Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 28
Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Hveralykt á Sólheima- sandi Mikiö vatn og jafnvel talsvert af klakahröngli hefur verið í Jökulsá á Sólheimasandi síðasta sólarhring. Reynir Ragnarsson, lögreglumaður í Vík, sagði við DV í morgun að hveralykt hefði líka fundist í ánni í 2-3 vikur. „Það er mikið í ánni en þó ekkert sem bendir til hlaups. Þetta stafar af miklum rigningum og það hefur ver- ið hlýtt. Þetta er ekkert óeðlilegt," sagði Reynir. Brúin yflr Jökulsá er um 30 kílómetra vestur af Vik. Þar hafa margir ökumenn stöðvað bílinn undanfarið, virt fyrir sér vatnsmikla ána og fundið hveralyktina. -Ótt Akureyri: Fékk málningu í andlitið Vinnuslys varð í Slippstöðinni á Akureyri í gærdag. Maður sem var að vinna við málningu um borð í Gullveri NS fékk málningargusu framan í sig þegar stútur á málning- arsprautu, sem hann var að vinna meö, sprakk. Maðurinn var hífður frá borði í körfu og fluttur á slysa- deild Fjórðungssjúkrahússins til að- hlynningar. -gk Rock-cup f Fókus á morgun er sagt frá ár- legri fótboltakeppni hljómsveitanna á fslandi, Rock-cup. Keppnin var reyndar engin rokkkeppni í ár því sveitaballalandsliðið mætti eitt tii leiks. Þaö kom þó ekki í veg fyrir góða keppni og mikla drykkju. ítar- leg umflöllun er í blaðinu um kvik- myndina Apaplánetuna sem er að detta í bíó, rætt er viö efnilegan box- ara og tekinn saman neyslupakki framhaldsskólanemandans. Álfrún Örnólfsdóttir segir frá leikhúslífinu í London og Líflð eftir vinnu segir þér allt um það sem er að gerast um helgina. „Jon er aö leita sér aö kærustu" Mikið fjör var í Laugardalshöll í gærkvöldi á tónleikum stórsveitarinnar Coldplay. Þeir sungu um ástina, lífíö og kannski um íslenskar stelpur. Mikil fagnaöarlæti brutust út þegar söngvari sveitarinnar baö um aö salurinn yröi lýstur upp því „Jon [Jon Buckland, gítarleikari Coldplay] er aö leita sér aö kærustu. “ Víða hriktir í stoðum búa vegna skulda Goða: Umferðarátak: Slysalaus dagur í dag efna Lögreglustjórinn í Reykjavík, Reykjavikurborg, Mos- feflsbær og Seltjarnarnesbær til um- ferðarverkefnis undir heitinu Slysa- laus dagur. Það felst í því að hvetja ökumenn til að vera samtaka um að virða umferðarreglur, aka á lögleg- um hraða og sýna hver öðrum til- litssemi og skilning í umferðinni. Markmiðið er að dagurinn í dag verði slysalaus dagur í umferðinni. Lögreglumenn munu verða mjög sýnilegir og hvetja þanng ökumenn til að sýna aðgæslu og fara að um- ferðarlögum. í sams konar átaki á siðasta ári spöruðu ökumenn sér milljónir króna vegna færri umferð- aróhappa. -JSS Bílvelta í Biskupstungum Jeppabifreið, sem í voru hjón með tvö börn, valt út af veginum á móts við Syðri-Reyki í Biskupstung- um í gærkvöldi. Talið er að hjólbarði á bifreiðinni hafi sprungið með þeim afleiðingum að ökumaðurinn missti stjórn á henni. Hjónin og börnin voru flutt á heilsugæslustöðina í Laugarási til aðhlynningar en fengu síðan að fara heim. -gk Munar milljónum - á stöðunni í bókhaldi einstakra bænda og fyrirtækisins „Það er flandans skellur ef maður tapar þessu en ætli maður lifi það ekki af,“ sagði Guðbrandur Brynj- úlfsson, svínabóndi á Brúarlandi í Hraunhreppi, um viðskipti sín við Goða, sem nú hefur fengið nafnið Kjötumboðið. Guðbrandur á inni á aðra milljón hjá fyrirtækinu. Hann lagði inn afurðir í júnímánuði sl. Guðbrandur sagði að Goði neitaði að skuldajafna reikning sem fyrir- tækið hefði sent honum, á þeirri for- sendu að það væri í greiðslustöðvun. Guðbrandur og fleiri bændur sem DV ræddi við í gær voru sammála um að það hrikti víða í stoðum búa vegna skulda Goða við þau. Einn við- mælenda DV sem rekur svínabú á inni allnokkrar milljónir hjá Goða. Hann lagði allar afurðir sínar inn hjá fyrirtækinu um flögurra mánaða skeið. Hann hefur fengið yfirlit yfir Mikill vandi Wöa hriktir í stoöum búa vegna ógreiddra afurða sem lagöar hafa veriö inn hjá Goöa. viðskipti sin hjá fyrirtækinu, eins og fleiri, og er mjög ósáttur við þá reikninga sem Goði rukkar hann um. Viðmælandi DV sagði að þar á meðal væru reikningar sem hann hefði greitt en skiluðu sér ekki í bókhaldi Goða. Hann hefði banka- kvittanir fyrir greiðslunum sem hann myndi framvisa máli sínu til sönnunar. í öðrum tilfellum væru ekki til kvittanir fyrir greiðslum, heldur einungis millifærslur í banka. í þeim tilvikum þyrfti að fara itarlega yfir bankareikninga. Bónd- inn sagði að samkvæmt því yfirliti sem Goði hefði sent sér munaði milljónum á þeirri upphæð sem hann teldi sig eiga inni hjá Goða og upphæðinni sem Goði teldi sig skulda honum. „Mér sýnist þetta vera lögfræði- mál,“ sagði bóndinn sem ekki vildi koma fram undir nafni þar sem hann er að vinna í sínu máli og leita réttar síns á hendur fyrirtækinu. Greinilega kom fram í máli þeirra bænda sem DV ræddi við í gær að þeir óttuðust mjög um að þeir flár- munir sem Goði skuldaði þeim væru tapaðir. -JSS Sprengjuleit lokið í E1 Grillo: Olíudæling getur hafist DV, SEVDISFIRDI:_______ Lokið er sprengjuleit Land- helgisgæslunnar í E1 Grillo og allt tilbúið til þess að hefla olíudælingu. Ekkert fannst nema nokkrir flugeldar og fall- hyssuskot sem fundust strax. DV ræddi við menn Land- helgisgæslunnar hér á staðn- um og kom þeim á óvart hvað lagið á skipinu reyndist allt öðruvísi en þær teikningar sem þeir voru með sýndu. Dekkhús var framan á skip- inu sem var læst. Þeir opnuðu Sprengjuleit lokið það til þess að kanna hvort þar Olíudæling getur nú hafist úr flaki El Grillo. væru djúpsprengur en það var tómt. Róbóti sem þeir voru með kannaði allt svæðið í kringum skipið. En greinilegt er að það er búið að flarlægja mikið. Skipið er svo illa farið eftir sprenginguna og öll þessi ár að algörlega er vonlaust aö ná þvi upp. Greinilegur leki er í olíutönkunum. Það vekur undrun að ekkert skuli hafa verið reynt til að ná því upp fyrr, eins og mengunin hefur verið mikil og hættan af því í þessum þrönga firði. -KÞ Reykj anesbraut: Leigubil ekiö á Ijósastaur Leigubifreið sem ekið var eftir Reykjanesbraut í nótt hafnaði á ljósastaur skammt frá Njarðvík. Ökumaðurinn var einn í bifreið- inni og tjáði lögreglu að hann hefði fengið aðsvif. Hann slasaðist ekki við áreksturinn en var fluttur á slysadeild í Keflavík til skoðunar. -gk Selfoss: Innbrot í 6 bíla Brotist var inn í 6 bila á Selfossi í fyrrinótt. Þetta var 1 svokölluðu gamla Suöurhverfi sem er íbúða- hverfi og innbrotin voru nánast við svefnherbergisglugga bíleigend- anna, eins og varðstjóri lögreglunn- ar á Selfossi orðaði það. Rúður voru brotnar í bifreiðun- um en þær ekki skemmdar að öðru leyti, en úr þeim stolið ýmsum verð- mætum. -gk Rafkaup Armula 2A • simi 585 2800 Heilsudýnur t sérjlokki! Svefn&heilsa ★ ★ ★ ★ ★ ^Lr ^ElLSUNNAR vE<3 Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.