Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Side 4
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 DV Læknis- og lyfjakostnaður almennings og hins opinbera eykst sífellt: Dýrustu lyf í heimi - kátasta þjóð veraldar á vafasamt met í gleðipilluáti en þarf að gjalda fyrir íslendingar eiga heimsmet í neyslu geödeyföarlyfja. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að ráðuneytið hafi grip- ið til aðgerða vegna stighækkandi lyfjakostnaöar sem bæði hefur áhrif á útgjöld ríkisins og almennings. Eins og fram kom í DV í gær hafa útgjöld Tryggingastofnunar vaxið gríðarlega og stefnir í mörg hundr- uð milljóna króna umframkeyrslu á lyfjakostnaði. Jafnframt hefur lækniskostnaður hækkað um á ann- að hundrað milljónir frá áætlun, skv. tölum frá Tryggingastofnun. „Við höfum fylgst náið með þró- un mála undanfarið. Lyfjaverð er mjög hátt og ég hef gert ráðstafan- ir til að funda með formanni lyfja- verðsnefndar vegna þesa máls,“ sagði Jón í samtali við DV frá Álandseyjum í gær. Skoðum ekki einstaka lækna Ingólf Petersson, sérfræðingur í lyfjadeild heilbrigðisráðuneytisins, bendir á að gengisbreytingar eigi þátt i að kostnaður Trygginga- stofnunar vegna lyíja hefur stór- aukist frá fyrra ári en aðrir þættir spila einnig inn í. Óyggjandi er að í einhverjum tilvikum eru læknar að ávísa á dýrari lyf en þörf krefur og hefur orðið mikil umræða í út- löndum um að sumir virðist á mála hjá lyfjarisum. Trygginga- stofnun og landlæknir hafa gert átak í að skoða þessi mál hérlend- is og þ. á m. hafa fulltrúar heim- sótt heilsugæslustöðvar þar sem leiðbeiningar um lyfjaval hafa ver- ið kynntar. „Ég veit ekki betur en þeim heimsóknum hafi verið vel tekið en það er erfitt að meta hverju þær skila nema skoða ávls- anir lækna fyrir og eftir heim- sókn,“ segir Ingólf. „Við höfum ekki tök á að skoða ávísanir ein- stakra lækna en menn reyna með öllum tiltækum ráðum að halda kostnaðinum niðri." Áriegt áhyggjuefni Jón Sæmundur Sigurjónsson, hagfræðingur í heilbrigðisráðuneyt- inu, segir að kostnaðarþróunin í lyfjunum sé árlegt áhyggjuefni. „Við erum á dýrasta lyfjasvæöi i veröldinni. Ástæða þess er að lyfja- framleiðendur verðleggja heiminn eftir kaupmætti og þar lenda íslend- ingar í hæsta klassa en sams konar lyf eru allt að helmingi ódýrari nið- ur við Miðjarðarhaf. Einnig streyma sífellt ný lyf á markaðinn og Islendingar virðast ginnkeyptir fyrir slíku. „Þessi lyf eiga að vera mikil guðs blessun en það liggur mikill rannsóknarkostnað- ur á bak við þetta og fyrir vikið verða þau mjög dýr. Þessi lyf eru tiltölulega fljótt komin á markað hjá okkur og þetta er árlegur viðburður. í upphafi árs veit enginn hvers vænta má og þá er gerð fjárhagsáætlun. Svo mánuði síðar kemur nýtt lyf sem skekkir all- ar forsendur." Kátasta þjóð í heimi Annar þáttur sem spilar inn í er vaxandi lyfjaneysla landans og hef- ur mikil geðlyfjanotkun veriö til umræöu og skoðunar hjá yfirvöld- um. „Ég held við eigum heimsmet í áti á gleðipillum og hljótum fyrir vikið að vera kátasta þjóð í heimi. Þama eyðum við hundruðum millj- óna,“ segir Jón Sæmundur. Hvað tilvísanir á óþarflega dýr lyf varðar telur hann að íslenskir lækn- ar séu almennt með hreint mjöl í pokahominu þótt einhverjar undan- tekningar finnist alltaf. „Ég held að í stórum dráttum séu læknar mjög aðhaldssamir.“ -BÞ Hagfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu: „Öryrkjadómurinn er dýr“ - og fer til þeirra sem mest hafa Jón Sæmundur Sigur- jónsson, hagfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, segir að ekki sé búið að greina af hverju öryrkja- dómurinn hafi reynst kostnaöarsamari fyrir rík- ið en áætlanir gerðu ráð fyrir eða hvaða þættir for- sendna hafi breyst. Eins og fram kom í DV í gær hafa útgjöld Tryggingastofnun- ar ríkisins reynst hærri en ráð var fyrir gert og m.a. vegna ör- yrkjadómsins. Jón Sæmundur bend- Jón Sæmundur Sigurjónsson. ir hins vegar á að aukin útgjöld til ör- yrkja séu ekki bara af völdum dómsins heldur einnig vegna breytinga sem gerðar voru á almannatrygg- ingakerfinu í sumar. „Öryrkjadómurinn er dýr og hann fer til þeirra sem mest hafa. En hækkun tekju- Steffnlr i 3 milljaróa halla; hjá Tryggingastofnun , ru'áEEœ’Wst* DV í gær Frétt blaösins um fjárhagsvanda TR. tryggingaaukans í vor hefur einnig áhrif. Maður hefur eiginlega betri tilfinningu fyrir þeim aðgerð- um, þar sem þær valda streymi fjár til þeirra sem minnst hafa,“ segir Jón Sæmundur. -BÞ Húsavík: Hass í heimahúsi Lögreglan á Húsavík gerði í fyrrakvöld upptækt nokkurt magn af hassi og tólum til að neyta þess. Lögregla var við hefðbundið fikni- efnaeftirlit þegar eiturlyfin fundust í heimahúsi. Að sögn lögreglu er eigandi fikniefnanna heimamaður um tvítugt. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu í bænum. -aþ Bílvelta við Húsavík: Hundur hljóp fyrir bíl Bílvelta varð á veginum um Hveravelli i Reykjahverfi um kaffi- leytið í gær. í bílnum voru ítölsk hjón sem hafa verið á ferð um land- ið. Að sögn lögreglunnar á Húsavík slapp fólkið með minni háttar skrámur. Tildrög slyssins munu vera þau að hundur hljóp fyrir bíl- inn og þegar ökumaðurinn reyndi að forðast að keyra á dýrið valt bill- inn og hafnaði utan vegar. Bíllinn er töluvert skemmdur eftir óhappið en ítölsku hjónin munu hafa haldið ferð sinni áfram i gærkvöld. -aþ Hólmaháls: Húsbíll keyrði utan í gröfu Húsbill rakst utan i gröfu á vegin- um um Hólmaháls í sunnanverðum Eskifirði í gær. I húsbílnum voru þýskir ferðamenn en hvorki þeir né ökumaður gröfunnar slösuðust við áreksturinn. Húsbíllinn skemmdist nokkuð. Að sögn lögreglunnar á Eski- firði er unnið hörðum höndum að því að laga veginn eftir aurflóðin fyrir stuttu. Gert er ráð fyrir að vegavið- gerðir á þessum slóðum standi næstu vikur og eru vegfarendur beðnir að sýna tillitssemi. -aþ Pingholtin: Réðust á bíla með kylfum Um tvöleytið í nótt var lögreglu í Reykjavík tilkynnt um þrjá unga menn sem geiigu um Þingholtin vopnaðir kylfum. Þeir létu höggin dynja á bifreiðum. Mennimir, sem er innan við tvítugt, voru handtekn- ir og færðir í fangageymslur þar sem þeir dvöldu í nótt. Ekki var ljóst í morgun hversu miklu tjóni mennirnir ollu með framferði sínu og rannsakar lögregla málið. -aþ Veðriö i kvold I Solargangur o£ sjavarfoll Sólarlag í kvöld 20.54 21.07 Sólarupprás á morgun 06.04 06.03 Síðdegisflóó 16.04 20.37 Árdegisflóö á rnorgun 04.25 08.58 Skýringar á veðurtáknum J*--.VINDÁTT —HITI 15» -10° '"*V.VINDSTYRKUR I OKtnon i askumlu vrKuai HEIÐSKÍRT Bjartviðri sums staðar Norðaustlæg átt, 5-10 m/s, en heldur hægari síödegis í dag. Sums staöar bjartviöri suðvestanlands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. ^3 O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ AISKÝJAÐ SKÝJAÐ w ’Q ! Q RIGNING SKÚRiR SLYDDA SNJÓKOMA ‘W’ ÉUAGANGUR P ÞRUMl^ VEÐUR ir SKAF- RENNINGUR ÞOKA Veðrið a morgun MfÉ: Vegir landsins Upplýsingar um færð og ástand vega á landinu má fá á heimasíðu Vegagerðarinnar. Vegfarendum er bent á að víöa er unnið að vegaframkvæmdum. - Sýnum tillitssemi. ■ Wvrk'On v,/ Ú. . ,0>y !■ r . Óagjátaiá' ýf ■ '.c' UIUKU.II , Uglr4«hyggðum«VMAum KftdUiKum «ru tokjftlr þu IIIUIIU* vtrftur wglýlt — Dálítil súid Hæg breytileg átt. Dálítil súld eða rigning austan- og suöaustanlands, annars skýjað með köflum og hætt við síðdegisskúrum. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. mmm Vindur:'x-N 8-13™/,' -//'•• \ Hiti 8° til 14° Heldur vaxandl suóaustanátt, 8-13 m/s og fer ab rigna sunnan- og vestan tll, en annars hægari og skýjaö meö köflum. Hltl 8 tll 14 stlg. Vindur: 6-11 ,v, \ / Hiti 8° til 14° AV Austan- og noröaustanátt. Rigning suöaustan- og austanlands en annars slö- deglsskúrir, elnkum noröan tll. Hltl 8 tll 16 stlg, hlýjast suövestanlands. Vindur: c/ ~V 5-8 m/» J Hiti 7" tii 11» «W5W Vestlæg eöa breytileg átt. Víöa skúrlr, elnkum noröan tll. Lrtiö eitt kólnandi. 51: AKUREYRI súld 7 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK skýjaö 6 EGILSSTAÐIR rigning 6 KIRKJUBÆJARKL. rigning 9 KEFLAVÍK léttskýjaö 9 RAUFARHÖFN alskýjaö 6 REYKJAVÍK léttskýjaö 7 STÓRHÖFÐI skýjaö 10 BERGEN skýjaö 9 HELSINKI léttskýjaö 13 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 15 ÓSLÓ skýjaö 12 STOKKHÓLMUR 15 ÞÓRSHÖFN súld 13 ÞRÁNDHEIMUR úrkoma í gær 9 ALGARVE 19 AMSTERDAM lágþokublettir 11 BARCELONA léttskýjað 21 BERLÍN hálfskýjaö 14 CHICAGO heiöskírt 14 DUBLIN skýjað 12 HALIFAX súld 18 FRANKFURT léttskýjaö 12 HAMBORG skýjað 12 JAN MAYEN skýjað 5 LONDON skýjaö 11 LÚXEMBORG hálfskýjaö 12 MALLORCA þokumóöa 23 MONTREAL léttskýjaö 14 NARSSARSSUAQ NEW YORK léttskýjaö 23 ORLANDO skýjaö 25 PARÍS skýjaö 14 VÍN léttskýjaö 16 WASHINGTON skýjað 22 WINNIPEG heiöskfrt 21 BVCGT A UPPLYSINGL’M FRA VEPfRSTOFb l&LANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.