Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Blaðsíða 23
MIDVIKUDAGUR 22. AGUST 2001 59 DV Tilvera Afmælisbarníö Tori Amos 38 ára Söngkonan Tori Amos er af- mælisbarn dags- ins en hún er 38 ára í dag. Tori naut mikilla vin- sælda víða um heim fyrir nokkrum árum en að undanförnu hefur dregið úr vinsældum hennar. Hún heimsótti meðal annars ísland í einni tónleikaferð sinni og hélt tónleika á Hótel Borg. Lögin Cruci- fy og Cornflake Girl eru tvö af þeim lögum sem enn heyrast spiluð með söngkonunni. Glldlr fyrir fimmtudaginn 23. ágúst The Fast and the Furious: vdiiiaucniiii i nauuu [zu. diu niourstöðu i Vatnsberinn (20. ian.-l8. febr.l: ¦ Það verður mikið um að vera fyrri hluta dagsins. Láttu ekki freistast þó að fólkið í knhgum þig sé kærulaust. Haltu þig við áætlun þína. Rskarnir (19. febr.-20. mars): Þú færð einhverjar lóvæntar fréttir og veist líklega ekki alveg hvernig þú átt að túlka þær. Þú ættir bara að bíða og sjá hvað verður. Hrúturinn (21. mars-19. april): . Ákveðin manneskja ! gerir eitthvað sem þér gremst og þú átt erfitt með að sætta þig við. Astandiðl>atnar með kvöldinu. Happatölur þínar eru 3, 15 og 31. Nautið (20. apríl-20. maí): Það er óróleiki í kring- um þig sem stafar af óleystu deilumáli. Reyndu að komast að i um breytingar sem fyrst. Tvíburarnir (21. maí-21. iúni): ^^ Nú er gott tækifæri til /^^að koma hugmyndum ^/ þínumáframfæri, sér- ^N^ staklega varðandi nýjungar. Happatöiur þínar eru 7, 13 og 34. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): Einhver persóna, sem I hefur verið þér ofar- lega í huga, kemur þér _ mjög á óvart. Það verour breyting á einhverju heima fyrir. Liónið (23. iúlí- 22. áeúst): Dagurinn verður skemmtilegur og þú tekur þátt í áhugaverð- um umræðum. Eitt- hvað sem þú hefur beðið eftir lengi gæti gerst í dag. Mevfan (23. áeúst-22. seot.): ^V/y Morg^mninn verður •*^^^ annasamur og þú átt ^^^PLfullt í fangi með að * f ljúka verkefnum sem þér eru fengin. Happatölur þínar eru 8,17 og 29. Vogln (23. sept.-23. okt.): J Viðskipti ættu að C^^Æ ganga vel og þú ert Vjr heppinn í samningum. rf Andstæðingur þinn ber mikla virðingu fyrir þér. Happatölur þinar eru 6,10 og 30. Sporðdrekl (24. okt.-21. nóv.): ; Vertu á verði gagnvart manneskjum sem eru pþér ósammála. Þær | gætu reynt að beita brögðum til að fá sínu framgengt. Happatölur þínar eru 1, 8 og 28. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: LFjölskyldan kemur 'mikið við sögu í dag. 1 Þú ættir að eyða meiri | tima með henni og huga áð loforði sem þú gafst fyrir stuttu. Stelngeitin (22. des.-19. ian.): "\ _ Þú færð efasemdir um \St heiðarleika eða ein- *Jr\ lægni einhvers. Þú átt ^f^* rétt á að fá skýringu á þvl sem þú áttar þig ekki á. Happatölur þinar eru 7,18 og 35. Hraðskreiðir bílar og ósvífnir ökumenn Spennutryllirinn The Fast and the Furious fjallar um Brian, unga löggu sem laumar sér inn í undir- heima Los Angeles til að rannsaka fjölda bílrána sem orðið hafa að undanfórnu í borginni. Þar kynnist hann nýjum heimi þar sem hraðaksturskeppnir á götunum eru daglegt brauð. Leiðtoginn þar á bæ er Dominic Toretto sem er fyrrum tugthúslimur og ekur um eins og hann eigi allar götur bæjarins. Bri- an nær góðum tengslum við Domin- ic og systur hans, Miu, enda hafa þau ekki hugmynd um að hann sé lögga. Helsti óvinur Dominic er hinn ósvífni Johnny Tran og grunar Brian þá báða um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Málið verður þvi sífellt flóknara þegar vinátta hans við Dominic verður sterkari og hann uppgótvar að hann er að verða ástfanginn að Miu. Leikstjóri myndarinnar er Rob Cohen sem er einn fjölhæfasti leik- stjórinn í bransanum og hann sæk- ist mikið eftir því að gerá ævintýra- legar myndir. Meðal þeirra mynda sem hann hefur gert má nefna Dragon: The Bruce Lee Story, The Skulls, Dragonheart og Daylights. Leikarar myndarinnar eru flestallir ungar og upprísandi stjörnur i kvik- myndaheiminum. í hlutverki Brian er Paul Walker sem einnig lék i The Skulls. Hann ætlaði í fyrstu að mennta sig í sjávarlíffræði en skipti síðan um skoðun og ákvað að leggja leiklistina frekar fyrir sig. Vin Dies- el, sem leikur Dominic, mátti meðal Aöalpersónurnar Þau Brian, Dominic og Mia eru aðalpersónur myndarinnar. annars sjá í myndunum Saving Pri- vate Ryan og The Pitch Black. Kven- hlutverkin tvö eru í höndum Michelle Rodriguez úr Girlfight og Jordan Brewster sem lék meðal annars í The Faculty. The Fast and the Furious verður frumsýnd á morgun í Sambíóunum og Háskóla- bíói. -MA Golfstjörnur fram- tíðar æfa alla daga DV, AKRANESI: Máltækið segir að snemma beyg- ist krókurinn. Það á svo sannarlega við um unga golfkappa sem DV hitti við æfingar á Garðsvelli, golfvelli golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Þeir Bjarki Þór Jóhannsson, 9 ára, og Hallur Flosason, 8 ára, voru að æfa golf þegar DV rakst á þá og þeir eru greinilega efni í golfstjörnur framtíðarinnar. Bjarki Þór segir að hann hafi byrjað að æfa golf vegna þess að pabbi hans og bróðir voru í golfinu og honum leist vel á það þegar þeir voru að spila. Hann er búinn að taka þátt í nokkrum mótum og hef- ur bætt forgjöfina úr 36 í 32. Hann segir að það sé gaman að spila golf og hvetur jafnaldra sína til að fara á golfvöllinn og prófa. Hann segir að þetta sé góð hreyfing og rosalega gaman að spila og hann æfir sjö daga i viku. Vinur Bjarka Þórs, Hallur Flosason, segir að hann hafi byrjað að æfa golf vegna þess að mamma hans var í golfinu. Hann segist vera með 40 í forgjöf en hafi æft meira í sumar en síðastliðið sumar og er alveg staðráðinn í að bæta sig enn meir og komast í röð þeirra bestu. -DVÓ ^Smáauglýsingar byssur, ferðalög, ferðaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrir veíðimenn, gisting, golfvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útiiegubúnaður...tÓmStlindÍr Skoöaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍf.ÍS 550 5000 DVMYND DANÍEL V. ÓLAFSSON. Snemma beygist krókurinn Bjarki Þór Jóhannesson, 9 ára, og Hallur Flosason, 8 ára, að pútta á Garösvelli. Þeir byrja ungir en golfiö höfðar til allra, ungra sem aldinna. i (/^% ^k ^fc Blaðberar óskast í eftirfarandi götur Grettisgata Njálsgata Hverfisgata Laugavegur 50-105 Austurbrún Norðurbrún Laugarásvegur Langholtsvegur Kópavogur Marbakkabraut Sæbólsbraut ^| Upplýsingar í síma 550 5000 / 550 5777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.