Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 DV Fréttir Mikil óánægja Samfylkingarmanna á Austurlandi vegna raforkumálanna: Þrýst á Einar Má að segja sig úr þingflokknum „Menn eru búnir að fá alveg upp í kok af framkomu flokksforustunn- ar í raforkumálunum, bæði því sem snýr að virkjunarmálunum og eins hvað varðar álversmálið," segir einn af forkólfum Samfylkingarinn- ar á Austurlandi, um samskipti al- mennra flokksmanna á Austurlandi við flokksforustuna, sem eru ekki á innilegu nótunum þessa dagana. DV hefur fyrir þvi öruggar heim- ildir að talsvert hafi verið um fund- arhöld almennra flokksmanna fyrir austan að undanfomu þar sem rætt hefur verið um hugsanlegar hóp- uppsagnir úr Samfylkingunni og menn muni að öllum líkindum láta til skarar skríða í þeim málum á Skötufjörður: Beltin björguðu Bandarískir ferðamenn veltu bíl sínum við fyrir botni Skötufjarðar í ísafjaröardjúpi siðdegis i gær. Öku- maðurinn mun hafa misst stjóm á bílnum í lausamjöl með þeim afleið- ingum að hann endastakkst og valt síöan ofan í fjöm. Að sögn lögregl- unnar á ísafirði er mikil mildi að fólkið skyldi ekki slasast alvarlega og trúlegt að beltin hafi bjargað því sem bjargaö varð. Bíllinn, sem er bílaleigubíll, er mikið skemmdur og mun fólkið ekki ferðast frekar á honum. -aþ næstu vikum. Þá hefur blaðið einnig öruggar heimildir fyrir því að mikill þrýstingur sé gagnvart Einari Má Sigurðssyni, þingmanni Sam- fylkingarinnar á Austurlandi, að segja skilið við þingflokkinn þar sem hann er nán- ast eini talsmað- ur þess að virkja fyrir austan og koma á fót álveri á Reyðarfirði. Einar Már Sigurösson Þrýst á hann aö seg/'a sig úr þing- flokki Sam fyik- ingarinnar. „Ég get ekki tjáð mig mikið um þetta mál á þessu stigi á ann- an hátt en þann að segja að fólk af þessum væng hefur verið að stinga saman nefjum að undan- förnu og ræða og skoða sína stöðu,“ sagði Smári Geirsson, samfylkingar- maður og for- maöur bæjarstjórnar Fjarðabyggð- Smári Geirsson ,,Fólk er aö ræöa og skoöa sína stööu. “ Annar samfylkingarmaður sem rætt var við sagði að samfylkingar- menn á Austurlandi væru upp til hópa mjög óánægðir með flokksfor- ustuna vegna orkumálanna eystra og hvernig helstu talsmenn flokks- ins hafi haldið á því máli. „Það er sama hvort það er formaðurinn eða einhverjir aðrir úr forustunni, þeir berjast allir gegn hagsmunum okk- ar í þessum málum og við sjáum ekki að við eigum samleið með þessu liði,“ sagði viðmælandi blaðs- ins. Ekki náðist í Einar Má Sigurðs- son, þingmann Samfylkingarinnar á Austurlandi, sem er staddur erlend- is. -gk Smáralind í DV á morgun Bygging verslunar- og afþreying- armiðstöðvarinnar Smáralindar er nú að komast á lokastig. Þetta er stærsta og umfangsmesta mann- virki einkaaðila á íslandi og fáar framkvæmdir stærri nema þá kannski stóriðjur og virkjanir. Sem dæmi um stærðina gæti hver ein- asti íslendingur fengið þama pláss sem nemur 1,4 rúmmetrum en bygg- ingin er um 400 þúsund rúmmetrar og 63 þúsund fermetrar að stærð. Smáralind verður til umfjöllunar í DV á morgun og verður fram- kvæmdum þar gerð ítarleg skil í máli og myndum. -HKr. DV-MYND HARI Meö baukinn til berja Höfuödagur er í dag og senn hallar sumri. Jafnt háir sem lágir eru byrjaöir aö fara til berja, svo sem þessi táta í Hafnarfiröi í gærdag. Hún leitaöi mærunnar í hrauninu sunnan viö golfvöll bæjarbúa í Hvaleyrarholti. Ríkislögreglustjóri: Varar við eitruðum e-töflum Ríkislögreglu- stjóri varar við þremur tegundum e- taflna sem þegar hafa valdið dauðs- föllum í Evrópu. Töflumar eru auð- þekkjanlegar; ein tegundin er hvít með merki Mitsubis- hi, önnur gulbrún merkt sportvörufyrir- tækinu Nike og sú þriðja er ljósbrún merkt xTc. Eitruöu töflurnar. A heimasíðu ríkislögreglustjóra seg- ir að viðvörunin hafl borist frá Europol en jafhframt að ekki sé vitað að umræddar e-töfl- ur hafi komist í umferð hérlendis. Lögregla hefur þeg- ar lagt hald á um 30 þúsund e-töflur það sem af er árinu. Þrátt fyrir al- þekkta almenna skaðsemi e-taflna er að mati lögreglu tflefni til að vara sérstaklega við þessum pillum, enda eru þær taldar geta valdið dauða. -aþ Almenningssamgöngur í ísafjarðarbæ: Forseti bæjarstjórnar fékk aksturinn - þrátt fyrir næstlægsta tilboð Nokkur kurr mun á ísa- firði í kjölfar þess að bæjar- yfirvöld ákváðu að taka til- boði Ferðaþjónustu Mar- grétar og Guðna ehf. í al- menningssamgöngur og skólaakstur í Skutulsfirði. Það er Guðni Geir Jóhann- esson, forseti bæjarstjórnar og fulltrúi framsóknar- flokks í bæjarstjórn ísa- fjarðarbæjar, sem er annar eigenda Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna. Þrír sóttu um aksturinn í heild sinni og var tilboð Stjömubíla ehf. lægst, eða upp á tæpar 86 milljónir. Næstlægsta tilboöið átti Ferðaþjón- usta Margrétar og Guðna, upp á rúmar 93 milljónir. Sophus Magnús- son skilaði hæsta tilboðinu sem Guöni Geir Jóhannesson hljóðaði upp á tæpar 111 mifljónir. Um er að ræða akstur næstu þrjú árin eða til ársloka 2004. „Þetta eru auðvitað ákveðin vonbrigði. Ég hef reyndar ekki fengið skila- boð um eitt eða neitt frá bæjaryfirvöldum enn þá heldur sá ég þetta á Net- inu,“ sagði Trausti M. Ágústsson hjá Stjömubilum en hann átti lægsta tilboðið, eins og fyrr segir. Trausti kveðst ósáttur við frest bæjaryfirvalda eftir að tilboð voru opnuð 15. ágúst síðastliðinn. „Við fengum aðeins fjóra heila daga til að afla aukaupplýsinga og leggja fram rekstrartryggingu," segir Trausti en honum tókst ekki að leggja trygg- i á rekstri almenningsvagna Tilboöi Feröaþjónustu Margrétar og Guöna ehf. hefur veriö tekiö í al- menningssamgöngur og skólaakstur í Skutulsfiröi. inguna fram í tæka tíð. Hann segir tímamörkin einkennileg, ekki síst i ljósi þess að bæjaryfirvöld tóku ekki ákvörðun um málið fyrr en 27. ágúst. Guðni Geir Jóhannesson sagði í samtali við DV að hann hefði ekkert endilega átt von á tilboði sínu yrði tekið. Hann segist ekki hafa tekið þátt í störfum bæjarstjómar að und- anfornu og verið víðs fjarri þegar ákvörðun um rekstur almennings- vagna í bænum var tekin. „Ég skipti mér að sjálfsögðu ekkert af þessu máli og var staddur í Reykja- víku þegar fundurinn fór fram. Satt að segja átti ég ekkert frekar von á að mínu tilboði yrði tekið. Ég hef sótt um áður og þá ekki fengið. Nú er næsta skref að semja við bæjaryf- irvöld og ef þau mál ganga upp ætti aksturinn að hefjast innan skamms," segir Guðni Geir Jóhann- esson, forseti bæjartjómar og eig- andi Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna ehf. -aþ Innheimtumálum VR fjölgar Launakröfur um 500 félagsmanna Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur eru í innheimtu. Það er um 40% aukning miðað við fyrstu sex mánuði ársins I fyrra. Ým- ist er um að ræða innheimtu vegna vangoldinna launa eða ágreinings um kaup og kjör. - Fréttablaðið greindi frá. Bær Þorfinns karlsefnis? Vísindamenn frá Kaliforniuhá- skóla hafa hugsanlega fundið bæ Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur við Glaumbæ í Skagafirði sem þau reistu við heim- komu frá Vínlandi á öðrum áratug 11. aldar. Bærin fannst undir ösku- lögum úr Heklugosi frá árinu 1104. - RÚV greindi frá. Meira brottfall Töluvert var um fall hjá fram- haldsskólanemum á síðasta skólaári og rekja skólamenn það til verkfafls kennara sem stóð frá nóvemberbyrj- un fram yfir áramót. Deilan hafði áhrif á skólastarf yfir 19 þúsund framhaldsskólanema. Ósamræmt brunabótamat Brunabótamat á tveimur eins íbúðum í sama húsi getur verið mis- munandi, allt eftir því hver metur eignirnar. Fasteignamat ríkisins tók við gerð brunabótamats af dóm- kvöddum matsmönnum fyrir tveim- ur árum. Þeir sem vilja kæra bruna- bótamat hafa frest til 15. september. - RÚV greindi frá. Þurfa meðferð hjá sálfræðingi Gunnar I. Birgis- son, formaður bæj- arráðs Kópavogs- bæjar, er harðorður í garð borgaryfir- valda í Reykjavík vegna gagnrýni um- hverfis- og heil- brigðisnefndar Reykjavíkur gegn áformuðu at- hafnasvæði í norðvestasta hluta Vatnsendasvæðisins. Hann segist halda að þetta fólk þurfi að fara í sérstaka meðferð hjá sálfræðingi, enda sé það alltaf nöldrandi út í Kópavogsmenn. - Fréttablaðið greindi frá. Össur kaupir eigin bréf Það er yfirlýst stefna félagsins að athuga fjárfestingarkosti, og við metum það einfaldlega svo að fjár- festing í bréfum Össurar sé mjög vænleg um þessar mundir,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, vegna kaupa félagsins á eigin bréf- um. ASÍ vill vaxtalækkun Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, ítrekar nú það álit sem kom fram hjá forsvars- mönnum ASÍ í sumar að löngu tímabært sé að lækka vexti. Gylfi telur hættulegt að halda vöxtum háum þegar stefnir í samdrátt í efnahagslífinu. Mistök hjá VG Margt bendir til þess að þingmenn Vinstri grænna hafi fyrir mistök sam- þykkt frumvarp til laga á þingi í vetur sem heimilaði Hita- veitu Suðurnesja að breyta rekstrar- formi sínu í hlutafélag. Við at- kvæðagreiðslu voru hvorki Stein- grimur J. Sigfússon né Ögmundur Jónasson viðstaddir. - Fréttablaðið greindi frá. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.