Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 DV Stafrænar myndir, tónlist og ljóð á menningarnótt: Halastjörnur og náttföt í glugga Rauðhettu DV-MYND PJETUR Ljóöi blandað saman við aðra miðla „Mig haföi lengi langaö aö blanda Ijóöinu saman viö aöra miöla, “ segir Sigurbjörg. „Ég kynntist Jean- Marie þegar hann flutti til landsins fyrir tveimur árum. Fyrr í sumar hitti ég hann og var aö forvitnast um hvað hann væri aö fást viö og skoðaði nýjustu verkin hans. Ég nefndi viö hann aö þaö væri sniöugt aö gera eitthvaö fyrir menningarnótt. Niöurstaöan var Halastjörnur og náttföt. “ Fólk er nú að ranka við sér eftir stærstu útihátíð sumarsins, menningarnótt. Ólíkt öðrum útihátíðum þá eru timburmennirnir þægilegir og „flassbökkin" ánægjuleg endurkoma í gallerí og verslanir. Talið er að um fimmtíu þúsund manns hafi mætt í miðborg Reykjavíkur til að anda að sér listrænu lofti. Meðal þess áhugaverðasta sem boðið var upp á á menning- arnótt var Halastjörnur og náttfót, bræðingur ljós- mynda og ljóða um fólk, föt og fyrirbæri næturinnar. Þennan bræðing gat fólk barið augum í glugga Rauð- hettu og úlfsins á Laugavegi 7. Verkið var unniö af ljósmyndaranum Jean-Marie Babonneau, graflska hönnuðinum Ómari Sverrissyni og skáldinu Sigur- björgu Þrastardóttur. Halastjörnur og náttföt „Mig hafði lengi langað að blanda ljóðinu saman við aðra miðla,“ segir Sigurbjörg. „Ég kynntist Jean- Marie þegar hann flutti til landsins fyrir tveimur árum. Fyrr í sumar hitti ég hann og var að forvitn- ast um hvað hann væri að fást við og skoðaði nýj- ustu verkin hans. Ég nefndi við hann að það væri sniðugt að gera eitthvað fyrir menningarnótt. Niður- staðan var Halastjörnur og náttfót." Jean-Marie hélt til Frakklands eftir samtal sitt við Sigurbjörgu. Þegar hann kom heim slóst í hópinn Ómar Sverrisson sem lagði til helstu tölvukunnáttu sem þurfti til verksins. „Tónlistin kom eiginlega inn í á síðustu dögunum. Við hugsuðum þetta fyrst bara sem Ijósmyndir og ljóð. Þetta var svona þögul mynd þótt það hefði kannski átt að liggja ljóst fyrir frá upphafi að nota tónlist. Við byrjuðum að prófa okkur áfram og Ómar samplaði músík sem passaði fullkomlega við.“ Þiö hafió gengið um mióbœinn í nokkrar vikur í leit aö hentugum glugga? „Ekki alveg. Við sátum og hugsuðum upp nokkra staði og fórum svo í vettvangskannanir. Svo var ég á gangi um Laugaveginn eftir fund með Jean-Marie og Ómari og þá blasti þessi gluggi allt i einu við. Ég hugsaði með mér að þetta væri glugginn og ég sendi þeim SMS um leið. Mikið af undirbúningsvinnunni fór fram í gegnum smáskilaboð - nútímatækni, sko.“ Verkefnið var síðan kynnt fyrir Rauðhettu og úlf- inum sem voru til í slaginn. Skrifin eru eins manns verk Þrátt fyrir aö yfir mann flœöi tónlistarmyndbönd þar sem tónlist og mynd eru notuö til sameiginlegrar tjáningar hefur lítió veriö um blöndun Ijóös, myndar og tónlistar á þennan hátt hér á landi. „Ég veit ekki hversu nýtt þetta er, þetta hefur ör- ugglega verið gert oft áður án þess að við vitum. Það er engin kvikmynd í verkinu. Þetta eru stafrænar ljósmyndir (og nóg af þeim) og þeim er skeytt saman í tölvu. Ég veit ekki hvort þetta heitir eitthvað eða hvað þetta er í rauninni. Við töluðum alltaf um verk- ið, aldrei um myndina. Þetta er því dálítið á reiki. Og það er mjög skemmtilegt." Þannig aö þaö er ekki ólíklegt aó þaö verði fram- hald á þessu samstarfi? „Ég veit ekki hvað gerist. Ég vona að minnsta kosti að þetta hafi vakið athygli á hæfileikum Jean- Marie og Ómars. Það er skemmtileg reynsla að vinna svona náið með fólki. Skrifin eru eins manns verk og maður sýnir engum ljóðið fyrr en það er búið. í svona samstarfi koma fleiri að og aðrir þættir hafa áhrif á val ljóðanna." Hnattflug Sigurbjörg hefur gefið út tvær ljóðabækur, Blá- logaland og Hnattflug. Hún fer í dag til Svíþjóðar þar sem hún mun lesa upp á árlegri ljóðahátið í Nássjö í kvöld. Eini íslendingurinn á hátíðinni auk hennar er Vigdís Grímsdóttir. Ljóð Sigurbjargar hafa verið þýdd á ensku, norsku, sænsku, tékknesku og itölsku, svo eitthvað sé nefnt og bráölega birtast ljóð og grein eftir hana í ítalska bókmenntatímaritinu Verso Dove. „Það er rosalega gaman að hlusta á upplestur ljóða sinna á öðrum tungumálum. Ég var í Prag fyrir skömmu. Þar las ég á íslensku en svo las þýðandinn ljóðið á tékknesku strax á eftir. Þetta var svo ólíkt að ég var ekki alltaf viss hvort hún var búin að lesa ljóðið eða ekki. Það var mjög skrýtið." „How-do-you-like-Iceland-spurning ljóðskáldsins er: Hvenær ætlarðu að skrifa skáldsögu? Sigurbjörg segist hafa fengið þessa spurningu æði oft og er að verða uppiskroppa með svör. „Mér finnst þetta alltaf dálítið undarleg spurning því ljóð og skáldsaga eru mjög ólík fyrirbæri. Skáld- sögur byggjast á plotti, persónusköpun og samtölum en ég held ég kunni ekkert af þessu þrennu þannig að ég sætti mig við einfalda stutta texta. Reyndar var ég einhvern tímann spurð hvort ég hefði 'í raun próf- að að skrifa samtöl og ég svaraði neitandi; „prófaðu það þá,“ sagði þá spyrjandinn. En ætli þetta sé ekki bara einhver leti.“ Þóra og Örvar Már halda tónleika í Hafnarborg: Lítið um þunglyndisaríur í kvöld halda hjónin Þóra Björnsdóttir og Örvar Már Kristinsson tónleika I Hafnarborg í Hafnarfirði. Á efnisskránni eru verk eftir Sigfús Einarsson, Pál is- ólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stef- ánsson, Mozart, Schumann, Lehar, Jo- han Strauss, Millöcker, Flotow, Don- izetti, Bellini og Puccini. Um síðustu helgi héldu þau tónleika á Akranesi og eru þeir tónleikar og tónleikamir í Hafn- arborg fyrstu tónleikar þeirra utan skóla. „Efnisskráin er dálítið bland í poka. Við völdum verk sem okkur þykir skemmtileg og svo hugsuðum við líka um að foreldrar okkar og ættingjar hefðu gaman af,“ segir Þóra. „Þessir tónleikar eru að hluta til haldnir fyrir fólkið sem í gegnum tíðina hefur klappað á bakið á okkur og hvatt okkur til að halda áfram.“ „Við viljum sýna hvað við höfum lært og þróast," segir Örvar. „Það verður lít- ið um þunglyndisaríur." „Þessir tónleikar hafa líka skemmtigildi," bætir Þóra við. Nágrannarnir vanir aríunum Þóra og Örvar Már hafa síðustu tvö ár búið í Vín. Áður hafði Örvar klárað átt- unda stigið í söng árið 1998 en Þóra tók burtfar- arpróf frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1999. Þar var Þóra í einkatímum, Örvar byrjaði í óp- að halda tónleika. Söngvarahjónaband er heppilegt að mörgu leyti, sérstaklega þegar kemur að „heimanáminu". „Ég lagði mig ffam við það að læra sópranhlutverkin á móti þeim hlutverk- um sem Örvar var að syngja í óperu- deildinni," segir Þóra. „Ég hef lært heil- mikið af því.“ Nágrannar Þóru og Örvars eru ágætir og segir Örvar að þeir hafi ekkert kvart- að yfir söngnum. „íbúðin hefur gengið á milli íslenskra söngnema í mörg ár. Nágrannarnir eru því orðnir vanir þessu.“ Frábær staður fyrir söngvara Margir söngvarar kjósa þá leið á ferli sínum að fara í kóra og mjaka sér þannig inn í miðpunkt sviðsljóssins. Stærstu tenórarnir hafa flestir farið þá leið. Örvar og Þóra segja að það sé líka mjög hentugt fyrir fjölskyldufólk því þá er vinnan I einu óperuhúsi en ekki þurfi að þeytast milli landa til að hafa í sig og á. Þar að auki séu kórsöngvarar í örugg- ara starfi og betur launuðu en ungir söngvarar. Þau benda á að I Vín sé hægt að fara og sjá óperu fyrir 180 krónur íslenskar. Þar sé framboðið lika mun betra en hér heima. „Vín er frábær staður fyrir söngvara." Efnisskráin er bland í poka „Efnisskráin er dálítiö bland í poka. Viö völdum verk sem okkur þykir skemmtileg og svo hugsuöum viö líka um aö foreldrar okkar og ættingj- ar heföu gaman af. Þessir tónleikar eru aö hluta til haldnir fyrir fólkiö sem í gegnum tíöina hefur klappað á bakiö á okkur og hvatt okkur til aö halda áfram, “ segja Þóra Björnsdóttir og Örvar Már Kristinsson en þau haida tónieika í Hafnarborg í kvöld. erudeildinni við háskólann og er kominn með annan fótinn i kór Ríkisóperunnar í Vin. Þau eru því bara i heimsókn hér á íslandi í sumar og til ________________Menning Umsjón: Sigtryggur Magnason Fröken Júlía á förum Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu Ein- leikhússins á Fröken Júlía - enn og aftur al- veg óð í leik- stjóm Rúnars Guðbrandssonar. Verkið var frum- sýnt 30. júní. Leikarar eru Ámi Pétur Guðjóns- son, Pálína Jónsdóttir og Sigrún Sól Ólafsdóttir. Þetta er sýning sem eng- inn ætti að láta fram hjá sér fara en síðustu sýningar eru í kvöld, annað kvöld og sú alsíðasta á laugardag og hefjast allar sýningamar klukkan átta. Verkið er sýnt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13, en gengið er inn um port við Klapparstíg. Kristinn gerir víðreist Kristinn Sig- mundsson óperu- söngvari og Jónas Ingimundarson pí- anóleikari halda tónleika i ísafjarð- arkirkju fimmtu- daginn 23. ágúst kl. 20.30, Egilsstaða- kirkju sunnudag- inn 26. ágúst kl. 17.00 og í Salnum i Kópavogi fimmtudaginn 30. ágúst kl. 20.00. Á efnisskránni, sem er afar fjöl- breytt, eru lög eftir Schubert, Sibeli- us og aríur eftir Verdi auk margra alþekktra laga eftir íslensk tón- skáld. Kristinn Sigmundsson hefur nú um árabil verið upptekinn við söng við mörg af stærstu óperuhúsum heims, m.a. Scala í Mílanó, Metrópólitan í New York, Óperuna i París o.fl. Hann gefur sér þó alltaf tíma inn á milli til að gleðja land- ann með söng og er þess skemmst að minnast að hann fór í mikla söngför um landið í maí sl. Með Kristni nú eins og jafnan áður er píanóleikarinn Jónas Ingi- mundarson. Þeirra samstarf er löngu landsþekkt og hefur staðið um árabil. í undirbúningi eru tón- leikar á listahátíð í Suður-Frakk- landi um miðjan september þar sem þeir félagar, Kristinn og Jónas, flytja sömu efnisskrá. Sjónþing Bjarna Tilkynnt var við athöfn í Ráðhúsinu á menningarnótt kl. 15.00 að Bjarni H. Þórarinsson sjónháttafræðingur yrði meðal þeirra listamanna sem hlytu starfslaun Reykjavíkurborgar á þessu ári. Klukkustund siðar opn- aði Bjarni sjónþing sitt í Reykjavík- urAkademíunni i JL-húsinu Hring- braut 121. Bjarni sýnir núna gott úr- val af verkum sínum undanfarin ár og einnig vísi að næsta sjónþingi. Hann hóf sjónþingið með sjónræn- um gjömingi og Eirikur Þorláks- son, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, flutti ávarp. Sýning Bjarna er opin frá kl. 9.00-17.00 virka daga vikunnar og stendur til I. október. Allir eru velkomnir og eru verkin til sölu ásamt nýju vegg- spjaldi. Bjarni hefur undanfarin ár skap- að sér gott orð sem sjónháttafræð- ingur. Hann er stofnandi Vísiaka- demíunnar og höfundur fræða hennar. Bjarni heldur nú 12. sjón- þingið en það síðasta, í Nýlistasafn- inu árið 2000, vakti góða athygli. Framsetning verka Bjarna er í myndlistarformi nýs liststíls, þar sem hann blandar saman handriti og myndlist og kallar benduvísilist sem birtist í formi vísirósa. Höfund- ur kallar verkefnið Litlu íslensku endurreisnina. Sýningin á verkum Bjarna er þriðja sýningin sem ReykjavíkurAkademían stendur fyrir. Hinar fyrri voru: Kynstrin öll í umsjá Katrínar Sigurðardóttur og Annars vegar fólk eftir Birgi Andr- ésson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.