Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 20
24 _________________________FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 *» Tilvera DV Býflugnaræktun á Stokkseyri - úrvalsframleiðsla og góð áhrif á gróðurinn: Mestu mein- leysisgrey - segir Rúnar Óskarsson býflugnabóndi „Ég fékk þá flugu í höfuðið að reyna þetta eftir að ég las viðtal viö Egil Sigurbjömsson, lækni á Selfossi, sem er með talsverða bý- flugnaræktun og hefur verið einn frumkvöðla í því hér á landi. Hann er meö talsverða ræktun. Ég fór á námskeið hjá honum og keypti mér bú í framhaldi af því,“ sagði Rúnar Óskarsson á Stokkseyri sem hefur verið að reyna fyrir sér í bý- flugnabúskap niðri viö ströndina. Býflugnarækt hefur verið að ryðja sér til rúms á íslandi undanfarin ár. Þegar Rúnar keypti sínar flugur , í fyrra, tvö bú, vom alls flutt til landsins 16 býflugnabú. Búskapur- inn gekk ekki snurðulaust hjá Rúnari fyrsta áriö, hann tapaöi annarri drottningunni og flugurn- ar lifðu ekki af veturinn. Hann lét það ekki slá sig út af laginu og heldur nú ótrauður áfram. „Ég er Flugur í búrl Flugumar eru fljótar í feröum ef opn- aö er. nú kominn með annan stofn frá Skandinavíu. Þær flugur eru miklu betur aðlagaðar svipaöri veðráttu og hér er svo þær munu örugglega lifa af íslenskan vetur,“ sagði Rúnar. Hann segir að tUgang- urinn með býflugnaræktun sé ekki aðeins að láta þær framleiða hun- ang. „Þær hafa mikil og góð áhrif á gróðurinn; auka blómgun og frjó- semi plantnanna á stóru svæði. Þær vinna í um 3 kílómetra radíus út frá búunum. Ef bú er til dæmis í berjalandi eykst uppskera berja- landsins allt að því tvöfalt," sagði Rúnar. Hann segist líta til þess að geta sett afurðir býflugna sinna á markað fljótlega. „Þetta er hrein afurð, það eru engin auka- eða geymsluefni í hun- anginu, flugumar vinna það allt úr islenskri náttúru. Við stefnum að því að selja það í sérpökkuðum umbúðum. Félag íslenskra bý- Brynjaöur fyrlr flugunum Rúnar í búningi til aö verjast flugunum. Hann segir aö þó verið sé meö þykka hanska geti þær stungiö gegnum þá. DV-MYNDIR NJÖRÐUR HELGASON Afurðir búsins Rúnar Óskarsson meö vaxhólka, fulla af hunangi úr búi sínu. flugnaræktenda kemur líklega til með að votta hunangiö og taka út ræktunina og mun jafnvel annast sölumálin. Flugurnar halda sjálfar á ser hita yfir veturinn Rúnar segist ekki hafa verið mikill hunangsmaður fram að því að hann hóf sjálfur ræktun bý- flugna. Hann segist þó hafa borið sitt hunang saman við hunang frá öörum framleiðendum og það standist fyllilega samanburðinn. Rúnar segist gefa býflugunum einu sinni í viku sykurvatn til að örva útungunina hjá drottningunni. Til- gangurinn sé að fá nógu stórt bú til að flugurnar lifi af veturinn. Yfir vetrartimann segir Rúnar að flug- urnar aðlagi sig kuldanum meö þvi að mynda hnapp utan um drottn- inguna og haldi með því á henni hita. „Það helst um 30 gráða hiti inni í búinu sem flugurnar sjálfar mynda og því meiri sem kuldinn verður úti því betur þjappa þær sér utan um drottninguna. Enginn hiti kemur utan og þær nýta hun- angið og frjókomin sem vetrar- forða og til að mynda hita,“ sagði Rúnar. Um 20.000 flugur eru í hvoru búi hjá Rúnari. Hann segir að í fyrra hafi flugurnar framleitt á milli 10 og fimmtán kíló af hun- angi og það hafi hann haft áfram í búinu fyrir nýju flugumar sem koma frá Noregi. Hann segir aö þær séu miklu duglegri að bjarga sér en þær sem hann var með í fyrra. „Þær flugu aðeins þegar veður var með besta móti en þessar eru miklu duglegri að fljúga þó að veðriö sé ekki upp á það besta. Þaö gefur manni von um að þær komi til með að framleiða meira og veröi með þvi betur undirbúnar fyrir veturinn,“ sagði Rúnar. Stinga sjaldan Rúnar segir að býflugurnar séu hin mestu meinleysisgrey. „Ef gengið er um búið á eðlilegan hátt eru þær til friðs og ráðast ekki á mann. Nágrannarnir hafa veriö hér úti í görðum og þær hafa látið þá í friði. Hjá mér hafa verið menn að klæða húsið mitt að utan og þeir hafa ekki orðið fyrir árás eða ónæði af flugunum. Þær pirruðust þó aðeins um daginn þegar ég var í slæmu veðri að eiga við búrið sem þær héldu sig inni í. Þá réðust þær á mig, stungu tengdamóður mína og mann sem var hér í garö- inum. Stungan er þó ekki hættu- leg, það svíður aðeins fyrst, siðan þarf bara að fjarlægja broddinn úr húðinni," sagði Rúnar Óskarsson, býflugnabóndi á Stokkseyri. -NH UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, ^ Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum: Fiskakvísl 12, Reykjavík, þingl. eig. Jón Öm Jakobsson, gerðarbeiðandi Trygg- ingamiðstöðin hf„ mánudaginn 27. ágúst 2001, kl. 10.00. Hólaberg 4, Reykjavík, þingl. eig. Ragn- ar Sverrir Ragnars og Margrét Ragnars Magnúsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúða- lánasjóður og Tollstjóraembættið, mánu- daginn 27. ágúst 2001, kl. 10.00. Langholtsvegur 10, Reykjavík, þingl. eig. Sigríður Ólöf Bjömsdóttir og Guðlaugur R. Magnússon, gerðarbeiðendur Islands- banki-FBA hf. og Tollstjóraembættið, mánudaginn 27. ágúst 2001, kl. 10.00. Melabraut 27, Seltjamamesi, þingl. eig. Raffy Artine Torossian og Guðrún Valdís Ingimarsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúða- lánasjóður, Landsbanki Islands hf„ höf- uðst., og Seltjamameskaupstaður, mánu- daginn 27. ágúst 2001, kl. 10.00. Miðleiti 5, 0202, íbúð á 2. hæð, nr. 29, Reykjavík, þingl. eig. Ólafur S. Ólafsson og Ingibjörg Þórðardóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánu- daginn 27. ágúst 2001, kl. 10.00. Teigasel 5, 0201, 3ja herb. íbúð á 2. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Soffía Kragan Sig- urðardóttir, gerðarbeiðendur Ingvar Helgason hf„ Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild, og Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis, útibú, mánudaginn 27. ágúst 2001, kl. 10.00. Tungusel 5,0202,3ja herb. íbúð á 2. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Þuríður Herdís Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur fbúðalána- sjóður og Sparisjóður Kópavogs, mánu- daginn 27. ágúst 2001, kl. 10.00. Vallarhús 24, 0101, 2ja herb. íbúð á 1. hæð, 1. íb. frá vinstri, Reykjavík, þingl. eig. Bóas Ragnar Bóasson og Guðlaug Sigríður Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Frjáls fjölmiðlun ehf„ Fróði hf„ Greiðslumiðlun hf. - Visa ísland, Ibúða- lánasjóður, Íslandsbanki-FBA hf„ Sam- skip hf„ Sparisjóður Hafnarfjarðar og Tollstjóraembættið, mánudaginn 27. ágúst 2001, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Sinead O'Connor í það heilaga: Gifti sig í laumi írska söngkonan Sinead O'Connor (34 ára) gekk nýlaga í það heilaga í annaö sinn og fór athöfnin fram á laun fyrir þremur vikum. Sá hamingjusami er blaðamaðurinn Nick Sommerland (27 ára) en þau kynntust í Dublin í febrúar sl. Það var hann sem fyrst sagði frá brúðkaupinu en ekki hvar það fór fram. „Við féllum fljótlega hvort fyrir öðru. Við höfum bæði verið í fjölda sambanda en erum mjög hamingjusöm núna,“ sagði Somm- erland. O'Connor, sem varð fyrst fræg fyrir um það bil áratug, þegar hún m.a. gerði frægt lagið Nothing Compares to you, á tvö böm frá fyrri samböndum. Það em Jake (13 ára), sem hún átti með fyrsta eiginmanni sínum, trommaranum John Reynolds, og Roisin (5 ára), sem hún átti með írska dálkahöfundinum John Waters. Sinead O'Connor Sinead O'Connor varö fyrst fræg fyrir áratug, m.a. fyrir tagiö Nothing Compares to you. Poppprinsessan Britney Spears er ekki beint snjall ökumaður ef marka má fréttir sem bámst af misheppnað- ari ökuferð hennar í Beverly Hills í fyrri viku. Spears mun hafa tekið rán- dýran Ferrari á leigu og eftir aðeins tveggja tíma akstur hafði hún möl- brotið í honum gírkassann. Hún mun hafa verið á þó nokkurri ferð þegar hún reyndi að skipta beint niður í annan gír með áðurnefndum afleið- ingum. Bíllinn mun hafa tekið loft- köst á hraðbrautinni en Spears slopp- ið með skrekkinn, en hún þarf að punga út vel á 3. milljón króna til bíla- leigunnar vegna skemmda á bílnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.