Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýslngastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ríkið og auglýsingar Forráðamenn Ríkisútvarpsins koma hver á fætur öðrum fram í fjölmiðlum til að verja stöðu stofnunarinnar. Líkja má framrás þeirra í blaðagreinum undanfama daga við litla PR-herferð fyrirtækja sem byggja þurfa upp orðspor. Forstöðumaður markaðssviðs ríkisstofnunarinnar reið á vaðið á þriðjudag með blaðagrein í Morgunblaðinu. Greini- legt er að markaðsstjórinn hefur miklar áhyggjur af því að æ háværari kröfur um að samkeppnisstaða einkarekinna ljósvakamiðla gagnvart ríkisvemduðu fj ölmiðlafyrirtæki verði leiðrétt. Ein leiðin sem bent hefur verið á er að Rík- isútvarpið dragi sig að fullu út af auglýsingamarkaði. Með því yrði unnið upp það forskot sem ríkisfjölmiðillinn hefur í formi „skattheimtuvalds". Hitt er svo annað að sterkustu rökin gegn því að taka Ríkisútvarpið út af auglýsingamarkaði snýr að fyrirtækj- um og markaðssetningu á vöru og þjónustu. Leiða má rök að því að markaðskostnaður fyrirtækja kunni að hækka í kjölfarið þegar þeim er meinaður aðgangur að sterkum auglýsingamiðli. Auk þess leiðir auglýsingabannið til þess að framtíðarvirði ríkismiðilsins verður lægra en ella þegar og ef stofnunin verður seld. Vinir og vandamenn ríkisfjölmiðilsins eru hins vegar sjálfir verstu óvinir stofnunarinnar. í leiðara DV í mars 1999 sagði meðal annars: „En í stað þess að leita leiða til breytinga standa vinir og vandamenn Ríkisútvarpsins sam- an og reyna að telja landsmönnum trú um að engu megi breyta, nema þá að leggja stjórn stofnunarinnar - útvarps- ráð - niður. Engum dettur í hug að uppdráttarsýkin sé inn- byggð í úrelt stjórnskipulag og eignarhald. Vinir og vanda- menn Ríkisútvarpsins mega ekki heyra á það minnst að hugsanleg leið út úr ógöngunum sé að breyta fýrirtækinu í hlutafélag. Það gengur landráðum næst að leggja til að landsmönnum - sem á hátíðarstundum eru sagðir eigendur útvarps allra landsmanna - verði seld hlutabréf i fyrirtæk- inu.“ Útvarpsstjóri virðist þó átta sig á nauðsyn þess að breyt- ingar verði gerðar en hann kvaddi sér hljóðs í PR-herferð ríkisfjölmiðilsins með blaðagrein í Morgunblaðinu í gær. Þar bendir Markús Örn Antonsson á að kröfur um þjónustu Ríkisútvarpsins séu festar í lög og segir síðan orðrétt: „Meðan umrædd lagaákvæði standa óbreytt mun Ríkisút- varpið að sjálfsögðu uppfylla þær skyldur sem það hefur við alla landsmenn. Vilji menn hafa það eitthvað öðruvísi og kjósi þeir að þrengja kost Ríkisútvarpsins og starfssvið þess eiga þeir að segja það undanbragðalaust.“ Eftirtektarvert er að nú hafa helstu rök ríkishyggju- manna í fjölmiðlarekstri um öryggishlutverk stofnunarinn- ar þagnað. Frammistaða Rikisútvarpsins i Suðurlands- skjálftunum á liðnu ári og snjóflóðum á Vestfjörðum 1995 undirstrikaði rökleysu þeirra sem lögðu áður áherslu á ör- yggishlutverkið. Og með því fuku síðustu haldbæru rökin fyrir tilvist ríkisrekins fjölmiðils og skylduáskriftar lands- manna út í veður og vind. Og fyrst kallað er eftir því að talað sé undanbragðalaust út um hlutina þá er það tímaskekkja að ríkið skuli standa í rekstri fj ölmiðlafyrirtækis. Sé það almennur vilji að halda úti íslenskri menningu á öldum ljósvakans er það hægt með markvissari hætti en gert er innan veggja Ríkisút- varpsins. Ekki yrði það ónýt vítamínsprauta fýrir íslenska kvikmyndagerð og menningarstarfsemi ef söluandvirði Ríkisútvarpsins yrði varið með beinum hætti til uppbygg- ingar á því sviði. Óli Björn Kárason DV Þingmannalög og Guðslög Árin eru orðin nokkuð mörg, síðan ég lét hafa það eft- ir mér, að ekki væru það leng- ur Guðs lög, sem hefðu vinn- inginn, ef þau greindi á við lög mannanna. Þau orð féllu í sambandi við skilnað prests og lutu því, að allir íslendingar stæðu jafnir fyrir lögum lýð- veldisins, og þau næðu því til hvers og eins, hvort heldur til varnar eða sóknar. Og ævin- lega skyldi þeim fylgt og gæti refsingu annars verið beitt. Ekki mikiö vald Minnist ég þess, að þá rak Guð- mundur G. Þórarinsson, fyrrverandi alþingismaður, upp nokkur undrunar- andvörp yfir þessu hjá mér, og taldi síst sæma biskupi að hafa slíkar skoð- anr. Og enn man hann orð mín eins og fram kemur í grein hans í DV 20. ágúst sl. Vildi ég gjarnan óska þess, að þau væru fleiri jafn minnisstæð, svo mörg hef ég látið þau frá mér fara, hvort heldur í beinu sambandi við fjölmiðla- mann eins og þau fyrrgreindu eða í prédikun í kirkjum. Vald kirkjunnar er ekki mikið. Hún drottnar hvorki yfir trú manna né hefur hún síðasta orðið í þvi hvað leyfist eða leyfist ekki í íslensku samfélagi. Einu sinni naut hún meiri valda og þótti sumum nóg um. Hryggir jafnvel marga enn í dag, hvernig því valdi var á stundum beitt og þykir sem ekki hafi það alla tíð túlkað vilja himnesks föður, sem sendi einkason sinn til að sýna, að það er kærleikurinn, sem á að ráða í hví- vetna. Enda biðjum við um það í Fað- ir vorinu, að vilji Guðs megi verða, ekki aðeins á himni, sem við væntum að gista þegar þar að kemur, heldur og á jörðinni, þar sem önnur lögmál eru þó fyrirferðarmeiri. Og þrátt fyrir hita þessa bænavers hjá trúuðum - sem velviljuðu fólki - fer ekki hjá því, að langt virðist í land með það, að vilji Guðs sé í hvívetna túlkaður í sam- skiptum manna eða í löggjöf þjóða. Guölega valdiö ræður ekki eitt Nei, hið títtnefnda guðlega vald Olafur Skúlason biskup „Þó skal ég fúslega játa það, að ég vildi gjaman sjá eina og eina Biblíu eða Nýja testamentið í blaðahrúgu þing- manna á borðum þeirra, þegar þeir em að rökrœða hin flóknustu málefni sem skipta okkur öll miklu. “ ræður ekki eitt í lýðveldinu íslandi um við minnast veikleika mannanna eða trónar þar ætíð hæst. Harma ég og hryllir við því, þegar trúarleiðtog- það í sjálfu sér ekki, þar sem vel meg- ar í fjarlægum löndum þykjast svo Umhverfisráðherra gerður vanhæfur Kærufrestur vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um Kárahnjúka- virkjun rennur út 5. september næst- komandi. Stofnunin taldi mikið vanta á að virkjunin kæmist gegnum mat og staðfesti með því sjónarmið lögboðinna umsagnaraðila, félaga- samtaka og fjölmargra einstaklinga sem athugasemdir gerðu við mats- skýrslu Landsvirkjunar. Varla var úrskurðurinn fallinn þegar liðsoddar ríkisstjórnarinnar og formenn beggja stjórnarflokkanna stigu fram og lýstu úrskuröinn ómerkan og að engu hafandi. Um- hverfisráðherra og Alþingi hefðu síð- asta orðið og varla þyrfti að velkjast í vafa um niðurstöðu. Forsætisráð- herrann hnykkti síðan á þessu sjón- armiði í fréttaviðtali sunnudaginn 19. ágúst og bætti við að úrskurður Skipulagsstofnunar gengi gegn lög- um. Umhverfisráöherra ómerktur Svo er að sjá sem ríkisstjómin viti ekki sitt rjúkandi ráð í þessari stöðu, sem virðist hafa komið ráðherrunum í opna skjöldu. Með fleipri sínu og yfirlýsingum eru oddvitar ríkisstjórnarinn- ar að gera umhverfisráð- herra ómerkan og vanhæf- an til að sinna lögboðnu hlutverki sínu að úrskurða í hugsanlegum kærumál- um vegna Kárahnjúka- virkjunar. Hverjum dettur i hug að halda að umhverfisráðu- neytið muni við þessar aðstæður kveða upp hlutlægan úrskurð vegna boðaðra kærumála þar sem þess yrði krafist af Landsvirkjun eða öðrum fyrir hennar hönd að úrskurður Skipulagsstofnunar verði úr gildi felldur? Hafa ber i huga fyrri yfirlýs- ingar umhverfisráðherra, þegar hún á árinu 1999 lagðist gegn kröfunni um lögformlegt mat á Fljótsdals- virkjun og bar þvi við að hún væri bundin af stefnu ríkisstjórnarinnar. Landsvirkjun rannsakar upp á nýtt Viðbrögð Landsvirkjunar við úr- skurði Skipulagsstofnunar eru hóf- stilltari en hjá ráðherrunum en engu að síður fumkennd og ómarkviss. Rokið er til að efna í nýjar rannsókn- ir, að sagt er til að fylla í eyður sem Skipulagsstofnun benti á í úrskurði sínum. Svo virðist sem Landsvirkjun telji að nú sé rétti tíminn til að efna í nýtt mat, aö þessu sinni til að sann- færa umhverfisráðherra um ágæti Kárahnjúkavirkjunar. Það virðist gleymast að hugsanlegar kærur yrðu að beinast að úrskurði Skipulags- stofnunar og þeim grunni sem hann var reistur á. Upp- lýsingar frá Landsvirkjun, byggðar á rannsóknum eftir að úrskurður Skipulags- stofnunar féll 1. ágúst síðast- liðinn, geta í besta falli nýst í nýrri matsskýrslu frá fyr- irtækinu. Eftir er að sjá hvort stjórn Landsvirkjunar nær saman um kæruefni innan tilskilins frests eða hvort byggt verði á meiri- hlutaákvörðun stjórnar fyr- irtækisins til að þóknast rik- isstjórninni. Stefnir í víðtæk máiaferli Forsætisráðherra reynir að bera sig vel og staðhæfir að landi verði náð eins og til stóð með NORAL- verkefnið í byrjun næsta árs. Ekki þarf spámenn til að sjá að afar ólík- legt er að það gangi eftir, nema þá til að slá striki yfir stóriðjuáformin. Þótt ríkisstjórnin ráðgeri að knýja fram niðurstöðu sér í hag í krafti meirihluta á Alþingi er ólíklegt að fjáifestar að Norsk Hydro meðtöldu dansi eftir þeirri sekkjapípu. Margir lögspekingar hafa þegar tjáð sig um málavöxtu og með afar ólíkum hætti. Því er líklegt að í vetrarbyrjun upp- hefjist víðtæk málaferli sem vart geta endað fyrr en á æðsta dómsstigi. Með ótímabærri ihlutun sinni eru forkólfar ríkisstjórnarinnar að eyði- leggja eðlilegan framgang lögboðins ferlis um mat á umhverfisáhrifum og þar með að stefna stóriðju á Aust- urlandi sem og annars staðar í enn meiri óvissu og ófrið en ella. Hjörleifur Guttormsson. „Hafa ber í huga fyrri yfirlýsingar umhverfisráðherra þegar hún á árinu 1999 lagðist gegn kröfunni um lög- formlegt mat á Fljótsdalsvirkjun og bar því við að hún vœri bundin af stefnu ríkisstjórnarinnar. “ skilja vilja guðs, að þeir geti túlkað hann með þvi að þjarma að fólki og jafnvel refsa því fyrir „glæpi" sem á stundum eru ekki í öðru fólgnir en því að það fylgir ekki fyrirmælum þess- ara foringja í hvívetna. Þó skal ég fúslega játa það, að ég vildi gjarnan sjá eina og eina Biblíu eða Nýja testamentið í blaðahrúgu þingmanna á borðum þeirra, þegar þeir eru að rökræða hin flóknustu málefni, sem skipta okkur öll miklu. Vera má þó, að þessi rit finnist í einka- skrifstofum, sem þeir nú njóta og ætti að tryggja þeim betri yfirsýn, þegar réttrar niðurstöðu er leitað. Og heill fylgdi því, ef vilji Guðs réði sem oftast í afstöðu þingmanna, og hans sé leitað í auðmýkt og hollustu, svo að þeir fái notið, sem samferða eru á lifsgötunni. En því held ég fast við þessi orð min, sem kunningja mínum Guð- mundi G. Þórarinssyni þykja svo furðuleg, að hann man enn og vitnar til, að ég hygg, að Guðs vilji komist ekki alltaf að eða lög hans séu höfð til viðmiðunar, þegar þingmál eru af- greidd og verða þau lög sem öllum ber að lúta - og það án undantekningar. Ólafur Skúlason Veruleiki Samfylkingar „Eftir að hafa búið til forsendur í málinu, telur þingflokkur Samfylking- arinnar, að ég hafi ekki gefið viðhlítandi skýring- ar á þvi, hvers vegna ég brást ekki við, og krefst þingflokkur- inn undanbragðalausra skýringa á allri aðkomu minni. Þetta hef ég gert, en líklega verður aldrei nóg að gert í þessu efni af minni hálfu að mati Sam- fylkingarinnar, því að hún hefur búið sér til eiginn veruleika í þessu máli eins og flestum öðrum - þessum til- búna veruleika get ég ekki breytt með neinum upplýsingum. Miðað viö fyrri yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur og Margrétar Frímannsdóttur vakti at- hygli mína, að þess er ekki lengur krafist að ég segi af mér. Var það i raun aldrei neitt fréttnæmt, að þessir þingmenn krefðust afsagnar minnar.“ Björn Bjarnason menntamálaráöherra á heimasíöu sinni. Vextir sem drepa „Taprekstur og þar með minnkandi lánstraust og fáránlega háir vextir munu verða banabiti einhverra fyrir- tækja á næstu mánuðum. Seðlabank- inn virðist vera að slást við þenslu sem hvarf eins og dögg fyrir sólu með gengislækkun krónunnar. Verðhækk- anir sem nú eru að koma fram eru allt annars eðlis en verðhækkanir þensluáranna 1999-2000. Sá sem þetta skrifar er ekki alveg viss um það hvort það er mótuð stefna Seðlabank- ans að slaka ekki á klónni fyrr en gjaldþrotahrina ríður yfir. Þar á bæ tala menn um að vextirnir eigi að bíta. Enginn atvinnurekstur þolir þetta vaxtastig til lengdar. Það er orð- ið meira en tímabært að lækka vexti hér á landi umtalsvert." Sveinn Hannesson í leiöara Islensks iðnaðar Spurt og svarað Eru líkur á að friður komist á fyrir botni Miðjarðarhafs Tómas Ingi Olrich alþingismadur Við suðumark „Þarna er búið að ríkja ófrið- arástand síðan Ísraelsríki var stofnað, og jafnvel fyrir þann tíma. Ástandið er verra en það hefur lengi verið og það má lítið út af bera til þess að þama sjóði upp úr. Það hvetur menn hins vegar til þess að beita öllum ráðum til að finna lausn á deilunni. Þarna hefur soðið upp úr áður og þarna hafa orðið víðtæk átök herja ísraelsmanna, Egypta og Sýrlendinga svo það er vitað hvað er í húfi. Ráðamenn munu því gera sitt ýtrasta til þess að finna einhverja lausn á málinu og ég vona auð- vitað að svo verði.“ Gísli S. Ámason, bœjarstjóm Homafjardar Fullreynt að að- ilar nái saman „Maður heldur auðvitað alltaf í vonina að þarna komist á frið- ur og ófriðaröldumar lægi þótt fréttir séu mjög ógnvekjandi. Fréttimar af þessum hefndaraðgerðum og eld- flaugaárásum fá mann til þess að hugsa hvað gerist ef allt fer á versta veg. Mér finnst að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna eigi að grípa í taumana. Það er löngu orðið tímabært að þessi sameiginlegi vettvangur þjóða heimsins komi með afgerandi hætti að þessum málum fyrir botni Miðjarðarhafs ef hann beitir sér einhvern tíma. Það virðist fullreynt að þessir aðilar nái saman við samningaborðið." Svanfríður Jónasdóttir alþingismadur Útrýma palest- ínsku þjóðinni „Það er fátt sem bendir til þess núna að þarna komist á friður, því miður. Ég óttast að ef alþjóðasamfé- lagið tekur ekki öðruvísi á málinu en það hefur gert til þessa þá muni ég ekki lifa það að sjá frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Bandaríkjamenn þurfa í fyrsta lagi að breyta sinni afstöðu og menn verða að horfast í augu við þetta mál eins og það liggur fyrir, þ.e. að ísraelsmenn eru að útrýma palestínsku þjóð- inni. En þetta er svo langt ferli að nú dugir ekki vonin ein lengur.“ Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri Hveifandi líkur „Þarna hefur ríkt ófriðar- ástand undanfarna áratugi svo það er eflaust mjög erfitt að ná sáttum án milligöngu annarra þjóða. Ég held reyndar að það séu hverfandi lík- ur á því. Við íslendingar erum reyndar ekki í neinni stöðu til að meta ástandið þarna og líkur á friði því við fáum okkar fréttir eingöngu gegn- um alþjóðlegar fréttastofur og þær fréttir eru allar eins og óhugnanlegar. Það er fyrst og fremst fólkið sem býr á svæðinu sem veit hvað snýr upp og niður á hlutunum. Það er þvi tak- mörkuð mynd sem við höfum af ástandinu í þessum heimshluta.“ ísraelskar hersveitir skutu í gær tveimur eldfiaugum á lögreglustöð Palestínumanna á suðurhluta Gasastrandarinnar og jöfnuðu hana við jörðu. Skoðun Kjósendur vilja ekki valdhroka Vald spillir segir máltæk- ið. Getur verið að vel mein- andi alþingismenn, fulltrú- ar fólksins, missi fótanna og tapi jarðsambandi eftir að völdin eru komin í hend- ur þeirra? Ég hef, eins og margir aðrir, orðið var við persónuleikabreytingar hjá fólki sem hefur komist yfir völd. Hæglætisfólk getur breyst í ótrúlega hrokafull- ar og andstyggilegar per- sónur sem níðast á undir- sátum sinum. Nýr stjóri á vinnustað getur breyst í pínulítinn hitler við það eitt að fá mannaforráð. Þetta er auðvitað ekk- ert algilt. Ég þekki marga þingmenn og nær alla að góðu einu. Ég er því algjörlega ósammála þeirri vinsælu kenningu að allir stjórnmálamenn séu í eðli sínu glæpamenn. Ég var í sveitasælunni þegar Árna mál Johnsens reið yfir þjóðfélagið með mitt blað í forystunni. DV vann mikið blaðamennskuafrek með því að fletta ofan af glórulausri spill- ingu. Það hefur blaðið reyndar gert svo oft að ekki verður tölu á komið. Stundum eru slíkar fréttir kallaðar æsifréttir, jafnvel sorpfréttir. En þetta eru bara fréttir, óþægilegar að vísu. DV er vinsælt blað, líka i sveit- um landsins, og ég var stoltur af mínum mönnum þegar ég las það innan um bændur og búalið. Umræðuefnið hvar- vetna var Árni og hans sér- kennilegu krókaleiðir við húsbyggingar sínar. Eiga þingmenn ekki veski? Ámamálið losaði um tappa. Landsbyggðarfólkið kom út úr skel og fór að tala um þingmennina sína. í ljós komu ýmsir vankant- ar á þessum fulltrúum al- múgans og þeir siunir frem- ur hallærislegir. Ég heyrði um þingmann vestra sem aldrei borgar sig inn á samkomur fólksins í plássinu, þingmann sem borgar ekki fyrir sig á barnum, þakkar bara fyrir „gott boð“ og býður góða nótt. Þingmann sem borgar ekki verka- mönnum reikninga fyrir vinnu i hans þágu. Ég heyrði um ráðherra sem kemur á veitingastað við þjóð- veginn með lið með sér og yfirtekur staðinn gjörsamlega með frekju og yfirgangi þannig að gestir víða af landinu undrast. Ég hef heyrt um íleiri þing- menn sem taka ekki upp veskið; hreinlega borga hvorki eitt né neitt heima í héraði. Þetta er hlá- legt. Á mölinni verða þessir kall- ar að borga, þar þekkir varla nokkur sála þá. Ég heyrði líka um þingmennina þegar þeir fara „heim“ í hérað til að ræða við um- bjóðendur sína. Þá tala þeir sumir gróílega niður til sveitafólks og verkafólks í þorpunum, sömu menn sem breytast í skriðdýr frammi fyrir jafnokum sínum og sér æðri verum. Valdhroki af þessu tagi er ekki í nokkrum takti við okkar tíma. Þing- menn þurfa að vanda sig. Kannski fara kjósendur að svara hrokanum á sinn hátt. Vitað er að þingmenn njóta tak- markaðs álits ahnennings enda þótt margir þeirra séu að vinna góð störf í þágu alþjóðar. Þingmenn hafa gerst berir að því að blaðra í þingræðum illilega drukknir sem hefur hentað ágætlega í „Ekki-fréttum“ Hauks Haukssonar en dregur að sama skapi úr áliti fólks á Alþingi og alþingis- mönnum. Fyrir næstu kosningar sleikja þessir þingmenn innan úr fúl- um kjósendum. Þeir verða endur- kosnir fyrir héraðsfræga hnyttni og orðheppni, sterkan róm og dólgslega framkomu. Þeir koma suður daginn eftir kjörið. Það er leiðin flestra. Jón Birgir Pétursson skrífar: vi *. f4 SWwUwe. urjj u ► >>'.***•* t . >. -v! imMHv ú" -mri .»*?««» r-f-'.»> ">x>C'W» ' ua7Kt«/Jv. Kastt jjt; v,- „Sölumaður hjá BYKO var sá sem hleypti af fyrsta skotinu. Hann þoldi ekki lengur skefjalausa misnotkun á almannafé. Vonandi sýna margir slikt þor þegar þeir verða vitni að misnotkun og misbeitingu valds. DV er stóra kanónan þessa fólks. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.