Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 Utlönd I>V Breska gin- og klaufaveikin Ellefu ný tilfelli hafa komið upp í Bretlandi á undanförnum dögum. Ný gin- og klaufa- veikitilfelli Bretar standa nú frammi fyrir miklum vandræðum vegna gin- og klaufaveikifaraldurs sem blossaði upp i landinu í febrúar sl. Miklar varúðarráðstafanir voru strax gerð- ar til að vinna á sjúkdómnum og eft- ir að faraldurinn hafði náð hámarki í byrjun sumars virtist hann í rén- um um mitt ár. Svo er þó ekki þvi á síðustu dög- um hafa komið upp ein ellefu tilfelli á svæðinu nálægt bæjunum Hex- ham og Allendale í Northumberland og virðist ástandið frekar vera að versna heldur en hitt. Þrátt fyrir það hafa yfirvöld í nokkrum tilfell- um leyft bændum að færa gripi sína á markaði og þar með tekið mikla áttu á að nýr faraldur brjótist út í landinu. NATO-stjóri fyigist meö George Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, ætlar aö fylgjast meö mönnum sínum við vopnasöfnun. Robertson kynnir sér vopnasöfnun- ina í Makedóníu George Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, heimsækir Makedóníu í dag til að kynna sér vopnasöfnun bandalagsins frá albönskum skæru- liðum. Robertson mun án efa mæta mik- illi tortryggni ráðamanna í Makedóníu sem eiga bágt með að trúa því að þau 3.300 vopn sem her- menn NATO ætla að safna séu ná- lægt því að vera öll vopn skæruliða. Þá eru uppi efasemdir um að skæru- liðarnir muni láta bestu vopnin sín af hendi, miklu heldur úr sér geng- inn búnað sem best væri geymdur á safni. Vopnasófnun NATO hófst á mánudag og stendur í þrjátíu daga. Norska flóttaskipiö viö Jólaeyjar: Áströlsk sér- sveit um Átrölsk sérsveit fór í nótt um borð í norska flutningaskipið Tampa eftir að skipið hafði siglt inn fyrir tólf mílna landhelgi Ástraliu, við Jólaeyjar, en um borð í skipinu eru 438 afganskir flóttamenn sem bjargað var af sökkvandi indónesísku flóttaskipi á sunnudag- inn. Eftir björgunina sigldi Tampa áleiðis til Jólaeyja við strendur Ástralíu en eftir að áströlsk yfirvöld neituðu að taka við flóttafólkinu og skipuðu skipstjóranum að snúa aft- ur til Indónesíu hefur skipið legið við ankeri við eyjarnar þar sem fólkið hefur hótað að stökkva fyrir borð ef siglt verði frá eyjunum. Stór hluti flóttafólksins, sem hefst við innan um flutningagáma á þil- fari skipsins, mótmælti afstöðu ástr- alskra stjórnvalda með hungurverk- falli og var ástandið orðið mjög slæmt í gær. Auk þess þjást margir af blóðsótt og öörum sjúkdómum \ '¦¦TT'vr—r..-."-i,------:--------1 \. '' 1 \ - 7Ff\ «.-> ,7 ¦ j ,/ £' M /flBV Um borö í Tampa Afgönsku flóttamennirnir hafast við á þilfari skipsins innan um flutningagámana. sem stungið hafa sér niður meðal fólksins. Eftir að fimmtán manns höfðu misst meðvitund í gær sendi skipstjórinn, Norðmaðurinn Arne Rinnan, út neyðarkall og beiðni um læknishjálp, enda ástandið um borð orðið hræðilegt. í kjölfarið ákváðu átrölsk yfirvöld að senda herlið um borð og er talið að um sextíu sérsveitarmenn frá ástralska flughernum séu nú um borð í skipinu en þeir munu hafa siglt það uppi á þremur hraðskreið- um varðbátum. Sveitinni er ætlað að veita flóttafólkinu nauðsynlega aðhlynningu og hafa hjálpargögn og matvæli þegar verið send út í skip- ið. Það er þó staðföst ákvörðun stjórnvalda að skipið fái ekki leyfi til að koma í höfn og var haft eftir John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, að það kæmi ekki til greina. „Afstaða okkar er alveg klár og verður ekki breytt þrátt fyrir ástandið," sagði Howard. Þyrlan þyriar upp ryki á Austur-Tímor Maður einn á Austur-Ttmor, með hænuna s'tna í fanginu, snýr sér undan til að forðast rykið sem þyrla Sameinuðu þjóðanna þyrlar upp við flugtak frá knattspyrnuvelli í bænum Aileu, 48 kílómetra noröur af höfuðbörginni Dili. íbúar Austur-Tímors, sem eitt sinn var undir stjórn Indónesíu, ganga að kjörborðinu á morgun og velja þing. Ekkert lát á ofbeldisverkum fyrir botni Miðjarðarhafs: Palestínumaður féll í fyrirsát í morgun og skotið á landnema Palesínumaður lét lífið i morgun og tveir aðrir særðust þegar vopn- aðir gyðingar gerðu þeim fyrirsát og skutu á bíl þeirra norðaustur af Jerúsalem. Palestínumenn héldu uppi skot- og sprengjuárásum á landnema- Uppboð Fimmtudaginn 6. september nk. kl. 14.00 veröa boöin upp á Hvít- árbakka í Borgarfiröi fjógur óskllahross hafl þelrra ekkl veriö vitjaö ______af elgendum sínum. Um er að ræða eftlrtalin hross:______ 1. Grámósótt meri, 2-4 vetra gömul. Ómörkuð. 2. Brúnstjörnótt meri, 4-6 vetra gömul. Markið er óljóst en líklega:biti framan hægra, fjöður aftan vinstra. 3. Rauðblesóttur hestur, 3-5 vetra gamall. Ómarkaður, meðbreiða blesu. Spakur. 4. Ljósrauðblesóttur hestur, 7 vetra eða eldri. Markið fjöður framan vinstra. Spakur SÝSLUMAÐURINN f BORGARNESI Viö vamarvegg í Gilo Heittrúaður gyðingur stendur viö steinsteyptan vegg sem ver land- nemabæinn Gilo. byggð gyðinga við Jerúsalem í nótt, þrátt fyrir innrás ísraelska hersins í palestínskan bæ skammt þar frá. Þeirri innrás var einmitt ætlað að binda enda á árásir á landnema- byggðirnar. Bandarísk stjórnvöld hafa hvatt ísraela til að draga herlið sitt frá bænum Beit Jala sem er á yfirráða- svæði Palestínumanna, skammt frá Betlehem á Vesturbakkanum. „ísraelar verða að átta sig á því að svona innrásir leysa ekki vanda þeirra sem snýr að öryggismálum," sagði Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Hann bætti við að Palestínumenn yrðu að hætta skotárásum sínum á ísraela í Gilo og öðrum bæjum. Arafat Palestinuforseti og Peres, utanríkisráðherra ísraels, ræddust nokkrum sinnum við í gærkvöld. Stuttar fréttir Allir saman í NATO Mogens Lykketoft, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í gær að hugsanlega yrði grafið undan stöðugleika í Eystra- saltsríkjunum þrem- ur ef þeim verður ekki boðið að ganga í NATO á sama tíma. Lykketoft sagði að á sumum bæjum væru menn að íhuga að bjóða aðeins Lit- háen aðild og að Eistland yrði tekið í Evrópusambandið á undan hinum. Árásir á loftvarnir íraka Bandarískar orrustuflugvélar réðust í gær á tvær loftvarnastöðv- ar i suðurhluta íraks til að reyna að draga úr skotárásum á bandarískar og breskar eftirlitsflugvélar á flug- bannssvæðinu. Jospin gagnrýnir Chirac Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, veittist í gær að Jacques Chirac forseta fyrir að hafa gagnrýnt ríkisstjórnina og sagði hann hafa gengið of langt. Þar með hellti Jospin sér út í slaginn um forsetaembættið. Kosið verður á næsta ári. Varað við risaflóðbylgju Vísindamenn vara við því að gos í eldfjalli á Kanaríeyjum kynni að valda allt að 100 metra hárri flóö- bylgju sem myndi gera mikinn usla í strandríkjum við Atlantshaf. Clarke getur sameinað Malcolm Rifkind, fyrrum utanríkis- ráðherra Bretlands, lagði til í morgun að hægt væri að gefa Ken Clarke nokkurra mánaða reynslutima til að sýna það og sanna að hann gæti sam- einað thaldsflokkinn og leitt hann. Rifkind styður Evrópusinnann Clar- ke í baráttunni um leiðtogaembætti flokksins. Borað í kafbátinn Kúrsk Kafarar hafa lokið við að bora 26 göt á skrokk rússneska kafbátsins Kúrs svo hægt verði að koma í hann köplum og lyfta honum upp af botni Barentshafs í næsta mánuði. Börn Condits segja upp Tvö uppkomin börn bandaríska þingmannsins Gar- ys Condits hafa sagt störfum sínum á ríkisstjóraskrif- stofu Kaliforníu lausum. Þau gerðu það aðeins degi eft- ir að Gray Davis ríkisstjóri slóst i hóp þeirra sem gagnrýna Condit, sem átti í ástar- sambandi við unga konu sem ekkert hefur spurst til siðan í vor. Vandræði í Serbíu Samsteypustjórn umbótasinna í Serbíu mistókst í gær að leysa al- varlegan ágreining innan sinna raða, þrátt fyrir langar fundarsetur. Kosningar á Fídjí Rúmur þriðjungur kjósenda á Fídjíeyjum hefur neytt atkvæðis- réttar síns á tveimur fyrstu dögum kosninganna. Ekki hefur komið til neinna átaka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.