Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Síða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2001 51 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Gott atvinnuástand Um það hefur verið deilt hvort góðærið, sem vissulega hefur ríkt hér á landi undanfarin ár, sé á undanhaldi. Sú umræða er eðlileg enda hefur talsverð breyting orðið á efnahagslífinu. Dregið hefur úr þenslu og það að skað- lausu því samfélagið þoldi illa þá yfirspennu sem ríkti. Verra var að gamall draugur lét á sér kræla á nýjan leik. Verðbólgan fór af stað og mælist nú mest á íslandi af EES-ríkjum. Frá júlí í fyrra til sama tíma á þessu ári var vísitala neysluverðs að meðaltali 2,6 prósent í EES-ríkjun- um og 2,8 prósent í Evru-ríkjum. Hér á landi var verð- bólgan hins vegar 7,4 prósent á þessu tímabili. Annar mælikvarði er þó á hagsæld þjóðarinnar og hann er atvinnuástandið. Miðað við nýjar tölur, sem bár- ust frá Vinnumálastofnun í gær, verður ekki annað sagt en ástandið sé harla gott. Atvinnuleysi er mikið böl og niðurdrepandi fyrir þá sem í lenda. Sókn eftir vinnuafli hér á landi hefur verið mikil undanfarin ár en þó er hollt að minnast þess að ekki er nema um hálfur áratugur frá því að atvinnuleysi í heild mældist um 5 prósent af vinnu- afli á vinnumarkaði. í nýliðnum júlímánuði var atvinnu- leysið hins vegar um 1,1 prósent af áætluðum vinnuafla. Þótt atvinnuleysið í júlí sé örlítið meira en það var í júlí fyrir ári dregur þó úr atvinnuleysi frá því í júní. Atvinnu- lausum fækkaði í heild um 6,3 prósent frá júní. Þetta segir í raun það að allar vinnufúsar hendur fá vinnu. Það er betri staða en nálægar þjóðir geta státað af. Þótt atvinnuleysi nú sé hlutfallslega mest á höfuðborgar- svæðinu og á Norðurlandi eystra er það alls staðar litið. Á það hefur fyrr verið bent í þessu blaði að fari atvinnu- leysi yfir 2 prósent er það meira en nemur lausum störf- um á móti. Þá er það ekki lengur bundið við fólk sem get- ur ekki eða vill ekki vinna. Flestir þeirra sem atvinnulausir eru nú, miðað við 1,1 prósent af vinnuafla, eru því í þeim hópi að geta ekki eða vilja ekki vinna. Ákveðinn hluti fólks fyllir ávallt þann hóp og nýtur þvi framfærslu úr sameiginlegum sjóði landsmanna. Staðan er raunar sú að sækja verður vinnu- kraft í ákveðin störf til útlanda. Það á til dæmis við um fiskvinnslustörf og ýmis umönnunarstörf. Á þessu ári hafa þegar verið gefin út rúmlega 2600 atvinnuleyfi en þau voru rúmlega 1800 á sama tíma í fyrra. Gott atvinnuástand eykur mönnum bjartsýni og ekki er annað fyrirsjáanlegt en það verði svipað á næstunni. Að ýmsu verður þó að hyggja til þess að halda þeirri stöðu. Nokkur samdráttur er fyrirsjáanlegur í tekjum rik- isins á næsta ári. Fjármálaráðherra hefur því gert öllum ráðuneytunum að skera niður til þess að tryggja að næg- ur tekjuafgangur verði á ríkissjóði. Rétt er það sem fram kom hjá Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra og for- manni Framsóknarflokksins, í fréttum Stöðvar 2 í gær- kvöld að aðkallandi er að vextir lækki og það sem fyrst. Háir vextir hér á landi eru íþyngjandi, jafnt rekstri heimila sem og fyrirtækja. Ráðherrann segir hina háu vexti helsta vandamál þjóðfélagsins um þessar mundir og ekki eftir neinu að bíða hjá þeim sem fara með stjórn Seðlabankans að lækka vextina. Þær kröfur verður að gera til stjórnvalda að þau skapi, svo sem kostur er, þær aðstæður að öflugt atvinnulíf geti haldið áfram að þróast svo halda megi fólki frá böli at- vinnuleysis eins og farsællega hefur tekist undanfarin ár. Jónas Haraldsson Skoðun Japan, bændur og kvótinn Samkvæmt fréttum í blöðum eiga margir bændur í vandræðum með slátrun í haust. Aðrir hafa seint eða ekki fengið greitt fyrir af- urðir sínar. Svo var sagt frá þvi í hádegisútvarpi nýlega að á því herrans ári 2001 væri sláturhúsinu á Hellu lokað þar sem greiðslur væru stopp. Þar mun hafa verið slátrað stórgripum. í leiðara Morgunblaðsins þ. 12.7. 2001 segir um þetta vandamál bænda: „Tap- rekstur fyrirtækja er ekki lengur borgaður úr opinberum sjóð- um ...“ Það má rétt vera en þó mega opinberir sjóðir ekki heldur halda áfram að hygla nýjum og nýjum einkavinum með gjafasamningum sem er hugtakið „free lunch“ í hag- fræðinni. Það má kalla frí-löns upp á íslensku eða ókeypis hádegisverð. Japan, 100 mílljónir, takk Við erum að opna nýtt sendiráð i Japan sem kostar okkur strax í stofnkostnaði 500-1000 miljónir. Betra hefði verið að spara þetta líkt og greiðslur til bænda eru sparaðar í dag. Menn segja að bændur megi bera tap sitt sjálfir ef andvirði slát- urafurða þeirra tapast við gjaldþrot fyrirtækja. Þarna eru bændur verr settir en aðrir launþegar. Þeir fá ógreitt kaup sitt úr tryggingarsjóði ef fyrirtæk- ið sem þeir vinna hjá verð- ur gjaldþrota. Bændur ættu að hafa sama rétt með sitt „kaup“ eða afurðir. Óþarft sendiráð Það hefði verið góð hugmynd sem ekki hefði kostað ríkissjóð okkar nein ný útgjöld ef hér á landi hefði komið lítið útibú eða umboðsskrif- stofa frá japönskum banka en ekki sendiráð okkar þar. Slíkur smábanki í eigu Japana hefði malað gull, bæði fyrir ísland og Japan, með auknum frjálsum viðskiptum milli landanna. Ef við vildum með ódýrum en ár- angursríkum hætti auka tengsl við Japana þá mátti koma þar upp fræði- mannaíbúð eins og byrjað var með i húsi Jóns Sigurðssonar í Danmörku fyrir nokkrum árum og hef- ur borið ótrúlegan ávöxt. Með sama hætti mætti hafa hér ódýra íbúð handa japönskum fræðimanni sem vildi brúa bilið á milli menningar landanna með starfi hér. 100 milljarða gjöf eða „frí-löns“ Ekki má hjálpa bændum til að fá sitt, eða afurðir greiddar, sem eru raunar mannréttindi þeirra, sbr. kauptryggingu launþega hjá gjaldþrota fyrirtæki. Svo höfum við á sama tíma gefið nokkrum útgerðar- mönnum „frí-löns“ upp á 100 miljarða. Þeir fengu gjafakvóta eða skömmtun- arseðla í þorski. Síðan seldu þeir þessa skömmtunar- seðla stórútgerð fyrir 100 milljarða. Þeir voru greidd- ir út með erlendri lántöku einkavæddu bankanna í gjaldeyri. Veðið var að hluta þessir skömmtunar- „Ef við vildum með ódýrum en árangurs- rikum hcetti auka tengsl við Japana þá mátti koma þar upp fræðimannaíbúð eins og byrjað var með í húsi Jóns Sigurðssonar i Danmörku fyrir nokkrum árum ... “ - Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. seðlar í þorskveiði sem eru bráðum verðlausir þar sem þorskurinn er að deyja út, samkvæmt ráðleggingum Hafró. Hafró vill friðun strax í 140-150 þús. tonna árlega þorskveiði en við veiðum áfram alveg kalt 190 þús. tonn og fleygjum til viðbótar eins og áður þúsundum tonna árlega af smáþorski. Þetta heitir því virðulega nafni „brottkast" og er ný- lega opinberlega viðurkennt. Með sama áframhaldi verður lítið veð eftir fyrir allri kvótaskuldinni þar sem ekkert veð er í útdauðum eða hálfútdauðum þorsk- stofni, sbr. veðsetningu kvót- ans. Verður þá ekki ríkis- sjóður á endanum að bjarga útgerðinni og einkavæddu bönkunum með þessa 100-200 milljarða skuld sem deyjandi þorskstofn stendur ekki lengur undir? - Hvað méð bændur? Lúðvík Gizurarson U pplýsingaþokan Það er svo oft brýnt fyrir okkur að við lifum í upplýsingaþjóðfélagi, að hver maður hlýtur að fyllast tor- tryggni og efast stórlega um að mark sé á slíku fjasi takandi. Hvað er eig- inlega átt við með þessu töfraorði? Kannski merkir það að fólk sé orðið vel að sér um marga hluti, fylgist með því sem máli skiptir? Allir flýta sér að svara því neitandi: upplýs- ingaþjóðfélag þýðir ekki að menn viti margt, hvað þá að þeir muni það sem þeir ættu þó að vita. Það þýðir bara að miklar upplýsingar um alla skapaða hluti séu vel aðgengilegar í fjölmiðlum, bókasöfnum og þó eink- um á tölvunetum heimsins. En þetta er heldur ekki rétt. Að vísu er mikið streymi af upplýsing- um í gangi eins og allir vita. Talna- flóðið er óendanlegt - um gengi verð- bréfa og gjaldmiðla, um verð á papriku, neskaffi og bleium. Um fjölda bíla, fóstureyðinga, vínveit- ingaleyfa og innflúensutilfella. Með fylgja ótal greinagerðir um álit stjórnmálamanna og poppstjarna á lífsstíl, mataræði og tilgangi lífsins. Um afrekaskrár leikara og íþrótta- manna og grimman ásetning þeirra um að ná langt og enn lengra. Um bjartsýni verðbréfasala og bölsýni trillukarla. Hingaö og ekki lengra En hvort sem menn lengja slíka lista eða stytta flnnst okkur fyrr en síðar, að við séum ekki stödd á fjallstindum upplýsinga- samfélagsins þar sem gott útsýni er til allra átta, held- ur í þéttri þoku þar sem rétt grillir í útlínur margra þeirra fyrirbæra sem mestu skipta. Við getum lesið margt um verðlag, til dæmis á græn- meti og um syndir tollheimt- andi ríkisvalds í þeim efnum - en um leið og spurt er um álagningu kaupmanna hverf- ur allt í reykjarkófi mis- vlsandi staðhæfinga um út- reikningsaðferðir. Við íslendingar verðum að vita sem mest um um- gengni útgerðarmanna og sjómanna um fiskimiðin. En um leið og komið er að geipilegu brottkasti á fiski, þá gera allir sig skelfda og þjáða í fram- an en blása um leið framan í landslýð fúlum gufumekki um að brottkastið sé misjafnt og breytilegt og fari eftir ótal þáttum og eiginlega geti enginn sagt neitt um þetta mál sem hann geti staðið við. Það er líka brýnt fyrir okk- ur að vita hvort það sé efnahagslegt vit í miklum virkjunum með álveri á Austurlandi - en við komumst aldrei langt vegna þess að sjálft raforku- verðið til stóriðjunnar er viðskipta- leyndarmál. Við höfum haft rétt til að skoða skattskýrslur, og það var vist hugsað sem vottur af siðferðiseftirliti al- mennings með þeirri kröfu að hver og einn greiddi „eftir efnum og ástæöum" til samfélagsins. En nú er heimtað að þessar takmörkuðu upp- lýsingar um efnahag og tekjuskipt- ingu séu settar undir lás og slá í nafni persónuverndar - hitt vita all- ir að annað hangir á spýt- unni: vaxandi kjaramunur er eitt helsta feimnismál þessa litla samfélagsins sem áður stærði sig af því að vera tiltölulega gagn- sætt og lítt stéttskipt. Blásiö í mökkinn Upplýsingaþjóðfélagið dregur margt lltilfjörlegt fram í sterka birtu en sveipar stórmál í þoku. Það einkennist af rammri við- leitni til að fela vitneskju fyrir venjulegu fólki sem hvorki fer með auð né völd. Þokan er grá og þykk, en það er samt ómaksins vert að rýna í hana og blása yfir hana vit- legri gagnrýni. Svo litið sé út um heim sem snöggvast: Tóbaksrisar reyndu að fela sannar upplýsingar um skaðsemi reykinga og þyrla upp miklu moldviðri um það mál - en þeir biðu ósigur. Efnaiðnaðurinn hefur mörgu logið um mengun sem hann veldur, en hann er á undanhaldi. Risafyrirtæki heimsins hafa unnið að því með ýtr- ustu leynd að skapa einskonar stjórn- arskrá fyrir heiminn þar sem lög og kjörnar stjórnir í hverju landi hljóta að víkja fyrir samræmdum kröfum um að enginn megi gera neitt sem verði til að skerða arðsemi af íjárfest- ingujn. En þá lotu þessa ferlis sem kallast MAI (Gagnkvæmt samkomu- lag um fjárfestingar) tókst að stöðva með því að leka miklu af upplýsing- um út um Intemetið. Upplýsingaþok- an er þykk en upplýsingastríðið er ekki vonlaust, sem betur fer. Árni Bergmann „Við höfum haft rétt til að skoða skattskýrslur, og það var víst hugsað sem vottur af siðferðiseftirliti almenn- ings með þeirri kröfu að hver og einn greiddi „eftir efn- um og ástœðum“ til samfélagsins. Nú er heimtað að þess- ar takmörkuðu upplýsingar um efnahag og tekjuskipt- ingu séu settar undir lás og slá í nafni persónuvemdar. “ Góðu málin“ „Alþingismenn hér á landi misskilja oftar en ekki hlutverk sitt og setja meðborgurum sínum reglur um hitt og þetta sem þingmenn varðar ekkert um. Þetta eru „góðu málin“ sem enginn þorir að vera á móti því sá sem er á móti þeim, hann er, ja, í besta falli ekki góður. Sá sem ekki vill hertar ör- yggisreglur hlýtur til dæmis að vera hreinasta illmenni. Sá sem ekki vill láta hið opinbera rannsaka hættuna af einhverju er auðvitað alveg agalegt fúlmenni. Og sá sem stendur gegn þvi að lýst sé yfir degi kolmunnans 18. júní eða vill ekki yfirlýsingu um fíkni- efnalaust ísland árið 2002, hann er auðvitað ferlegt meinhorn." Vefþjóöviljinn í gær Máttlaus skýring „Menntamálaráð- herra er ítrekað var- aður við því að farið hafi verið á svig við lög um skipan opin- berra framkvæmda og virt að vettugi erindis- bréfi sem ráðherrann hafði sett byggingarnefnd Þjóðleik- hússins fyrir 5 árum síðan. Ráðherr- ann gerir samt ekki viðeigandi ráð- stafanir til að koma í veg fyrir að fyr- irmæli laga séu brotin. Máttlaus skýr- ing ráðherrans um að hann hafi á ár- inu 1997 óskað eftir áætlun byggingar- nefndar um óunnin verk við Þjóðleik- húsið fríar hann ekki ábyrgð. Ekki síst þegar vinnulag nefndarinnar virð- ist óbreytt 4 árum síðar eða á árinu 2001. Af því tilefni hlýtur ábyrgð ráð- herrans að vera sett undir smásjá. Al- þingi þarf líka að skipa rannsóknar- nefnd í málið í samræmi við ákvæði 39. gr. stjórnarskrárinnar." Jóhanna Siguröardóttir á Samfylkingarvefnum Er það slœmt fyrir íslenska knattspymu efislandsmeistarar ubSssís ■ Spurt og svarað Kristján L. Möller alþingismadur Ekkert verra fyrir knattspymuna „Það er ekkert verra fyrir ís- lenska knattspymu þótt KR falli frekar en eitthvert annað lið, jafn- vel þótt það yrði fyrstu íslandsmeistaramir til að þola slíkt hlutskipti. Það yrði fyrst og fremst slæmt fyrir KR. Þetta er dæmi um það að peningarnir ráða ekki öilu og dýrir leikmenn ráða ekki úrslitum. Staða KR er hins vegar undrunarefni í ljósi þess hvaða mann- skap þeir eru með. En orsakanna er að leita í undir- búningstímabilinu því í deildarbikarnum spöruðu þeir alla sína lykilleikmenn. Það kann að vera aö koma þeim í koll nú. Erlendir leikmenn hafa heldur ekki sama metnað fyrir hönd félagsins eins og leik- menn sem era aldir upp hjá viðkomandi félagi." pBr' J' EllertEiríksson, ■ Sl bœjarstjóri Reykjanesbœjar I Mundi sakna I KR-inga ■■ „Það væri mikill söknuður að missa KR úr úrvalsdeild í knatt- spymu og ég óska þeim ekki að falla frekar en ég óski einhverjum öðram þess hlutskiptis. Keílvíkingar hafa lengi att kappi við KR-inga, bæði í fót- bolta og körfubolta, og ég rnun sakna þess að geta ekki spilað við þá og helst vinna eins og í síðasta leik. KR hefur sérstakan og öðruvísi orðstir en t.d. Eyjamenn og Skagamenn og er elsta knattspyrnufélag íslands. Staða KR er hins vegar mun daprari en ég átti von á. Ég átti frekar von á því að KR og Keflavík væru að berjast í efri hluta deildarinnar. En það er ekki öll nótt úti fyrh KR og þeir geta klifraö upp stigatöfluna alveg eins og mín- ir menn í Keflavík, það eru 12 stig efth í pottinum.“ Sigurður Helgason, hjá Umferðarrádi og KR-ingur Ekki heimsendir „Ég lít svo á að það komi ekki til að þeir falli, það er talsvert eftir af mótinu. Ef stórt og vel rekið félag eins og KR fellur úr efstu deild þá hefur það töluverð áhrif en auðvitað er það einhver sjálfumgleði að segja svo. Það verður ekki heimsendir en það verður ekki gott fyrir knattspymuíþróttina. En það er engin skýr- ing til á þessu slæma gengi. Þar spila saman t.d. til- viljanir og óheppni. Það er til nokkuð sem heitir gamalt og gott KR-hjarta og kannski slær það ekki í sama takti hjá þessum leikmönnum sem keyptir hafa verið til félagsins og hjá þeim sem aldh hafa verið upp hjá félaginu. Kannski á að horfa meira tfl uppeld- isstarfsins og nýta heimamennina." Grímur Sœmundsen, læknir og Valsmaður Innri takurinn ekki í lagi „Það er ekkert verra fyrh ís- lenska knattspyrnu þótt KR faUi frekar en eitthvert annað lið, t.d. Valur eða Akranes, sem einnig hafa sterka knatt- spyrnuhefð og hafa margsinnis orðið íslandsmeist- arar. En þeir eru ekki fallnir, gleymum því ekki. Peningaaustur og árangur fara ekki aUtaf saman. Þegar til átti að taka reyndist mannskapurinn í úr- valsdeUdarliðunum mUtlu jafnari. Þættir sem ekki tengjast getu, eins og t.d. barátta og samheldni, hef- ur því spilað stærra hlutverk og því meira reynt á þessa félagslegu þætti. Hjá KR hefur verið ansi mik- ið rót, t.d. hafa erlendir leikmenn verið að koma og fara og það hefur verið skipt um þjálfara." Enginn veit hvað misst hefur Um daginn fór ég ferð með Vinstri-grænum með endilangri Þjórsá allt upp I Þjórsárver. Við ókum sem leið liggur upp með Þjórsá. Af og til sást hún frá vegin- um breiða úr sér í farvegi sínum, breið og mikil, ýmist lygn eða straumhörð. Ennþá er farvegur hennar náttúrulegur frá því hún veUur út úr Búrfellsvirkjun allt tU sjávar. Með Búrfellsvirkjun hurfu mynd- arlegir fossar við Búrfell þegar áin var leidd í jarðgöngum gegnum fjaU- ið fyrir meira en 30 árum. Tungnaá, stærsta þverá Þjórsár, hefur verið umturnað með miklum virkjunum og neðri helmingur hennar verður úr sögunni með fyrirhugaðri Búðar- hálsvirkjun. Ég fór þarna oft um á árum áður. Þegar ég fór þar síðast fyrir þremur árum var farvegur Þjórsár að mestu náttúrulegur frá BúrfeUi að upptök- unum við Hofsjökul. Þá rann áin í öllu sínu veldi fyrir ofan Búrfell og þar var ekið yfir hana á brú. Vinna við Sultartangavirkjun var í fullum gangi en áin var enn á sínum stað. Hvað átt hefur? Mér brá mjög þegar við komum upp fyrir BúrfeU því Þjórsá var þar hvergi sjáanleg. Við nánari aðgæslu kom i ljós að búið var að veita þessu mikla fljóti í mjóan, reglustikuteikn- aðan skurð, alveg frá hinni nýju Sultartangavirkjun að inn- taki Búrfellsvirkjunar. Upp- runalegi farvegurinn var þurr og brúin yfir hann þjónaði litlum tilgangi. Þetta var átakanleg sjón fyr- ir mig sem þekkti ána vel eins og hún var. - Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Skyldi þeim sem aldrei sáu Þjórsá ofan við BúrfeU i náttúrulegu ástandi verða jafn bUt við og mér þegar þeir sjá skurðinn? Verða þeir e.t.v. sáttari við ástandið eins og það er nú því þeir þekkja ekkert annað? Má e.t.v. snúa máltækinu við og segja: Enginn veit hvað átt hefur þegar misst hefur? Sogið var virkjað fyrir hálfri öld síðan, að vísu smávirkjanir saman- borið við Þjórsá og Tungnaá. Flestir núlifandi íslendingar hafa aðeins séð Sogið virkjað. Viö höfum aldrei séð fossana sem hurfu og landið sem fór undir vatn og finnst lónin sem komu í staðinn alveg eðlileg. Reyndar finnst mér Sogið býsna fallegt eins og það er, enda vatnið tært og bakk- arnir að mestu grónir. Enginn veit hvað átt hefur ... Hvað misst hefur Ef Þjórsá verður einhvern tíma fuUvirkjuð hverfur þessi merka á okkur sjónum. í versta falli verður ekkert eftir af henni nema ósarnir. Sumt af henni hverfur undir drullubrún uppistöðulón með ógróna bakka. Megnið af farvegin- um þomar þó upp þegar vatnið verður ýmist leitt i skurði eða jarðgöng. Þá munu kynslóðir framtíðar- innar aldrei berja þessa stærstu á landsins augum. Verða þeir jafn sáttir við drullulónin og skurðina eins og ég er við Sogið? Ég á erfitt meö að trúa því. Mér skUst að Landsvirkjun stefni að því að fuUvirkja Þjórsá á næstu árum. Efsta hlutann vfll fyrirtækið flytja þvert yfir Sprengisand austur í Þórisvatn - talsverður hluti hennar hefur nú þegar verið fluttur. Ef áfram verður haldið breytast Dynk- ur og Búði í pínulitla bergvatnsfossa og stór hluti Þjórsárvera fer undir lón eða sand. Síðan er stefnt að tveimur virkjunum í byggð og þá breytist sá hluti árinnar sem flestir sjá ýmist í lón, skurði eða hverfur inn í göng. Með þessu móti geta ál- verin stækkað og þjóðartekjurnar aukist. En Þjórsá verður þá fórnað. - Getum við boðið afkomendum okkar upp á þau býti í trausti þess að þeir muni ekki vita hvað við áttum? Þorvaldur Örn Árnason Þorvaldur Örn Árnason Hffræöingur og kennari „Ef Þjórsá verður einhvem tíma fullvirkjuð hverfur þessi merka á okkur sjónum. í versta falli verður ekkert eftir af henni nema ósarnir. Sumt af henni hverfur undir drullubrún uppistöðulón með ógróna bakka. “ 0 KR-ingar eru í 9. sæti úrvalsdeildarinnar með 11 stig, 5 stigum á eftir Fram en einu stigi á undan Breiðabliki þegar fjórar umferðir eru eftir í deildarkeppninni. KR á leik inni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.