Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Blaðsíða 12
12 MIDVIKUDAGUR 22. AGUST 2001 Skoðun _E>V Spurning dagsins Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Birta Rúnarsdóttir, 5 ára: Mér finnst skemmtilegast aö vera á Barónsborg, leikskólanum mínum. 1 - .9 í * ¦ Jr^__ M H\ w. , ___..._ Mekkin Guömundsdóttir, 4ra ára: Aö leika mér í dúkkuhúsinu í Barónsborg. Sara Helena Bjarnadóttir, 4ra ára: Aö fara í tækin í tívolíinu meö mömmu og pabba. Sigurveig Helgadóttir, 4ra ára: Aö fara í tækin í tívolíinu niöri á höfn. Eva Þóra Hallgrímsdóttir, 5 ára: Aö fara í bílana í tívolíinu niöri á höfn með vinum mínum. Sólrún Kjartansdóttir, 6 ára: Aö leika mér viö alla vini mína sem eru meö mér í leikskólanum Barónsborg. R-listinn og fylgi- fiskar hans Karl Ormsson deildarfulltr. skrifar: Margir eru þeir pistlarnir sem ég og aðrir hafa skrifað til að reyna að benda fólki á hverrar stjórnmálatrúar það fólk er sem R- listinn stendur fyrir. Það er t.d. eins og sumu *" fólki sé alveg sama hvað það greiðir í skatta og gjöld, aðeins ef það er frá R-listan- um ættað. Það er á allra vitorði að R-listinn hefur skuldsett borgina um milljarða króna á meðan ríkt hefur góðæri og fjöldi fyrirtækja hefur verið að skila hundruðum milljóna i hagnað ár eftir ár. Sérstaklega eru það þó tveir stuðningsmenn R-listans sem ég ætla að beina orðum mínum til í þessari grein. Það eru Einar Bragi rithöfundur og Bubbi Morthens. Þeim væri hollt núna og ævinlega að minnast orðanna „það er of seint að iörast eftir dauðann". Einar Bragi skrifar grein í Morg- unblaðið 29. júlí og harmar athafnir R-listans. Greinina nefnir hann Er hrunadansinn hafinn? Þarna kvart- ar Einar Bragi yfir nokkrum gjörð- um R-listans, fyrst vegna Suðurgötu 8 (vegna eigin hagsmuna), síðan heldur hann áfram að telja þær raunir sem R-listinn „gamli og nýi" (1978-1982 og 1994-2000) hefur valdið honum og reyndar öllum borgarbú- um. Einar Bragi fer svo ófögrum orð- um um allt er lýtur að gjörðum R- listans að ég get ekki, samvisku minnar vegna, haft það eftir og er ég þó ýmsu vanur þegar ég les pistla eft- Einar Bragi rithöfundur og Bubbi Morthens trúbador -Töluöu hreint út „Og fyrst nú tveir af stuðn- ingsmönnum R-listans hafa tjáð sig svona hreint út um verk hans þá skora ég á þá að hjálpa okkur sjálfstœðis- mónnum að hrinda af borg- arbúum þessari plágu að vori2002." ir vinstrimenn. Einar Bragi tekur svo orðrétt orð okkar sjálfstæðis- manna (t.d. að spor vinstrimanna hræða) og er það vel. Þetta eru orð að sónnu; spor vinstrimanna og vinstristjórna hræða svo sannarlega. Og þá er ég kominn að Bubba sögu Morthens. Um nokkurn tíma hefur hann í samstarfi við Olíufé- lagið verið að vinna að góðu máli sem er þakkarvert og ég þakka hon- um fyrir. Nýlega var hann í Kast- ljósi þar sem talað var um það ástand sem ríkir í miöbænum á kvöldin og nóttunni og allir harma. ..Gísli Marteinn spuröi hann: „Bubbi, þú hefur nú mikið vit á þessu þar sem þú hefur margt reynt (hugsan- lega ekki nákvæmt orðað þó)." „Já," segir Bubbi, „þetta rugl í miðbæn- um kom með R-listanum þegar hann komst til valda." Bubbi hefði mátt bæta við að R- listinn hefur leyft að opna 180 bjór- búllur i gömlu Reykjavík síðan 1994. Og fyrst nú tveir af stuðningsmönn- um R-listans hafa tjáð sig svona hreint út um verk hans, þá skora ég á þá að hjálpa okkur sjálfstæðis- mönnum að hrinda af borgarbúum þessari plágu að vori 2002. Jafnvægi í efnahagsmálum? J.fVI.G, skrífar. Verkalýðsleiðtoginn Halldór Björnsson sagði í útvarpi fyrir ekki mjög löngu að jafnvægi efnahags- málanna væri meira virði en allt annað, og um það væru allir sam- mála. - Veit Halldór Björnsson virkilega ekki t.d. um húsnæð- isokrið í Reykjavík og hvernig húsaleigan hefur hækkað og hækk- að? Kallar hann það jafnvægi? Hér áður voru verkalýðsleiðtogar með fingurinn á slagæð þjóðlífsins. Héðinn Valdimarsson lét t.d. byggja verkamannabústaðina við Hring- braut og minnismerkið um hann er sömu megin götunnar. Ýmsir muna líka eftir hinu svonefnda „júnísam- „Ogþótt Samfylkingin sé tal- in eiga rætur í verkalýðs- hreyfingunni eru þingmenn hennar fjarri hagsmunamál- um álþýðu landsins. Þeir til- heyra líka öðrum stéttum en alþýðunni og eru óbundnir sjónarmiðum hennar." komulagi". Og fleiri atriði mætti minna á. En nú eru breyttir tímar. Brýn- ustu hagsmunamál fátæka fólksins eiga ekki marga talsmenn hjá verkalýðsfélögunum. Og þótt Sam- fylkingin sé talin eiga rætur í verkalýðshreyfingunni eru þing- menn hennar fjarri hagsmunamál- um alþýðu landsins. Þeir tilheyra líka öðrum stéttum en alþýðunni og eru óbundnir sjón- armiðum hennar. Þeir minnast aldrei á hagsmuni atvinnulausra og mætti helst halda að þeir væru ekki lengur til. Það hefur verið gengið stanslaust á rétt atvinnulausra. Og svo langt er gengið að atvinnurekendur og ríkis- valdið hafa seilst í sjóði verkalýðsfé- laganna til að setja upp „námskeið" og „átaksverkefni" af ýmsu tagi sem engu skila. Enda hrein sýndar- mennska. - Og það sem verst er; verkalýðsforustan hefur jafnvel átt aðild að þessum yfirgangi. Hundur Pavlovs Hvað gera pabbar þegar börnin þeirra hafa verið óþekk? Jú, þeir skamma þau og reyna að leiða þeim fyrir sjónir að gott sé og rétt að hegða sér með öðrum hætti. Þetta er ekki flókið mál. Sömu reglur gilda í öllum aðalatriðum um tengsl íslenska embættismannakerflsins við landsfeð- urna, sérstaklega Davið Oddsson. Davíð hefur komið á þeirri föstu reglu á íslenska þjóðarheim- ilinu að í hvert sinn sem embættismenn og stofnanir fara út af sporinu og gera eitthvað sem landsföðurnum mislikar þá grípur hann strax í taumana með föstum og ákveðnum skömmum þannig að enginn ætti að velkjast í vafa um hvar markalínurnar liggja. Garri, sem er mikill aðdá- andi Davíðs almennt, er þó alveg sérstaklega hriflnn af uppeldisaðferðum hans, því þær bera þess glögg merki að vera bæði úthugsaðar og áhrifarikar. Hundaþjálfun Garri þekkir nokkuð til hundaþjálfunar eftir að hafa reynt fyrir mörgum árum að ala upp blendingsgrey - svona hefðbundinn fjósahund úr sveitinni. Þar kom berlega í ljós að árangurinn var í réttu hlutfalli við það hversu samkvæmur Garri var sjálfum sér í boðum og bönnum þannig að í hvert sinn sem hvutti gerði eitthvað af sér gat hann gengið að því vísu að verða refsað. Fjósahundurinn is- lenski var að þessu leyti ekkert öðru- vísi en hinn frægi hundur Pavlovs, sem fékk lengi vel mat í hvert sinn sem bjöllu var hringt og var síðan farinn að slefa við það eitt að bjöll- unni var hringt. Garri hefur síðan beitt sömu aðferð á börnin sín og gengið vel. Krakkarnir vita nokkurn veginn að það hefur eftirmál í fór með sér ef þau hrækja á gólfið eða sýna af sér dónaskap og tillitsleysi gagnvart öðru fólki. Þau eru þvi að þessu leyti líka eins og hundur Pavlovs - nema hvað skilyrðingin er enn virkari vegna þess að þau slefa jafnvel áður en bjöllunni er hringt. Hundar Davíðs Skipulagsstofnun hefur verið óþekk upp á síðkastið. Hún úrskurðaði gegn stefnu ríkis- stjórnarinnar í virkjanamálum og alveg óháð efnisforsendum málsins ætti öllum að vera ljóst að slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Stofnun- in er greinilega að bjóða landsfóðurnum birginn og slíkt óstýrilæti er erfitt að þola á þjóðarheimli sem stærir sig af þokkalegum aga. Þess vegna hlaut landsfaðirinn Davíð Oddsson að grípa inn í og skamma Skipulags- stofnun, eins og raunar kom á dag- inn. Davíð hefði ekki mátt sleppa því að skamma stofnun- ina fyrir þennan úr- skurð, því þá hefði hann i raun ekki verið samkvæmur sjálfum sér - eins og er svo mikilvægt í þessari uppeldisaðferð. Hann hefur skammað Bjarna Fel. fyrir Bermúdaskálina, fræðslufull- trúa kirkjunnar fyrir smásöguna, Hæstarétt fyrir dóma sína, Þjóöhagsstofnun fyrir spár sínar og auðvitað hlaut hann að skamma Skipulagsstofn- un fyrir úrskurð sinn. Embættismenn landsins þurfa því ekki að vera í vafa um hvað gerist ef þeir fara út fyrir þann ramma sem þeim er skammtaður. Það er einmitt þessi vissa sem er svo skilvirk og því er hún aðal uppeldisaðferðar Davíðs. Embættismennirnir eru því - í jafnvel enn rikari mæli en börn Garra - mun fljótari til að fara að slefa en hundur Pavlovs. Á embættis- hunda Davíðs þarf engar bjöllur, þeir fara nú hvað úr hverju að slefa af _ sjálfu sér. G3ITI Hallarekstur flugfélaga Þar á meöal eru lendingargjöldin sem ítrekaö hafa veriö hækkuö. Hallarekstur í flugi Kristinn Sigurðsson skrifar: Ríkið á mikinn þátt í hallarekstri flugfélaganna hér. Hér er t.d. ekki hægt að reka flug innanlands þvi rík- ið býr til ný og ný gjöld ár hvert sem skipta tugum milljóna. Þar á meðal eru lendingargjöldin sem ítrekað hafa verið hækkuð. Er ekki skynsamlegra að fella hin og þessi gjö'ld niður eða lækka þau um svo sem 50%, heldur en að þurfa að styðja félögin. Sam- gönguráðherra á nú leik. Kynþáttahatur svartra Eiríkur Jóhannesson skrifar: í frétt Stöðvar 2 um sl. helgi var frétt frá Simbabve og sagt frá blökk- um „skæruliðum" sem eru að hrekja hvíta bændur frá jörðum sínum. Ég skil ekki þennan feluorðaleik hjá fréttastofu Stöðvar 2 og fieiri fjólmiðl- um. Mann, sem er rekinn áfram af hatri í garð hvíta mannsins og klæð- ist venjulegum hversdagsfatnaði, eins og sást á myndum með fréttinni, á ekki að flokka sem skæruliða, heldur kynþáttahatara. Það er engu líkara en þeir sem skrifa fréttir fyrir lands- menn telji að kynþáttahatur tíðkist ekki hjá svörtum í garð hvítra. Þeir menn sem ég sá á þessum fréttamynd- um, kastandi steinum í dýr og brenn- andi hús hvítra eru ekki skæruliðar heldur kynþáttahatarar. Tóbaksauglýsingar K. Einar Sigurösson skrifar: Á íslandi er bannað að auglýsa tóbak og nýverið saraeinuðust öfga- menn um fasísk lög sem íslenskir þingmenn sam- þykktu, flestir án þess að hafa kynnt sér þau. Ég var að horfa á Formúlu 1- keppnina í Ríkissjónvarpinu. Þar voru á skjánum endalausar auglýs- ingar fyrir ákveðna tóbakstegund og bílar ökuþóra voru skreyttir tóbaks- auglýsingum. Því spyrja margir: hvers vegna má Ríkissjónvarpið eitt íslenskra fjölmiðla auglýsa tóbak hér á landi? Um þetta ættu fréttamiðlar að spyrja Tóbaksvarnarnefnd og for- mann þingnefndarinnar sem vann lagafrumvarpið. Eða finnst þing- mönnum sem samþykktu þessi geggj- uðu lög bara í lagi að Ríkissjónvarpið brjóti þau með samfelldum tóbaks- auglýsingum í fjórar klukkustundir á besta útsendingartíma um helgar þeg- ar fjöldi ungs fólks er að horfa? Þetta sama fólk má svo ekki sjá sömu vöru- tegund í hillum verslana þegar það fer út í sjoppu. Kínverskar mann- drápsfleytur? Ólafur Gunnarsson hringdi: Úr Formúlu- keppni. Eg fæ ekki betur séð en þessir kín- versku bátar sem hingað eru komnir séu manndrápsfleytur þar til þeim hafa verið gerð betri skil hvað örygg- isbúnað snertir. Allavega fá þeir ekki haffærisskírteini fyrr en búið er að gefa út stöðugleikavottorð fyrir þá. Hvað ef bátarnir, glænýir, hefðu nú farið á sjó án þess að þeir væru skoð- aðir? Eða var vitað um þetta er þeir voru afhentir? Eitthvað virðist bogið við smíðina, svo mikið les maður út úr fréttunum um þessa kínversku báta. Gott að tekið var í taumana í tæka tíð. IDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550.5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.