Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 Hagsýni_____________________________________________________________________________________________________DV A skiptibókamarkaði Skiptibókamarkaöir geta lækkaö bókakostnaö framhaldsskólanema um þúsundir króna. Á þeim má fá notaöar bækur fyrir töluvert lægra verö en nýjar kosta. il ■ •• í: i | Sí i~-i gjj—1 Bókakostnaður framhaldsskólanema: Hleypur á tugum þúsunda króna - skiptibókamarkaðir góður kostur Verð á nokkrum skólabókum Penninn Griffill Mál og menning Danskur mátfræðilykilí L 284 299 1 New First Certificate Masterclass Student's book 3995 Á 3290 c 3690 Frá iærdómi tii raunsæis. íslenskar bókmenntir 1550-1900 3680 3690 3680 íslands- og mannkynssaga NBII 4490iL 4266 f ekki til Stærðfræði SN 3 5499 4690 5499 A Kennslubók í vélritun 1900 A ekki til 1800 ▼ Heildarverð á fjórum bókum sem voru til á öllum stöðunum 13473 Hæsta 11954 ▼ Lægsta 13168 Nú eru flestir framhaldsskólanem- endur sestir á skólabekk og útgjöldin sem þvi fylgja eru töluverð. Fyrir nokkrum dögum sagði ung stúlka frá þvi í sjónvarpinu að bókakostnaður næmi um 50.000 kr. og í framhaldi af þvt ákvað Hagsýni að fara á stúfana og kanna hvort ekki væru leiðir til að minnka þann kostnað. Reyndar kom í ljós, eftir samtöl við fólk í skólabókabransanum, að þessi tala stúlkunnar er nokkuð í hærra lagi, sérstaklega ef fólk nýtir sér skipti- bókamarkaði. Þessir markaðir eru í Pennanum-Eymundsson, Griftli og hjá Máli og menningu. Eins hafa ein- stakir skólar staðið fyrir slíkum mörkuðum. T.d. geta nemendur Flensborgarskólans í Hafnarfirði fundið einn slikan í skólanum nú í skólabyrjun. Hagsýni kíkti á skipti- bókamarkaði í vikunni og skoðaði hvernig þeir virka og eins var gerð lítil könnun á verði nýrra bóka hjá þessum aðilum. Bryndis Loftsdóttir, verslunar- stjóri í Pennanum Eymundsson, Austurstræti: Skiptibókamarkaðurinn gengur út á það að þeir sem vilja selja bæk- ur koma með þær til okkar og við greiðum fyrir þær 45% af útsölu- verði nýrrar bókar. Við tökum ein- göngu inn þær bækur sem eru á innkaupalistum framhaldsskólanna og lista yfir þær er að finna á Net- inu, á heimasíðu Pennans, penn- inn.is. Við tökum auðvitað ekki vinnubækur þar sem búið er að skrifa í þær flestar. Bækumar eru síðan seldar aftur á 65% af verði nýrrar bókar. Þeir sem koma með bækur fá inneignarnótu sem hægt er að nota í öllum Penna- og Ey- Tilboð verslana mundsson-verslunum og geta keypt hvað sem er fyrir þær, hvort sem það eru námsbækur, skólavörur eða annað. Bækurnar þurfa að vera vel með farnar og síðan gildir lögmálið um framboð og eftirspurn. Við kaupum það sem mikið er kennt og setjum stopp á vissa titla þegar við teljum okkur vera með nóg af þeim. Ég vil endilega benda krökkunum á að skoða vel hvort þau eigi að nota eitthvað af bókum sínum aftur því stundum er sama bókin notuð í fleiri en einum áfanga. Það er leið- inlegt að vera búinn að selja bók og þurfa svo að kaupa hana aftur á hærra verði. Óskandi væri að kennslubækur í sambærilegum fögum væru þær sömu í flestum skólum en sú er ekki raunin. Ég hélt að með hinni nýju samræmdu menntastefnu myndi þróunin verða sú en því miður er ekki svo. Fram hafa komið háar tölur um bókakostnað framhaldsskólanema og segir Bryndis aö þær séu ekki réttar. „Ég sá í sjónvarpinu ein- hvern fullyrða að kostnaðurinn væri um 50 þúsund ef eingöngu væru keyptar notaðar bækur en það held ég að sé ekki rétt. Ég sé á strimlunum hjá okkur að fólk kaup- ir yfirleitt fyrir 20-30 þúsund krón- ur og þá eru stílabækur og önnur ritfóng inni í þeirri tölu. Auðvitað er bókakostnaður meiri hjá krökk- um sem eru í heilsársskólum en á móti kemur að þeir sem eru í áfangakerfí þurfa að endurtaka leik- inn um áramót. Haukur Ólafsson er rekstrarstjóri hjá Grifíli en þar er rekinn skipti- bókamarkaður ásamt sölu nýrra bóka. Hann segir GrifTil kaupa flest- ar þær bækur sem eru kenndar í framhafdsskólum. „Ef bókin er kennd í framhalds- skófa reynum við að hafa hana í söfu. Ef við erum með hana í sölu reynum við að hafa hana á skipti- bókamarkaði. Síðan er afftaf spurn- ing hversu mikið við tökum inn af hverjum titli.“ Hann segir verðiö sem greitt sé fyrir bækur afskaplega misjafnt og engin ákveðin regfa á því og fari það eftir ástandi bókar- innar. Útsöfuverðið sé síðan aflt að 60% af verði nýrrar bókar. „Við höf- um verið að reyna að taka bækur inn á svipuðu verði og keppinautar okkar en selja þær aftur á fægra verði.“ Aðspurður um meðafbóka- kostnað framhafdsskólanema segist Haukur ekki geta geflð upp neinar tölur þar að fútandi. „Ég veit það hreinfega ekki en kostnaðurinn get- ur veriö töluverður séu eingöngu keyptar nýjar bækur. Hann má hins vegar minnka mikið með því að nýta sér skiptibókamarkaðina." Námsmenn sem hafa í hyggju að selja bækur tif Griffils verða að koma með þær á staðinn en hvergi er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða bækur séu gjaldgengar að þessu sinni. 4" i-x ' , ' " ^ Tilboöln gilda tll 25. ágúst. Svínahnakkl 898 kr. kg Svínabuff 898 kr. kg Lambasirloin 598 kr. 1/2 lambaskrokkur 474 kr. kg Skólaostur 719 kr. kg Nettó Helgartllboö. 0 ísfugl ferskur, helll kjúkl. 398 kr. kg 0 Skólajógúrt lakkr., 150 g 49 kr. 0 Skólajógúrt ferskjubr., 150 g 49 kr. 0 Skólajógúrt bananabr., 150 g 49 kr. 0 Skólajógúrt súkk/jarö, 150 g 49 kr. 0 Skólajóg. epl./karam., 150 g 49 kr. 0 Nóa Kropp, 200 g 199 kr. 0 Nóa rjómaskeljar, 200 g 199 kr. Q © Select Tilboöln gilda til 29. ágúst. j 0 Maarud flögur, 100 g 149 kr. 0 Mónu Rex súkkulaöikex 49 kr. 0 Nóa kropp, 150 g 199 kr. 0 Maltabitar, 200 g 229 kr. 0 Homewheat kex, 300 g 179 kr. 0 Endurskinsþríhyrningur 990 kr. 0 Rayovac lukt 1709 kr. 0 Fairy uppþvottal., 500 ml 199 kr. 0 Oeteker pltsur, 430 g 399 kr. 0 Blue Dragon núölur, 85 g 49 kr. Olis Agúst-tilboö. 1 0 Maarud sprö mix 315 kr. 0 Freyju Draumur, 2 stk. 149 kr. 0 Remi myntukex 129 kr. 0 Kók, 0,51 + Freyjustaur 169 kr. Q Maryland kex, allar tegundir 109 kr. 0 Yfirbreiösla 5311 heavy duty 1198 kr. 0 Yfirbreiösla 45“ heavy duty 998 kr. 0 Elnnota grill Bar - b - quick 348 kr. Q © Þeir íjöfmörgu sem hyggjast dytta að heima hjá sér og máfa eitt eða fleiri herbergi geta efafaust notað þessi góðu ráð. Málað með teppabút Oft er erfitt að máfa pípu upp við vegg. Notaðu teppabút e.þ.h. tif sfíks. Dýfðu honum í málningu, smeygðu honum bak við pípuna og dragðu hann fram og aftur. Þetta er fljótleg lausn. Hillumálning Oft tekur það tímann sinn að mála hillur af því að önnur hfiðin þarf að þorna áður en byrjað er hin- um megin og á köntunum. Rektu tvo nagfa í hvorn hilluenda og láttu þá hvíla á kubbum. Þegar efri hlið- in hefur verið máluð tekur þú í naglana og snýrð hillunni við. Er þá fljótlegt að ljúka við hana. Einnota málningarpensill Ef ætlunin er aðeins að bletta fer óhæfilegur tími í pensilhreinsun á eftir. Búðu heldur til einnota pensil sem þú fleygir eftir notkun. Þá not- ar þú þvottaklemmu eða klemmur af öðru tagi, eftir því hvað pensill- inn á að vera stór. Settu svampbút í klemmuna, dýfðu honum í máln- ingu og fleygðu honum síðan með góðri samvisku þegar verkinu er lokið. Vattpinni kemur að góðum notum við smábletti. Hreinir fingur Málning festist ekki á fingrum ef terpentínu er strokið á þá áður en farið er að mála og málningarkám sem sest hefur á hendur er fljót- strokið af með terpentínu að loknu verki. Pensillinn þornar ekki Þegar málar- inn verður að hætta í miðju verki er heldur þreytandi að hreinsa pensl- ana til hlítar ef ætlunin er að halda áfram eft- ir stutta stund. Taktu álpappír og vefðu honum utan um blauta rúlluna eða pensil- inn upp á mitt skaft. Þá geymast gripirnir mjúkir og þjálir þangað til byrjað er að nýju. Hreinn málningarbakki Þú stingur málningabakkanum í plastpoka og hellir málningunni á plastið áður en þú hefst handa við málninguna. Málningarbakkinn óhreinkast ekki og þú sparar þér þrif þegar verkinu er lokið. Terpentínuhreinsun Þegar penslar hafa verið hreins- aðir í terpentínu er vökvanum hellt í krukku eða flösku með loki. Að viku liðinni hefur málningin sest á botninn. Þá hellir þú terpentínunni ofan af og getur notað hana aftur. Stigalökkkun Þegar lakka þarf stiga sem eru í stöðugri notkun er ein leiðin að lakka annað hvert þrep og nota stig- ann eins og áður. Auðveldara er hins vegar að lakka 2/3 af hverju þrepi - fyrst frá hægri til vinstri og síðan frá hægri. Stiginn verður auð- veldari í notkun og miðhlutinn - sem mest mæðir á - fær tvöfalda lökkun. Gluggapenslar Viljir þú ekki nota málníngarlím- band við gluggamálningu geta þess- ir listapenslar komið að góðu haldi. Þeir eru ætlaðir til nota á afmörk- uðum fleti, t.d. mótum lista og rúðu. Penslarnir henta einkar vel þegar ganga skal varlega til verks og mála ekki út á glerið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.