Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 I>V 5 Fréttir Plöntusjúkdómasérfræðingur RALA um váleg tíðindi í trjá- og runnarækt: Sveppasýktur gljávíðir á ekki framtíð fyrir sér - ryðsveppur í ösp einnig farinn að breiðast út um mestallt Suðurland „Þetta á eftir að versna. Ég held að enginn garöeigandi eigi eftir að sleppa alveg við þennan gljáviðissvepp,“ sagði Halldór Sverrisson, sérfræðingur í plöntusjúkdómum á Rannsóknastöð landbúnaðarins, þegar hann sýndi DV hvemig sveppur er farinn að leika ýmis svæði illa hvað varðar gljávíði - ekki síst í austustu hverfum höfuð- borgarsvæðisins, Árbæ, Breiðholti og Garðabæ. Þangað barst sveppurinn fyrst fyrir þremur árum frá Hvera- gerði og Selfossi en á það svæði barst hann frá Höfn i Homafirði. Þar varð fyrst vart við sveppinn á árunum 1993-4. „Eini staðurinn sem við höfum ekki fúndið þennan svepp á Suður- landi er í Vík í Mýrdal en hann er hins vegar farinn að slá sér niður á Akra- nesi og víðar á Vesturlandi. Hann berst með vindi,“ segir Halldór. Ástand gljávíðis er orðið mjög slæmt í ýmsum görðum í Selásnum í austurborg Reykjavíkur. Sums staðar sést brún slikja á mnnum. Á hinn bóg- inn era stundum engir sýktir runnar í görðum sem standa jafnvel við hlið annars þar sem laufm eru orðin brún og visnuð eins og um háhaust eða vet- ur væri að ræða. Halldór segir enga einhlíta skýringu á því en telur að sveppurinn eigi samt eftir að fara í nánast hvem einasta garð á Suður- og Sýktur víðir Hér sést hvernig ryösveppurinn dreifir sér yfír blöö víöisins. Vesturlandi þar sem gljávíðir er og sennilega víðar. „Þetta er komið til að vera,“ segir hann. Hvað gera skal... Halldór segir að fátt sé til ráða. En fyrir þá sem ekki hafa séð neina sýk- ingu á sínum trjám er e.t.v. engin ástæða til að gera neitt í bili heldur bíða og sjá hvemig plöntumar verða þegar fram í sækir - hvort sveppurinn á eftir að leika mnnana grátt þegar þeir sýkjast. Fyrir þá sem þegar hafa orðið fyrir slæmri sýkingu telur Hall- dór að best sé einfaldlega að fella trén niður við rót - en þó ekki fyrr en í vor. „Gljávíðirinn er fljótur að ná sér upp aftur,“ segir hann en bætir því við að sé þetta gert þá þurfi að úða trén þrisvar á ári þegar þau fara að vaxa á ný - í byrjun júlí, ágúst og september - slíkt er þó ekki varanleg lausn því úðunin er í raun einungis til að halda sveppnum í skefjum." - Þaö borgar sig þá tæplega að halda í gljávíðinn? Ef menn þurfa að úða þrisvar á sumri og sveppurinn er enn til staðar, er þá ekki bara best að hætta að hugsa um þessa tegund og gróður- setja eitthvað annað? „Ég hef reynt að útskýra þessa hluti fyrir fólki eins og kostur er. Síðan verður það að taka sínar ákvarðanir sjálft. 99 prósent af gljávíði á íslandi er af sama uppruna eða klóni eins og við köllum það. Þéss vegna em litlar von- ir til að einn garður eða svæði komi betur út þegar upp verður staðið held- ur en önnur. Þetta er allt sama tegund- in af gljávíði." Halldór segir að fyrir þá sem ætla að þráast við og vilja ekki fella gljávíðinn strax sé ráðlegt að gefa runnunum góða næringu, tilbúinn eða lífrænan áburð og mold. „Þær plöntur sem fá góða næringu líta alltaf betur út en þær sem em hálf- sveltar," segir Halldór. Onýtur víðlr Ryðsveppurinn gerir út af viö lauf gljávíöisins. Myndirnar eru úr garöi í Árbænum. Ryðsveppur í ösp á Suður- landl Á mestöllu Suðurlandi er farið að verða vart við asparryð, nokkuð sem hrellir margan íslenskan áhugamann- inn um garð- og skjólbeltaræktun. Halldór segir að hans hafi ekki orðið vart fyrir austan Hellu og heldur hafl ekki borið á honum á Reykjavikur- svæðinu - enn þá. Hins vegar er hann komin vel upp í uppsveitir Ámessýslu, t.a.m. á Laugarvatn, Biskupstungur, í Hrunamannahrepp og víðar. Asparryðið segir Halldór ekki eins slæmt á margan hátt og sveppurinn i gljáviðinum. Hann berst einungis ef lerki er nálægt því sú tegund er milli- hýsill fyrir asparryöið. „Því nær sem lerkið er öspinni því verra. Ef öspin sýkist og fellir blöð að hausti þá deyr sýkiliinn ef lerki er ekki nálægt," seg- ir Halldór. En á íslandi em nokkrir tugir teg- unda af ösp. Sumar þeirra þola asp- arryðið betur en aðrar. Til dæmis vinnur það ekki vel á sælandsösp og keisaraösp. En ef aspir sýkjast fara þær verr út úr kali en ella. „Þar sem ösp er miklu mikilvægari tegund á Suðurlandi heldur en nokkum tíma lerki þá tel ég best fyrir þá sem ætla að rækta öspina að fella lerkið. Ég er ekki frá því að það eigi jafnvel eftir að valda einhveijum deil- um nágranna á milli en svona er þetta,“ segir Halldór. - Hvað með sveppi, t.d. í birki? Brekkuvíðir, birki og fleiri tegundir em orðnar rótgrónar, jafnvel aflur í is- öld. Hvað þær varðar er einfaldast að gefa næringu og þá munu þær plöntur eiga ágætt lif,“ segir Halldór Sverris- son. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.