Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 25
29 Sólarfilma á glugga - þegar sólin angrar FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 Verd frá 35.500 EVRÓ Allar stærðir Þrjú þúsundasti gestur- inn á Byggðasafnið gestinum nr. 3000 áletraðan birkiplatta, gerðan af Ásgeiri Júlí- ussyni í Víkingaeyjunni. Udo og Irena Kalbe komu með Norrænu til DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Númer 3000 í ár Irere og Udo Kalbe ásamt Blrni Arnarsyni safnverði með verðlaunagripinn. Eins og sjá má á myndinni er frúin í ís- lenskri lopapeysu. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Seyðisfjarðar og ætla að nota tvær vikur til að skoða landið. Björn segir að flestir sem koma í safnið séu íslendingar, þá koma Þjóðverjar og þeir þriðju fjölmenn- ustu eru Hollendingar. Náttúru- gripasafnið vekur mesta athygli út- lendinganna og margir taka sér góð- an tíma til að skoða. Einkum eru það uppstoppuðu fuglarnir, um 70 tegundir, og um 80 tegundir eggja sem fólk skoðar mest. í sumar var settur upp hluti steinasafns sem hjónin Elinborg Pálsdóttir og Benedikt Þorsteinsson gáfu safninu og eru þar eitt þúsund steinar, allir merktir tegundarheiti, hvar þeir fundust og hvenær. Að- sókn að safninu hefur aukist ár frá ári en þó mest í sumar þar sem komnir eru 3.000 gestir 13. ágúst en allt árið 2000 komu 2.406 manns á safnið í Gömlubúð. -JI DV. HORNAFIRDI:_____________________ Mjög góð aðsókn hefur verið að byggðasafninu á Höfn í sumar og sl. mánudagskvöld kom þrjú þúsund- asti gesturinn á árinu, Udo Kalbe frá Þýskalandi, á safnið ásamt konu sinni Irene Kalbe. Björn Amarson safnvörður afhenti af því tilefni Helgi Snorrason s: 863 5757 helgisn@binet.is V ) DV Tilvera Klappstýrurnar fjórar Ingibjörg Helga Konráðsdóttir, Valdís Magnúsdóttir, íris Rún Karlsdóttir og Rakel Árnadóttir. ballett áður en við byrjuðum í klappstýruhópnum," segir Ingibjörg Helga. Þær Rakel, Ingibjörg Helga, íris Rún og Valdís segja að hópurinn hafi vakið mikla athygli á leikjum síðasta vetur og fengið alveg frábær- ar undirtektir áhorfenda. Aðspurð- ar um það hvernig lið Aftureldingar hafi tekið þeim segja þær að liðið hafi bara verið ánægt með stuðning- inn. „Við æfðum alltaf fyrir hvern leik og sömdum nokkra dansa á tímabilinu,“ segir íris Rún. Klapp- stýruhópurinn skemmti annaðhvort fyrir leiki, í hléi eða hvort tveggja, aðallega á heimaleikjum. Þær ætla að halda ótrauðar áfram næsta vet- ur, enda áhuginn orðinn mikill, og þá á líka að fara á útileikina. í vetur verður hópurinn líka með skipulegar æfingar og til þess að geta keypt búninga, kostað dans- námskeið og leigt æfingaraðstöðu í íþróttamiðstöðinni ákváðu þær að dansa maraþondans frá Þingvöllum til Mosfellsbæjar um síðustu helgi. „Maraþondansinn gekk mjög vel og þetta var mjög gaman“, segja klapp- stýrurnar íjórar og bæta við að þær hafi verið orðnar ansi þreyttar þeg- ar þær komust á leiðarenda í Mos- fellsbæ. -MA Áhugasamar klappstýrur Síðastliðinn vetur stofnuðu nokkrar hressar stelpur í Mosfells- bæ, á aldrinum 12 til 14 ára, klapp- stýruhóp sem skemmti á handbolta- leikjum Aftureldingar í Nissan- deildinni. Blaðamaður hitti nýlega að máli fjórar stelpur úr hópnum sem allar eru 14 ára og heita Rakel Árnadóttir, Ingibjörg Helga Kon- ráðsdóttir, íris Rún Karlsdóttir og Valdís Magnúsdóttir. „Hugmyndin að því að stofna klappstýruhóp varð til þegar við tókum þátt i karaokekeppni þar sem við sungum klappstýrulag og dönsuðum með,“ segir Valdís. Stelp- urnar eru allar sammála um að það sé mjög skemmtilegt að vera klapp- stýrur, enda hafi þær allar mjög gaman af dansa. „Við höfðum flest- ar verið í freestyledansi eða djass- 9 Æ N Maraþondans Síöastiiðinn laugardag dönsuðu stelpurnar maraþondans frá Þingvöllum til Mosfellsbæjar. Mikið fjör Stelpurnar skemmtu sér konunglega í maraþondansinum og það var mikiö fjör.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.