Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001 I>V Fréttir Brúin yfir Noröfjarðará löskuð vegna vatnavaxta Norðfirðingar einangraðir, án farsíma og vatnsból skemmt Gífurlegt úrfelli og vatnavextir í ám á Austurlandi hefur valdið miklum skriðuföllum á veginn um Eskifjarðarströnd og var vegurinn þar lokaður í morgun sem og frá Neskaupstað allt suður á Breiðdals- vík. Skriöa féll á veginn á Eski- íjarðarströnd á sama stað og stór spýja féll fram fyrir þremur árum en alls féllu 5 skriður á veginn milli Eskiíjarðar og Reyðarfjarðar. Nokkrar kindur drukknuðu í vaxtavöxtunum á Skriðdal, en í morgun var búið að opna veginn þar sem um Fagradal, en veginum þar var lokað um tíma vegna grjót- hruns á hann, en var opnaður í morgun. Lögreglan á Egilsstöðum stóð í nótt vakt við brúna yfir Ey- vindará þar sem grafið haföi undan einum stöplinum en brúin stóðst átökin, en yfirborð árinnar hækk- aði um 4 metra þegar mest var. Mikill vöxtur í Noröfjarðará gróf undan stöplum undir brúnni yfir ána og seig hún um a.m.k. 80 cm og var henni lokað fyrir umferð þar sem hún var öll orðin undin og skökk. Um er að ræða gamla brú sem lagðir voru járnbitar á, og að sögn talsmanns Vegagerðarinnar DV-MYNDIR HELGI GARÐARSSON Miklir vatnavextir og aurskriður Vatnavextir í ám og lækjum á Austurlandi voru gríðarlegir í kjölfar mikils úrhellis. Alls féllu flmm aurskriður á veginn milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Fleiri vegir lokuðust einnig vegna vatnavaxtanna. er óvíst að brúin þoli frekara hnjask og kann að vera ónýt. Von var á brúarverkfræðingi austur í morgun með fyrstu áætlunarflug- vél, en hann kemst ekki til Norð- fjarðar nema vegur- inn um Eskifjarðar; strönd opnist. í morgun hafði stytt upp fyrir austan en regnsvæðið er að ganga norður yflr landið. Norðfirðingar eru því innilokað- ir meðan Norðfjarðará er úr leik, og ef ekki tekst að gera við brúna og leggja þarf ræsi í ána gæti það ástand ríkt í nokkra daga því áin er það vatns- mikU að ekki er hægt að aka hana á vaði. Leiðigarðar við vatnsból Norð- flrðinga gáfu sig einnig og sópuðust algjör- lega burt, en þeir eru til að auka vatns- rennsli í tjöm. Vatnsmálin kunna því einnig að vera í hættu auk þess sem ljósleiðar- inn til Neskaup- staðar fór í sundur og ekk- ert samband er þar í farsíma. -GG Sigurður G. hættur hjá Skógræktinni: Félagið starfar eftir nýju skipuriti og starfslýsingu Sigurður G. Tómasson hefur látið af störfum sem fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur vegna skipulags- breytinga hjá félaginu í kjölfar endurskoðunar á starfi félags- ins sem unnin var af Endur- skoðun Deloitte & Touche. Ákvörðunin var byggð á því skipuriti og starfslýsingu sem frá þeim kom. Sigurður hafði starfað hjá félaginu um tveggja ára skeið. Að hans ósk tóku starfslok- in þegar gildi. Þórður Þórðarson lög- fræðingur er stjórnarformaður Skóg- ræktarfélagsins. Hann segir að ekki hafi verið um samstarfsörðugleika milli hans og Sigurðar að ræða. Ekki hefur verið ráðinn nýr framkvæmda- stjóri en Vignir Sveinsson hefur verið settur framkvæmdastjóri en hann hef- ur verið umsjónarmaður Heiðmerkursvæðisins til margra ára. „Rekstur Skógræktarfélags Reykjavíkur gengur mjög vel en hins vegar hefur það skipu- lag sem verið hefur við lýði ekki fallið að hlutverki félags- ins eins og það er í dag eftir að samkeppnisráð úrskurðaði að félaginu væri óheimilt að framleiða skógarplöntur og garðplöntur. Skipulag félagsins hefur ekki verið endurskoðað frá þeim tíma svo endurskoðun Deloitte & Touche var orðin aðkallandi. Það má segja að félagið hafi verið orðið ofmannað og þetta kallaöi á annars konar mann í starfið. Ekki verður auglýst eftir framkvæmdastjóra að sinni,“ segir Þórður Þórðarson. -GG Ekið hjá öldruðum dv-mynd hari Framkvæmdir standa nú yfir við mislæg gatnamót á Reykjanesbraut. Lögð hefur veriö akbraut til bráöabirgða fram hjá íbúðum aldraðra í Mjódd meðan þessar framkvæmdir standa yfir, eins og myndin sýnir. Göturnar verða færö- ar í fyrra horf að framkvæmdum loknum. Aðgerðir ríkisstjórnar tryggja öllum sauðfjárbændum grundvallarverð: Byggðastofnun tryggir öllum afurðastöðvum afurðalán Ríkisstjórnin fjallaði á fundi sín- um í gærmorgun um rekstrarerfið- leika sláturleyfis- hafa en starfshópur sem landbúnaðar- ráðherra skipaði hefur skilað skýrslu um málið. Starfs hópurinn átti m.a að fjalla um íjár mögnun birgða og lækkun vaxta kostnaðar og tryggja öllum sauðfjár bændum slátrun fyrir sitt fé. Ríkis stjórnin samþykkti vegna þessa gríðarlega vanda og óvissu í sauð- Qárslátrun að fela Byggðastofnun að koma að afurðalánamálum slátur- leyfishafa með baktryggingu í bankakerfinu. Það þýðir að afurða- lánakjör verða miklu betri og við Guðni Ágústsson. það sparast miklir fjármunir án þess að tekin sé mikil áhætta, að mati Guðna Ágústssonar landbúnaðar- ráðherra, því það sé óþekkt að bank- amir séu að tapa á afurðalánum gagnvart lambakjöti. Þetta réttir af stöðu sauðfjárræktarinnar og von- andi sé þama fundin leið til framtíð- ar. Goði fékk ekki afurðalán haustið 2000 og þá hlupu m.a. Kaupfélag Héraðsbúa og Kaupfélag Austur- Skaftfellinga undir bagga og fengu afurðalán fyrir sína viðskiptavini sem slátruðu hjá Goða. Ráðherra segir að þama sé fyrst og fremst verið að tryggja að fyrir- tækin í sauöfjárslátrun, sem eru illa stödd, fái þessi afurðalán. Þessari vinnu þurfi að ljúka fljótt en fram- kvæmdastjóri Byggðastofnunar, Theodór Bjarnason, var í nefndinni og auk þess fylgdust byggðamálaráð- herra, Valgerður Sverrisdóttir, og stjórn Byggðastofnunar náið með málinu. Þýðir þetta aó sauófjárslútrun, sem hefur víða verið í mikilli óvissu, sé komin á þann grundvöll sem bœndur geti verið sáttir við? „Ég vona það og að hægt verði að slátra í fleiri húsum og heima í flest- um héruðum svo hvergi verði um langan flutning aö ræða á sláturfé. Enn fremur þýðir þetta það að þeir bændur sem voru að fá mjög slæmt tilboð um verö á lambakjötinu t.d. frá Goða, nú Kjötumboðinu, geti greitt úr því með mun lægri vöxtum svo grundvallarverð fáist fyrir af- urðina til allra sauðfjárbænda í landinu. Ég get auðvitað ekki fullyrt að Kjötumboðið eða aðrir greiöi svipað verð og Sláturfélag Suður- lands en Kjötumboðiö, sem var mjög illa statt og var með mjög háa af- urðalánavexti miðað við sína stöðu, fær það góð kjör að bændur fá sitt. ’ Þetta snýr aðeins að afurðalánun- um. Það er ekki verið að lækka vext- ina hjá Kjötumboðinu, t.d. hvað varðar fjárfestingar þess fyrirtækis. Sauðfjárræktin hefur átt erfitt en býr við þá sérstöðu að hún er eina kjötgreinin sem þarf að slátra öllu sínu fé á einum til tveimur mánuð- um og geyma það í allt að einu ári. Þetta réttlætir þá stöðu. Meö þessari aðgerð eru fyrirtækin beitt þrýstingi til að ná sömu hagkvæmni og aðrar búgreinar en til þess verður m.a. að lengja sláturtímann til muna. Ég vona að nú geti menn farið að líta til bjartari tíma þegar þetta erf- iðleikatímabil er að baki og hér hefj- ist ný þróun,“ segir Guðni Ágústs- son landbúnaöarráðherra. -GG Byggt á nýrri veiðireynslu í nýjum kvótalög- um er byggt á veiði- reynslu áranna 2000-2001. „Þeir sem hafa verið að róa síðasta ár fá að- stoð með auknum kvóta. Það er ekki hægt að hjálpa þeim meira í gegnum fiskveiði- stjórnunarkerfið." Aðstoð á t.d. byggðargrundvelli er þó líka hægt að skoða, segir Ámi M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. - Fréttablað- iö greindi frá. Salmonella í kjúklingum Könnun Hollustuverndar á salmonellusýkingum í kjúklingum á matvælamarkaði leiddi í ljós að 8% sýnanna voru menguð af salmon- ellu. Þrjú sýni af 37 reyndust sýkt. Uppselt hjá Carreras Uppselt er á tónleika spænska tenórsins José Carreras, sem haldn- ir verða í Laugardalshöll í október nk., en miðar hafa selst fyrir 40-50 milljónir króna. Búist er við 3.800 tónleikagestum en ódýrustu mið- amir kosta 5.500 krónur, þeir dýr- ustu 25 þúsund krónur. - Sjónvarp- ið greindi frá. Merkur fornleifafundur Rústir húss og beinagrind fund- ust við fornleifauppgröft við bæinn Hrísbrú í Mosfellsdal í fyrradag. Virðist vera um kirkju og grafreit að ræða, jafr.vel frá því um kristni- töku. Hópur bandarískra og norskra fræðimanna, undir stjórn Jesses Byocks, prófessors í fornnorrænu og fornleifafræði við Kaliforníuhá- skóla, vinnur að uppgreftrinum. Sekt vegna landhelgisbrots Héraðsdómur Vestfjarða úrskurð- aði í gær að skipstjórinn á togskip- inu Aðalvík SH 344, sem var í fyrra- dag tekið að meintum ólöglegum veiðum innan 12 mUna fiskveiðilög- sögu út af Barða, skyldi greiða 1.200.000 króna sekt í Landhelgis- sjóð. Einnig voru afli og veiðarfæri gerð upptæk. Björk slær í gegn Björk Guðmunds- dóttir er á tónleika- ferðalagi um þessar mundir og hélt fyrstu tónleika ferð- arinnar í Grand Rex-leikhúsinu í Montmartre í Frakklandi í gær. tónleikunum og var Skemmdir I göngum Töluverðar skemmdir urðu í Ólafsfjarðargöngum i gær þegar bíll sem var yfir leyfilegri hæð ók í gegnum göngin. Bíllinn eyðilagði klæðningu i lofti og járn sem bind- ur hana. Lofthæð í göngunum er 4,3 metrar en hámarkshæð bíla sem í gegnum göngin aka er 4,2 metrar. Skotfæraleit lokiö Leit að vopnum og skotfærum i flaki E1 Grillo er lokið. Danskir kaf- arar og starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar hafa athafnað sig yfir skips- flakinu frá varöskipinu Tý en það hefur nú lagst að bryggju á Seyðis- firði. Verðhækkun á mjólk? Að mati Lands- sambands kúa- bænda þarf mjólk- urverð til framleið- enda að hækka um 6% en stjórn sam- bandsins hefur ósk- að eftir enduskoðun á verðinu 1. septem- ber nk. - RÚV greindi frá. -HKr. Troðfullt var á Björk vel tekið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.