Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Síða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001_____________________________________________________________________________________________ I>v Útlönd ELEY Haglaskot MMC GALANT 5/92, ekinn 143.000 km, ssk., rafdr. rúöur, samlæsingar. Verð 490.000, skipti möguleg Til sölu á JR Bílasölu, Bíldshöföa 3, sími 567-0333 J. R. BÍLASALAN www.jrbilar.is Visa/Euro raðgreiðslur Skuggi morða fellur á friðarvon Hungursneyðin í Tadsjikistan: Börnin grafa upp kornið frá rottunum Mikil hungursneyð ríkir nú í gamla Sovétlýðveldinu Tadsjikist- an, svo mikil að böm eru farin að grafa niður í rottubæli eftir mat. Fulltrúar Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans hafa undan- farið kannað ástandið í landinu og segja að fjórar milljónir dollara þurfi strax til að bjarga fólkinu frá hungurdauða. Þeir segja að um ein milljón Tadsjikistana, eða um einn sjötti hluti þjóðarinnar, svelti heilu hungri og þurfi strax aðstoð til að lifa af veturinn eftir uppskerubrests annað árið í röð. „Ástandið er hræðilegt hjá fólk- inu, mikill heilsubrestur og börnin eru vannærð. Við sáum þau í ör- væntingu sinni grafa niður í rottu- bælin á hveitiökrunum til að kom- ast í vetrarforða rottnanna," sagði einn af fulltrúum Rauða krossins í gær. Hjálparsamtökin kvarta yfir dræmum viðbrögöum vestrænna þjóða við ástandinu og segja að ef um væri að ræða Evrópuþjóð þá væri löngu búið að grípa til að- gerða. Samkvæmt upplýsingum frá matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna FAO, þarf um 340 tonn af komi til að bjarga þeim sem verst eru staddir. Það bætir ekki ástandið í landinu aö þar hefur geisað borgarastyrjöld í heil fimm ár, þar sem tugir þús- unda hafa týnt lífí. Þjóðin hlaut sjálfstæði fyrir tíu árum, eftir hrun Sovétríkjanna, en hún er ein fátæk- asta af fyrrum Sovétlýðveldunum. Eftir hörmungar síðustu ára og mikla þurrkatíð síðustu tvö ár er allt lifsviðurværi uppurið í landinu. Fólk hefur gengið á bústofninn til að draga fram lífið í neyðinni og til að kynda hýbýli sín á köldum vetr- um hafa húsviðir verið nýttir, þannig að mikill skortur er nú á húsaskjóli. Að sögn fulltrúa hjálparstofnana ríkir algjört neyðarástand í landinu og ef þeir 130 þúsund sem verst eru settir fá ekki strax hjálp þá bíði þeirra ekkert annað en hungur- dauði. „Þau vantar ekki aðeins mat- væli heldur líka skó og fatnað fyrir 65 þúsund börn sem eiga erfiðan og kaldan vetur i vændum." Þreyttir fílar á Indlandi Indverskir fílar í borginni Jaipur í ríkinu Rajasthan á Indlandi þjást þessa dagana af þreytu vegna mikils vinnuálags viö aö bera feröamenn á bakinu daginn út og inn. Vegna þessa hefur veriö gripiö til þess aö senda fílana á hressingarhæli i útjaöri bæjarins og eru fílarnir hér á myndinni á leið í fríiö ásamt kúskum sínum. Kosovo: Fjölskylda myrt Ráðist var á bifreið sex manna al- banskrar íjölskyldu í Kosovo á mánudagskvöldið. Fimm fjölskyldu- meðlimir voru skotnir til bana, þar á meðal niu og fjórtán ára stúlkur. 16 ára stúlka var sú eina í fjölskyld- unni sem lifði árásina af, en hún segir árásarmennina hafa talið sig látna. Ekki er vitað hvað þeim gekk til. Ókunnugt fólk stöðvaði bifreið fjöl- skyldunnar og hóf skothríð, án sýni- legrar ástæðu. Bifreiðin var sundurskotin eftir árásina og má teljast mildi að einhver komst lífs af. Þetta er ein versta blóðsúthelling- in í Kosovo síðan Sameinuðu þjóð- irnar tóku við stjórn héraðsins í júní árið 1999. Hans Hækkerup, landstjóri SÞ i Kosovo, sagði árásina lýsandi fyrir vanda héraðsins. „Slík ofbeldisverk ógna ferlinu að sjálfsstjórn héraðsins og lýðræðis- legri framtíð þess,“ sagði hann í yf- irlýsingu eftir morðin. Geroge Bush ver niður- skurðinn George W. Bush, Bandaríkjafor- seti, fer nú um víðan völl til að kynna og verja niðurskurð ríkis- stjórnar sinnar í kjölfar fyrirhugaðr- ar skattalækkunar í landinu að upp- hæð 1,35 trilljóna dollara á næstu tíu árum. Vegna skattalækkunarinnar hefur rfkisstjórn hans þurft að beita niðurskurðarhnífnum víða, eins og í heilbrigðis- og menntamálum, og leggur Bush mikla áhersu á að fegra málstaðinn. Á blaðamannafundi í gær sagðist hann hafa ákveðið að gefa fyrsta hluta skattaendurgreiðslu fjölskyldu sinnar að upphæð 600 dollara til góð- gerðarmála, en gat þó ekki upplýst hvaða málefni hann hygðist styrkja. Þegar hann var spurður um ástæð- una fyrir því að hann ætlaði að gefa endurgreiðsluna sagði hann að þetta væri bara eitthvað sem fólk ætti að gera. Bush, sem kynnti fjárlög ríkis- stjórnar sinnar og skattalækkun i gær, sagði almenning hafa tekið mál- inu vel. „Þegar ég var í heimsókn í Harley Davidson-verksmiðjunum í gær kom einn starfsmannanna að máli við mig og sagðist hafa byggt verönd við húsið sitt fyrir endur- greiðsluna. Hann bauð mér að koma og drekka með sér bjór en ég sagðist hættur að drekka," sagði Bush. Sportvörugerðin Skipholti 5, Rvik.s. 562 8383 Örlítill vonarneisti færðist í möguleikann á friði í Mið-Austur- löndum í gær þegar Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, Palestínuleiðtogi, lýstu báð- ir yfir vilja til að hittast og ræða leiðir til að stöðva 11 mánaða blóðsúthellingar. Yfirlýsingarnar koma í beinu framhaldi af viðræð- um græningjans Joschka Fishcer, utanríkisráðherra Þýskalands, við leiðtoga Israela og Palestínumanna. Peres sagðist ætla að ræða við Ara- fat í nálægri framtíð. Arafat endur- tók vilja sinn til að hitta Peres „hvenær sem er“. Talið er líklegt að þeir muni eiga í viðræðum í Berlín. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísra- els, gaf Peres umboð til þess að þreifa fyrir sér með friðarviðræður í síðustu viku. Sjálfur þvertekur Sharon fyrir að ræða við Palestínu- menn nema í kjölfar ofbeldislausrar viku. Almenn ánægja var með framlag Þjóðverja til friðarferlisins í Palest- ínu sem hefur verið í lamasessi, þrátt fyrir tillögur Bandarikja- Mótmæla yfirgangi ísraela Námsmenn í háskólahum í Amman í Jórdaníu mótmæltu yfirgangi ísraela gagnvart Palestínumönnum í gærdag. Fjórir palestínskir borgarar voru skotnir til bana á Vesturbakkanum i gær. manna fyrr í sumar. Condelizza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Banda- rikjaforseta, sagðist fagna „framlagi frá fylkingunum sjálfum". Palestínumenn og ísraelar gerðu lítið úr friðarhorfunum eftir að Per- es og Arafat ákváðu að eiga viðræð- ur. Palestínskur stjórnmálaskýr- andi sagði vandamálið ekki vera skort á tengslum eða viðræðum milli fulltrúa þjóðanna, heldur væri ágreiningur um afstöðu og aðferðir. Skuggi féll á friðarvonina í gær þegar ísraelskir hermenn skutu fjóra palestínska borgara til bana nærri borginni Nablus á Vestur- bakkanum. Hermennirnir skutu þann fyrsta þegar þeir svöruðu skothríð frá honum. Hinir þrír reyndu að draga særðan byssumanninn af vettvangi en voru allir skotnir til bana. Lík þeirra fundust í dögun. Einnig var sprakk lítil sprengja í Jerúsalem í gær, nærri lögreglu- stöð. Engan sakaði en önnur mun stærri sprengja fannst á vettvangi. JLX 4x4 • ALVÖRU JEPPI Meðaleyðsla 7,8 I 1.595.000 - SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.