Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Síða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 I>V Því hefur löngum verið haldið fram að ís- lenskir djassleikarar væru alvarlegustu tónlist- armenn í heimi. Meira að segja man ég eftir að ágætur tónlistarkennari sagði eitt sinn að ís- lenskir djassleikarar væru betri eftir því sem þeir væru alvarlegri. Ekki get ég verið sammála slíkum fullyrðing- um þó að vissulega komi upp í hugann gömul sögusögn um þaö að sænskur djass hafi liðið undir lok á áttunda áratugnum vegna grafal- varlegra, spariklæddra áheyrenda! Allt þetta, og meira til, kom upp í hugann á tónleikum austurrísku hljómsveitarinnar sem skemmti gestum Jómfrúarinnar sl. laugardagseftirmið- dag. Tónlist Hljómsveitin, sem ber nafnið „Heavy Metal Bee Folk“, en nafhið á sennilega að gefa til kynna aldeilis ótrúlega blöndu af þjóðlaga- og skemmtitónlist úr ýmsum áttum, þó aðallega frá Austurriki, Balkanlöndunum, Ítalíu og Sviss. Þessi blanda var síðan útsett og leikin með djass-skotinni hrynjandi, með viðeigandi „stoppum og stuðum" og ómældri gamansemi piltanna sem kom áheyrendum þegar í stað i gott skap. Leikgleðin var í fyrirrúmi. Hér hefur ekki heyrst svona glettin leikgleði síðan Peter Bastian velti sér upp úr balkanískum kvæða- bálkum fyrir nokkrum árum. Því sem „Metal Bee“ var að leika fyrir áheyr- endur sína mætti líkja við þá ólíklegu hug- mynd ef Rúnar Georgsson, tnr, tæki fram sópraninn og léki djassaðar útgáfur vinsælla valsa, tangóa og foxtrotta eftir Guðjón Matthí- asson, 14. september, Steingrím Sigfússon auk „þjóðlaga" eftir Jón Ásgeirsson, Jón Leifs, og Þorkel Sigurbjömsson, í sveiíluútsetninu Hilm- ars Jenssonar, gtr. Ef til vUl er þetta það sem koma skal. Hugsanlega væri líka hægt að bera á borð fyrir okkur djassáhugamenn eins konar sveiflurímur Breiðfjörðs. Inn á milli léku þeir félagar valin lög eftir þekkta tónsmiði djassins, svo sem Cick Corea, pno, (sem þeir kynntu sem tónskáld frá Kóreu) og John McLaughlin, gtr, en síðast en ekki síst hina vinsælu itölsku hetju, Carlo Ponti, sem annar hver ítali heldur að sé djassleikari. í Brosandi Austurríkismenn og skemmtitónlist í sérflokki DV-MYND HARI Fjörugir og fágaðir „ Tónleikar þeirra [Heavy Metal Bee Folk] voru bráöskemmtilegir, fjörugir og fágaöir um leiö. Þeir höföu þaö umfram flesta íslenska kollega sína aö geta sýnt hve þaö er ánægjulegt aö geta flutt skemmtilega tónlist7“ þessum lögum sýndu þeir „Metal Bee“ afburða tækni, hver og einn, og þá ekki síst harmoníku- leikarinn sem þandi Pigini-belginn á snilldar- legan hátt. Hljómsveitina skipa ungir Austurríkismenn sem allir stunda nám í tónlistarháskólanum í Graz. Einn þeirra, Haraldur Árni básúnuleik- ari, vakti nokkra athygli fyrir nokkrum árum er hann lék með unglingahljómsveit (Dix- ieland) á Seltjarnarnesi. Nú er pilturinn kom- inn til Graz, heimaborgar trompetleikarans og hljómsveitarstjórans Páls Pampichlers Pálsson- ar. Tónleikar þeirra voru bráðskemmtilegir, fjörugir og fágaðir um leið. Þeir höfðu það um- fram flesta íslenska kollega sína að geta sýnt hve það er ánægjulegt að geta flutt skemmti- lega tónlist! Ólafur Stephensen Heavy Metal Bee Folk. Tónleikar á Jómfrúnni 11.8.01 Tónlist á Netinu: Ný tónlist - ný upplifun Það varð uppi fótur og fit í tón- listarheiminum þegar fólk hóf í auknum mæli að sækja tónlist ókeypis á Netiö í síaö þess að ganga út í hljómplötuverslanir og kaupa geisladiska eins og það hafði áður gert. Napster.com var ein vinsælasta vefslóð í heimi og þangað þustu milljónir tónlistar- þyrstra netverja. En nú er Napst- er horfinn eftir harðvítug mála- ferli þar sem tónlistariðnaðurinn vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð í Netheimum. Geisladiskar eru fornmunir Einn af tónlistarsérfræðingum New York Times, Neil Strauss, tók það upp hjá sjálfum sér að gera óháða rannsókn á tónlist á Netinu. Tilraunin tók tvær vikur, sú fyrri var þegar Napster var enn við fulla heilsu og sú síðari nýverið. Hann hafði í mörg ár hlustað á tónlist á Netinu en ein- ungis til hliðar við geisladiska- hlustun. Strauss ætlaði sér að byggja upp eigið safn tónlistar á Netinu, ekki til að sýna að það væri hægt því margir eru þegar farnir að álita geisladiska hálf- gerða fornmuni. Hann vildi rann- saka hvort það breytti eitthvað tónlistarnotkun hans og tónlistarlegri upplifun. Neil Strauss komst fljótt að því að hann hafði aldrei komist í tæri við jafn góða tónlistarmenn á jafn skömmum tíma. „Þeir tónlistarmenn sem hafa kveinkað sér mest undan Napster, upptökustjórar sem eru að byggja upp við- skiptalíkan fyrir Netið og þeir sem vilja sjá brot af framtíðinni í neyslu og dreifingu tónlist- ar, ættu að leggja stereogræjumar til hliðar og prófa Netið fyrst,“ segir Strauss. Ekki er langt síöan skoski lagahöfundurinn leita að arftaka Napster. Strauss fann fyrirbæri eins og Aimster, Morpheus, WinMX, LimeWire, Audiogalaxy iMesh og CuteFTP og var fyrstnefnda fyrirbærið einna skást þó svo að oft hafi það komið fyrir að í staðinn fyrir um- beðin lög hafi komið kynn- ingarefni eða jafhvel klám- efni. Strauss komst einnig að því að mikið er af útvarps- stöðvum á Netinu og ekki þótti honum sist að hlusta á svæðisbundnar stöðvar, svo sem ýmsar bandarískar há- skólastöðvar. Einnig notaði hann forritið mlRC við tón- listarveiðar sínar sem er notað á svonefnu irki sem íslendingar eru eflaust heimsins mestu notendur að ef höfðatölureikningur er notaður. Á irkinu komst hann í samband við marga tónlistarunnendur sem deildu tónlist sinni svo með honum. Ókeypis auglýsing í grein Strauss, sem birt- ist í New York Times, er sagt frá samtali hans við auglýsingastjóra sem skilur ekki hvers vegna margir tónlistarmenn voru svo æstir vegna Napster. „Mín reynsla er einmitt sú að frá því ég byrjaði að nota Napster þá hef ég keypt tvöfalt fleiri geisladiska en áður. Mér finnst sorglegt að tónlistariðnaðurinn átti sig ekki á því að þetta er ókeypis auglýsing." Byggt á New York Times Framtíöarstaöa tónlistarunnandans? Tónlistin er enn á Netinu þrátt fyrir aö Napster hafi lagt upp laupana. Momus sneri út úr orðum Andys Warhols og sagöi að hver maður ætti eftir að vera frægur i augum fimmtán manna en ekki í fimmtán mín- útur. Það var einmitt reynsla Strauss á Netinu. Hann lagði sig sérstaklega eftir því að finna nýja tónlist og uppgötva nýja tónlistarmenn. Napsterlausa vikan Síðari tilraunavikan (Napsterlausa vikan) var nokkuð erfiðari því að mikill tími fór í að Menning Umsjón: Sigtryggur Magnason Atónal í salnum Atónal-hópurinn heldur tónleika í Salnum í Kópavogi 23. ágúst nk. kl. 20.30. Á efnisskránni eru tón- og myndverk eft- ir unga listamenn, m.a. Áka Ásgeirsson, Huga Guðmundsson og Egil Sæbjörnsson. Atónal-hópurinn er skipaður níu tónlistarmönnum, þeir eru Berglind María Tómasdóttir, flauta, Krist- ín María Gunnarsdóttir, klarínett, Snorri Heimisson, fagott, Valgerður Ólafsdótti.r víóla, Hanna Loftsdóttir, selló, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi, Jón Guð- mundsson, gítar, Hlynur Aðils Vilmars- son, slagverk og Áki Ásgeirsson, trompet og tölvur. Atónal-hópurinn hefur starfað frá 1998 og staðið fyrir árlegum sumartónleikum í Reykjavík við góðan orðstír og mikla að- sókn. Einnig hefur Atónal farið í tónleika- ferð um landsbyggðina og til Grænlands og Færeyja. Atónal hefur frumflutt á þriðja tug verka eftir ung islensk tónskáid sem öll hafa verið samin sérstaklega fyrir hópinn. Gunnar í hreiöri Gunnar Gunnarsson, sálfræðingur og myndlistarmaður, opnaði sýningu í Lóu- hreiðrinu, Kjörgarði, á Menningarnótt Reykjavíkur og mun sýningin standa út september. Gunnar hefur málað frá því hann dvaldi í Portúgal 1994 og sýnir nú af- rakstur síðustu ára. Gunnar hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýn- ingar á íslandi og í Portúgal. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9-18. Tvö þúsund manns fyrsta daginn Ámi Rúnar Sverris- son opnaði á laugardag sýninguna Land og land- brot í Gallerí Reykjavik við Skólavörðustíg. Tvö þúsund manns komu á sýninguna fyrsta daginn. Á sýningunni eru oliu- málverk unnin á síðustu tveimur árum. Þetta er tíunda einkasýning Árna Rúnars en hann hefur auk þess tekið þátt í samsýningum. Árni Rúnar hefur einnig opnað heimasíð- una www.arnirunar.is. Sýningin er opin alla virka daga frá tíu til sex og laugar- daga frá ellefu til fjögur. Sýningin stendur til fimmta september. Sending Kristins á Mokka Sunnudag 12. ágúst var opnuð sýning á verkum Kristins Más Ingvarssonar ljós- myndara á Mokka-kaffi við Skólavörðu- stíg. Þar sýnir hann 8 nýjar ljósmýndir sem flestar eru unnar á þessu ári. Sýning- in ber titilinn „Sending" og er þetta 3. einkasýning Kristins en hann hefur með- al annars sýnt í Reykjavík, Akureyri og Kaupmannahöfn. Staðarhaldarar á Mokka-kaffi hafa alltaf tekið vel undir þegar ungt og efnilegt fólk vill sýna hvað í því býr, enda hafa margir merkustu myndlistarmenn landsins tekið þar sín fyrstu spor. Sýning Kristins er opin á af- greiðslutíma Mokka milli kl. 9.30-23.30 alla daga vikunnar, en sýningunni lýkur 4. september. Aftur í Rúm fyrir einn Leikritið Rúm fyrir einn eftir Hallgrím Helgason var sýnt í Há- degisleikhúsi Iðnó í vor og fram á sumar. Við- tökur áhorfenda og gagnrýnenda voru mjög góðar og nú eru sýningar að hefjast að nýju eftir sumarleyfi. Sýningafjöldi nú í haust verður takmark- aður. Fyrsta sýningin verður föstudaginn 24. ágúst. Rúm fyrir einn gerist í rúmaverslun í Reykjavík. Ungur nýfráskilinn maður ætl- ar að kaupa sér nýtt rúm og lendir á trúnó með afgreiðslumanni verslunarinnar. Þeir hafa báðir sína sögu að segja af sam- skiptum sínum við hitt kynið. Rúm fyrir einn fjallar um karlmenn í krísu. Píkan hefur fengið málið en sögurnar sem hún segir eru ekki allar sannar. Leikarar eru Friðrik Friðriksson og Kjartan Guöjóns- son. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.