Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2001, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2001 Tilvera lijfiö E F T 1 K V________I N N LM Ljóðakvöld í Deiglunni Ljóðakvöld verður í Deiglunni í kvöld og er yfirskrift þess Hví eru næturnar nafnlausar? Um er að ræða ljóða- og tónadagskráin sem tileinkuð er minningu Sigurbjörns Kristinssonar höfundar frá Halakoti. Ljóðkvöldið er í umsjón Sigurðar Hreiðars Jónssonar og hefst klukkan 20.30. Aðgangur er ókeypis. Klúbbar PJ CESAR Á SPOTLIGHT DJ Cesar mun halda uppi sama stuöi og hefur veriö undanfariö á Spotlight. Eftir aö hafa veriö heitur og hýr í búrinu þrjár helgar i röö veröur breytt til og DJ Cesar verður kaldur og streit eina helgi. Tónlistin veröur hinsvegar sú sama; fjölbreytt, fjörug og skemmti- leg. Opnanir MYNDLIST OG DAGSRÚNIR í dag opnar Haukur Halldórsson myndlistarsýningu í Galleríi Sölva Helgasonar í Lónskoti í Skagafiröi. Myndirnar á sýningunni er af goðum og þeim tengdar eru dagsrúnir eöa gamla primstafa dagataliö sem var helgað goöunum. Haukur verður með aöstoöarmann og tölvu á staönum opnunarhelgina til aö prenta út dagsrún hvers og eins eftir óskum. Sýníngin stendur til 15. september. Þjóðlagatónlist TÓNLISTARHÁTÍÐ í ÍSLENSKU OPERUNNI I kvöid og annað kvöld stendur Iris.nýstofnað áhugafélag um tónlist, menningu og listir eyja Noröur-Atlantshafsins fyrir prmiklum og gleöirikum tónleikum í Islensku óperunni. Þar veröur lögö áhersla á aö kynna írska alþýðutónlist eins og hún gerist best og á þann veg sem hvorki hefur heyrst né sést hérlendis, aö því aö best er vitað. írska tónlistarfólkiö ásamt írskum dansara er þegar komið til landsins tilbúiö aö skemmta okkur eins og !rum er einum lagiö. í gestgjafa- hlutverki veröa nokkrir þekktir íslenskir tónlistarmenn. Myndlist HREINN FRIÐFINNSSON SÝNIR í UOSAKLIFI I HAFNARFIRÐI Mynlistarsýning Hreins Friöfinnssonar, Eitthvaö hvítt, eitthvaö svart og eitthvaö hvorki hvítt né svart stendur nú yfir í Ljósaklifi í Hafnarfiröi. Sýningin er opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 18 til 3. september. Aðgangur er ókeypis. HELGI ÞORGILS í BORGARNESI Um þessar mundir stendur yfir sýning Helga Þorgils í Listasafni Borgarness sem ber yfirskriftina Landslag. Þar sýnir listamaöurinn í fýrsta skipti á sínum ferli landslagsmyndir einvöröungu og er myndefniö einkum sótt til náttúrufegurðar Borgarfjaröar og Dala. Listasafn Borgarness ertil húsa í Safnahúsi Borgarfjaröar, Bjarnabraut 4-6, Borgarnesi, og veröur sýningin opin a sama tíma og safnið, (Driöjudaga- og fimmtudaga frá kl. 13-20 en alla aöra daga frá kl. 13 til 18, fram til 25. ágúst en að þeim tíma liðnum er lokað um helgar. Sýningin stendur til 7. september. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Tónlist í Óperunni: Keltnesk tón- list í fyrirrúmi íris er nýstofnað áhugafélag um tónlist, menningu og listir eyja Noröur-Atlantshafsins. Stofnendur félagsins eru Keltar, búsettir á Is- landi, vinir þeirra og makar. Eitt af markmiðum félagsins er að koma á framfæri því besta sem gerist í alþýðutónlist þessara landa. I tilefni af stofnun írisar hefur félag- ið boðið til landsins tónlistarmönn- um og verða þeir með tónleika í ís- lensku óperunni á föstudags- og laugardagskvöld. Að sögn aðstandenda tónleikanna verður lögð áhersla á að kynna írska alþýðutónlist eins og hún ger- ist best og á þann hátt sem hvorki hefur heyrst né sést hérlendis áður að því best er vitaö. Á tónleikunum munu tónlistarmennirnir leika á sérstæð hljóðfæri eins og irska Bod- hrán-trommu, írska sekkjapípu, concertinu og keltneska hörpu. Einhliða tromma úr geitaskinni Meðal þeirra sem spila á tónleik- unum eru Sophie Maríe Schoonjac sem er margverðlaunaður hörpu- leikari. Sophie réði sig við tónlistar- skólann á Þórshöfn 1992 en frá 1993 hefur hún starfað með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Ruairí Somers leikur á írska sekkjapípu en hann lék m.a. tónlist í kvikmyndinni Braveheart og hefur spilað með hljómsveitinni Chieftains. Einnig mun söngvarinn Joe Giltrap stíga á svið og þenja raddböndin. Concert- inuleikarinn Brenda Castles var árið 1999 útnefnd sem einn af tíu hæfíleikaríkustu tónlistarmönnum íra af yngri kynslóðinni. Concertina er sexkantað afbrigði af harmoníku. Cathy Baldwins leikur á tinflautu en Martin Tighe á Bódhtán-trommu, sem er einhliða tromma úr geita- skinni, og dansarinn Aine Mcgreevy kynnir áhorfendur Riverdans. Tveir íslendingar taka þátt í tón- leikunum en það eru þeir Steindór Andersen rímnamaður og Hörður Torfason söngvaskáld. Rjúkandi fjör Hörður Torfason tónlistarmaður segir að tónleikarnir séu hálfgert framhald af írskum dögum sem haldnir voru i vor. „Ég kom inn í dæmið eftir að fólkið hafði samband við mig út af útvarpsþætti sem ég er með um þjóðlagatónlist. Þetta tók svo smám saman að rúlla upp á sig og áður en við vissum var of seint að snúa við.“ Að sögn Harðar er írska tónlistar- fólkið allt ótrúlega hæfileikaríkt og hrein unun að hlusta á það. „Sumir eru margverðlaunaðir og búnir að ferðast um allan heim og spila. Ég var á æflngu þar sem listamennirn- ir voru að hittast í fyrsta sinn og þeir settust bara niður og ákváðu hvaða lög ætti að taka og byrjuðu að spila. Ég hvet alla til að mæta - þetta verður rjúkandi fjör, söngur, gaman og skemmtilegheit." Kynning á menningu eyjanna Á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni af stofnun írisar sögðust DV-MYNDIR BRINK Ótrúlega flott Aine Mcgreevy mun sýna áhorfendum Riverdans og þaö veröur enginn svik- inn af þeirri sýningu. aðstandendur félagsins vonast til að tónleikarnir um helgina yrðu bara upphafið að viðameira samstarfi sem myndi leiða til gagnkvæmrar kynningar á tónlist og menningu eyjanna í Norður-Atlantshafi. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum voru fulltrúar frá menntamálaráðu- neytinu, Reykjavíkurborg og sendi- herra Breta á íslandi. Einnig ræddu þeir Gísli Sigurðsson frá Stofnun Árna Magnússonar og Terry Gunn- el, lektor í þjóðfræði, um keltnesk áhrif á Islandi. -Kip Leikiö af fingrum fram Ruairí Somers leikur á írska sekkjaþíþu, Brenda Castles leikur á concertinu, Martin Tig- he á Bódhtá-trommu, Julian O'Connel á gítar og Cathy Baldwins á tinflautu. Sérstæöur matseðill á Degi sauðkindarinnar: Ofnbakað lerkisveppamauk á glóðuðum hrútspungum Dagur sauðkindarinnar verður haldinn i Reiðhöllinni Arnargerði við Blönduós á laugardag. Um kvöldið verður haldin galaveisla, kvöldverður þar sem Þórarinn Guð- laugsson og Snæbjörn Kristjánsson meistarakokkar sýna hvemig búa má til góðan mat og allt upp í veislumat úr ýmsu þvi sem nú þyk- ir lítils virði af sauðskepnunni. Þór- arinn er auk þess með alveg sér- stakar hugmyndir um hvemig eigi að vinna kjötafurðir jafnhliða slátr- un til að auka verðmæti lambsins, eða eins og hann segir sjálfur, hvernig væri það ef þorskurinn væri aðeins boðinn í heilu? Allan laugardaginn fer fram dag- skrá sem varðar sauðkindina, með- al annars sýndir skrokkar úr völd- um flokkum og metnir eftir Europ- kerfinu. Rúningsmaður verður að störfum og ýmis framleiðsla úr ull til sýnis og handverksfólk aö störf- um. Gamaldags bú með leggjum, hornum og fleiru verður opið börn- um tölvualdarinnar til leiks og fróð- leiks. Matseðill kvöldsins er nokkur óvenjulegur en hægt er að lofa því að réttimir smakkast vel: Osthjúpuö sviðasulta ú hunda- súrubeði Súrsœtar lambabollur meó hrísgrjónum Smápitsa meó saltkjöti Hunangsgljáó lifrarbuff Kaldreykt lamba-innralœri á melónu Ofnbakaö lerkisveppamauk á glóóuöum hrútspungum „Úr slaginu" innbakað lambabuff Wellington Logandi víkingasteik Meðlœti: Gratineraðar kartöflur, eplasalat, hrísgrjón, kara- mellukartöflur, heióarlambssósa, blandað grœnmeti, brauóbollur, smjör. Eftirréttur: Sérrírjómarönd meó rabarbaramauki í súkkulaðiskál- um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.