Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 Skoðun DV ipurning dagsins Atli Rúnar Óskarsson nemi: Þaö er ættarmót sem ég fór á. Hjalti Halldórsson neml: Rammstein, geöveikir tónleikar. Hvað er þér minnisstæðast það sem af er sumri? Anna Dögg Gísladóttir nemi: Þaö er sumarbústaöarferö sem ég fór í. Árni Elvar Emilsson nemi: Rammstein-tónleikarnir, þeir voru mjög góöir. Almar Örn ívarsson nemi: Rammstein-tónteikarnir, þeir voru geöveikir. Siguróur Ingi Jónasson nemi: Fjögurra daga fyllirí á Eldborg, þaö var geggjaö stuö, aö mig minnir. Gandreið Framsóknar Hildur Guöjónsdóttir skrifar: Sú var tíðin að Framsóknarflokk- urinn sá til þess að húsaleigulög voru sett á íbúðareigendur hér í Reykjavík sem fólu það í sér að ekki mátti segja leigjendum upp húsnæð- inu hvernig sem umgengni eða sam- skipti milli þeirra og húseigenda var. Heldur ekki þótt nánir ættingj- ar eða vinir þyrftu á húsnæðinu að halda. Þetta var í lok stríðsins og ef- laust ókunnugt yngra fólki í dag. Þetta rifjaðist upp fyrir mér er ég hlustaði á og sá Kastljóssþátt Sjón- varpsins sl. mánudagskvöld Þar mætti félagsmálaráðherra, ásamt formanni fasteignasala, ungri og skilmerkilegri konu. Hún horfði á þennan kjörna fulltrúa eins og hún sæi inn í sjálfa fortíðina, tíma og rúm sagnfræðinnar. Og var nokkur furða? Þvílíkur var mál- flutningur stjórnmálamannsins. - Það var ekki orðið breitt bilið á milli húsaleigulaganna forðum og þess sem félagsmálaráöherrann bauð kjósendum upp á í umræðunni sem snerist um brunabótamatið og lánsmöguleikana! Svo smekklegur var félagsmála- ráðherra að láta okkur Reykvík- inga, sem búum í elstu húsum og hverfum borgarinnar, vita að það væri ekki eðlilegt að sumir staðir væru verðmætari en aðrir! Þannig metur hann þau hús og lóðir sem mest heflr þurft að greiða af í við- hald, gatnagerð og fleira. Dæmi eru jafnvel um mörg gamalmenni sem hafa búið allan sinn aldur á þessum stöðum og þurft að bera þungann cif uppbyggingu Reykjavíkur, t.d. gatnagerð í nýjum hverfum, strætis- vagnasamgöngum hér áður fyrr.sundlaugum og fl. Þetta fólk, svo og þeir sem fest hafa sér dýrari eignir í grónum hverfum í Reykjavík, eiga nú aö „Það var ekki orðið breitt bilið á milli húsaleigu- laganna forðum og þess sem félagsmálaráðherrann bauð kjósendum upp á í umræðunni sem snerist um brunabótamatið og lánsmöguleikana! “ falla þrepum lægra varðandi opin- berar lánveitingar til kaupenda eignanna, vegna þess að kjömum fulltrúa á landsbyggðinni, sem þigg- ur laun sín meðal annars af okkur í gamla bænum, sýnist engin ástæða tfl að sum hverfí í Reykjavík séu verðmætari en önnur. Hvað skyldi nú eiginkona félagsmálaráðherra segja? Hún er borgarfuUtrúi R-list- ans. í þessum gömlu borgarhlutum naut R-listinn hvað mest fylgis á sínum tíma. Og nú hefur fuUtrúi Framsóknarflokksins boðað komu sína sem frambjóðandi til Alþingis í þessum hverfum, þ.e. Reykjavík- norður. - Ætli timasetning hans hafl ekki verið út úr kú eins og nú stendur á? Andvaraleysi Þegar ég las í DV um að sem- entsflutningar ættu að fara á þjóðvegina þá varð mér hugsað tU landsfeðranna. Geta fyrirtæki gert svona ráð- stafanir án þess að fá tfl þess leyfl? Aðalþjóð- vegir landsins eru mjög lélegir og stórir hlutar þeirra hálfónýtir, og það vita þeir best sem hafa atvinnu af að aka þá. Getur verið aö nú eigi að ganga endanlega frá þjóðvegakerfinu með þessari ráðstöfun án þess að yfirvöld geri „Eimskipafélag íslands fór með mikla þungaflutninga á þjóðvegina án athuga- semda og nú fylgir sements- verksmiðjan í slóð þeirra og lika, að því er virðist, án athugasemda. “ nokkuð til að hamla eyðUegging- unni? Það virðist standa í þjóðinni að breikka Reykjanesbraut. Hvað myndi það þá taka langan tíma að lagfæra skemmdir sem 30 tonna sementsbílar munu valta í þjóðvegina? Er and- varaleysi hinna rándýru landsfeðra orðið svo mikið að hægt er að taka frá þjóðinni stórar upphæðir og eyði- leggja fyrir miUjarða með frekju- gangi einhverra rekstraraðila, án þess að landsfeðumir gaumgæfi nokkuð það sem er aö gerast? Eimskipafélag fslands fór með mikla þungaflutninga á þjóðvegiiia án athugasemda og nú fylgir sem- entsverksmiðjan í slóð þeirra og líka, að því er virðist, án athugasemda. Umferðarslysin hafa verið mikið böl þjóðarinnar. Ekki er hægt að reikna með að þeim fækki við þessar ráð- stafanir. Hvað skyldi vegamálastjóri ætla að gera í þessu máli? Hann gæti þó sett á þungatakmarkanir, og til þess er fuU ástæða, þannig að hug- myndin yrði ekki arðbær. Brynjólfur Brynjótfsson skrifar: Skemmtiferð á Marz Garri hefur verið að fylgjast með fréttum af nýjasta feröamannatrompinu á íslandi. Það tek- ur öUu öðru fram í ævintýramennsku og telst framsækið frumkvöðlastarf þótt hugmyndin sé vissulega ekki alveg ný af nálinni. Hér er auðvit- að um að ræða ferðalög fyrir þá sem hafa allt reynt og aUt farið. Sumarfri sem svo sannarlega er öðruvísi en aUt sem menn hafa prófað. Hér er um að ræða sumarleyfl á togara sem er á veið- um í Barentshafí. Þar gefst fólki tækifæri tU að prófa eitthvað algerlega nýtt, eitthvað sem það getur sagt frá þegar heim er komið - eitthvað sem setur á manninn mark, meitlar þor og stæl- ir kjark. Enn sem komið er hefur aðeins reynst mögulegt aö bjóða mjög takmarkað magn af þess- um ferðum og Garra sýnist að einungis einn tog- ari sé kominn af stað með þetta spennandi til- raunaverkefni. Skemmtiferð á togara Skipið sem Garra sýnist vera að ryðja þessa braut í ferðamennskunni heitir Marz AK og kemur frá Akranesi. Þeir Skagamenn hafa jú verið að sækja í sig veðrið í ferðaþjónustunni eftir að göngin komu og Garri fær ekki betur séð en að á þessu sviði séu þeir í fararbroddi. Marz mun hafa nokkra Rússa um borð hjá sér sem ekki eru skráðir sem sjómenn og hefur verið gert heilmikiö veður út af því. Slíkt kemur nátt- úrlega ekki á óvart þegar íslensk yflrvöld eru annars vegar því þar á bæ skortir aUt hug- myndaflug og ef ekki er búið að útskýra fyrir embættismönnum í smáatriðum hvað er í gangi, þá virðast þeir aUtaf telja aö menn séu með óhreint mjöl í pokahominu. Því er það að togar- inn Marz er kominn í einhverja sérstaka skoðun út af þessum farþegum - bara vegna þess aö embætti sýslumanns á Akranesi og embættis- menn víðar í kerfinu skilja ekki að togari getur verið skemmtiferðaskip og skemmtiferðaskip get- ur verið togari - bara ef uppleggið í málinu er rétt! Dalalíf Hugmyndafræðin að baki því að setja ríka ferðamenn á togara er sem fyrr segir ekki alveg ný. Garri sá hana fyrst í mynd Þráins Bertels- sonar um Dalalíf, þar sem þeir Þór og Danni náðu að selja virðulegum borgarbúum aðgang að sveitalífinu. „I love it!“ er t.d. fræg setning sem Siggi Sigurjóns sagði en hann lék ríkan mann sem naut þess að moka skít. í Dalalífi voru per- sónumar að leita upprunans, og eins er það í raun með túrana á togara, að þar getur ríka fólk- ið fengið tímabundið afturhvarf til þess tíma er menn unnu fyrir sér með berum höndunum. Garri er því ekki í nokkrum vafa um að skýring- in á veru nokkurra Rússa um borð í Marz sé sú að þetta séu forríkir ferðamenn á ferð til fortíð- ar. Eðlilega vill útgerðin ekki gefa upp hvað þeir eru að gera þarna um borð, þvi menn verða jú að gæta trúnaðar við viðskiptavini af þessu tagi - það gengur ekki að selja háklassafólki svona „exclusiva" ferð og auglýsa það svo um allar koppagrundir. GðlYI Framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli Allt til einskis? Flugið til Keflavíkur Bjðrn Sigurðsson skrifar: Einhver orðaði það svo, þegar umræðan um Reykjavikurflugvöll- inn var í hámarki, að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni væri jafn mikil tímaskekkja og flugvöllur væri í Central Park í New York eða í Hyde Park í London, og að þjóðir með ábyrgðartilfinningu leyfðu ekki flugvelli í borgarmiðju sinni, hvað þá lágt aðflug yfir helstu valdastofn- unum þjóðarinnar. Málið verður að taka upp að nýju eftir að ákveðið er að breikka Reykjanesbrautina og jafnvel skoðaðar lestarsamgöngur á Suðurnesjaleiðinni. Fyrr en siðar mun heimspólitíkin rétta okkur Keflavíkurflugvöll upp í hendurnar til reksturs. Hættum því endurbót- um á Reykjavíkurflugvelli strax og nýtum fjármagnið til annarra hluta. Aumingja- fyrirtæki? ðlafur Helgason hringdi: Það er orðið allt of mikið um það hér að fyrirtæki eða forsvarsmenn þeirra leiti til hins opinbera um að- stoð þegar í harðbakkann slær. Þannig gengur nú maður undir manns hönd í fyrirtækjageiranum að krefjast þess beint eða í gegnum samtök sín að vextir verði lækkaðir hið bráðasta svo að forða megi við- komandi fyrirtækjum undan gjald- þroti. Auðvitað vilja allir sjá vaxta- lækkun, en hún mun, ein og sér, ekki bjarga þessum „aumingjafyrir- tækjum" sem ég kalla svo, frá gjald- þroti. Mörg þeirra ættu fyrir löngu að hafa hætt rekstri, og það með lög- legum hætti, nefnilega gjaldþroti. Menn verða að sjá fyrir í tíma hvert stefnir með reksturinn. Ekki að bíða eftir opinberri aðstoð. Rekaviður á Hornströndum Telst til sjónmengunar og fellur und- ir slóöaskap. Sjónmengun á Hornströndum Halldóra HalldórsdótUr hringdc Með frétt um hollenska parið sem lenti í erfiðleikum á Homströndum nýverið birtust myndir frá svæðinu þar sem rekaviðurinn var mest áberandi á fjörunum. Þetta minnti mig óþægilega á ferð mína þarna í sumar. Þessi mikli rekaviður sem borist hefur að landi í gegnum árin og liggur þama eins og hráviði, í þess orðs fyllstu merkingu, um allar fjörur á þessum slóðum, stingur verulega í augu. Þetta er mikil sjón- mengun og sóðaskapur. Landvemd- arsamtök eða aðrir náttúruverndar- sinnar hreyfa ekki við þessum mál- um. En sóðaskapur á víðavangi, í borginni sem og til lands og sjávar, er orðinn verulega áberandi. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn I síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.