Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 DV Sigurður Flosason eitt, Benjamin Koppel núll! - Jóel Pálsson hlýtur starfslaun Reykjavíkurborgar Jóel Pálsson og Sigurður Rosason „Tveir saxistar meö bassaieikara og trommuleikara er ekki nýtt fyrirbrigði í djasstóniist. Þó hefur ekki komiö fram svona kvartett, sem hefur vakiö verulega athygli, frá því á dögum Zoot Sims-AI Cohns og Sonny Stitt-Eddie Davis. En ég leyfi mér aö fullyröa aö Siguröur-Jóel er samstæöa sem gæti náö langt ef tækifæri gæfist." Sumarið 2001 er nú þegar orðið eitt viðburða- ríkasta djasssumar hér- lendis um áraraðir. Hér í Reykjavík höfum við átt kost á tónlist bæði inn- lendra og erlendra djass- leikara sem margir hverj- ir hafa leikið fyrir okkur skemmtilega, forvitnilega og nýstárlega djasstón- list. Á Menningarnótt Reykjavíkur mátti til dæmis heyra Guðmund „Djasspabba" Steingríms- son hjá Eymundsson, Jón Pál Bjarnason á Kaffi Vídalín, Jagúar á Ingólfs- torgi, Hafdisi Bjamadótt- ur hjá Eggerti feldskera, Sigurð Flosason á Jóm- frúnni og Koppel-feðgana í Norræna húsinu. Ég var ákveðinn í þvi að hlusta á feðgana Kopp- el og Jacob Andersen, slagverksleikara þeirra, í Norræna húsinu. En þeg- ar ég kom þangað var húsið troðfullt. Það var varla hægt að finna vegg- pláss til að halla sér upp að. Sennilega hafa djass- áhugamenn tekið eftir klausunni í fréttatilkynn- ingu um tónleikana sem sagði af „KAK“ trióinu af slíkri og þvílíkri mærð að ætla hefði að Kopp- el-feögarnir væru því næst sem einstakir í verald- arsögunni. Þar sagði meðal annars: „Tónlistar- mennirnir ... hafa eftir sjö ára samvinnu náð að stilla svo saman hljóðfæraleik sinn að jaðrar við hugsanaflutning. Hnökralaust skipta þeir á milli tónlistartegunda, stíltegunda, fastra útsetninga og spuna, leikur þeirra einkennist af öryggi og fingrafimi, tilfinningu og innlifun." Það fór ekki á milli mála. Anders Koppel, org., og sonur hans Benjamin, alto, eru framúrskar- andi tónlistarmenn. Anders er mjög góður org- anisti en mér fannst meiri djass í organleik Agn- ars Más á Ozio um daginn þegar Agnar lék sér með Joel og Matthíasi á skemmtilega blúsaðan hátt. Benjamin Koppel er að sama skapi mjög góður altoisti. Hann hefur persónulegri stíl en karl fað- ir hans en leikur hans var mjög alvarlegur og „settlegur"! Sem gerði það að verkum að mér fannst hann fara mjög troðnar slóðir án þess að taka nokkra áhættu i spuna sínum. Það kallast á góðri ensku „to play it safe.“ Sem sagt: Mjög góð- ur en ekki nægilega skemmtilegur fyrir minn smekk! Tónlist Ég yfirgaf því Norræna húsið og hélt á Jóm- frúna í Lækjargötu. Þar lék Sigurður Flosason, alto, og fór á kostum. Ég heyrði Sigurð leika síð- ast með Sunnu Gunnlaugsdóttur í Húsi Málarans þar sem Siggi lék afskaplega skemmtilega og með miklum tilþrifum. Á góðum degi er Sigurður Flosason betri en flestir altoistar sem ég þekki til. Þetta kom svo sannarlega í ljós á Jómfrúnni. Kvartettinn náði sér á flug í „Have You Met Miss Jones“ þar sem Sigurður lék frábærlega, sérstak- lega í skemmtilegum „Coda“ með Jóel Pálssyni, tnr. En auk þeirra saxista léku þeir Tómas R. Einarsson, bs, og Matthías M.D. Hemstock, trm. Ef ég mætti velja djasslands- lið í dag veldi ég án nokkurs vafa þennan kvartett. Hann er, að öðrum snillingum ólöstuö- um, eitthvað það besta sem ís- lenskur djass hefur upp á að bjóða um þessar mundir. Benja- min Koppel gleymdist á auga- bragði og Sigurður Flosason tók við - og flaug með áheyrendur sina um víðan völl sígrænna djasslaga. Og það fór ekki á milli mála að áheyrendur kunnu að meta djassinn. Tveir saxistar með bassaleik- ara og trommuleikara er ekki nýtt fyrirbrigði í djasstónlist. Þó hefur ekki komið fram svona kvartett, sem hefur vakið veru- lega athygli, frá því á dögum Zoot Sims-Al Cohns og Sonny Stitt-Eddie Davis. En ég leyfi mér að fullyrða að Sigurð- ur-Jóel er samstæða sem gæti náð langt ef tækifæri gæfist. Kvartettinn lék svo að segja óað- finnanlega; Tómas R. traustur og ákveöinn meö skemmtilegar fléttur, og Matthías ótrúlega „boppaður"!! Það mætti halda að hann hefði tekið þá Guð- mund Stgr. og Pétur Östlund til athugunar nýver- ið! ! Jóel var feikivel upplagður. Hann er stöðugt að koma okkur á óvart. Einleikur hans var skemmti- lega uppbyggöur og kímnin aldrei langt undan. Ekki sakar að Jóel er með fallegan tón sem nýtist honum vel. Leikur hans með „Body and Soul“ var í reynd sýnishorn af góðri meðferð á djassball- öðu. Það var því vel viðeigandi að fagna með hon- um í huganum þar sem á þessum afmælisdegi Reykjavíkurborgar var tilkynnt að Joel væri einn þeirra listamanna sem hefðu fengið starfslaun frá Borginni. Einn fárra djassleikara sem þau hafa hlotið. Til hamingju! Ólafur Stephensen Menningarnótt í Reykjavík, 18. ágúst. Norræna húsið: Anders Koppel, Benjamin Koppel, Jacob Andersen. Jómfrúin: Jóel Pálsson, Matthias M.D. Hemstock, Sig- urður Flosason, Tómas R. Einarsson. Klassíkin streymir inn á www.andante.com: Bein útsending frá La Scala á vefnum Fyrir fimm árum ákvað franskur lögfræðingur i New York að stofna fyrirtæki til að svala ævilangri löngun sinni í klassíska tónlist. Alain Coblence vildi gefa út á geisladiskum klassískar upptökur á klassískum verkum. Um þessar mundir kemur út fyrsta sex diska safnið sem gefið verður út á veg- um fyrirtækisins en áætlað er að gefa út um eitt þúsund diska á næstu fimm árum. Ástæða þess að Coblence réðst í útgáfustarfsemina var að hann vildi endurheimta þá virðingu og væntumþykju sem gömlu vínylplötumar áttu á uppvaxtarárum hans. Það gerir hann meðal annars með þvi að um- búðir geisladiskanna eru ekki hefðbundnar heldur em þeir inni í harðspjalda bókum þar sem ítarleg- ar upplýsingar um tónskáldin, verkin, flytjendurna og upptökuna er að finna. Fyrsta útgáfa Andante er væntanleg og inniheld- ur hún píanókonserta Beethovens en hver þeirra er fluttur tvisvar. Flytjendur eru Ania Dorfmann, Walter Gieseking, Clara Haskil, William Kapell, Marguerite Long, Artur Rubinstein og Rudolf Serk- in. Einnig er von á kammermúsík eftir Schubert auk þess sem gefnir verða út diskar tileinkaðir lista- mönnunum Wilhelm Backhaus og Josep Szigeti. En útgáfa geisladiska er ekki það eina sem fyrir- tækið fæst við. í apríl síðastliðnum setti fyrirtækið, Andante upp heimasíðuna www.andante.com. Coblence vildi að heimasíðan yrði eitthvað meira en sölutæki og það hefur svo sannarlega ræst. Vefsíðan www.andante.com er orðin ein mest sótta klassiska heimasíðan og nauðsynlegur hluti af tilveru margra unnenda klassískrar tónlistar. Allt um klassíkina Á vefsíðu Andante er hægt að finna nánast allt um klasstska tónlist; upplýsingar um tónskáld, lista- menn, tímarit á vefnum og svo mætti lengi telja. Mörgum þykir til dæmis mikill fengur í þvi að geta séð fréttir hvaðanæva að úr tónlistarheiminum og umfjöllun um konserta og óperur víða um veröld- ina. Viðtöl við listamenn eru birt og einnig ritgerð- ir um ýmislegt sem tengist sígildri tónlist. Einnig eru æviatriði tónskálda aðgengileg á síðunni. Hægt er að fá upplýsingar úr Concise Grove Dictionary of Music og leita að tónleikum eftir dagsetningum, tón- verkum og flytjendum. Scala í beinnl Þótt margir gestir heimasiðunnar vilji fá lesefni um höfunda og listamenn og tóndæmi úr útgáfum Andante er liklegast að hugur þeirra verði fang- aður af öðrum þáttum síðunnar. „Musicroom" er einn þeirra þátta sem vakið hafa verðskuld- aða athygli. Þar inni er hægt að hlusta á streym- andi tónlist í vefútvarpi Andante þar sem hver gullmolinn af öðrum er leikinn í klassískum út- gáfum. Einnig er hægt að fletta upp í skrám Andante og hlusta á verk að eigin vali. Mesta byltingin er þó eflaust fólgin í öðrum eiginleika „Tónlistarherbergisins". Sá nefnist „Webcast" en í honum felst sá möguleiki að hægt er að horfa á ýmsa tónlistarviðburði á vefnum og jafnvel í beinni útsendingu. Meðal þeirra sem tekist hefur samstarf við er Sinfóníu- hljómsveitin í Fíladelflu, Sinfóníuhljómsveit Lundúna og Fílharmóníuhljómsveit Vínarborg- ar. Meðal þess sem hægt er að hlýða og horfa á á www.andante.com eru nýlegir tónleikar Fíl- harmóníuhljómsveitarinnar undir stjórn Pierre Boulez en á efnisskránni var Níunda sinfónía Bruckners. Coblence hefur einnig náð samningum við La Scala-óperuhúsið en á döfinni eru útsendingar þaðan. Einnig verður vefvarpað beint frá Paris nú í september þegar Jessye Norman syngur í Vetrarferðinni eftir Schubert. Enn sem komið er geta netveijar hlustað á tón- listina án þess að borga fyrir það. í október stend- ur hins vegar til að taka greiðslu fyrir aðgang að vefsíðunni. Er gert ráð fyrir því að einn mánuður kosti 10 dali en árið 100 dali. Inni í því er aögang- ur að upptökum og beinum vikulegum útsending- um frá tónlistarviðburðum. Byggt á New York Times. .... . i J. • tíf i i J i; 11);,; Menning Umsjón: Sigtryggur Magnason Síöust við orgelið Flautuleikarinn Martial Nardeau og organistinn Lenka Mátéová eru sið- ustu gestir tón- leikaraðarinnar Sumarkvölds við orgelið í Hallgríms- kirkju í ár. Þau halda tónleika i há- deginu fimmtudaginn 30. ágúst og hefja leik kl. 12.00. Efnisskráin hefst á ljúfri barokktónlist. Fyrst hljómar flautusónata eftir Hándel og síðan hið alþekkta Adagio eftir Albinoni. Þar á eftir leika hljóðfæraleikararnir tónlist frá upprunalöndum sínum, Frakklandi og Tékklandi. Þar er um að ræöa frægt flautustykki eftir Gabriel Fauré og kóralfantasíu eftir Petr Eben. Eileen Torpey á horninu Laugardaginn 1. september næst- komandi, á horni Amtmannsstígs og Þingholtsstrætis, klukkan 16.00, verður önnur sýning útilistaverkefn- isins „Listamannsins á horninu" formlega opnuð. Bandaríski lista- maðurinn Eileen Olivieri Torpey býður gestum og gangandi að njóta vettvangsverksins „Söfnunar" með sér. Verkið fjallar um þrá mannsins til þess að hafa áhrif á og - eða ná valdi yflr náttúrunni eins og lista- maðurinn segir sjálfur: „Þá nota ég ílát og vatn sem myndlíkingu fyrir hringrás lífsins og bið þá sem framhjá fara að staldra við og gefa því kyrrlátlega gaum.“ Með hugmyndinni „listamaðurinn á hominu" er ætlunin að hreyfa við viðteknum hugmyndum um samspil lista og samfélags og leita nýrra leiða til að virkja listamenn til mótunar á sínu nánasta umhverfi. Einnig að gera tilraun til þess að hafa áhrif á hversdagsleika borgarsamfélagsins án þéss að vera innan ákveðinna ramma eða afmarkáðra svæða, s.s listasafna, listigarða. Þungamiðja hugmyndarinnar er að gera tilraun til að breyta hefðbundnum hugmynd- um um útilistaverk í að vera eðlilegt flæði hugmynda en sýningin á að vera virk á alllöngu timabili eða frá miðjum ágúst fram í miðjan desem- ber. Listamaöurinn vinnur út frá ákveðnum stað í borginni og býr til tímabundin verk sem breytt geta sýn staðarins án þess að byggja sjálfum sér minnisvarða. Þannig geta lista- mennirnir ögrað viðteknum hug- myndum um almenningsverk. Sunna á Blues Alley Sunna Gunn- laugs hélt nýverið tónleika á Blues Alley í Washington. Skrifað er um tón- leikana í Wash- ington Post og fær hún afar góða dóma. Sagt er að hin íslenska Gunn- laugs hafi þróað með sér yfirvegaðan en tígulegan stil sem geri það að verkum að nöfn Bills Evans og Keiths Jarretts komi upp i hugann. Gagnrýnandinn segir að nafn nýj- ustu plötu Sunnu, Mindful, eigi mjög vel við tónlist hennar. Sunna er nú á tónleikaferðalagi með tenórsaxófónleikaranum Peter Hess, bassaleikaranum Matt Pavolka og trommaranum Scott McLemore. 101 Los Angeles 101 Reykjavík hefur fengið góða dóma vestur i Los Angeles að undan- fórnu. í Los Angeles Times segir að myndin nái góðri dýpt og það sé aðdá- unarvert að Hilmir Snær geti látið áhorfendum þykja svolítið vænt um Hlyn miðað við alla hans galla. Tón- list Damons Albarn og Einars Arnar fær einnig góða dóma, svo og leik- stjórinn, Baltasar Kormákur, og kvikmyndatökumaðurinn Peter Steuger sem sagt er að ráði jafn vel við innitökur á börum og á tignarleg- um fjöllum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.