Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2001, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2001 x>v Helgarblað Kynþokkinn á keppnisbrautinni Frjálsíþróttamót eru ekki lengur einungis háalvarleg keppni í köstum, hlaupum og stökkum. í kapphlaupi um kastljós fjölmiðla og framfærslusamninga við auglýsend- ur reynir hver að skapa sinn persónulega stíl. Kynþokk- inn er þar vinsælt stílbragð. íþróttir eru beint framhald hring- leikahúsanna í Róm. í staö þess að henda einhverjum vesalingum inn í hringinn til aö berjast við óseðjandi ljón er vel þjálfuðum íþróttamönn- um komið fyrir á stórum keppnis- völlum. Þar eru allir hungruð ljón, meira að segja fólkið sem situr á áhorfendapöllunum og bíður eftir heimsmetum, nýjum sigrum og nýj- um vonbrigðum. Heima í stofum heimsins bíða svo nokkrar milljón- ir blóðþyrstra áhorfenda eftir kjöt- inu sínu. Útsendingar frá íþrótta- mótum snúast nefnilega líka um kjöt, kroppa sem eru á heimsmæli- kvarða. Límdur við skjáinn Félagi minn, knattspyrnudómari og íþróttaáhugamaður, var harka- lega gagnrýndur fyrir þá skoðun sína að alltof mikið væri sýnt frá íþróttum kvenna. Ég sagði reyndar við hann að hann ætti ekki að segja mikið; nóg grín væri gert að 22 mönnum sem eltust við einn kringlóttan hlut í níutíu mínútur þótt hann væri maðurinn/dómar- inn sem eltist við 22 menn sem elt- ust við einn kringlóttan hlut í níu- tíu mínútur. Ég held reyndar að hann hafl verið að tala um boltai- þróttir þegar hann hélt þessu fram en ekki frjálsar íþróttir. Ég er nokk- uö viss um að hann sat límdur yfir stökkum Stacey Dragila, hlaupum Marion Jones og nöglum Gail Devers. Sérstaða íþróttafólks íþróttafólk er háð fjölmiðlum og auglýsendum. íþróttamenn á heims- mælikvarða eru vel launaðir því þeir fá borgað fyrir að auglýsa og keppa í ákveðnum merkjavörum. Við vitum öll að allt bandaríska landsliðið er í Nike-fatnaði. Við Saklausa stúlkan Marion Jones er saklausa stúlkan í hópi frjálsíþróttakvenna. ímyndin varö fullkomnuö meö hjónabandi hennar viö lyfjabryöjarann C.J. Hunter. Hún skildi viö fóliö. Móðirin Gabriela Szabo hefur tilkynnt aö hún taki árs frí til aö eignast barn og ganga inn í móöurhlutverkiö. erum búin að sjá merkið svo oft á stílhreinum fatnaðinum. Til að vera í fremstu röð í íþróttum er ekki nóg að geta hlaupið eins og íjandinn sé á hælunum á manni heldur verður líka að skapa sér sérstöðu í útliti og framkomu. Ato Boldon er alltaf með sólgleraugu, Michael Johnson var alltaf í gylltum skóm og Jonathan Edwards hefur þá „sérstöðu" að líta út eins og skrifstofumaður hjá Skýrsluvélum ríkisins. Auglýsinga- markaðurinn krefst þess af kepp- endum að þeir skapi sér þessa sér- stöðu. Fórnarlömbin Á einu ári voru sex konur á for- síðu hins fræga tímarits, Sports 111- ustrated. Ein var módel í sundfötum sem kynnti nýjustu sundfatalínuna, önnur var Monica Seles, liggjandi á tennisvellinum með hníf í bakinu, þriðja og fjórða voru ekkjur hafna- boltamanna, fimmta var tenniskon- an Mary Pierce, sem sagði frá mis- notkun foður síns á sér, og sú sjötta Vúdútónlist Um nokkurt skeið hefur verið starf- rækt djassstöð á FM 97.7. Það er mik- ið fagnaðarefni því djassinn er skemmtilegur. Stöðin er að vísu fátæk- leg, t.d. er enginn þulur sem kynnir lögin, það er eins og safni af djasslög- um hafi verið komið fyrir í tölvu sem velur lögin af handahófi. Safnið er ekki mjög stórt því maður heyrir sömu lögin full oft. En þó er greinilega skipt á tölvunni af og til og í það heila er útkoman allt í lagi. Djassinn er stórmerkileg tónlist sem hefur haft víðtæk áhrif. Til dæm- is eru greinleg djassáhrif i Paganini tilbrigðum Rachmaninoffs, báðum pí- anókonsertum Ravels og mörgum öðr- um tónverkum. Sumir litu þó djassinn hornauga í byrjun og töldu hann vera hálfgerða úrkynjun er tilheyrði aðal- lega hórum og glæponum. Einstaka sérvitringar gengu meira að segja svo langt að kenna döflinum um djassinn, og þar á meðal var tónskáldið og dul- spekingurinn Cyril Scott (1879-1970). 1 bók sinni Music - Its Secret Influence Through the Ages segir hann meðal annars: „Eftir að djassinn kom fram á sjónarsviðið, sem myrkraöflin voru völd að, varð greinileg hnignun í kyn- ferðislegu siðferði. Konur, sem áður höfðu látið sér nægja yfirborðslegt daður, eru nú helteknar af leitinni að erótískum ævintýrum og hafa breytt kynlífi í tómstundagaman." Samkvæmt Scott hefur rétt samansett tónlist yf- irnáttúruleg áhrif og get- ur valdið víðtækum hug- arfarsbreytingum. Ekki nóg með það, hann var líka sannfærður um að ósýnilegir meistarar hefðu samið tónlist i gegnum Beethoven, Brahms og alla hina til að hafa jákvæð áhrif á gang sögunnar. Því miður risu myrkraöflin upp á móti og dældu út djassi og öðru ógeði til að spilla mannkyninu. Djassinn varð til vegna þrælasöl- unnar fyrr á öldum og er blanda af afrískri og vestrænni tónlist. Sumir segja að hann hafl fyrst litið dagsins ljós í New Orleans þar sem vúdútrúin er áberandi en það er engin tilviljun því djassinn og vúdútrúin eiga sam- eiginlegan uppruna. Vúdútrúin er önnur afleiðing þrælasölunnar og er blanda af afrískri andatrú og kristni. Tónlistin sem spiluð er í vúdútrúarat- höfnum er þó mun frumstæðari en djassinn. í vúdú eru fjölmargir guðir, sem eru nokkurskonar persónugerfing náttúrukrafta, rétt eins og sumir kaþ- ólskir dýrlingar. Tónlist skiptir höfuð- máli, og þá aðallega hrynjandin, sem Valkyrjan Trine Hattestad er valkyrjan í hópi íþróttakvenna. Margir söknuöu hennar á heimsmeistaramótinu í Edmonton. var Nancy Kerrigan skautadrottn- ing sem varð fyrir hrottalegri lík- amsárás skömmu fyrir mikilvæga keppni. Fimm af þessum sex konum voru sem sagt fórnarlömb. Það hef- ur einnig verið gagnrýnt að afrek íþróttakvenna séu yfirleitt ekki að- almálið í viðtölum og umfjöllun heldur sé meira litið á persónulegt líf þeirra; til dæmis hvernig það fari saman að vera afrekskona og móðir. Hættulega konan og móðirin Svo virðist vera að auglýsinga- iðnaðurinn geri aðrar kröfur til kvenna þegar kemur að sérstöðu- sköpun. Fyrir löngu hljóp reyndar Sola Budd berfætt og náði góðum árangri en hún hefur örugglega ekki náð góðum auglýsingasamn- ingum við skóframleiðendur og þvi orðið af stórfé. Frjálsíþróttakonur eiga, samkvæmt auglýsingabrans- anum og fjölmiðlum, fyrst og fremst að vera konur, kynþokkafullar og heillandi, og þær þurfa að vera inni Jónas Sen skrífar Hættulega konan Neglur Gail Devers eru tákn um hættulegu og glæsilegu konuna. Hún hleypur eins og tígur og hefur skrautlegustu klær sem sést hafa á hlaupabrautinni. í staðalímyndum: móðirin, saklausa stelpan, hættulega konan, valkyrjan og svo framvegis. Þær konur sem falla utan hefðbundinnar flokkunar geta verið í erfiðri aðstöðu. -sm er mismunandi eftir því hvaða guð er ákallaður. í vúdútrúariðkun dansar fólk sig í trans á meðan presturinn og meðhjálpararnir stýra áköllunum, og í hápunkti athafnarinnar telja margir sig fyllast anda guðsins. Kraftaverk eiga sér þá stundum stað. Hljómar þetta kunnuglega? Það ætti að gera það, því þetta er aðferðin sem iðkuð er í sumum sértrúarsöfn- uðum hér á landi. Fyrir nokkrum árum var vakningarsamkoma í Laug- ardalshöllinni með predikaranum Benny Hinn og í sjónvarpsviðtölum við þátttakendur í hita leiksins varð ekki betur séð en að þarna væri vúdú á ferðinni. Að minnsta kosti var spil- uð drynjandi tónlist.'fólk dansaði sig í trylling, nokkurs konar prestur stýrði áköllum og bænum, og sjúkir töldu sig læknaða. Því miður get ég vitnað um að lækningin entist ekki alltaf sérlega vel. Vinnufélagi minn, sem var veikur af krabbameini, var dreginn á sam- komuna í Laugardalshöllinni af öðr- um vinnufélaga, sem var meðlimur í einhverjum sértrúarsöfnuði. Sá veiki taldi sig hressast mikið og sá trúaði sá sýnir. í vinnunni nokkrum dögum seinna tilkynnti hann að Guð hefði sagt sér i Laugardalshöllinni að sá veiki myndi ná sér að fullu og koma aftur til vinnu innan tiðar. Það rætt- ist ekki, því hann dó fljótlega. Mér finnst sumir sértrúarsöfnuðir vafasamir. Einu sinni var ég staddur einn míns liðs á kaffihúsi þegar tveir menn settust hjá mér, sögðust vera í Krossinum og spurðu hvort ég væri ekki þessi náungi sem væri alltaf að skrifa um dulspeki í Pressuna sem þá kom út í hverri viku. Þegar ég játaði því reyndu þeir að fá mig á fund með þeim um kvöldið. Svo sagði annar þeirra: „Þú veist það, Jónas, að það eru tvö öfl í heiminum sem berjast um völdin. Dómsdagur, Jónas, er ekki langt undan og þá verða allir dæmdir. Þá er betra, Jónas, að vera í vinnings- liðinu." Síðan tók hann þéttingsfast í hendina á mér og starði á mig langa stúnd. Mér leið eins ðg fyllibvtru sem AA-menn voru að reyna að koma í meðferð. Rétt er að taka fram að ég er ekki djöfladýrkandi, og hef aldrei verið það. Það er því óþarfi að frelsa mig. Ég er hins vegar heillaður af ýmsum undarlegum fræðum, heimspekikenn- ingum og mismunandi heimsmynd- um, og ég hef brennandi áhuga á alls kyns trúarbrögðum. Almennileg tónlist er frábær vett- vangur fyrir slíkar pælingar. Tónlist hefur sprottið af margs konar trúar- hugmyndum, lífsjátningum, andleg- um upplifunum, tilfinningakrísum og heimspekilegum vangaveitum, og tón- skáld sem kann sitt fag getur gert slík- ar hugmyndir áþreifanlegar. Ég er hinsvegar nokkuð sannfærður um að djassinn er ekki verkfæri djöfulsins, og hefur aldrei verið það. Ég veit fátt unaðslegra en sumt sem djasspíanist- inn Keith Jarrett spilar og í mörgum djasslögum er svo mikil fegurð að maður gæti flogið. Ef það er ekki himnariki þá veit ég ekki hvað er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.