður um hversu sjúkur mannshugurinn getur í raun orð- ið. En til þess að lögreglan geti rannsakað þessi mál þá þarf yflrstjórnin að veita sérstakan að- gang að klámsíðum á Netinu þannig að rannsak- endur geti elt uppi það sjúka og ólöglega og síð- an greint á milli þess og þess sem er bara ósmekklegt en þó löglegt. Klámlaus vinnustaður Þannig er nefnilega mál með vexti að Harald- ur ríkislögreglustjóri hafði lokað á allt klám á lögreglustöðinni fyrir nokkrum mánuðum eða árum. Þannig varð lögreglustöðin að fyrsta klámlausa vinnustaðnum á ís- landi og auk þess er lögreglan fyrsta stofnunin í landinu sem nær því eftir- sótta markmiði að vera hvort tveggja í senn, reyklaus og klámlaus. Harald- ur ríkislöggustjóri orðaði þetta ágæt- lega í samtali við útvarpið í vikunni þegar hann var spurður að því hvort það tálmaði ekki sjálfstæðri rannsókn- arskyldu lögreglu að geta ekki farið óhindrað inn á klámvefi. „Það er nátt- úrlega ekki hægt að hafa 700 lögreglu- þjóna vafrandi um klámvefi í vinnu- tímanum," sagði Haraldur þá. Garri las í DV í gær að þessi ummæli hefðu farið fyrir brjóstið á einhverjum guðhræddum lögregluþjón- um sem fannst sem ríkislöggustjóri væri að stimpla þá sem klámhunda. En auðvitað þekkir Haraldur sitt fólk og veit að það þýðir náttúrlega ekki að vera með neina linkind þegar mikill meirihluti starfsmanna er klámhundar. Rannsóknarskyldan Garri sér nú líka fyrir sér hvernig færi ef 700 fulltrúar hinnar íslensku réttvísi legðust í lang- ferðalög um klámvefi og klámkrækjur Internets- ins. Það yrði trúlega ekki tími til að gera neitt annað - fyrir nú utan að hugmynda- heimur lögreglunnar í landinu yrði eflaust eitthvað brenglaður! En rannsóknarskyldan er þama fyrir hendi og nú hefur orðið að rjúfa klámbannið hjá lögg- unni i sífellt íleiri til- fellum. Málin hrein- lega hrannast upp við hvem fréttatíma RÚV. Garra sýnist einsýnt að ekki verði lát á þessu í bráð og að Har- aldur ríkislögga missi alla sína menn í bona fide klámrannsóknir fyrr en vari. Þökk sé RÚV sem augljóslega hefur séð sér fært að halda uppi sjálfstæðri rannsóknar- skyldu á þessu sviði þó lögreglan hafi brugðist. Spurningin sem brennur nú á vörum alþýðu- manna eins og Garra er hins vegar sú hvort þessari sjálfstæðu rannsóknarskyldi kunni að vera ógnað ef Markús útvarpsstjóri fer að dæmi ílokksbróður síns, Haralds löggustjóra, og telji ófært að hafa 700 manns á sínum snærum sem séu vafrandi um klámvefi í vinnutímanum! Gðm Minnsti flokkurinn ræður mestu Sonja Schmidt hringdi: Hvemig skyldi standa á því að minnsti flokkurinn í landinu, Fi-am- sóknarflokkurinn (að frátöldum Frjálslynda flokknum), hefur sýni- lega mestu völdin og er með jafn- marga ráðherra og stærsti flokkur- inn? Einnig er það greinilega Fram- sóknarflokkurinn sem mestu ræð- ur, enda ráðherrar hans vel sýnileg- ir og mest áberandi í umræðunni í hverju þjóðmálinu á fætur öðru. - Er þetta lýðræðið sem við íslending- ar sækjumst eftir? Tilgangslausar fréttir Hrafn skrifar: Það hefur litla þýðingu fyrir ís- lenska fjölmiðla að vera að birta dag eftir dag fréttir af atburðunum í Mið-Austurlöndum, um ógnaröldina sem rikir milli ísraelsmanna og Palestínubúa. Þessar fréttir hafa fengið forgang í flestum fréttatím- um RÚV nú að undanförnu og eru lesnar sem fyrsta frétt hvers frétta- tíma. Sannleikurinn er sá að okkur skiptir engu máli hvort þar eru drepnir fleiri eða færri, þetta hefur engin áhrif á tilfinningalíf okkar Is- lendingar. Þetta hefur klingt í eyr- um okkar allt frá árinu 1948 og við erum orðin ónæm fyrir þessu. Þetta er vitfirring sem ísraelar og Palstínumenn verða að eiga við sjálfa sig. Víndómari að störfum. Margslungin framleiðsla en ekki görótt. Léttvín og kryddvín Ragnar skrifar: Þessa dagana eru vínbændur í Evrópu og ekki bara i Frakklandi, Spáni og á Ítalíu mjög uggandi um að þeir sem þeir nefna „villimenn- ina“ (sem þeir kalla vínframleiðend- ur í Ástralíu, S-Afríku og í S-Amer- íku) séu að vinna verulega markað í Evrópu fyrir sín vín. En það er huggun harmi gegn að vínin sem Evrópubúar framleiða, og það á við um öll löndin þar, eru gæðavín að því leytinu að þau eru mun „hreinni" en vínin frá áðurnefndum löndum i þriðja heiminum og í Ástr- alíu. Þau léttvín (bæði hvít og rauð) eru afar krydduð og það er þeirra galdur við að ná fram nýju og áður óþekktu bragði sem við fyrstu kynni getur orðið vinsælt en verður leiðigjarnt til lengdar. Þessu „bragði“ beita vínbændur í Frakk- landi og öðrum þekktum vinræktar- héruðum i Evrópu ekki. Enda er þau vín eftirsótt af kunnáttufólki um vín og gæði þess. Allt „hörmulegt“ F.K.P. hringdi: Mér finnst orðið „hörmulegt" of- notað í málinu, sérstaklega í frétta- flutningi. Það er notað um slysin, sem eru auðvitað hörmuleg en þarf ekki að taka það fram í síbylju. Einnig er það notað um atburði eins og sjálftöku þingmannsins á fjár- munum hins opinbera. Mér finnst fals liggja i hinum síendurteknu hörmungarlýsingum um hvaðeina sem miður fer. Mest af þessu eru bara atburðir sem á að fjalla um án orðaspýju úr brengluðum hugar- heimi hræsnaranna. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.