Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 22. AGUST 2001 Fréttir I>V Hörö átök heilbrigðisnefndar og heilbrigðisfulltrúa Suðurlands: Hjartakast í kjölfar áreitis - framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins lenti á sjukrahúsi Matthías Garöarsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigöiseftirlits Suðurlands, fékk hjartakast í kjöl- far áreitis Heilbrigðisnefndar Suð- urlands, sem staðið hefur undan- farnar vikur og mánuði, að hans sögn. Matthías hefur átt við alvar- leg veikindi að stríða og hefur verið í árs veikindaleyfi. Engu að síður hefur Heilbrigðisnefnd Suðurlands krafið hann ítrekað um skriflegar skýringar vegna viðtals er birtist við hann í DV 25. mai sl. Þá hefur nefndin boðað hann á fund vegna málsins. Eins og fram kom í DV í gær standa enn hörð átök milli heil- brigðisnefndarinnar og Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands um tjáningar- frelsi heilbrigðisfulltrúanna í fjöl- miðlum. Viðtal við Birgi Þóröarson heilbrigðisfulltrúa vegna átaksverk- efnis landbúnaðarráð- herra, „Fegurri sveitir 2000", varð tilefni til þess að heilbrigðisnefnd- in hóf ítrekaðar bréfa- skriftir til hans og bók- aði um málið á hverjum einasta fundi sínum um langa hríð. Var Birgir krafinn svara um á hvaða heimild ákvörðun hans um að veita DV viðtal hafi grundvallast. Þegar Matthías lýsti siðan yfir fullum stuðn- ingi við starfsfélaga sinn í viðtali við DV 25. maí sl. hóf nefndin þegar að krefja hann skýringa og boða hann á fund þrátt fyrir að hann væri að jafna sig eftir mikið áfall. í kjölfarið fékk hann hjartakast, eins og áður sagði, og var fluttur á sjúkrahús og neyðar- móttöku. þurfti Marthías í aðra stóra höfuð- aðgerð vegna þessa. Við þetta lam- aðist hann algerlega hægra megin og missti málið. Þegar hann var farinn að jafna sig eftir aðgerðirnar var hann flutt- ur á sjúkrahús Selfoss. Hann var rétt útskrifaður þaðan þegar hann fárveiktist. Reyndist um að ræða salmonellusýkingu, tiphymurium. „Þetta voru ólýsanlegar kvalir," seg- ir Matthías, sem var hafður í ein- angrun um skeið og léttist um ein 20 kíló. í desember sl. komst hann svo loks i endurhæfingu á Grensási. Umsjónarlæknir hans þar fyrirskip- aði árshvíld til þess að Matthías næði sér að fullu eftir aðgerðirnar og veikindin. Hann yrði að passa sérlega vel að lenda ekki í streitu né áreiti af neinu tagi. Góöur vinur Matthías stundar gönguferðir t/V að efla heilsuna. íslenska tíkin sem hann á tekur virkan þátt í þeim Alvarlegt höfuðmein Það var um miðjan september i fyrra sem Matthías kenndi alvar- legs meins í höfði. Var hann fluttur með hraði á sjúkrahús í Reykjavík þar sem gerð var mikil aðgerö á honum. Reyndist um að ræða hæg- fara blæðingu inn að heila eftir fall sem hann hafði hlotið í júlímánuði þegar hann var á leið til vinnu sinn- ar. Stór blóðgúlpur hafði myndast milli heila og höfuðkúpu og var hann fjarlægður. Tíu dögum síðar Irafár í nefndinni Þegar Matthías hvarf frá störfum vegna veikinda höfðu hann og Birg- ir heilbrigðisfulltrúi átt í langvinnu stríði við heilbrigðisnefndina i kjöl- far umfjöllunar fjölmiðla um campylobactermengun í kjúklinga- búinu að Ásmundarstöðum. „Lengst af fékk ég frið heima," segir hann. „En ég hafði alltaf áhyggjur af starfsfélaga mínum sem stóð einn í stríðinu. En eftir að ég DV-MYNDIR HILMAR PÓR Funuargeröir á Netinu Heilbrigðisnefnd Suðurlands birtir fundargerðir sínar á Netinu þar sem allir eiga greiðan aðgang að þeim. lýsti yfir stuðningi við hann í DV varð irafár í heilbrigðisnefndinni. Ég var boðaður á hennar fund með tölvupósti. Upplýsingar um fundar- efni fengi ég hjá formanni hennar. Ég var óneitanlega undrandi á þessu þar sem ég var í veikindaleyfi og nefndin var með vottorð og allar upplýsingar um mig frá læknum. Við Heimir Hafsteinsson, formaður nefndarinnar, töluðum saman í sima. Ég tjáði honum að ég myndi ekki mæta á fundinn þar sem ég væri i veikindaleyfi og ætti að forð- ast allt álag. Þá fór nefndin bréflega fram á skriflegar skýringar mínar á viðtal- inu og jaftiframt var ítrekað að ég ætti að mæta á fund hennar. Við Heimir ræddum aftur saman í síma og ég gerði grein fyrir afstöðu minni og orðum í DV. Allt þetta streð reyndi töluvert á mig. En þegar ég svo las fundargerð nefndarinnar eftir þennan fund 23. júlí sl. á Netinu varð mér svo um að ég endaði inni á sjúkrahúsi með eins konar hjartaáfall. í fundargerð- inni stóð að ég hefði verið boðaður á fund en ekki mætt. Einnig, að nefndin hefði ákveðið að ítreka fyrra bréf til mín. Ekkert um veik- indaleyfi mitt. Bara gefið opinber- lega i skyn að ég hefði ekki mætt og væri ekki að standa mig." Matthias kvaðst hafa fengið sáran verk fyrir hjartað og út i vinstri höndina þegar honum brá við lest- urinn. Hjartað hafi farið að slá ofsa- lega, en síðan hefði komið eitt og eitt slag á stangli. Hann dvaldi á sjúkrahúsi Suðurlands um nóttina en var síðan fluttur suöur á neyðar- móttöku, þar sem hann var rann- sakaður hátt og lágt. „Landsbyggöarvandamál" Matthías hyggst hefja störf um leið og læknar leyfa honum það. En fyrst liggur leið hans á Grensás- deild, þar sem hann fer í eins konar stöðumat. „Ég vona bara að heilbrigðis- nefnd beri gæfu til þess að beina kröftum sínum einungis í þágu þeirra sem hún á að starfa fyrir, þ.e. fólksins í landinu," segir hann. „Ég hef fengið það framan í mig að ég sé „landsbyggöarvandamál" og sé að reyna að koma óorði á Suðurland, enda hef ég aldrei látið hagsmuna- gæslu í héraði ráða ferðinni. Ég er opinber starfsmaður og starfa sam- kvæmt minni bestu samvisku. Ég leitast við að benda á úrbætur þar sem þeirra er þörf og koma upplýs- ingum og hvatningum til almenn- ings er efla heilbrigði og hollustu- hætti. Það er skylda mín og þannig mun ég starfa í framtíðinni." Heimir Hafsteinsson, formaður heilbrigðisnefndarinnar, hefur neit- að að tjá sig um þetta mál við DV. -JSS Veoríö i kvolri Sólargangur &Í;.7' 0$ •j£ 5Jíii2J/JÖJJ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólatlag í kvöld 21.19 21.14 Sólnrupprás á morgun 05.43 05.18 Síðdeeisflóð 20.57 01.30 Árdegisflóð á morgun 03.24 13.57 ^VINDÁTT 10V-H.TI "">VINBSTYRKUR %,F í metram á sekúnttu ^FROST HBÐSKÍRT ) HALF- SKÝJAO Skúrir ööru hverju sunnanlands Sunnan kaldi, 8 til 10 m/s, en lægir síðdegis norðanlands. Skýjað með köflum norðan-lands en skúrir eöa rigning ööru hverju sunnan til. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast norðanlands. RIGNÍNG SKURIR • »SSi 5LYDOA hé i* — EUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR \ 7hMÍ<J Ofært í Breiödal Ófært er í Breiðdal viö Höskuldsstaði og um Öxi, fært er frá Reyöarfirði suður um Suðurfjarðaveg. Unnið er aö hreinsun á vegi frá Reyöarfirði til Eskifjarðar og Norðfjarðar. Fært er um aðra helstu þjóðvegi landsins, víða um landið er unnið að vegagerö og eru vegfarendur beðnir að sýna tillitsemi. fjailvega v«nnjoi * Vrjglr á rtywftum «v»ðurn ¦ru loka&lr þartll ann»o www.vogag.is/faord BYCCT A UPPLYSINGUM FRA VECAGERO RIKISIN' iiiiJi íl JJJ^j'iíilJJ wm Austlæg átt ríkjandi Austlæg átt, 8 til 10 m/s vestast og með suðurströndinni en annars hægari. Skýjaö með köflum norðanlands en skúrir eða rigning öðru hverju sunnan til. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast norðanlands. /isjiiiiaiíiiJ Vindur: .^~\ <r^> Hiti 10» «116" *V«W Austlæg átt, 3 tll 8 m/s. Súld e&a rignlng með köflum sufiaustan- og austanlands en annars skúrii. Hitl 10 til 16 stlg, hlýjast vestanlands. í Vindur, 3-ðm/ Hiti 8° til 16° Fremur hæg noiðlæg átt. Rlgning e&a súld norðan- og austanlands en léttlr tll sy&ra. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast sunnanlands. mu Vindur. 3-5 Hiti 8° til 16° ^~^ Hæg nor&læg átt, skúrli norðaustan til en annars skýjað me& köflum e&a lettskýjaö. Hitl 8 til 16 stlg a& deglnum, hlýjast sunnanlands. jh'ufiu y± 'ú hB^mHBBHb AKUREYRI skýjaB 12 BERGSSTAÐIR alskýjað 12 B0LUNGARVÍK rigning skýjaö 10 EGILSSTAÐIR 13 KIRKJUBÆJARKL. alskýjao 9 KEFLAVÍK skúrir 10 RAUFARHÖFN léttskýjaö 9 REYKJAVÍK úrkoma 10 STÓRHÖFÐI úrkoma 10 BERGEN skýjaö 12 HELSINKI skýjaö 14 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 18 ÓSLÓ skýjaö 12 STOKKHÓLMUR þokumóða 16 ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 12 ÞRÁNDHEIMUR súld 10 ALGARVE heiðskfrt 18 AMSTERDAM skýjað 18 BARCELONA þokumóöa 22 BERLÍN skýjað 19 CHICAGO hálfskýjaö 21 DUBUN léttskýjaö 9 HAUFAX þoka 19 FRANKFURT heiöskírt 17 HAMBORG heiöskírt 17 JAN MAYEN súld 7 LONDON léttskýjað 17 LÚXEMBORG heiöskírt 18 MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG léttskýjaö heiöskírt léttskýjað léttskýjaö heiðsklrt léttskýjað skýjað heiösklrt heiösklrt 22 19 6 24 22 15 20 17 16 BVCCT AUPHYSINCUM FÍIA VOJUHMOn) ÍSI-ANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.