Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2001, Page 15
14 19 *- Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guómundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Aðhald, lœgri vextir og skattalœkkanir Allt bendir til aö sú tímabundna lægð sem íslenskt efnahagslíf hefur glímt við síðustu mánuði sé brátt að baki. Viðskiptahallinn hefur dregist verulega saman og raunar mun meira en sérfræðingar Seðlabankans og Þjóðhagsstofnunar höfðu spáð. Hið sama á við um verð- bólguna en lækkun á gengi íslensku krónunnar hafði töluverð tímabundin áhrif á verðlag. Sú þróun virðist hafa snúist við en útflutningsfyrirtæki hafa fengið að njóta lægra gengis krónunnar í formi hærri tekna. Tækifærin til frekari hagvaxtar blasa alls staðar við, hvort heldur í hugsanlegri stóriðju, hátækni og líftæknifyrirtækjum eða í verslun og þjónustu, eins og glæsileg ný verslunarmiðstöð í Smáralind ber vitni um, sem og gríðarleg uppbygging ferðaþjónustu víða um land. Spurningin er aðeins að grípa tækifærin en láta þau ekki fram hjá sér fara. Hlutverk opinberra aðila er að tryggja að jarðvegur- inn fyrir atvinnulífið sé frjór og við núverandi aðstæð- ur er tvennt sem skiptir þar mestu, eins og svo oft áður. Seðlabankinn þráast enn við að lækka vexti, þrátt fyrir að þenslan sé að baki, hvort heldur litið er á vörumarkað eða á vinnumarkaðinn. Stjórnendur Seðlabankans verða að gera sér grein fyrir því að áhrif vaxtabreytinga taka langan tíma og þegar þeir loksins vakna upp kann það að vera of seint að nota vaxtalækkun sem vítamínsprautu fyrir efnahagslífið. Öll skynsemi bendir til að lækka beri vexti. Vaxtalækkun Seðlabankans er hins vegar ekki það eina sem nauðsynlegt er að gert verði á næstunni. Rík- isstjórnin verður að leggja fram trúverðugt frumvarp til fjárlaga fyrir komandi ár þegar þing kemur saman nú í haust. Mestu skiptir að útgjöldin verði dregin verulega saman frá því sem nú er, samhliða því sem skattar á fyrirtæki og einstaklinga eru lækkaðir. Róttækar kerfisbreytingar á skattakerfinu eru fyrir löngu tímabærar - breytingar sem miða fyrst og fremst að því að laða hingað til lands erlent áhættu- fjármagn. Fátt bendir því miður til þess að pólitískur vilji og kjarkur sé fyrir róttækum uppskurði á heilbrigðis- kerfinu. Enn mun sóunin halda áfram. Hið sama á við um opinberar framkvæmdir. Þar verður haldið áfram án nokkurrar skynsamlegrar kröfu um lágmarksarð- semi. Önnur sjónarmið ráða ferðinni enda vega hags- munir þingmanna þungt á vogarskálunum. Haldið verður áfram að íjármagna gæluverkefni þingmanna úr sameiginlegum sjóðum. Á fyrstu dögum komandi þings verða þingmenn uppteknir af því að ræða um eftirlit með opinberum framkvæmdum og reynt verður að finna sökudólga í máli Árna Johnsens. Enginn mun hins vegar hafa kjark til þess að ráðast á rót vandans - stjórnkerfið sjálft og uppbyggingu allrar opinberrar þjónustu. Slíkt þjónar ekki hagsmunum stjórnmálamanns. Og reikn- ingurinn endar hvort sem er alltaf á sama stað - hjá almenningi, sem fyrir vikið greiðir alltof háa og rang- láta skatta. Óli Björn Kárason + ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 I)V Skoðun Samstaða með smábátaeigendum Senn líður að fyrsta sept- ember en á þeim degi munu ákvæði í lögum, sem fjalla um veiðar smábáta, taka gildi. Þessi ákvæði fela í sér mikla skerðingu á veiðiheimildum þeirra bæði hvað aflamagn og út- haldsdaga varðar. Hef ég því i félagi við Guðjón Am- ar Kristjánsson alþingis- mann lagt til að gildistöku laganna verði frestað. Mikilvægi smábáta- útgerðar _________ Þessu hefur verið harð- lega mótmælt; sveitarstjórar, bæjar- stjórar, sveitarstjórnamenn, smá- bátamenn og samtök verkafólks. Þá hafa ríkisstjórninni borist mótmæla- undirskriftir tvö þúsund og fimm hundruð manna. Borgarafundir í Ólafsvík, á Patreksfirði og Reykja- nesi hafa verið haldnir og þá er vert að minnast á ísafjarðarfundinn stóra en skilaboð þessara funda hljóta að hafa verið nokkuð skýr, eða hvað? Niðurstaðan í vor var sú að stein- bítsveiðar verða gefnar frjálsar en engin aukning átti að koma á ýsuna. Slík niðurstaða er algerlega óviðun- Kari V. Matthíasson alþingismaður Samfylkingarinnar á Vestfjöröum andi sé litið til þeirrar end- urreisnar sem smábátaílot- inn hefur stuðlað að í ýms- um byggðarlögum og því at- vinnulífí sem hann stendur undir. Þess vegna hef ég reynt að leggja lóð mitt á vogarskálarnar i þessu máli. Frestum gildistöku laganna í vor var ég meðflutnings- maður Guðjóns Arnars Krist- jánssonar á frumvarpi til laga um frestun á gildistöku _______laga um veiðar smábáta. Rök- in fyrir þessu frumvarpi eru þau að ekki er heppilegt að taka upp nýja skipan við stjórn veiða smábáta meðan heOdarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða stendur yfir. Og svo auðvitað byggðarökin sem öllum ættu að vera ljós. (Það er reyndar merki- legt á tímum rannsókna og kannana að einhverri stofnun skuli ekki hafa verið falið í forvarnarskyni að spá fyrir um hvaða áhrif þessi ákvæði laganna munu hafa, taki þau gildi.) Mér er ljóst að þingmenn Vest- fjaröa hafa gert sér grein fyrir mikil- vægi veiða smábátanna í Vestfjarða- kjördæmi og reyndar annars staðar. „Mér er Ijóst að þingmenn Vestfjarða hafa gert sér grein fyrir mikilvœgi veiða smábátanna í Vestfjarða- kjördœmi og reyndar annars staðar. Þess vegna óskaði ég eftir því við 1. þingmann Vestfjarða að hann kallaði þingmenn kjördœmisins saman ..." Þess vegna óskaði ég eftir því við 1. þingmann Vestfjarða að hann kallaði þingmenn kjördæmisins saman, svo þeir gætu í sameiningu reynt að hafa áhrif á ríkisstjórnina í þessu máli, sem og að leggja málstaðnum almennt lið. Eða skiptir það kannski ekki nokkru máli ef allir þingmenn eins kjördæmis standa einhuga og sam- hentir í því að koma brýnum hags- munamálum þess á framfæri. Skiptir það kannski ekki máli hvað þing- Akstur er dauðans alvara Ein af hinum aUra merkustu tækniuppfmningum síðustu aldar var án efa þegar Þjóðverjinn Otto fann upp bensinhreyfilinn um aldamótin 1900. Hún leiddi svo af sér mestu bylt- ingu á samgöngum á landi frá upp- hafi vega þar sem var bifreiðin. Þessi farartæki slógu svo gersamlega i gegn að nú eru þau orðin almenningseign og ómissandi um heim aUan. Meira að segja eigum við íslendingar nú heimsmet í bifreiðaeign, sé miðað við íbúafjölda, en margt sem er gott hef- ur oft sína annmarka. Fylgifiskur bUanna eru umferðar- slysin. Þau taka sinn toU í sífeUt rík- ari mæli eftir því sem bílum fjölgar i landinu. Það er heldur óskemmtilegur end- ir á sunnudagsbUtúrnum að koma til meðvitundar niðri á gjörgæsludeUd stórslasaður og þurfa e.t.v. að vera bundinn við hjólastól það sem eftir er ævinnar. Þetta hendir þó fjölda marga, því miður, að ekki sé talað um alla þá sem láta lífið í umferðar- slysunum. Vitlausum megin En hvað skyldi helst vera tU úr- „Það er heldur óskemmtilegur endir á sunnudags- biltúrnum að koma til meðvitundar niðri á gjörgœslu- deild stórslasaður og þurfa e.t.v. að vera bundinn við hjólastól það sem eftir er ævinnar. “ bóta tU þess að draga úr þessum ófógnuði? Segja má með nokkrum rökum að til- tölulega flest banaslys verði í umferðinni á suðvestur- horni landsins, aðaUega á Vesturlandsveginum upp að Hvalfjarðargöngunum og á Reykjanesbrautinni suður í Keflavík. Þessir vegakaflar þola ekki svo mikla umferð sem nú er á þeim. Ef þeir hins vegar yrðu tvöfaldaðir, þannig að tvær akreinar __________ yrðu i hvora átt og hægt væri að aka fram úr án þess að búast þurfi við umferð á móti, þá myndi slysunum fækka verulega. Flestum mun enn i fersku minni þegar jeppi á vitlausum vegarhelm- ingi ók framan á rútu á Kjalarnesinu með þeim afleiðingum að margir lét- ust. Ef búið hefði verið að tvöfalda veginn á þessum kafla hefði þetta slys ekki orðið. Bætt umferð Auðvitað má lengi velta vöngum yfir því hvað valdi flestum umferðar- slysum hér á landi. Ég vil í þessu sambandi benda á nokkra punkta sem mættu verða til þess að bæta umferðina og fækka slysum. í fyrsta lagi er það ölvunarakstur. Hann verður að stöðva. Það er deg- inum ljósara að ölvaðir ökumenn valda mun fleiri slysum í umferð- inni en aðrir. Þeir slasa ekki aðeins sjálfa sig heldur marga aðra. Herða verður refsingar við ölvunarakstri svo um munar og sjá til hvaða áhrif það hefur. í öðru lagi er það hraðaksturinn á vegum landsins. Hann hefur aukist Agnar Hallgríntsson cand. mag. Sja stórlega með bættu vega- kerfi. Að nokkru leyti er hann fylgifiskur ölvun- araksturs. Hraðakstur á ekki að leyfa á vegum úti. Fjöldamörg bílslys og mörg þau alvarlegustu má rekja til ólöglegs hraða ökutækj- anna. í þriðja lagi er það far- símanotkun í bílum. Far- símar eru tiltölulega ný tækni en þeim hefur fjölgað ___ gífurlega í einkaeign á síð- ustu árum. Algengt er að bílstjóra halda með annarri hendi um stýrið en á farsíma með hinni. Þessa farsímanotkun í bílum á ferð á að banna með lögum, ekki síður en að skylda notkun bílbelta. Bifreiðaakstur á ekki að vera neitt aukastarf, hann krefst fullrar athygli og einbeitingar ökumanns. Aukið námskeiðahaid Einnig tel ég æskilegt að þeir öku- menn er það vildu yrðu styrktir af ríkinu eða tryggingarfélögunum til þess að sækja námskeið í auknum ökuréttindum (meirapróf). Enginn vafi er á því að þekking á umferðar- fræðum mundi auka öryggi öku- manna og fækka slysum. Það er stað- reynd að þeir sem sótt hafa slík nám- skeið valda sjaldnar umferðaróhöpp- um en hiríir sem hafa ekki sótt þau. Þetta er nú það helsta sem að mínu áliti væri það brýnasta til þess að fækka bílslysum í landinu. En auðvitað verða allir að taka höndum saman og bæta umferðarmenning- una. Og munið: Akstur er dauðans alvara. Agnar Hallgrímsson menn vilja eða segja ef það er ekki á þingtímanum? Brýn umræöa Það ætti að vera öllum íslendingum alvarlegt umhugsunarefni hvað vald þingsins er lítið og hversu mörg mál, sem lögð eru fyrir þingið, eru svæfð í nefndum eins og hið mikilvæga frum- varp, sem nefnt var hér áðan. Til þess að hafa jákvæð áhrif á framvindu mála verða þingmenn að vekja athygli á þeim. Skylda stjórnarandstæðinga er mikil og þeir mega ekki láta vand- lætingarfullar úrtölur og mas um að allt sé í lagi draga úr sér þrótt og hug- rekki til að halda sínu striki, jafnvel þótt þeir fái alls kyns brigslyrði and- stæðinga sinna. Þannig er pólitíkin. Ef enginn segði neitt eða gerði neitt þá yrðu engar breytingar. - Ég trúi því að sú fjölbreytta umQöllun og bar- átta, sem átt hefur sér stað um mál- efni smábátaútgerðarinnar, hafi haft góð áhrif á framvindu hennar og að byggðir víða um landið verði ekki settar í uppnám einu sinni enn. Ráð- herrann hlýtur að hafa áttað sig á því að hvorki má ógna öryggi smábáta- útgerðar né þeirra byggða er byggja atvinnulíf sitt á þeim. Karl V. Matthíasson jK;?;- Töpuð tengsl „Það er ekki auðvelt að skýra andstöðu Sam- fylkingarinnar við Kára- hnjúkavirkjun nema með því að þræðirnir til gamla Alþýðuflokksins séu teknir að trosna. Önnur sjónarmið og annar þanka- gangur en þar var með lýðum hefur orðið ofan á. Og svo hefur kapphlaup- ið við vinstri-græna villt þeim sýn. Samfylkingin vill ekki síður vera um- hverfisvænn flokkur en vinstri-grænir en varar sig ekki á að öfgaskoðanir geta aldrei orðið umhverfisvænar til lengri tíma litið og eru alltaf aftur- haldssamar. Tilvitnuð ummæli Jakobs Björnssonar lýsa ágætlega hvaða ár- angri orkustefna okkar íslendinga hef- ur skilað í umhverííslegu tilliti. Aðrar þjóðir öfunda okkur af því.Alþýðu- flokkurinn tók þátt i að móta þessa stefnu með Sjálfstæðisflokknum. Næst liggur fyrir að virkja Kárahnjúka og nýta orkuna við álverið á Reyðarfirði. Það er umhverfisvæn framkvæmd. Við fslendingar getum ekki skorast undan því að ráðast í hana.“ Halidór Blöndal á íslendingur.is Aumkunarverðar tilraunir „Óðum styttist í næstu borgar- stjórnarkosningar. Eftir því sem nær líður verða örvæntingarhróp sjálf- stæðismanna hærri og skrækari, tíð- ari og hvimleiðari. Það er sorglegra en tárum taki að fylgjast með aumk- unarverðum tilraunum sjálfstæðis- manna í Reykjavík til að vekja athygli á sjálfum sér. Ekki er hægt að segja að þeir séu að reyna að beina athygl- inni að málstaðnum því hann virðist enginn vera - nema ef vera skyldi að það sé bannað að vera fullur á Aust- urvelli. Háleit eru markmiðin." Guðjón Ólafur Jónsson á Hriflu.is Spurt og svaraö Hefiir menningamótt giJdi sem menningarviðburður eða er Einar Njálsson, bcejarstjóri í Grindavík Útihátíð eftir miðnœtti „Ég held tvímælalaust að þetta hafi menningargildi. Hins vegar lýkur kannski menning- unni upp úr miðnætti og þá tek- ur við útihátíð með þvi sniði sem við íslending- ar þekkjum. Það örvar þá sem vinna að menningarmálum að hafa einn dag á ári og opna sínar vinnustof- ur og koma fram og kynna það sem þeir eru að gera. Það er svo annað mál hvemig menn eiga að koma í veg fyrir það að þessu fylgi einhver ólæti eftir að hinni eiginlegu dagskrá er lokið. Það er alltaf vandamál, og ég kann ekki svör við því.“ Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri á Grenivík Hefur menn- ingargildi „Þessi menningarhátíð endaði svolítið þannig eins og um útihá- tíð væri að ræða, eins og við þekkjum um verslunarmannahelgina. En þessi menningamótt hefur menningargildi, það er ekki spurning um það í mínum huga. En þegar margir koma saman og fólk ætlar að skemmta sér koma hinar hliðarnar upp líka. Það kann að vera að veitingastaðir séu opnir of lengi ef reyna á að spyrna fótum við drykkjuskapnum. Hátíðin er búin að standa allan daginn og sumir kunna sér ekki hóf í gleðinni ef þeir hafa byrjað snemma. Þá eru ýmis skilningarvit farin að sljóvgast. Að sama skapi á menningarnótt á Akureyri rétt á sér.“ ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaöur Vekur athygli á listinni „Ég er mjög jákvæður fyrir þessu, þetta er mjög þarft fram- tak og þetta örvar menningar- neyslu allra sem í Reykjavík búa og til Reykja- víkur koma þennan dag. Þetta skiptir menningarlífið í höfuðborginni miklu máli og vekur athygli á listinni og lista- mönnum. En eins og oft vill verða kunna sumir sér ekki hóf í gleðinni en ég held að það skipti ekki máli hvort veitingastöðum er lokað fyrr. Þeir sem vilja halda áfram finna sér nýjar brautir. Ég tók þátt í menningarnótt í fyrra en nú var ég á töðu- gjöldum við Gaddstaðaílatir á Hellu.“ PeiY eu bara öfundsjúkir afþví að hann er eini ameríkaninn sem er lengur í fríi en þeir -c?\ THGT&OfXVIHávo&£ Skrýtinn feluleikur Ný tóbaksvarnarlög sem skylda kaupmenn að stunda feluleik með tó- baksvörur og banna alla almenna umfjöllun hafa greinilega gífurleg áhrif. Spyrja má hvort þau áhrif séu eingöngu til góðs. Hundruð ef ekki þúsundir ung- menna undir 18 ára aldri verða gerð- ir brottrækir úr starfi hjá verslunum sem höndla með þessa forboðnu vöru. Fáar verslanir munu sjá hag í því að borga fúlgur fjár fyrir undan- þágu til að halda starfsmenn undir 18 ára aldri sem selja tóbak. Þannig munu nýju lögin í raun hafa sumar- vinnunna af mörgu skólafólkinu. Á fjölmörgum heimilum veitir trú- lega ekkert af því að ungmenni létti undir með því að standa straum af hluta eigin peningaþörf með eigin vinnuframlagi. Ekki hefur það til þessa þótt tiltökumál þótt 16 ára ung- menni stunduðu fulla vinnu á sumr- um í þessum tilgangi. Reyndar minnist ykkar einlægur þess ekki að sérstakar athugasemdir hafi verið gerðar við það af opniberum aðilum þegar hann stoltur fékk að starfa við það ellefu ára gamall að skera hörpu- disk úr skel sex til átta tíma á dag. Gjarnan voru svo gripin tækifæri þess utan að fara í útskipun á fiski ásamt félögunum. Það þótt mikil upphefð að komast í útskipunargengi á þeim tímum, enda gjarnan biðröð á kajanum eftir að verkstjórinn veldi mannskap til að fara niður í lestar flutningaskip- anna. Þrátt fyrir að krakkarnir gerðu vart meira en að ráða við freðfiskkassana í hörku- frosti í lestum skipanna, þá var aldrei minnst á annað en að vinnan göfgaði manninn. Öllum væri hollt að vinna ær- legt handtak og krakkarnir lærðu um leið vinnubrögðin sem til þurfti. Þá voru heldur engar Evrópureglur sem stimpluðu slíka sjálfsbjargar- viðleitni ungmenna sem barnaþrældóm og glæp. Stórhættulegt að vinna ______ Nú er öldin önnur. I dag jaðrar það við glæp að etja ungmenn- um út á vinnumarkaðinn. Meira að segja stálpaðir unglingar og fólk allt að 18 ára aldri eru ekki lengur skil- greind sem vænlegt vinnuafl. Allt eru þetta börn, þótt ríkissjóður heimti nú reyndar að þau borgi skatta eins og hver annar frá sextán ára aldri. Sum þessara barna eignast reyndar sjálf börn og stofna fjöl- skyldur undir 18 ára aldri, en trú- lega er það líka hinn argasti glæpur. Allstór fjöldi þessara barna reykja, þótt þau megi alls ekki kaupa sígar- ettur eða annað tóbak. Þau jafnvel drekka áfengi eins og vikulegar frétt- ir úr miðbæ Reykjavíkur og víðar herma. Allt til bóta Allt horfir þetta þó trúlega til bóta. Reglugerðasnatar hafa nefnilega fundið það út áð hægt sé að stemma Höröur Kristjánsson s krifar: stigu við reykingum bama undir 18 ára aldri með því að banna þeim að handfjatla tóbak i verslunum. Um leið er þeim í raun bannað að vinna ærlega vinnu á bak við búðarborð versl- ana sem selja tóbak. Ekki nóg með það - til að upp- ræta reykingar og þá væntanlega fullorðinna líka, er verslunum nú fyrirskipað að fara í felu- __________ leik. Afgreiðslufólk á „löglegum aldri" á nú að pukrast við að sækja þessa forboðnu vöru á bak við tjöld ef einhver kúnn- inn gerist svo djarfur að spyrja um tóbak. Sjálfur reyki ég ekki, en þessar reglur finnst mér ekki til annars en að skemmta skrattanum. Halda menn virkilega að reykingafólk hætti að reykja bara við það að tó- bak er falið í verslunum? Hafa þess- ir háu reglugerðarsnatar aldrei leitt hugann að því að slík ofstjórn geti haft öfugar afleiðingar? Er ekki með þessum ofurbönnum einmitt verið að koma á fót nýjum markhópi fyrir smyglara og svartan neðanjarð- armarkað? í mínum huga er þetta borðleggj- andi. Markaðurinn fyrir þessi for- boðnu efni hverfur ekkert, þótt ein- hver gáfumenni reyni að fela þau undir borðum. Því hlýtur að teljast meira en líklegt að smygl stóraukist. Þorvaldur Jóhannsson, formaður á Austurlandi Þutfum að hefla okkur „Ég lít nú svo á menning- arnótt í Reykjavík sé mjög þarft framtak og af hinu góða. En auðvitað verður fólk að gæta þess að hegða sér þannig á þessum samkomum aö það verði ekki sjálfu sér til minnkunar. Svona hátíðir fara fram erlendis, og við íslendingar verðum að fara að læra af reynslunni og að svona menningarhá- tíðir eru komnar til að vera. Ég trúi ekki öðru en við getum hegðað okkur þannig í framtíðinni að þetta verði í góðu lagi. Við þurfum að hefla okkur dálítið, en við íslendingar erum kannski svolítið hressari en aðrir. En við megum ekki gefast upp.“ Menningarnótt í Reykjavík viröist vera að festa sig í sessi og fjöldi manns tók þátt henni allt fram á sunnudagsmorgun. ' t Halda menn virkilega að reykingafólk hœtti að reykja bara við það að tóbak er falið í verslunum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.