Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001 Fréttir DV Frjálslyndir segja þjóöina í hættu vegna gagnrýni Davíös forsætisráðherra á skipulagsstjóra: Fer fram með of- forsi einræðisherra - þingmaður Framsóknarflokks telur álit Davíðs hins vegar viðeigandi Mjög skiptar skoðanir eru um þau ummæli forsætisráðherra að Skipulagsstofnun hafi e.t.v. ekki far- ið að lögum þegar úrskurðað var um Kárahnjúkavirkjun. Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, er sammála Davíð Oddssyni og framsóknarþingmaður- inn Hjálmar Árnason telur ekkert óeðlilegt við skoðun hans. Formaö- ur frjálslyndra telur fráleitt að stofnunin hafi farið út fyrir laga- ramma sinn í jafn viðkvæmu og umdeildu máli. „Það er ekki nóg með að Davíð kúgi þingræðið heldur ætlar hann líka að taka sér dómsvaldið. Ég á ekki eitt einasta aukatekið orð,“ segir Sverrir Hermannsson, formað- ur frjálslyndra. í háska stödd Spurður hvort Sverrir hafi sjálfur farið yfir úrskurðinn án þess að finna dæmi sem styðji álit forsætis- ráðherra segist hann ekki ætla að setja sig á svo háan hest að dæma í málinu á þessu stigi. „En hann [Davíðj á ekkert að dæma í því frek- ar en ég. Hann er bara aö tala niður til allra manna. Þar er farið fram með þvi offorsi sem aðeins einræð- isherrar eru þekktir að. Kannski hefur hann öðlast slíkt einræði en ef svo þá erum við í háska stödd.“ Engin fordæmi fyrir kröfunum Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, tekur fram að hann sé ekki löglærður maður en hann telji skipulags- stjóra hafa farið út fyrir ramma sinn í fjölmörgum tilfell- um. Davíö hefur ekki rökstutt þessa skoð- un opinberlega en Smári segist fullviss um að forsætis- ráðherra muni eiga auðvelt með það. Sjálfur nefnir hann sem dæmi að íþyngjandi kröfur Skipulags- stofnunar til framkvæmdaaðila hafi tæpast lagalegan stuðning. „Ég stend í þvi núna ásamt fleiri að undirbúa kæru héðan aö austan og ég get sem dæmi nefnt að krafan um að framkvæmdaaðili meti verð- mæti hins ósnortna lands sem fórn- að verður hafi hæpna lagastoð. Þaö eru engin fordæmi fyrir svona kröfu hér á landi og þar fyrir utan eru engar óumdeildar aðferðir við að fara út i svona mat. Með kröfum af þessu tagi er nánast verið að gera mönnum ókleift að fara út í fram- kvæmdir á landinu og þannig á Skipulagsstofnun ekki að vinna,“ segir Smári. Smári er einnig ósammála Skipu- lagsstofnun um aö undirbúnings- vinna Landsvirkjunar hafi verið ófullnægjandi og hann segist furðu lostinn yfir þessum „veika og óvandaða" úrskurði. Hann er full- viss um að úrskurðinum verði hnekkt og segir enn fremur: „Það vekur einna mesta athygli hvernig gögnin sem úrskurðurinn byggist á eru mistúlkuð og misnotuð. Þá fyrst gengur fram af manni.“ Enn fremur segir Smári: „Ég skil ekki hvernig það má vera að mönn- um þyki sjálfsagt að Flugmálastjórn sé harkalega gagnrýnd fyrir sín störf og Framkvæmdasýsla ríkisins fyrir sín verk en ef menn gagnrýna störf Skipulagsstofnunar sé eins og ýmsir álíti að hún sé heilög og haf- in yfir gagnrýni." Davíð Oddsson. Hjálmar Árnason. Sverrlr Hermannsson. Stefán Thors. Smári Geirsson. Þorsteinn Hilmarsson. Umdeild afskipti Kárahnjúkavirkjun er umdeild hugmynd og sömu sögu er aö segja um afskipti forsætisráðherra af þessu stórmáii þjóðarinnar. virkjun sé að vinna að kæru en hann viJI ekki tjá sig um hvort Skipu- lagsstofnun hafi farið út fyrir laga- ramma sinn. Hins vegar tel- ur hann að vinnubrögðin við matið hafi verið sérlega góð: „Þetta er besta og vandaðasta skýrsla sem unnin hef- ur verið. Til voru fengnir færustu sérfræðingar, bæði innanlands og utan, og það hlýtur að vera umhugs- unarefni ef það dugar ekki,“ segir Þorsteinn. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um ummæli Davíðs gagnvart Skipu- lagsstofnun. Fjármálaóvissa En það er fleira en úrskurður skipulagsstjóra sem hefur áhrif á hvort virkjaö verður við Kára- hnjúka. Gríðarlega peninga þarf frá fjárfestum og hafa lífeyrissjóðirnir verið nefndir sem lykilaðilar í fjár- mögnun. Þorgeir Eyjólfsson fer fyr- ir hópi stærstu lífeyrissjóðanna á landinu og það olli titringi þegar hann sagði í kjölfar úrskurðar skipulagsstjóra að hann teldi for- sendur til fjármögnunar hafa breyst til hins verra. Þorgeir sagði i samtali við DV í gær að viðbrögð hans væru „tæpast önnur“ nú en fyrst eftir úrskurðinn. „Það sem af okkur er að frétta er að við höldum okkar vinnu áfram í þessum starfshópi. Síöan kemur í ljós hvað kemur út úr þessu ferli sem þarna er í gangi," segir Þorgeir. Lögin gera ráð fyrir að úrskurð Skipulagsstofnunar sé mögulegt að kæra og samkvæmt viðmælendum DV er von á kærum úr ýmsum átt- um. Hugur forsætisráðherra er skýr í þessum efnum en endanleg niður- staða bíður Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Sérlega vönduð vinna Elín Smáradóttir, lögfræðingur hjá Skipulagsstofnun, segir rangt að í úrskurðinum sé skilyrt að fram- kvæmdaaðili meti verðmæti hins ósnortna lands sem fórnað yrði vegna virkjunarinnar. Tekið sé fram í athugasemdum að margar leiðir séu til að meta verömæti landsins en engar fortakslausar kröfur séu um það. í niðurstöðu úr- skurðarins er vísað til matsáætlun- ar, undanfara matsskýrslunnar, þar sem segir að Skipulagsstofnun telji ekki tilefni til að gera kröfu um að í Björn Þorláksson blaðamaður matsskýrslu sé sérstaklega sett fram fjárhagslegt mat á verðmæti svæða eða áhrifum á þau. Það sé hins vegar eðlilegt að slíkt mat sé lagt til grundvallar við þjóðhagslegt mat á áhrifum framkvæmdanna i matsskýrslu. Elín segir að ummæli forsætis- ráðherra hafi komið á óvart, enda leggi stofnunin sig fram um að fara að lögum í öllum ákvörðunum og gæta að lögmæti sjónarmiða sem byggt er á. „Vitandi að þetta yrði af- skaplega umdeild ákvörðun þá lögð- um við sérstaka áherslu á að ganga úr skugga um að ekki væri farið út fyrir ramma laganna," segir Elín. Fyrir fram-niöurstaða? Hjálmar Árnason, formaður iðn- aðarnefndar Alþingis, er hins vegar sammála Davíð um að hugsanlega hafi Skipulagsstofnun í einhverjum tilvikum teflt á tæpasta vað í for- sendum úrskurðarins. „Að því leyt- inu til finnst mér forsætisráðherra hafa nokkuð til síns máls. Það læö- ist að manni grunur um að niður- staðan hafi verið gefin og síðan hafi menn leitað að réttlætingunni," seg- ir Hjálmar. Spurður um rök fyrir þessu nefn- ir Hjálmar sem dæmi að skipulags- stjóri telji upplýsingar um náttúru- far of takmarkaöar. Þetta sé beinlín- is rangt skv. hans upplýsingum. Færustu náttúruvísindamenn hafi komið að málinu og skilað þvi í fullri sátt. Fleira mætti nefna. Skipulagsstjóri hefur sagt að ásakanir forsætisráðherra séu al- varlegar og Hjálmar tekur undir það. Hins vegar finnst formanni iðn- aðarnefndar eölilegt að Davíð lýsi skoðun sinni ef hann telji að mjög valdamikill embættismaður sé ekki að nota vald sitt lögum samkvæmt. Umhugsunarefni Nokkuð hefur verið tekist á um hvort forvinnan, þ.e.a.s. umhverfis- mat Landsvirkjunar, hafi verið unn- in á fullnægjandi hátt. Skipulags- stjóri telur svo ekki vera og ýmsir fleiri hafa lýst sömu skoðun. Þor- steinn Hilmarsson, talsmaður Landsvirkjunar, segir að Lands- Umsjón: Birgir Guömundsson Árni í stað Árna? í heita pottinum hafa menn verið að ræða um stöðu Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi eftir Árna Johnsen. Sýnist sitt hverjum en Ijóst er að á meðal sunn- lenskra sjálfstæðis-1 manna gætir nú nokkurrá áhyggna | vegná framhaldsins. Ekki einasta.telja I menn að mál Árna hafi spillt fyrir' flokknum í kjördæminu - þó ýmislegt bendi raunar til að það sé minna en margir óttuðust - heldur telja menn að í stað Árna þurfi að koma reyndur maður með mjög víða skírskotun til að halda uppi merkjum flokksins í nýju og sameinuðu kjördæmi í næstu kosningum. Vissulega eru menn sáttir við Kristján Pálsson, Drífu Hjartar- dóttur og Kjartan Ólafsson en marg- ir telja þó að nýtt tromp þurfi. Því munu margir famir að ræða i alvöru möguleikann á að skora á Árna Sig- fússon að fara fram á Suðurlandi. Hann hefur á sér yfirbragð heiðarleik- ans, öfugt við frænda sinn og nafna Johnsen, auk þess sem hann höfðar til mjög breiðs hóps manna og geti verið ráðherraefni ef til þess kemur ... Prófkjör sem fyrst í pottinum ræða menn líka fram- boðsmál sjálfstæðismanna í Reykja- vík, Flestir virðast nú vera búnir að afskrifa framboðsþátttöku frá Birni Bjarnasyni sem hef- ur hefur kynt undir stuðningsmönnum Júlíusar Vífils Ingvarssonar. Full- yrt er að í hópi stuðningsmanna hans séu menn mjög áfram um að efnt verði til próíkjörs strax eftir landsfund flokksins sem haldinn verður rétt fyrir miðjan októ- ber enda sé ekki seinna vænna því Inga Jóna sé sú eina vonbiðlanna um forustusætið sem hagnist á því að málið dragist á langinn ... Mikil endurnýjun Framboðsmálin eru líka í deigl- unni á,Akureyri og eru það einkum framboðsmál sjálfstæðismanna sem ræft er um í pottinum. Komið er fram að Vilborg Gunnarsdóttir bæj- arfulltrúi er að flytja úr bænum og til Hafnarfjarðar þar sem hún hefur boðað þátttöku í bæjarmál- um, og eins heyrist í' pottinum að óvíst sé í raun hvort þeir Þórarinn B. Jónsson og Sig- urður J. Sigurðsson ætli að halda áfram í bæjarmálunum. Sigurður J„ sem er núverandi forseti bæjar- stjórnar, neitaði því að vísu að hann væri að hætta þegar hann var spurð- ur að því fyrir nokkrum mánuðum, en í pottinum er sagt að það kunni nú að vera að breytast. í öllu falli bendir eitt og annað til að mikil end- urnýjun verði á listanum fyrir kosn- ingarnar og svo gæti farið að Krist- ján Þór Júlíusson verði þar einn eftir af þeim sem unnu kosningasig- urinn mikla í síðustu kosningum ... „Grand old man“ Eins og fram hefur komið í pottin- um velta ýmsir stuðningsmenn Sam- fylkingarinnar því fyrir sér hvort Jón Baldvin vilji ekki snúa til baka í pólitíkina og þá jafn- vel ekki endilega sem formlegur for- ingi heldur sem „grand old man“ sem gæti hjálpað mönn- um út úr lægðinni. Fullyrt er að Jón sé nú farinn aö hlusta á fólk sem svona talar en það mun hann ekki hafa gert fyrir nokkrum misserum. Og talandi um Jón B. þá er rétt að fyrirbyggja misskilning sem komið hefur upp varðandi vísuna sem hann orti til Helga Hálfdanarsonar níræðs, að pottverjar komust ekki yfir hana hjá Helga sjálfum eða Jóni B. heldur hjá bókmenntaáhugafólki úti í bæ, þannig að visan haföi öðlast eigið lif og var farin að flakka milli bæja ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.