Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Qupperneq 8
8 Viðskipti__________ Umsjön: Viðskíptablaðiö 304 milljóna tap sam- stæðu Olíufélagsins - í takt við spár fjármálafyrirtækjanna Tap varð af rekstri móðurfélags ol- íufélagsins Esso, að upphæð 32 m.kr., á fyrstu sex mánuðum ársins 2001, sam- anborið við 204 miUjóna króna hagnað árið áður. Tap af rekstri dótturfélaga nemur 272 miiljónum króna fyrir sama tímabil en hagnaður fyrstu sex mánuði síðasta árs nam 165 milljónum króna. Tap samstæðunnar nam því 304 miilj- ónum króna. Neikvæður viðsnúningur fjár- isliða nemur tæpum millj- Hagnaður Olíufélagsins hf. og dótt- urfélaga þess fyrir afskriftir og fjár- magnsliði var 697 milljónir króna á fyrstu 6 mánuðum þessa árs, saman- borið við 499 milljónir árið áður, sem er aukning um 198 miiljónir króna eða 40%. Hins vegar hækkuðu fjár- magnsliðir verulega milli ára vegna verulegrar veikingar íslensku krón- unnar á tímabilinu. Þannig voru fjár- magnsliðir neikvæðir um 949 milljónir en voru jákvæðir um 16 milljónir á sama tíma árið 2000. Gengistap Olíufé- lagsins hf. á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1.027 milljónum króna en var 23 milljónir króna árið áður. Samtals nam tap á rekstri félagins fyrri hluta ársins 304 milljónum króna en hagnaður var 369 milijónir á sama tíma árið áður. Minni eldsneytissala Heildarsala á eldsneyti minnkaði á milli ára um 11%, einkum vegna minnkandi sölu til útgerðar, er rekja má annars vegar til sjómannaverkfalls og hins vegar til þess að Útgerðarfélag Akureyringa hætti í viðskiptum um áramótin. Hreinar rekstrartekjur Olíu- félagsins námu 2.245 milljónum króna og hafa aukist á milli ára um 320 miilj- ónir, eða 17%. Rekstrargjöld án af- skrifta hækkuðu um 122 milljónir króna eða 8%. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 697 milljónum króna, samanborið við 499 milljónir króna árið áður. Afskriftir hækkuðu um 14 milljónir og námu 167 milljónum króna. Hagnaður fyrir fjár- magnsliði var 531 milljón króna sem er hækkun um 53% milli ára. Fjármagnsgjöld umfram fjármuna- tekjur voru 949 milljónir króna en árið áður voru fjármunatekjur 16 milljónir umfram íjármagnsgjöld. Sölutap og niðurfærsla eignarhluta í öðrum félög- um nam 24,5 milljónum króna en árið áður var söluhagnaður af eignarhlut- um i öðrum félögum er nam 165 millj- ónum króna. Að teknu tilliti til reikn- aðra skatta var tap Olíufélagsins hf. 304 milljónir króna á fyrra hluta ársins 2001. Þar af var tap af rekstri móðurfé- lagsins 32 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2001 en tap af rekstri dótturfélaga 272 milljónir króna. Létt á skammtímaskuldum Heildareignir Olíufélagsins hf. og dótturfélaga þess voru þann 30. júní 19.563 milljónir króna. Bókfært verð hlutabréfa í öðrum félögum var 5.017 miiljónir króna. Þar af var 3.131 millj- ón króna í félögum sem skráð eru á hlutabréfamarkaðnum en markaðs- verð þeirra á sama tíma var 2.712 millj- ónir, eða 419 milljónum króna lægra en bókfært verð. Önnur hlutabréf sem ekki hafa markaðsverð hafa verið met- in varlega á um 1.500 milljónir króna umfram bókfært verð. Eigið fé var 6.270 miiljónir króna og hafði minnkað um 137 milljónir á fyrstu sex mánuð- um ársins. Eiginfjárhlutfail var 32%. í upphafi árs tók félagið erlent langtíma- lán að upphæð 30 milljónir dollara. Lánið var notað til að greiða niður skammtímaskuldir og létta á lausafjár- stöðu Olíufélagsins hf. Veltufjárhlut- fall félagsins hefur lagast verulega við þessar ráðstafanir og er nú 1.40 en var í byrjun árs 1.08. Viðsnúningur í rekstri Granda - 82 milljóna tap miðað við 176 milljóna hagnað í fyrra Tap Granda hf. og dótturfyrirtækis þess, Faxamjöls hf., á fyrstu 6 mánuð- um ársins 2001 nam 82 milljónum króna en á sama tíma árið 2000 var hagnaðurinn 176 milljónir króna. Þetta er töluvert betri afkoma en spár fjármálafyrirtækjanna í Viðskipta- blaðinu gerðu ráð fyrir en þau spáðu að meðaltali 333 milljóna króna tapi. Rekstrartekjur samstæðunnar á Ballett Bytjendur (yngst 4ra ára) og framhaidsnemendur. Innritun í sima 567 8965 Ballettskóli Sigríðar Ármann Laugardal, Reykjavík og Smáranum, Kópavogi tímabilinu námu 2.292 milljónum króna en voru 2.103 milljónir króna á sama tíma á síðasta ári og jukust um 9%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsgjöld var 635 milljónir króna, eða 28% af rekstrartekjum, saman- borið við 502 milljónir króna á sama tíma árið áður. Veltufé frá rekstri nam 520 milljónum króna sem er tæp- lega 23% af rekstrartekjum, en var 402 milljónir króna á sama tíma árið áður. Aukinn hagnaður af eigin starfsemi Rekstrarhagnaður Granda hf. og Faxamjöls hf. af eigin starfsemi var 335 milljónir króna en var 240 millj- ónir króna á sama tíma árið áður. Hrein fjármagnsgjöld námu 305 millj- ónum króna, samanborið við 99 millj- óna króna gjöld á sama tíma árið 2000. Hagnaður af sölu hlutabréfa í Bakkavör Group hf. nam 558 milljón- um króna og er hann bókaður sem fjármunatekjur meðal fjármagns- gjalda. Gengistap félagsins af erlend- um skuldum nam um 1.000 milljónum króna fyrstu 6 mánuði ársins. Gengis- lækkun krónunnar mun hafa jákvæð áhrif á útflutningstekjur Granda hf. í framtíðinni. Tap varð á rekstri Faxa- mjöls hf., að fjárhæð 143 milljónir króna. Afkoma flestra hlutdeildarfé- laga var ekki viðunandi og nam hlut- deild Granda hf. í tapi þeirra um 120 milljónum króna en þau skiluðu fé- laginu 52 milljóna króna hagnaði á sama tíma árið 2000. í mars 2001 gerði Grandi hf. samn- ing um sölu á öllu hlutafé sínu í Bakkavör Group hf. og nam söluverð- ið um 911 milljónum króna. Félagið fjárfesti í hlutabréfum í Haraldi Böðvarssyni hf. í apríl sl. og nam fjár- festingin um 480 milljónum króna. Eignarhlutur Granda hf. í Haraldi Böðvarssyni hf. er nú 19,5%. Eigið fé Granda hf. var þann 30. júní sl. 4.002 milljónir króna og hefúr það hækkað um 10 milljónir frá árs- byrjun 2001. Eiginfjárhlutfall er 32%. Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 2,0% á tímabilinu. Á tímabilinu greiddi félagið 9% arð til hluthafa að ijárhæð 133 milljónir króna. Heildaraflinn 13 þúsund tonnum minni Heiidarafli togara Granda hf. var tæplega 13 þúsund tonn sem er minni afli en á sama tíma árið áður, en þá var aflinn tæplega 17 þúsund tonn. Meginskýringin á minni afla er sjó- mannaverkfallið sem stóð í 50 daga, frá mars til maí sl. í landvinnslu var unnið úr tæplega 7 þúsund tonnum. Nótaskip Faxamjöls hf. voru með um 40 þúsund tonna afla á tímabilinu, samanborið við um 35 þúsund tonn á sama tíma árið áður. Tæplega 300 manns vinna að meðaltali hjá Granda hf. og Faxamjöli hf. Horfur eru á að afkoma félagsins á síðari hluta ársins verði betri en á fyrri helmingi ársins, en það er háð því að veiði á úthafskarfa gangi vel og að gengisvísitala íslensku krón- unnar verði stöðug það sem eftir er af árinu. Atvinnuleysi milli ára hefúr minnkað - atvinnuleysid í júlí 1,1% Síðastliðna 12 mánuði voru um 1821 manns að meðaltali atvinnulaus- ir, eða um 1,3%, en árið 2000 voru þeir um 1865, eða um 1,3%. Atvinnu- SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. leysi hefur því minnkað örlítið milli ára. Atvinnuleysisdagar í júlí jafngilda því að 1705 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðin- um. Þessar tölur jafngilda 1,1% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar, eða 0,7% hjá körlum og 1,7% hjá kon- um. Það er að meðaltali 115 færri at- vinnulausir en í síðasta mánuði en um 28 fleiri en i júli í fyrra. Atvinnulausum fækkar í heild að meðaltali um 6,3% frá júnimánuði en hefur hins vegar fjölgað um 1,8% mið- að við júlí í fyrra. Atvinnuástandið batnar í samræmi við árstíðarsveiflu milli júní og júlí. Atvinnuástandið batnar miðað við siðasta mánuð alls staðar á landinu, nema á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það eykst lítils háttar. Atvinnuleysi er nú hlutfallslega mest á höfuðborg- arsvæðinu og á Norðurlandi eystra en minnst á Vesturlandi. Atvinnuleysi kvenna minnkar um 4% milli mánaða og atvinnuleysi karla minnkar um 10,6% milli mán- aða. Búast má við að atvinnuleysi í ágúst verði á bilinu 0,9% til 1,3%. MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001 DV Þetta helst ___| HEILDARVIÐSKIPTi 4100 m.kr. - Hlutabréf 800 m.kr. - Húsbréf 1500 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Q.Össur 345 m.kr. © Kaupþing 153 m.kr. ©íslandsbanki 116 m.kr. MESTA HÆKKUN © Húsasmiðjan 6,7% © Hraðfrystihús Eskifjarðar 4,8% © Opin kerfi 3,6% MESTA LÆKKUN © Össur 6,1% © Landsbankinn 1,7% © Búnaðarbankinn 1,3% Úrvalsvísitalan 1021 stig - Breyting o -1% Hagvöxtur 0,5% í Kóreu Kórea náði að halda sig frá efna- hagslægð- inni sem kom til á öðrum ársfjórðungi þessa árs með því að auka landsframleiðsluna sina um 0,5% á ársgrundvelli. Þessi hagvöxtur kom mikið til vegna aukinnar neyslu almenn- ings en þrátt fyrir það kemur meiri hagvöxtur en vænst var á öðrum ársfjórðungi ekki í veg fyr- ir að útflutningur muni snar- minnka á þriðja ársfjórðungi. Þetta er aðeins meiri hagvöxtur en á fyrsta ársfjóröungi en þá var hann 0,3%. Hagfræðingar höfðu búist við 0,2% hagvexti á öðrum fjárfestingum. Þessi uppsveifla þarf ekki að endast mikið þar sem minnkandi eftirspurn eftir útflutningi gæti neytt fyrirtæki til uppsagna starfs- manna og niðurskurðar kostnaðar. Samdráttur útflutnings sló öll met í júlí þegar hann dróst saman um 20% miðað við júlí í fyrra. 4? Fjárfestingar aukastá Bretlandi Fjárfest- ingar fyrir- tækja í þjónustu- greinum á Bretlandi hafa aukist á öðrum ársfjórðungi en fjárfesting I framleiðslufyrirtækjum hefur dregist mikið saman samkvæmt óendurskoðuðum tölum frá hagstof- unni í Bretlandi. Gögnin sýna vel tvískipt hagkerfi Bretlands nú um stundir sem lýsa má með töluverðum vexti þjónustu- geirans en samdrætti í framleiðslu- geiranum. EaZHa 22.08.2001 kl. 9.15 KAUP SALA B; iPollar 97,940 98,440 S13Pund 142,720 143,450 ll*SKan. dollar 63,240 63,630 ; Dönsk kr. 12,1280 12,1950 i j-j—jNorsk kr 11,1280 11,1900 ' S 3 Sænsk kr. 9,5200 9,5720 : I>4—|Fi. mark 15,1906 15,2819 8 Fra. franki 13,7691 13,8518 1 1 ÍBelfe franki 2,2390 2,2524 EL«j Sviss. franki 59,4400 59,7700 j CShoIÍ. gyllini 40,9851 41,2314 ^Þýsktmark 46,1796 46,4571 : ! IJ H. lira 0,04665 0,04693 j jQQAust. sch. 6,5638 6,6032 j Port. escudo 0,4505 0,4532 | ;IÁ. Isoá. peseti 0,5428 0,5461 [ # jjap. yen 0,81930 0,82420 j| j jírskt pund 114,682 115,371 SDR 126,0300 126,7900 1 @ECU 90,3194 90,8621

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.