Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2001, Blaðsíða 28
Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 22. AGUST 2001 Togarinn Bjartur frá Neskaupstað er 460 lesta skuttogari. Ljósafell með Bjart í togi - eftir að eldur kom upp „Viö erum búnir að koma taug á milli skipanna og förum að leggja af stað til lands," sagði Ólafur Gunnarsson, skipstjóri á togaranum Ljósafelli frá Fá- skrúðsfirði, í samtali við DV í morgun, en Ljósafellið var þá aö leggja af stað til lands með togar- ann Bjart frá Neskaupstað í togi, en eldur kom upp i Bjarti seint í nótt. Eldurinn var í vélarrúmi skips- ins og var gripið til þess ráðs að loka vélarrúminu kirfilega og freista þess að kæfa eldinn þannig. Ólafur Gunnarsson, skip- stjóri á Ljósafelli, sagði að svo virtist sem það hefði tekist, ekki sæist neinn reykur frá skipinu. „Við fórum nú í siglinguna og eigum fyrir höndum 60 mílna siglingu til Neskaupstaðar," sagði Ólafur. -gk Ótrúlegt kæruleysi: Með gas í garðslöngunum Dæmi eru um að íslendingar sýni af sér ótrúlegt kæruleysi þegar kemur að gasnotkun. Þór Austmar hjá Gasco ehf., sem þjónustar einstaklinga og fyrir- tæki, segir að harmleikurinn í Veiðivótnum hafi orðið til þess að fjöldi manns leiti ráðgjafar. í gær hafi hringingum varla linnt og tímabært hafi verið að fá um- ræðu um þessi mál þótt tilefnið sé hörmulegt. „Fólk er að gera ýmsa hluti heima hjá sér í sambandi við tengingar sem orka vægast sagt mjög tvimælis. Það er ekkert sem bannar fólki að gera þetta sjálft en stundum notar fólk efni sem ekki eru viðurkennd. Ég hef lent í því að fólk er með gasið i garðslöngum heima hjá sér," seg- ir Þór. Hann segir mikilvægt að tæki séu yfirfarin af viðurkenndum þjónustuaðila en brögð hafa verið að þvi aö merkingum á smærri tækjum hafi verið ábótavant. Stærri gasofnar eru hins vegar með súrefnisskynjara sem neita að fara í gang nema loftræsting sé í lagi. -BÞ HÚNRIÐARÞÁ EKKITIL FALLS! DV-MYND BRINK Skin og skúrir fram undan en helgin prýðileg Sumaríö er ekki búiö. Nei, nei. Ný langtímaspá gerir ráö fyrir súld eöa rigningu á föstudag. Á laugardag léttír til á Suöurlandi með hægri norðlægrí átt, súld verður á Norður- og Austurlandi. Á sunnudag verður léttskýjað eða skýjað með köflum sunnan- og vestanlands en skúrir norðaustan til. Á mánudag lítur hins vegar út fyrir að þykkni upp sunnanlands og einnig vestanlands á þriðjudag. Rækjuskipið Mánatindur siglir til lands eftir eldsvoða í nótt: Gleymum þess- um túr ekki - segir skipstjórinn sem bjargaði manni úr brennandi trillu í fyrradag „Þetta fór allt vel að lokum. Skipið er að vísu mikið brunnið að aftan- verðu en okkur tókst að slókkva eld- inn og siglum fyrir eigin vélarafii til Skagastrandar og komum þangað um klukkan níu," sagði Sævar Ólafsson skipsrjóri á rækjuskipinu Mánatindi frá Breiðdalsvík i morgun, en skip- verjar höfðu þá staðið í ströngu frá því um miðnætti þegar eldur kom upp í skipinu þar sem það var norður af Tröllaskaga. Um tíma hugðust menn yfigefa skipið en þeir þrjóskuðust við og tókst að ráða niðurlögum eldsins eftir talsverða baráttu. „Eldurinn kom upp í íbúðum í aft- urhluta skipsins. Það var mjög mikill reykur strax og við sáum aldrei neitt til svo við kæmumst að eldinum. Við tæmdum öll slökkvitæki sem við höfð- U&kA Mánatindur Fimm menn eru á Mánatindi sem er 142 tonna þátur, smíðaður árið 1963. um og lokuðum siðan öllum dyrum. Þá gerðum við okkur klára til að yfir- gefa skipið, fórum í fiofbúninga og settum út björgunarbáta. Áður en við færum frá borði ákváðum við að reyna að komast hinum megin að eld- inum og sprautuðum sjó í gegnum loftstokkana. Þannig tókst okkur að slökkva eldinn," sagði Sævar. Fimm menn eru á Mánatindi sem er 142 tonna bátur, smíðaður árið 1963. Sævar segir að skipverjar hafi i rauninni ekki verið í lífshættu. „Við vorum klárir að fara í bátana og þótt það væru 7-5 vindstig og haugasjór þá voru skip komin að okkur sem hefðu strax tekið okkur upp. Við vorum í fyrsta rækjutúrnum úti fyrir Norður- landi og túrinn hófst reyndar á því að við björguðum manni úr brennandi trillu á Húnaflóa í fyrradag. Við gleymum þessum túr því ekki strax," sagði Sævar. Hann segir skemmdir miklar á Mánatindi, allt brunnið í aft- urhluta skipsins og miklar skemmdir einnig af reyk og sjó sem sprautað var á eldinn. -gk Arekstrahrina í borginni Hátt á fjórða tug árekstra varð í Reykjavik í gær sem er með þvi al- mesta sem gerist þar á einum degi. Talið er að mikinn fjölda árekstr- anna megi rekja til þess að óvenjumik- ið hefur verið malbikað af götum borg- arinnar í sumar, og í rigningu, eins og i gær, er nýja malbikið flughált. Öku- menn sem gera sér ekki grein fyrir því fyrir fram komast hins vegar að því þegar þeir þurfa að bremsa skyndilega. Varla þarf að taka fram að eignátjón varð mikið í öllum þessum árekstrum en alvarleg meiðsli á fólki ekki. -gk Kjötmjölsvinnslan: Afurðirnar seld- ar til Svíþjóðar Kjötmjölsverksmiðjan Kjötmjöl á Selfossi er að hefja vinnslu aftur, en henni lauk fyrr á árinu er forsend- ur fyrir útflutningi á kjötmjöli til Evrópu brugðust er kúariða greind- ist á meginlandi Evrópu, en bannað var að fóðra dýr sem notuð eru til manneldis á kjötmjöli. Tekst hefur að selja allar fyrir- liggjandi birgðir til Svíþjóðar og ná samningi við Svía um kaup á því kjötmjöli sem til fellur í haust þar sem áhrif kúariðunnar fara þverr- andi i Evrópu. -GG Samningar hafa náðst um áframhald starfsemi Reykjagarðs á Hellu: Reykjagarður áfram með vinnslu en slátrun í Mosfellsbæ Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra fundaði með sunnlenskum sveitarstjórnarmönnum sl. þriðjudag á Hellu um framtíð kjúklingabúsins Reykjagarðs sem hefur verið með um 60% af kjúklingaframleiðslunni í landinu. Ráðherra segir að hann telji að í vonlausri skák hafl tekist að ná jafntefli en með tilstuðlan Atvinnu- þróunarsjóðs og sveitarfélaganna hafi náðst samningar við Reykjagarð til 10 ára um að kjötvinnsla verði áfram á Hellu, en það tryggir 25 störf. Þetta sé gríðarlega mikilvægt til að tryggja atvinnulíf á Suðurlandi og eins sé þarna mikil þekking í þessum matvælaiðnaði sem gæti eflst að nýju. „Þó ég harmi þessa stöðu sem upp er komin fagna ég því að einhver hluti starfsmanna Reykjagarðs á Suð- urlandi skuli halda störfum sínum. Verkalýðsfélagið hefur unnið vel með fólkinu, en einnig eru möguleik- ar á því að Sláturfélag Suðurlands veiti einhverjum atvinnu. Engu að síður mun slátrunin fara fram í nýju kjúklingasláturhúsi Móa í Mosfells- bæ sem er með 10% af kjúklinga- framleiðslunni í landinu," segir Guðni Ágústsson. Fyrr á þessu ári seldi aðaleigandi Reykjagarðs, Bjarni Ásgeir Jónsson, fyrirtækið til Fóðurblöndunnar, en Búnaðarbankinn keypti síðan Fóður- blönduna ásamt fjárfestum og eignað- ist þannig Reykjagarð. Búnaðarbank- inn er helsti viðskiptabanki Móabús- ins. -GG Heilsudýnur isérflokkil Svefn&heilsa Reykjavik 581 2233 Akureyri 461 1150 Rafkaup Ármúta 24 • stmi 5&5 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.