Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 Helgarblað ___.—«. íslenska Thermo Plus-ævintýrið teygir anga sína víða: Kanadíska Thermo Plus líka í vanda - er nú undir stjórn fyrrverandi framkvæmdastjóra Thermo Plus á íslandi Gjaldþrot kælitækjaframleiðslu- fyrirtækisins Thermo Plus í Reykjanesbæ í vetur vakti mikla athygli eftir að DV fór að fjalla um málið. Fjöldi fólks tapaði milljón- um króna vegna hlutabréfakaupa og Fjármálaeftirlitið er enn með málið í skoðun. Á laugardag rann út kröfulýsingarfrestur en enn er ekki ljóst hvert raunverulegt um- fang gjaldþrotsins er. Nú er reynd- ar kominn enn nýr flötur í þessu máli þar sem angarnir teygja sig alla leið til Kanada. Stjórnendur Thermo Plus á ís- landi tilkynntu í fyrrasumar að verið væri að ganga frá samning- um um kaup á móðurfélaginu í Kanada. Samkvæmt samtali við fyrrverandi eiganda kanadíska fyrirtækisins virðist hins vegar sem aldrei hafi verið gengið frá kaupum Thermo Plus á íslandi á fyrirtæki hans. Það hafi hins veg- ar verið keypt af einum eða fleiri stjórnarmönnum íslenska fyrir- tækisins. Nú er kanadíska fyrir- tækið að komast í þrot, að sögn fyrrverandi eiganda sem leitar nú réttar síns vegna meintra van- efnda. Frá hinu kanadíska Thermo Plus var framleiðsluhugmyndin og ýmis búnaður sem Islenska fyi- irtækið byggði á einmitt komið. í Thermo Plus í Reykjanesbæ Fjármálaeftirlitið er enn meö fyrirtækið í skoðun. Innlent fréttaljós Höröur Kristjánsson blaðamaður fyrrasumar lýsti Tom Rosein- grave forstjóri því yfir að íslenska fyrirtækið væri að ganga frá samningum um kaup á móðurfé- laginu i Kanada. í því ljósi m.a. mun hafa tekist að selja hlutafé í fyrirtækinu þó ljóst mætti vera að það stefndi í þrot. í vor hafði DV óljósar spurnir af því að Tom Roseingrave væri orð- inn framkvæmdastjóri Thermo Plus í Kanada. Ekki fékkst það þó staðfest né náðist þá í Tom sjálfan. Á mánudag staðfesti hins vegar Rosser Masseau, fyrrum aðaleig- anda hins kanadíska Thermo Plus, í samtali við DV að hann hefði selt nokkrum stjórnendum islenska félagsins fyrirtæki sitt í ágúst á síðasta ári. Fyrirtækið hafi síðan verið undir stjórn Tom Roseingrave og yrði trúlega lýst gjaldþrota á næstu dögum eða vik- um. Stjórnarmenn keyptu sjalfir „Þeir keyptu af mér fyrirtækið 1. ágúst í fyrra og gengu frá því þann 15. ágúst. Þetta voru Tom Roseingrave (þáverandi forstjóri Thermo Plus á íslandi), lögfræð- Vélskóli Islands Upphaf haustannar Mánudagur 20. ágúst: Kl. 10.00 Móttaka nýnema í dagskóla í stofu 202. Kl. 11.00 Stundaskrár afhentar í stofum 202 og 203. Kl. 14.00 Kennarafundur. Þriðjudagur 21. ágúst: Kl. 10.00 Móttaka nemenda í hraðferðarnámi til 2. stigs.dagskóli, vélasalur. Kl. 11.00 Móttaka nemenda í hraðferðarnámi til 2. stigs.kvöldskóli, vélasalur. Kl. 10.00-14.00 Töflubreytingar í stofu 204. Kennarar eru til viðtals í stofum 202 og 203. Miðvikudagur 22. ágúst: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá. Skólameistari ingurinn Ásbjörn Jónsson og Hin- rik Þorsteinsson (stjórnarformað- ur TPD- Það voru einhverjir fleiri fjárfestar í þessu, m.a. einn í Englandi og annar í Bandarikjun- um og hugsanlega fleiri." Rosser segir að þeir hafi ekki gert þetta í nafni Thermo Plus á Islandi heldur í nafni eignarhalds- fyrirtækis sem stofnað hafi verið á Kýpur. „Reyndar hefur þrívegis verið skipt um nafn á þessu fyrirtæki á Kýpur. Mér sýnist að verið sé að reyna að fela slóðina. Það skiptir mig þó engu máli. Ég veit ekki hvernig þaö er á íslandi en í Kanada eru lög þannig að ég get gengið beint að fyrirtækinu sem ég seldi og þarf ekki að eltast við einhver platfyrirtæki þeirra úti í heimi," sagði Rosser Masseau. Kom þar hvergi nærri DV hafði samband við Ásbjörn Jónsson lögfræðing vegna þessa í gær. Hann segir ekki fót fyrir þessum fullyrðingum. Erfitt sé hins vegar að henda reiður á hvað Tom hafi verið að aðhafast. Hann sé að segja og gera ýmsa hluti sem menn viti ekkert um. Ásbjörn seg- ist því hvorki eiga neitt fyrirtæki í Kanada né á Kýpur. „Ég lýsi því hér með yfir að eini tilgangur minn í Kanada með samningavið- ræðum við þennan bless- aða gamla mann var að ég var að semja fyrir Thermo Plus. Ef hann heldur ein- hverju öðru fram og vill meina að ég hafi verið í einhverjum öðrum við- skiptaerindum þarna þá verður hann að sýna fram á það." Ekki hefur tekist að ná sam- bandi við Tom Roseingrave. Á skrifstofu fyrirtækisins í Kanada var sagt að hann væri ekki við. Þar var hins vegar staðfest að hann starfaði nú sem forstjóri fyr- irtækisins. Fyrirtækinu glutrað niður „Fyrirtæki átti að skila um þriggja til fjögurra milljóna doll- ara veltu. Öllu þessu er nú verið að glutra niður rétt eins og gerðist hjá íslenska fyrirtækinu, allt vegna rangrar stjórnunar," segir Rosser Masseau. Lék tveim skjöldum Það sem ég skil ekki er hvernig Tom Roseingrave hefur komist Tom Roseingrave. svona langt. Hann var í raun að vinna fyrir mig í upphafi. Hann fór til Is- lands með 15 þúsund doll- ara frá mér til að semja um viðskipti. Aðra pen- inga hafði hann ekki. Allt I einu var hann kominn í yinnu hjá Thermo Plus á íslandi og varð síðan stór hluthafi." Rosser Masseau segir að þarna hafi því komið upp augljósir hagsmunaárekstrar. Tom hafi þarna setið báðum meg- in við borðið. Hann hafi verið með peninga frá sér til að semja um viðskipti og í raun verið að semja við sjálfan sig sem framkvæmda- stjóra íslenska fyrirtækisins. Rosser segir að við kaupin á fyr- irtæki hans ytra hafi Tom og fé- lagar yfirtekið lán sem hann var i ábyrgð fyrir. Þeim ábyrgðum átti síðan að létta af. „Þetta var aldrei gert. Ég held reyndar að það hafi aldrei verið ætlunin. Það er ekki borgað af lánum, það eru ekki heldur borg- aðir skattar, laun eða aöföng. Fyr- irtækið hér í Kanada mun því verða gjaldþrota á næstu dögum eða vikum og lögsókn gegn því hófst nú í vikunni," segir Rosser Masseau. -HKr. Thermo Plus Europe á fslandi: Kaupir móðurfyrirtækið í Kanada - gert ráð fyrir tvöföldun á tekjum og hagnaði Samningaviöræöur standa nú yflr um aö Thermo Plus Europe á Islandi kaupi móðurfyrirtækið í Kanada. Meö kaupunum ykist fram- leiðslugetan um 250 prðsent. Samkvamit heimildum DV er gert ráð fyrir að viðræðum íslensku aö- ilanna og kanadisku eigendanna, Refridgeration Massau & Sons, sem aðsetur hafa á Prince Edwards-eyju í Kanada, ljúki á næstu vikiun. Aö undangenginni úttekt á lagalegum og fjárhagslegum þáttum kaupanna er búist við að gengið verði endan- iega frá kaupunum í Jok sumars. Með kaupum á kanadiska móður- fyrirtækinu er reiknaö með aö tvö- falda tekjur og hagnaö Thermo Plus Europe á Islandi. Þá á framleiðslu- getan að aukast strax um 250 pró- sent. Gert er ráð fyrir að höfuð- stöðvar og alþjóðleg yflrstjórn fyrir- tækísins verði á íslandi. Aukin áhersla verður lögð á rannsóknar- og þróunarstarf á vegum fýrirteks- ins á íslandi. 1 fréttatitkynningu sem Tom Roseingrave, forstjóri Thermo Plus, sendi frá sér fyrir hönd fyrirtækisins segir að samrun- inn muni hafa mikil áhrif á Thermo Plus International, einkum þegar til skamms tima er litiö. -HKr/Ótt//KGP Urklippa úr DV í fyrrasumar Thermo Plus á íslandi var sagt vera að kaupa móðurfyrirtækið í Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.