Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 11
MIDVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 I>V Utlönd Kofi Annan hvetur Bandaríkjamenn til aö sækja ráöstefnu: Kynþáttahatur kemur öllum við Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, bættist í gær í hóp þeirra sem hvetja bandarísk stjórnvöld til að taka þátt í ráð- stefnu SÞ um kynþáttahatur. Sagði Annan að málið snerti allar þjóðir. „Ég vona að Bandaríkjamenn verði með og að þeir muni setjast niður með öðrum ríkisstjórnum til að þoka málinu áfram," sagði Ann- an á fundi með fréttamönnum í Austurriki í gær þar sem hann var í heimsókn. Annan heldur í dag til Durban í Suður-Afríku þar sem ráð- stefnan verður haldin. Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti á mánudag að Colin Powell utanríkisráðherra myndi ekki taka þátt í ráðstefnunni vegna móðgandi ummæla í garð ísraels- ríkis 1 sumum skjölum ráðstefnunn- ar. Talsmaður ráðuneytisins sagði að svo kynni að fara að Bandaríkin sendu engan fulltrúa sinn til Suður- Afríku. Mótmæli gegn Israel Mótmælendur líktu síonisma viö kynþáttahatur f Höfðaborg. Bandarísk stjórnvöld óttast að ráðstefnan, sem hefst á fóstudag, muni setja samasemmerki milli sí- onisma og Israelsríkis armars vegar og kynþáttahaturs og aðskilnaðar- stefnu hins vegar. John Manley, utanríkisráðherra Kanada, tók í gær undir áhyggjur Bandaríkjamanna af gagnrýni á ísraelsríki og sagði fréttamönnum í Ottawa að hann hefði ekki enn ákveðið hvort hann færi til Suður- Afríku. „Við höfum þungar áhyggjur af textanum," sagði Manley. Kofi Annan sagði að það væri hverju ríki í sjálfsvald sett hvort það sendi fulltrúa á ráðstefnuna eð- ur ei. Hann lagði hins vegar mikla áherslu á mikilvægi ráðstefhunnar í baráttunni gegn kynþáttafordóm- um. „Ekkert land er ónæmt fyrir kynþáttafordómum og óvild í garð útlendinga," sagði framkvæmda- stjóri SÞ. Laus úr klóm mannræningja Brasilíski fjölmiðlakóngurinn Silvio Santos fagnar dóttur sinni Patriciu Abravanel eftir að mannræningjar létu hana lausa gegn lausnargjaldi ígær. Patricia var heila viku í haldi ræningjanna eftir að þeir námu hana á brott af heimili föður hennar í Sao Paulo í Brasilíu. Lögreglan hættir rannsókn á meintu kynferðisofbeldi: Neil Hamilton og frú ætla í meiðyrðamál Neil Hamilton, fyrrum ráðherra breska íhaldsflokksins, og Christine, eiginkona hans, hafa ákveðið að fara i meiðyrðamál við konu sem sakaði þau um gróft kyn- ferðislegt ofbeldi. Breska lögreglan Scotland Yard hætti í gær rannsókn sinni á meintri kynferðisárás á Nadine Mil- roy-Sloan í íbúö einni í Ilford þar sem ekki fannst neitt sem studdi fullyrðingar konunnar. Konan hélt því fram að hjónin hefðu haft eins konar mök við hana á sama tíma og annar karl nauðgaði henni. Hamilton-hjónin hafa ávallt neit- að því að nokkuö væri hæft í ásók- ununum og hafa nú höfðað mál. Hjónin fengu því framgengt að dóm- stóll frysti eigur Milroy-Sloan, sem Hamllton-hjónin glöö Neil Hamilton og Christine, eiginkona hans, eru ánægð með að lögreglan hætti rannsókn á meintu kynferðisafbroti þeirra. metnar eru á meira en fimmtíu milljónir króna, þar til niðurstaða hefur fengist. Lógmenn Milroy-Sloan ætla að reyna að fá þeirri ákvörðun dóms- ins hnekkt. Henni var að sögn brugðið þegar hún frétti af ákvörðun lögreglunnar. Christine Hamilton sagði að at- burðirnir undanfarið hefðu tekið mjög á hana og að allt hefði málið verið sóun á tíma lögreglunnar. Neil Hamilton var miðpunktur hneykslismáls sem kom upp árið 1994 og skók þáverandi ríkisstjórn íhaldsflokksins, undir forystu Johns Majors. Hamilton var á þeim tíma sakaður um að hafa þegið fé fyrir að bera fram fyrirspurnir á breska þinginu. M.Benz A 160 CLASSIC, 02/00, 5 gíra, ok.17 þús., geislasp., ABS, vindskeið, sumar- og vetrardekk, rafm. o.fl. Verð 1.770 þús. Áhv. 1.400 þús. Toyota Carina XL 06/88, ek.217 þús.,5 gíra, 1600 cc, dráttarkrókur. Verð 220 þús. Nissan Trede 100 07/99, ek. 14 þús. 5 gíra, dísil, 3000 cc, vsk-bíll. Verð 1.690 þús. Nissan Almera SLX.'96. ek. 40 þús. ssk., 1600 cc, rafm., samlæsingar, Verð 890 þús. Ahv.400 þús. Mazda 323 GLXí, 4WO, STW, 02/95. ek. 230 þús, 5 gíra, 1600 cc. Verð 290 þús. Mazda 323F GLXi 1500,04/00, ek. 14 þús.,5 gíra, geislasp., ABS, vindskeið, rafm. o.fl. YfiMOOObílará skrá hjá okkur á www.bilaholHn.is B Mazda 626 GLXi 2000, 02/00, ssk., ek. 13 þús., geislasp., ABS rafm. o.fl. Verð 1.870 þús. Vísa- og Euro-raðgr. Löggild bílasala. Vantar bíla á skrá og á staðinn með 100% lánum Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.ís ui<itiiiiut(iii 1111III itiiiiittiiniiiuitiiiiiiiiiiiiiii niii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.