Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Blaðsíða 13
F MIDVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001 13 I>V Menning Rætur við Hlemm: Manneskjan er viðkvæm eins og náttúran Á Menningarnótt 1 Reykjavík opnaði Guðrún Vera Hjartardóttir sýninguna Rætur í Gall- erí@Hlemmur.is. Á sýningunni eru þrjú verk sem öll eru unnin á þessu ári. Um er að ræða þrjár mannsmyndir úr leir en stoðgrindin er úr áli. Þegar komið er inn i sýningarrýmið er allt hvítt og kyrrt. Mannsmyndirnar auðmjúkar, hver á sínum stað. Inni í stærsta rýminu er skúlptúrinn Rætur sem sýningin heitir eftir: Lítill líkami á stórum hvítum palli og í stað fóta eru rætur. Fyr- irmynd skúlptúranna er listamaðurinn sjálfur. Þegar stigið er út úr ys og þys Hlemmtorgs og inn í kyrrð gallerísins verður mér snöggvast hugs- að til kafaraveiki, því líkt og hægt er að veikjast hastarlega af því að fara of hratt upp á yfirboröið af miklu dýpi þá hlýtur að vera hætta á veikindum vegna of hraðra breytinga frá ys yfir í kyrrð. En ég held heilsu og spyr Guðrúnu Veru út í staðsetn- ingu sýningarinnar. „Mér finnst þetta frábær staðsetning. Unnusti minn gekk hérna fram hjá eftir flugeldasýninguna á menningarnótt. Það var búið að loka galleríinu en samt kveikt inni. Og það var hrúga af fólki á gluggunum. Ég var mjög ánægð með það. Ég vil að sem flestir njóti verkanna minna." Hraustar hugmyndir „Ég gekk með hugmyndina að rótarskúlptúrn- um í maganum í fjórtán mánuði áður en ég hófst handa við að gera hann. Á síðustu fjórum árum hef ég stundað hugleiðslu; farið inn i frumskóga og hugleitt þar og þessi sýning er kannski orðin til út frá því. Þegar ég fékk hugmyndina að rótarskúlpt- úrnum var ég stödd á Grikklandi á hugleiðslunám- skeiði og þá kom hún fullsköpuð upp í huga mér. Eftir að ég ákvað að sýna hér byrjuðu hinar tvær að þróast. Eins og með „Rætur" varð skírskotun í tré í verkunum og samlíf náttúru og manneskju. Mér hefur reynst auðvelt að nota það sem tjáningarmáta því að við þekkjum öll þetta samspil. Manneskjan er viðkvæm eins og náttúr- an." Er þaö vanalegt aó verkin stökkvi svo fullmótuó fram? „Ég veit það ekki. Stundum skjótast hugmyndir upp í kollinn en núorðið leyfi ég þeim yfirleitt að vera með mér í einhvern tíma, leyfi þeim að þroskast. Sumar hugmyndir lifa það ekki af, aðrar vilja ekki hverfa. Þær eru hraustar eins og þessi," segir Guðrún Vera og bendir á litlu mannveruna með ræturnar i stað fóta. DV-MYND ÞÖK Hraustar hugmyndir „Stundum skjótast hugmyndir upp í kollinn en núorðið leyfi ég þeim yfirleitt að vera með mér í ein- hvern tíma, leyfí þeim að þroskast. Sumar hugmyndir lifa það ekki af, aðrar vilja ekki hverfa. Þær eru hraustar eins og þessi," segir Guðrún Vera. Fegurð og sannleikur Guðrún Vera segir að í upphafi hafi forvitni og ófullnægja dregið hana í átt til hugleiðsluiðkunar skömmu eftir að hún útskrifaðist úr framhalds- námi. „Forvitni eftir þvi að vita hvað það er sem býr inni í þessu hylki sem líkaminn er." Hefur þá hugleiðslan breytt þinni listsköpun? „Nei, ég held ég hafi alltaf verið svona," segir Guðrún Vera og hlær. „Jú, þetta hefur auðvitað haft áhrif. Ég er minna að spá í eitthvert vesen í þjóðfélaginu og meira að hugsa um hið líkamlega og andlega. Mig langar að koma ákveðnum kjarna frá mér, einhverju sammannlegu. Sigurður Guð- mundsson listamaður segir í bók sinni að þegar hann hafl verið ungur hafi hann staðið á pöllum og sagt fólki hvað fegurð og sannleikur væri en núna þori hann varla að nefha það nema með samlík- ingu; því segir hann; „ef sannleikurinn er vatn er fegurðin uppgufun þess". Mannspeki? Guðrún Vera efast um að það sé mikil heim- speki i verkum hennar. „Er þetta ekki bara eitthvað sammannlegt?" spyr hún. „Það er mannlegt að velta hlutum fyrir sér og þá verða þeir kannski heimspeki. Mann- speki?" Ertu mjög tengd náttúrunni? „Ég ólst upp í borginni, reyndar í Breiðholti sem þá var hálfgerð sveit með sínum móum. Mér finnst ég vera eitt með náttúrunni ef ég get verið með henni í einhvern tíma og hef mikla þörf fyrir hana. í náttúrunni afvatnast maður þessum skarkala og veseni í borginni." Björk í The Times: Björk er ekki hvít norn Björk Guðmundsdóttir var í lóngu viðtali í laugardagsblaði The Times i London. Blaða- maðurinn, Paul Connolly, er greinilega afskaplega hrifinn af Björk og tónlist hennar þvi viðtalið byrjar á orð- unum: „Björk er ekki skrýtin. Hún er ekki hvit norn, sérvitur huldu- kona né uppgerðarleg- ur álfur. Hún er svo sannarlega ekki, eins og sumir fjölmiðlar vilja halda fram snarklikkuð. Hún er gáfuð, ákveðin, mikilhæfur tón- listarmaður og söngvari." „Hæfileg frægð" í viðtalinu er fer ill hennar rifjaður upp og einnig ýmis leiðindaatvik eins og þegar brjálaður aðdá- andi hennar sendi henni sprengju og stytti sér aldur vegna sambands hennar við tónlistarmann inn Goldie. Einnig er minnst á uppþot- ið á flugvelíin- um í Bangkok þegar Björk réðst á frétta- konu þegar hún hóf að spyrja son hennar í beinni útsend- ingu „og var reglulega dónaleg við hann". Síð- an hefur Björk verið að leita eftir „hæfilegri frægð" og einbeitt sér frekar að tónlist sinni. Viðtalið er að mest- um hluta á persónu- k legum nótum. Sagt er frá uppvexti Bjarkar, sam- bandi hennar við son sinn en auð- vitað er einnig fjallað um byrjun tónlistarferilsins og nýju plötuna, Vespertine. ... ekki með Lars Blaðamaðurinn rifjar upp lagið Birthday, fyrsta alvörusmell Syk- urmolanna: „Birthday var auðvitað það fyrsta sem fólk heyrði af þessari Þunguö af átökum og næmi „Birthday var auðvitað það fyrsta sem fólk heyrði af þessari hrífandi, næstum ójarðnesku rödd sem var þunguð af átök- um og næmi." hrífandi, næstum ójarðnesku rödd sem var þunguð af átökum og næmi. Þegar ég segi henni að hún sé eini söngvarinn sem ég hef heyrt í sem hljómi betur á tónleikum en á plötu roðnar hún næstum. „Takk fyrir," muldrar hún og næstum bendir mér að halda áfram með næstu spurningu." Samstarfið við Lars von Trier er einnig til umræðu í viðtalinu. Björk segir að það sam- starf sé enn að angra hana. „Ef hann bað mig að prófa eitthvað sagði ég, „allt í lagi, ég skal hugsa um það". En ef ég stakk upp á ein- hverju sagði hann bara, „nei, kemur ekki til greina"." í viðtalinu segir að fyrir Björk, sem trúði sterklega á samvinnu, hafi þetta verið eins og spark í andlitið. „Ég hef alltaf haldið að ef maður vinnur með einhverjum þá legði maður í verkefnið eiginleika sem aðrir hefðu ekki og öfugt. En ekki með Lars." ísland er eins konar þorp Björk segir að hún telji að fólk fæðist með ákveðin hlutverk, til dæmis það að skrifa, búa til tónlist eða hafa samskipti. Hún segist alls ekki llta niður á frægt fólk en það henti henni bara ekki. „Svo ég flutti til íslands. Ég ætlaði að vera á íslandi að eilífu. Ég hafði fengið nóg af ferðalögum. En þegar ég hafði verið þar í nærri ár var ég orðin ..." Og blaðamaður lýs- ir því hvernig hún blistrar og gefur leiðindi til kynna. Hún segist hafa fæðst á íslandi og „það er eins konar þorp sem er það besta við það en einnig það ekki-það-besta". Viðtalið er mjög skemmtilegt og fyrir þá sem þyrstir í meira er bara að fara í næstu bókabúð og kaupa sér laugardagsútgáfu The Times, 18. ágúst 2001. J /^ Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Lista-Ólympíuleikar í Næstved í þessari viku standa yfir Lista-Ólymp- íuleikar í Næstved í Danmörku en þeir nefnast á máli innfæddra Kulturolympa- den 2001. Með þessu vilja forsvarsmenn- irnir sýna fram á með hjálp ólympíumód- elsins að það er mikill menningarmunur í listum. Um fimm hundruð manns munu taka þátt í leikunum sem lýkur 26. ágúst næstkomandi. Hátíðin fer fram á þrjátiu sviðum og er hápunktur hennar þegar Earthsavers Dream Ensemble stígur á svið en leikhópurinn samanstendur af blindum og heyrnarlausum götubörnum frá Filippseyjum. Líf rithöf undarins vinsælt Skáldsögur þurfa helst að eiga rætur sín- ar í lífi rithöfundarins ef þær eiga að seljast því bæði útgefendur og kaupendur virðast elska sögur úr raunveruleik- anum. Þessu heldur skoski rithöfundurinn A.L. Kennedy fram en hún hélt erindi á Edinborgarhátíðinni. Hún sagði auk þess að þessi stefna væri langt komin með að eyðileggja alvarlegar fagurbókmenntir. Upphaflega átti Kennedy að fjalla um unga skoska höf- unda í fyrirlestri sínum en fleiri hafi tek- ið þátt i svæðisbundnum „Big Brother" þætti en hafi komið til greina til umfjöll- unar 1 slíkum fyrirlestri. Hún ákvað því að skipta um umræðuefni. Af nýríkum bændum Bændur 18. aldar verða næsta viðfangs- efhi Snorrastofu. Mið- vikudaginn 22. ágúst mun Axel Kristinsson, sagnfræðingur og for- stöðumaður Safnahúss I Æ Borgarfjarðar, flytja fyr- j ^^_ irlesturinn „Auður og ¦¦i^^^^^ ætfleysi. Um Borgfirð- inginn Þorbjörn Bjarnason og aðra ný- ríka bændur á 18. öld" í Snorrastofu í Reykholti. Hefst dagskráin kl. 21.00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Fyrirlesturinn fjallar um Þorbjörn Bjarnason, ætflausan mann að því er best verður séð, og ótrúlega auðsöfnun hans á 18. öld. Þorbjörn var þó ekkert einsdæmi heldur auðguðust ýmsir á þeim tíma þótt af lágum stigum væru. Þetta var mikil breyting frá þvi sem áður var þegar allir helstu jarðeigendur og ríkisbændur landsins voru af gömlum og virðulegum höfðingjaættum. í fyrirlestrinum verður fjallað um orsakir þessara breytinga og hvernig þær voru þáttur í fráhvarfi frá fyrri tíma stéttskiptingu og samfélags- háttum og vísuðu veginn til nútímavæð- ingar á íslandi. Myndir og ljóð Anna Hrefnudottir myndlistarkona sýnir málverk og ljóð í Listacafé og Veislugallerí og stendur sýningin til 31. ágúst. Á sýningunni eru acrylmálverk sem öll eru máluð á þessu ári. Flest verk- in voru gerð í Gestavinnustofu Gilfélags- ins á Akureyri síðasfliðinn vetur. Sýn- ingin er opin virka daga frá níu til sjö og laugardaga frá tíu til sjö. Hándel og Atli í hádeginu í hádeginu á morgun (12-12.30) bjóða Guðrún Lóa Jónsdóttir messó- sópran og organistinn Sigrún Magna Þór- steinsdóttir upp á end- urnærandi stund í Hall- grímskirkju. Á efhis- skrá tónleikanna eru sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson og kaflar úr orgelverkinu Dýrð Krists eftir Jónas Tómasson. Einnig flytja tónlistar- konurnar nokkrar af þekktustu aríum barokkmeistarans Georgs Friedrichs Hándels, Lascia chíio pianga úr óperunni Rinaldo og How beautiful are the feet og He shall feed his flock úr Messíasi. Efnisskráin er á þessa leið: Atíi Heim- ir Sveinsson (f. 1938): Festingin víða hrein og há, Smávinir fagrir Jónas Tóm- asson (f. 1946): Jesú fagnað Guðs lamb (úr Dýrð Krists) Georg Friedrich Hándel (1685-1759): Lascia chíio pianga (úr óper- unni Rinaldo) How beautiful are the feet Then shall thr; eyes of the blind He shall feed His flock (úr óratóríunni Messíasi).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.