Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001 X>V_________________________________________________________________________________________________Neytendur Odd-vitinn • pub-skemmtistaður • Strandgata 53 • Akureyri • Simi 462 6020 • GSM 867 4069 Búslóðageymslan í Rafha-húsinu: Fleiri kvartanir berast Tannkrem og munnskol - raka- og vatnsskemmdir á búslóðum. Þak hrundi og rör sprakk fyrir tveimur árum Á þriðjudaginn var sagði Neyt- endasíðan frá konu sem fengið hafði búslóð, sem hún var með i geymslu í Rafha-húsinu í Hafnarfirði, skemmda til baka. Um var að ræða rakaskemmdir og var hún ósátt við að fá tjónið ekki bætt. í kjölfar frétt- arinnar hafa fleiri aðilar sem lent hafa í þessu sama haft samband við blaðið og sagt svipaða sögu. Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir er ein þeirra og segir hún að allar bækur, föt, rúmdýna og annað hafi verið myglað þegar hún fékk það í hend- urnar, auk þess sem sófi, sem var hluti af búslóðinni, hreinlega hvarf. „Ég hef grun um að sófinn, og fleiri hlutir sem hurfu, hafi hreinlega ver- ið fjarlægðir þar sem þeir voru ónýtir." Jóna var með búslóðina sína í geymslu í u.þ.b. 1-1 ogl/2 ár, eða þar til i nóvember í fyrra. Hún segir að forsvarsmenn búslóða- geymslunnar hafi neitað að bæta henni tjónið og haldið því fram að dótið hefði verið svona þegar komið var með þaö. Finnst henni það und- arlegt að þeir geti haldið slíku fram þar sem vitað er að þak geymslunn- ar hrundi vegna snjóþunga meðan búslóðin var í geymslu og við það sprakk einnig hitaveiturör. Jóna segist hafa frétt af fleiri sem lent hafa í þessu sama. Ekki í mínum verkahring Gunnar Valdimarsson, fyrri eig- andi búslóðageymslunnar í Rafha- húsinu, segir að húsnæðið hafi ver- ið í stakasta lagi síðan gert var við þakið. Hann segir að þar sem fyrir- tækið sé eingöngu að leigja út hús- næði til annarra beri það ekki ábyrgð á þeim búslóðum sem þar eru geymdar. „Við bendum fólki á að ganga vel frá dótinu sínu og tryggja það hjá sinu tryggingafé- lagi,“ segir Gunnar. „Þeir sem lentu í tjóni þegar þakið hrundi og voru með tryggingu fengu allir sitt tjón bætt.“ Hann minnir að þau mál sem samið var um með milligöngu Neyt- endasamtakanna hafi ekki verið vegna afleiðinga hruns þaksins heldur hefði eitthvað skemmst í meðhöndlun eins og stundum kem- ur fyrir. „Ég hef því ekki bætt skemmdir sem upp komu þegar þakið hrundi og lagnirnar fóru, enda er það ekki í mínum verka- hring heldur tryggingafélaganna." Hann segir að meðaltali vera 500 bú- slóðir i húsinu og í þau átta ár sem hann rak fyrirtækið hafi innan við 10 slík mál komið upp. „Við höfum komið til móts við fólk ef það vill semja við okkur.“ Eiga að bæta tjónið Ólöf Embla Einarsdóttir, lögfræð- ingur hjá Neytendasamtökunum, segir að fyrir milligöngu Neytenda- samtakanna hafi eigendur búslóða í tveimur tilvikum fengið leigugjald- ið endurgreitt. Bæði tilvikin komu upp á árinu 2000. „Þak Rafha-húss- ins gaf sig vegna snjóþyngsla og í framhaldi af því fengum við þessi tvö mál inn á borð til okkar. í báð- um tilfellum blotnuðu búslóðimar og brotnuðu.“ í samtali við DV sagði Gunnar að hann teldi Rafha-húsið ekki vera með búslóðageymslu heldur aðeins leigu á geymslurými. Aðspurö um þetta atriði svaraði Ólöf Embla því til að i leigusamningum Rafha-húss- ins komi fram að um búslóða- geymslu sé að ræða, auk þess sem öll umgjörð rekstursins sé í formi búslóðageymslu en ekki leigu á rými. Ólöf Emla segir það afstöðu Neytendasamtakanna að Rafha-hús- ið eigi í samræmi við 25. gr. nýrra laga um þjónustukaup að bæta tjón sem verði á búslóðum fólks meðan þær eru í vörslu Rafha-hússins tak- ist fyrirtækinu ekki að sanna að það hafi ekki sýnt af sér vanrækslu. Benda samtökin fólki sem lent hef- ur í þessu á að leita sér lögfræðiað- stoðar. -ÓSB Flutningar Ef koma þarf búslóöinni í geymsiu um tíma og enginn ættingi á bílskúr sem hægt er að fá afnot af eru búslóðageymslur tilvaldir staðir. En ekki eru allir viðskiptavinir Rafha-hússins ánægðir með þjónustuna sem þeir fengu þar. Myndin tengist ekki efni greinarinnar. Tannkremsauglýsingar eru fastur liður í auglýsingatímum sjónvarpsr stöðvanna og í blöðum og tímaritum. í þeim er neytendum lofað að varan muni gera tennur hreinni, hvítari og heilbrigðari. Þó að þessar staðhæf- ingar eigi oft við rök að styðjast er ekki svo í öllum tilvikum. Því er raunin sú að flestir eyða peningum til einskis þegar tannkrem og munnskol eru keypt og notuð. Til að byrja með notum við flest mun meira magn af tannkremi en þörf er á. Til dæmis hefur því verið haldið fram að tannkremsdropi á stærð við baun sé nægilegt magn til að hreinsa tennur og góma, eða - eyðum við of miklu 1 þessar vörur? bara örþunnt lag yfir burstahárin. Þetta er mun minna magn en flestir nota. Það virðist sem okkur hafi, í gegnum tíðina, verið talin trú um að magnið sem sett er á tann- burstana í auglýsingunum sé það sem til þarf ef hugsa á vel um tenn- umar. Matarsódi og peroxíð Við eyðum einnig miklum pen- ingum í óþarfa þegar við kaupum rándýrt tannkrem sem inniheldur ákveðin efni sem okkur hefur verið talin trú um að hreinsi tennurnar betur. En oft þá skila þessi efni ekki hreinni tönnum, heldur einungis tilfinningu fyrir hreinni tönnum. Matarsódi er í mörgum dýrum tann- kremum. Þó okkur finnist við vera með hreinni tennur eftir að hafa burstað með slíku tannkremi hefur þvi verið haldið fram að tannkrem með matarsóda hreinsi tennur ekki betur en venjulegt tannkrem. Ann- að efni sem mikið er auglýst er per- oxíð. Það býr til litlar loftbólur í munninum sem nudda gómana og okkur fmnst það hreinsa munninn. Staðreyndin er þó sú að næstum öll tannkrem sem innihalda flúor hreinsa tennur og munn ágætlega. Munnskol En það eru ekki bara tannkrem sem við erum að eyða peningum okkar i, heldur líka munnskol. Fæst munnskol gera það gagn sem þeim er ætlað, þ.e. að eyða bakteríum sem gera fólk andfúlt eða vinna á móti tannskemmdum. Undantekn- ingin er þó munnskol sem inniheld- ur listerín, því það er eina munnskolið sem til sölu er án lyf- seðils sem drepur bakteríur sem valda okkur leiðindum, t.d. með því að gera okkur andfúl. Besta tannhirðuvaran, fyrir utan gott flúortannkrem og vandaðan tannbursta, er tannþráðurinn. Hann er ódýr en getur sparað tugi þúsunda í tannlæknakostnað seinna meir sé hann notaður reglulega. Hann nær að hreinsa þá staði í munninum sem burstinn nær ekki til. Niðurstaðan er því sú að séu tennurnar burstaðar reglulega með flúortannkremi og tannþráðurinn notaður reglulega er lítil þörf á öll- um hinum rándýru vörum sem ætl- aðar eru til tannhirðu. massa og blandið hveiti saman við marensinn meö sleikju. Hellið svo vökvanum saman við hviturnar í nokkrum skömmtum, hrærið vel í þar til deigið er orðið slétt og fint. Bakið 3 botna við 200° C í 20-30 mín- útur (ath., í formi eða á plötu, ca 24 cm). Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið, smjörið og kartöflumjölið. Blandið vel saman og kælið yfir nótt, allavega 4-6 klst. Þeytið svo eins og um venjulegan rjóma væri að ræða, nema hvað þetta tekur skemmri tíma. Smyrjið milli botnanna og skreytið. Úr kökubók Hagkaups Fallegt bros 77/ að viðhalda fallegum tönnum og heilbrigðum munni þarf að bursta tennur meö flúortannkremi og nota tannþráð reglulega. mn pub skemmtistoður Skemmtistaður Hljómsveitin BSG Björgvin Halldórsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson, Vilhjálmur Guðjónsson. Föstudagskvöld Rúnar Þór ■yútvtirp Stilltu á útvarp Saga 93,3, ' n rfiJ. þar sem þetta er kynnt "04 J ásamt frimiða í boði. Rjóma-marsipanterta: Ein góð fyr- ir helgina Hér er uppskrift að einfaldri köku sem þó tekur dálítinn tíma að gera. Þótt rjóminn sé fitandi er nauðsyn- legt að leyfa sér örlítið af honum af og til. Hvemig væri að baka eina tertu fyrir helgina, bjóða skemmti- legu fólki í síðdegiskaffi og eiga notalega stund? í tertuna þarf: 200 g marsi 2 dl mjólk 60 g hveiti 5 eggjahvítur 200 g sykur Rjómakrem: 2 1/4 dl rjómi 100 g suðusúkkulaði 1 msk. kartöflumjöl 60 g smjör Aðferð: Saxið niður marsann, setjið mjólkina og marsann í pott og hitið við vægan hita. Hrærið stöðugt í þar til allir kekkir eru farnir. Þeyt- ið hvitur og sykur á meðan í stífan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.