Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 Skoðun i>V Spurning dagsins Hver er uppáhalds- maturinn þinn? Spádómar og vísindi Úlfhildur Hilmarsdóttir, 2ja ára: Uppáhaldsmaturinn minn er pylsa sem mamma gerir. Kristján Ernir Hölluson, 2ja ára: Fiskibollurnar sem ég geri eru langbestar. Máni Jónsson, 5 ára: Mér finnst ís besti matur í heimi. Júlía Sif Halldórsdóttir, 2ja ára: /s er rosalega góöur og á sumrin er hann uppáhaldsmaturinn minn. Svava Tristansdóttir, 5 ára: Fiskurinn hennar mömmu er rosa- lega góöur en mér finnst egg líka mjög góö. Benjamín Elvarsson, 3ja ára: Pylsa meö sinnepi er uppáhaldsmat- urinn minn. Spádómarnir rætast ekki alltaf Jöröin er enn full af lífi eins og hún hefir alltaf veriö. Flestar menning- arheildir eiga sínar spádómsbækur og eru spádómar Bibl- íunnar líklega þekktastir svo og Völuspá, sem er hiiðstæða þeirra úr hinni fornnorrænu menningu. Margs konar minni spá- dóma er að finna frá öllum tímum og um margs konar efni, en eitt eiga allir spádómar sameiginlegt og það er að þeir hafa aldrei ræst. Nú á tímum halda menn áfram að spá og nú á grundvelli vísinda. Heyrst hefur jafnvel að það sé hlut- verk vísindanna að spá um framtíð- ina! Ýmsir trúa að þeir geti ráðiö framtíðinni með því einu að telja fólki trú um að hún verði svona eða svona, eöa eins og viðkomandi spá- maður helst vill. Kenningin segir að heimurinn sé eins og fólk trúir að hann sé, því nægir að fá fólk til að trúa - með einhverjum ráðum og virðist flest leyfilegt i þeim efnum. En því er þá heiminum jafnframt lýst sem miskunnarlausum, gráðug- um og hörðum heimi? Á hann kannski aö vera þannig? Það er skammt á milli spádóma og for- dóma. Skal nú bent á örfá þeirra af handahófi úr þjóðfélagsumræðu síð- ustu ára: „Vísindamenn" á flestum sviðum sitja með sveittan skallann við að spá um framvindu þjóðfélags- ins og jafnvel heimsins. Fyrir meira en 150 árum var spáð að maðurinn myndi spilla svo umhverfi sínu, lofti, landi og vatni, að allt líf myndi tortímast og jörðin verða ördauða. Þetta átti að taka u.þ.b. 150 ár. Nú er þessi frestur liðinn og þó er jörðin eins full af lífi og hún hefir alltaf verið. Og enn spá „vísindamenn“ að „Fyrir meira en 150 árum var spáð að maðurinn myndi spilla svo umhverfi sínu, lofti, landi og vatni, að allt líf myndi tortímast og jörðin verða ördauða. Þetta átti að táka u.þ.b. 150 ár.“ það taki svona 150 ár að fullkomna verkið. Hagfræðingar og ýmsir reikni- meistarar spá um framvindu efna- hagsmála eftir mikla vinnu við að „rannsaka" forsendur, og eyða svo jafn mikilli vinnu í að rannsaka af hverju spáin rættist ekki. I Sovét- ríkjunum sálugu kölluðust spádóm- amir áætlanir og voru liður í „vís- indalegri stjómun þjóðfélags". Veðurfræðingar spá um veðrið næstu daga en taka þó skýrt fram að hér sé aðeins um spádóm að ræða og því ekki hægt að heimta að hann gangi nákvæmlega eftir. Þó er veðurspáin sú spá sem kemst næst því að rætast af öllum spádómum, enda byggð á forsendum raunveru- legrar þekkingar á viðfangsefninu, en ekki fordómum. Hlutverk vísindanna er að sanna. Það sem ekki verður sannað ná vís- indin ekki yfir. Það flokkast undir trú eða bara ímyndun. Winston Churchill, sem einu sinni var forsæt- isráðherra Bretlands, var eitt sinn spurður hvað góður stjórnmálamað- ur þyrfti að hafa til að bera. Hann svaraði á þá leið að góður stjórn- málamaður þyrfti að geta sagt hvað gerðist næsta dag, eða næsta ár. Og svo þyrfti hann að geta útskýrt hvers vegna það gerðist ekki! Pétur Guðvarðsson skrifar fré Egilsstööum Óvænt ánægja í Strætó Ánægður Breiðholtsbúi skrifar: Þar sem mér finnst umræðan um almenningssamgöngurnar í Reykja- vík (hér undir strætóbílstjórana) oft á tíðum vera ansi neikvæð langar mig til að deila með ykkur eftirfar- andi atviki. Eins og ávallt og ævin- lega ætlaði ég að taka strætó í vinn- una morgun einn nýlega en upp- götvaði það þegar strætóbilstjórinn var búinn að opna dyrnar fyrir mér að ég hafði gleymt veskinu mínu heima. Ég sagði honum því að fara án mín en hann sagði að ég mætti gjarnan koma með þrátt fyrir pen- ingaleysið. Ég þáði það með þökk- um þar sem ég hefði annars orðið allt of sein í vinnuna. „Þar sem að ég nota strœtó daglega reikna ég með að bílstjórinn hafi þekkt mig og munað að ég nota alltaf grœna kortið. Þetta sýnir þó vel að það eru ekki allir strœtóbílstjórar fúlir og óliðlegir eins og mér finnst ég stundum heyra. “ Þar sem að ég nota strætó daglega reikna ég með að bílstjórinn hafi þekkt mig og munað að ég nota alltaf græna kortið. Þetta sýnir þó vel að það eru ekki ailir strætóbíl- stjórar fúlir og óliðlegir eins og mér finnst ég stundum heyra. En hérna endar ekki sagan. Þegar vagninn stoppaði í Mjóddinni á leið sinni niður i bæ kemur til mín mað- ur, sem líka var farþegi í vagninum, og spyr hvort ég þurfi að skipta um vagn. Ég neita því en hann sagðist þá hafa ætlað aö láta mig hafa pening fyrir farinu ef svo hefði verið. Ég þakkaði manninum aö sjálfsögðu fyrir hugulsemina en átti satt að segja ekki orð yfir almennilegheitin í honum þar sem ég hafði aldrei áður á ævinni séð hann. - Ég þakka samt kærlega fyrir mig og það tvö- falt. Keikó í hlutverki Garri las frétt í DV í gær um að Pétur Stein- grímsson, lögreglumaður í Eyjum, hefði verið í makindum að hamfletta súlu þar sem hann sat f slöngubát við Súlnasker þegar hvalurinn Keikó kom til hans og stjakaði við honum eins og kjölturakki sem er að sækjast eftir klappi eða matarbita. Keikó mun hafa verið i einni af „gönguferðum" sínum, enda kom í ljós aö um- sjónarmenn hans voru þegar til kom ekki mjög langt undan. Það kom þó ekki í veg fyrir að Páli brygði óþægilega við að fá hvalshausinn nánast upp í bátinn, enda „hélt hann að hjartað myndi stöövast" og eins gott að hann var ekki veill fyr- ir hjarta. I sjálfu sér kann þetta að virðast sak- laus saga um húsdýr sem leitar ætis hjá mönn- um en hins vegar er þetta náttúrlega til marks um að gríðarlegir möguleikar ættu að vera fyrir hendi í ferðamannabransanum við Eyjar. Óvissuferðir Garri sér fyrir sér hvílíkar fjárhæðirnar hægt væri að setja upp fyrir óvissuferð í þeim anda sem Páll Steingrímsson lögreglumaður uppliföi. Að bjóöa erlendum milljónamæringum upp á að fá að hamfletta súlu í gúmmíbát við Súlnasker væri eflaust lífsreynsla sem ýmsir borgarbúar úr hópi milljarðamæringa væru tilbúnir til að gefa mikið fyrir. Að fá síðan hvæsandi hvalshaus óvænt upp í bátinn myndi síðan verða slíkur bónus að æsilegustu ljónaveiöiferðir í frumskóg- um Afríku þyldu ekki samanburð. Engin ástæða er til að geta um að hvalurinn ógurlegi sé í raun meinleysisgreyið Keikó - enda viðbúið aö slíkt ylli gengishruni því menn eru að sjálfsögðu að borga fyrir að lenda í raunverulegum hættum. Viö hæfi Það sem þó væri kannski mikilvægast af öllu er að Keikó sjálfur gæti þá orðið sá túristasegull sem hann átti að verða. Það er löngu fullreynt að hann iaðar ekki að fólk á meðan hann er venjulegt gæludýr í risastóru fiskabúri. En sem ógurlegt illhveli, sem dúkkar upp við litla gúmmíbáta, gæti hann hins vegar orðið eftirsótt- ur og verðmætur. Þá er líka hugsanlegt að hann gæti farið að borga aðeins til baka upp í allt uppihaldið og kostnaðinn sem búið er að leggja í til að gera hann „villtan" á ný. Og hlutverk af þessu tagi væri líka afskaplega vel við hæfi og kórónaði í raun þann firrta leikaraskap sem ein- kennt hefur allt í kringum þennan heimsfræga hval. Leikritið sem sett hefur verið á svið við að telja borgarbúum iðnríkjanna trú um að hann muni verða villtur og frjáls á ný hefur óneitan- lega verið stórfenglegt. Því væri það fullkomlega eðlilegt framhald leikritsins að hvalskinnið - sem aldrei mun geta eða vilja uppfylla frels- isvæntingar aðdáenda sinna - haldi leiknum áfram og leiki villtan hval við Vestmannaeyjar í óvissuferöum fyrir ferðamanna- iðnaðinn í Eyjum. Garri Fangelsið Litla-Hraun Úr fangclsi í friöargæslu? Islandsbanki Greiöir Íslandssíma sölutryggingu vegna útboösins. íslandsbanki með undirtökin? Magnús Gunnarsson skrifar: I þeim fréttaflutningi sem dunið hefur yfir landslýð vegna útboös ís- landssíma kemur spánskt fyrir sjón- ir að íslandsbanki skuli ekki hafa sent frá sér ítarlega greinargerð um samskipti hans við Íslandssíma. Segja má að toga hafi þurft upplýs- ingar með töngum út úr forráða- mönnum íslandsbanka, og visar einna helst á þá óvissu og áhættu, sem ávallt fylgi því að kaupa hluta- bréfi En öll vinna við skráningu Is- landssíma hafi verið unnin eftir bestu vitund og vitneskju bankans. Ég er ekki að bera brigður á það sérstaklega, heldur það hvernig bankinn virðist fara undan í flæm- ingi í málinu öllu. Mér kæmi ekki á óvart að einn góðan veðurdag yrði upplýst að Islandsbanki væri búinn að ná undirtökunum í Íslandssíma. Til friðargæslu Halldóra Guðmundsdóttir skrifar: Við íslendingar sitjum uppi með fjöldann allan af misindismönnum, sem ýmist sitja af sér dóma í fang- elsi eða þeir ganga hreinlega lausir og eru síbrotamenn, sem eru ýmist innan eða utan fangelsismúranna. Nú er okkur orðinn vandi á hönd- um með að sjá fyrir þessu liði, sem er í raun á ríkisframfærslu. Ég legg til að i því friðarferli sem utanríkis- ráðuneyti okkar er sífellt að ræða, t.d. í fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu eða annars staðar þar sem þörf er fyrir þátttöku í friðargæslu, verði reynt að koma a.m.k. einhverjum af þessum mönnum til manns á ný með því að þjálfa þá hjá viðeigandi stofnunum erlendis til að gegna friðargæslu í Kosovó eða annars staðar. Það væri prýðileg lausn fyr- ir þessa menn og þjóðfélagið ís- lenska sem með þessu móti væri farið að leggja allverulega til friðar- gæslu í heiminum. Burt meö verö- tryggingu Egill hringdi: Islendingar búa við þá áþján að þeir geta aldrei með nokkru móti skipulagt fjármálin. Þar er verð- trygging lána einn stærsti þröskuld- urinn. Satt að segja er verðtrygging lána og raunar verðtrygging í það heila tekið algjörlega óþörf. Hún er alls óþekkt fyrirbæri i nágranna- löndunum, þar sem ekki er byggt á tóbaks- og áfengisnotkun í neyslu- verðsgrunni og vísitölu. Vexti á nú skilyrðislaust aö færa niður strax og afnema verðbótaþáttinn, a.m.k. i lengri lánum sem snúa að húsnæð- iskaupum. - Bara burt meö verð- trygginguna. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasí&a DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.