Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 6
MIDVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 Fréttir i>v Hafnarf jarðarbær hefur gefið ÍSAL vilyrði um viðbótarlóð: Reykjanesbraut færð suður fyrir geymslusvæðið Magnús Gunnarsson. Hafnarfjarðar- I bær hefur gefið ÍSAL vilyrði undir lóð vegna hug- mynda um stækk- un verksmiðjunn- ar um ca 370.000 tonn. Ávallt var gert ráð fyrir að ÍSAL ætti mögu- leika á stækkun suður af núverandi verksmiðjuhúsum. Tekið var tillit til þess þegar umræðan um tvö- fóldun Reykjanesbrautar reis sem hæst á sl. vetri og var þá deiliskipulagi Hafnarfjarðarbæjar breytt í samræmi við það og Reykjanesbrautin færð upp fyrir geymslusvæðið sem er suður af ÍSAL og þar með opnuðust mögu- leikar á að stækka verksmiðjuna til suðurs. Það landsvæði sem Viðbótarorkuþörfin: Á við þrjár stórvirkjanir Viðbótarorkuþörf ÍSALs eru 3.000 GWst ef stækkun verksmiðj- unnar um 370.000 tonn nær fram að ganga, enda er framleiðsla slíks magns raforku 10 til 12 ferli í það minnsta. Til samanburðar má geta þess að Búrfellsvirkjun er 2.000 GWst en 3.000 GWst er samanlögð fram- leiðsla Búrfellsvirkjunar, Hraun- eyjafossvirkjunar og Sigölduvirkj- unar. Fyrri áfangi Reyðaráls þarf 3.800 GWst og seinni áfangi 1.500 GWst. Viðbótarorkuþörf ÍSALS er einnig meiri en sú raforka sem al- menni markaðurinn i landinu not- ar en það gæti numið um 2.800 GWst. í ljósi þessara talna er aug- ljóst að hér er um gríðarlega mikla orku að ræða. -GG DV-MYND JRG Hafnarstjórn að störfum Viöstaddir óvenjulegan fund í hafnar- nefnd voru Valgeröur Siguröardóttir, ína lllugadóttir, Magnús Gunnars- son, Tryggvi Haröarson, Gunnlaugur F. Gunnlaugsson, Már Sveinbjörnsson, Kári Valvesson og Lúövík Geirsson. Hafnarfjörður: Minnismerki reist um fýrstu lútersku kirkjuna PV, HAFNARFIRÐI: Hafnarstjórn hélt sinn tólfhundrað- asta fund um borð í nýja dráttarbátn- um Hamri í síðustu viku. Fundurinn hófst við nýja öldubrjótinn í Hafnar- fjarðarhöfn og lauk við Straumsvík. Það þótti við hæfi á þessum tíma- mótum í 92 ára sögu hafnarinnar að halda fundinn með þessum hætti enda veðurbliða í Hafnarfirði fundardaginn sem endranær. Á fundinum var m.a. farið yflr rekstraryfirlit hafnarinnar frá janúar til júní 2001 og rætt um stað- arval fyrir minnismerki sem ráðgert er að sett verði upp á svæði Hafnarfjarð- arhafnar til minningar um fyrstu lút- ersku kirkjuna á Islandi en hún var einmitt reist hér í Hafnaríirði. Dráttarbáturinn Hamar hefur nú verið tekinn í gagnið og reynst afar vel. Þróttur, eldri bátur hafnarinnar, er enn í notkun og þá einkum við hafn- söguv.erkefni...........-DVÓ. Hugmyndir ÍSALs um stækkun áversins Fyrirtækiö vill kanna hagkvæmni stækkunar verksmiöjunnar í Straumsvík. þarna bætist við verksmiðjulóðina er um 41 hektari. Tvær hugmyndir eru i gangi varðandi þessar stækk- unarhugmyndir, þ.e. tveir skálar samhliða þeim sem í dag stendur næst Reykjanesbrautinni og jafn langir, eða fjórir skálar samhliða honum, en helmingi styttri. Magnús Gunnarsson, bæjar- stjóri i Hafnarfirði, segir að lega Reykjanesbrautar tengist ekki um- hverfismati en stækkun verksmiðj- unnar, ef af verður, er háð um- hverfisáhrifum, en beitt verður nýrri tækni hvað varðar hreinsun efna frá verksmiðjunni. Bæjar- stjóri segir að bæjaryfirvöld muni bíða eftir því hvað umhverfismat muni leiða af sér. Hafnfirðingar hafa búið í sátt við þessa verk- smiðju síðan 1969 og fyrst og fremst haft af henni hag varðandi atvinnu og þjónustu sem fyrirtæk- ið hafi sótt til Hafnarfjarðar. Stækkun þýði auk þess aukin at- vinnutækifæri og renni enn styrk- ari stoðum undir sveitarfélagið. -GG iliillilííÉiíla DV-MYND BRINK Utför feöglna Feöginin Sigurður Jónsson og Eva María Siguröardóttir, tvö af þeim fjórum sem létust í skála viö Veiöivötn fyrir rúmri viku, voru jarösungin frá Hjallakirkju í Kópavogi ígær. Fjölmenni var viö útför þeirra. Sex nemendur í grunnskólanum á Borðeyri: Gullsmíðameistari kennir handmennt - sveitin leggst á eitt við skólastarfið Grunnskólinn á Borðeyri við Hrútafjörð tók aftur tO starfa á mánudag eftir 6 ára hlé. 1 skólan- um eru 6 nemendur og er hann einn sá allra fámennasti á land- inu. Kristín Árnadóttir skóla- stjóri þakkar unga fólkinu og samfélaginu í Bæjarhreppi aö skólinn skyldi geta hafið störf að nýju. „Skólinn var lagður af vegna barnfæðar árið 1995, enda voru aðeins tveir til þrír nemendur. Nú er unga fólkið tekið við á mörgum bæjunum í hreppnum börnin koma með," segir hún. Síðustu árin hafa börn í Bæjar- hreppi sótt Reykjaskóla, allt að 50 kíló- metra leið. Skólinn var sameinaður Grunnskóla Húnaþings vestra fyrir síð- asta skólaár og í kjölfarið þótti lag að endurreisa grunnskólann á Borðeyri. Fyrst um sinn verður einungis kennt i 1. til 3. bekk í skólanum en í framtíð- inni verður tekið við nemendum upp í 7. bekk. Samhliða grunnskólanáminu er leikskóli með sex börn starfræktur i skólabyggingunni. „Við ætlum að.taka forskot á sæluna Fámennt en góðmennt Hér eru allir nemendur grunnskólans á Boröeyri ásamt skólastjóranum, Kristínu Árnadóttur. og og kenna leikskólakrökkunum tvisvar í viku," segir Kristín. Skólastjórastaðan er eina staðan við skólann en annars er beðið eftir að veitt verði undanþága fyrir tvo leið- beinendur. Auk þess er vonast til að menntaður gullsmíðameistari muni kenna börnunum smíðar og hand- mennt. Svo vill til að hann er eiginmað- ur Kristínar. „Hann fylgir mér náttúrlega," segir Kristín, en þau hjónin hafa ósjaldan starfað saman á 20 ára ferli hennar sem skólastjóri. Mikill fógnuður ríkir í.syeitinni yfir endurreisn skólans á Borðeyri. 60 til 70 manns mættu á skóla- setninguna á sunnudag, eða um 10 manns á hvern nemanda við skólann. Aðeins um 100 manns búa í Bæjarhreppi en hann er syðsta sveitarfélagið á Strönd- um. Því má gera ráð fyrir að meirihluti hreppsbúa hafi mætt á skólasetninguna. Þessi góða mæting vekur athygli, ekki síst fyrir þá staðreynd að brakandi þurrkur var á sunnudaginn og heyskapur í fullum gangi. „Lenging skólaársins hefur að vissu leyti komið sér illa fyrir sveitafólk. Þetta er miðað við þéttbýlið og borgina en ekki sveitina. Skólinn er hafinn áöur en heyskap lýkur og áður en sum- arfríið kemur er sauðburðinum lokið. Börnin þurfa að eyða svo miklum tima í skólanum að þau missa að hluta til af þessu. Auk þess vinna nokkrir í sveit- inni við skólann á Borðeyri til viðbótar við búskapinn," segir Kristín skóla- stjóri. Engu að síður þykir skólinn auðga mannlífið og félagslifið í sveit- inni enda er hann hjarta sveitarinnar, að sögn Kristinar. -jtr Heiti potturinn Umsjón: Birgir Guðmundsson Skrautfjöðrum fækkar Sjónvarpskonan góðkunna, Helga Guðrún Johnson, sem rit- stýrt hefur íslandi i dag á Stöð 2, mun í vik- unni hafa til-1 kynnt starfs- félögum sín-1 um að hún | hygðist hætta I i sjónvarpi eft- ir hátt á ann- an áratug á þeim vett- vangi. Þar hverfur á braut frá stöðinni ein af hennar helstu skrautfjöðrum, en þeim hef- ur nokkuð fækkað upp á siðkastið. Helga Guðrún mun vera á leiðinni í nám sem tengist rekstrarfræðum en hún mun hafa í hyggju að snúa sér að vinnu við bú fjölskyldunnar en Helga Guðrún er gift Kristni Gylfa Jónssyni svínaræktanda ... Varafréttastjórar En það eru fleiri breytingar í gangi á Stöðinni því búið er að ráða þau Þór Jónsson og Telmu Tómasson sem vara- fréttastjóra á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, en þau hafa verið í burð- arstarfsem- inni þar lengi. Þór hefur unnið á frétta- stofunni i ein 10 ár og Telma frá 1993 með hléum. í pottinum telja menn þó ekki að þessar ráðningar muni þýða miklar breytingar í fréttunum þar sem bæði Þór og Telma hafa haft talsverð áhrif um nokkurt skeið ... Fatauppboð Sem kunnugt er voru afkomutöl- ur hjá Tæknivali ekki upp á það besta þegar þær voru birtar á dög- unum og hafa margir talið það til marks I um lægð í I hugbúnaðar- og tölvutækni- geiranum. í pottinum var verið að segja frá því að I sama dag og þessi tíðindi birtust hafi verið starfsmannahátíð hjá fyrirtækinu og þar hafi sjálfur forstjórinn, Árni Sigfússon, verið með skemmtiatriði sem fólst i því að hann kom upp á svið og starfs- mönnum gafst kostur á að bjóða í fötin sem hann var í en peningarn- ir sem söfnuðust áttu að renna til þess að hjálpa fyrirtækinu að mæta aðsteðjandi erfiðleikum. Skipti eng- um togum að starfsfólkið keypti fötin utan af forstjóranum þar til hann stóð eftir á brókinni og höfðu allir af hina mestu skemmtun. í pottinum velta menn þvi fyrir sér hversu margir stórforstjórar hefðu kjark til að bregða á leik með þess- um hætti með starfsfólki sinu. Ef- laust eru þeir fáir en Árni fær prik fyrir uppátækið ... Merkt viöurnefni Einn pottverja var eitthvað að fylgjast með embættisskyldum for- seta íslands á dögunum og hnaut þá um um- mæli sem einn blaða- maður við- hafði um örnólf Thorsson, sérfræðing á skrifstofu for- seta og einn af helstu aðstoð- armönnum Ólafs Ragnars Grímssonar. Það var viðurnefnið sem Örnólfi var gefið af þessum blaðamanni sem vakti athygli og velþóknun í pottin- um - örnólfur var kallaður „Örn- ólfur varaforseti" ..!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.