Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson Ðg Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Nýr thaldsflókkur Tvær vikur eru þar til ljóst verður hver muni leiða breska íhaldsflokkinn inn í fyrstu ár nýrrar aldar. Tólfta september liggur fyrir hvort það verður Kenneth Clarke eða Iain Duncan Smith sem tekur við leiðtogaembætti í flokknum af hinum að mörgu leyti misheppnaða William Hague, sem reyndist æði smár í samanburði við Tony Bla- ir í síðustu þingkosningum, þeim minnst spennandi í ára- íjöld. Nýs leiðtoga bíður ærið verkefni, að endurheimta trú kjósenda á að íhaldsflokkurinn sé einn flokkur. Vart er hægt að hugsa sér ólíkari menn en Clarke og Smith, hvort heldur er á velli eða í hugsun. Grallarinn Clarke með ístruna sína er glaðhlakkalegur og frjálslegur innan um fólk. Smith er jafn sléttur og teinarnir á jakka- fötum hans, formfastur og traustur. Clarke er maður reynslunnar í breskum stjórnmálum og landskunnur, Smith er að mörgu leyti óskrifað blað. Hann er að sama skapi ögrandi kostur, án drauga úr fortíðinni sem alltaf eru að þvælast fyrir breskum pólitíkusum. Ólíkastir eru Clarke og Smith þó í pólitískri hugsun. Þar skilur svo ótrúlega margt á milli að með ólíkindum er að mennirnir heyri til sama flokki. í reynd eru þessir menn fulltrúar andstæðra fylkinga í íhaldsflokknum. Nægir þar að nefna Evrópumálin i allri sinni mynd. Clarke er eindreginn Evrópusinni og hlynntur evrunni, sem er þvert á hugsun þorra flokksmanna. Smith er aftur á móti ekki betur við Evrópusambandið en svo að hann telur koma til greina að Bretar segi sig úr bandalaginu. Þá er og ljóst að Clarke er mun frjálslyndari í skoðun- um en Smith. Sá síðamefndi er hressilega hægrisinnaður og hefur oftar en ekki verið líkt við Margareth Thatcher í skoðunum. Hann hefur reyndar iðulega verið kallaður arf- taki hennar innan flokksins og farið enda fram með hug- myndir sem Thatcher hefur persónulega dáðst að. Það er því ekki að undra að Thatcher hafi á beinan hátt blandað sér í kosningabaráttuna og lýst yfir stuðningi við Smith. Það mun vega þungt. Val á nýjum leiðtoga breskra íhaldsmanna er um leið val á vegi hans. Nýr leiðtogi mun að miklu leyti ráða för flokksins inn í nýja tíma. Sú för verður annaðhvort inn að miðju breskra stjórnmála eða út á hægri kant þeirra. Þess- ir tveir vegir liggja ekki um sama pólitíska landslagið. Þeir vísa hvor í sína átt. Verkefni skráðra félaga í breska íhaldsflokknum er því flókið þessa dagana, þeir hafa tvo kosti, eins ólíka og hugsast getur. Og þeir vita að með vali sina breyta þeir flokknum, jafnvel gerbreyta. Líklegt má telja að þessir flokksfélagar vilji fara var- lega. Líklegt þykir að þessir félagar vilji fara þá leið sem troðnust er í Evrópu um þessar mundir. í miðri Evrópu vísa stjórnmálin eina leið, inn að miðju. Nægir þar að nefna Bretland, Frakkland og Þýskaland. Hörð hægri- stefna er á undanhaldi. Hófleg markaðshyggja er ráðandi í Evrópu. Tony Blair sigraði í síðustu kosningum vegna hófsemdar. Ekki er að efa að stærstur hluti breskra íhaldsmanna ber nafn með rentu. Það dregur samt ekki úr líkum á kjöri Kenneths Clarkes. Kannanir benda til þess að hann sé lík- legri til að auka flokknum fylgi. Sömu kannanir benda til þess að Smith muni einangra flokkinn enn frekar. Mestar líkur eru þvi á að Bretar verði búnir að eignast tvo stóra miðjuflokka um miðjan september. Kannanir ráða þar miklu. Þær sýna vilja fólksins. Og almenningur færir flokkum völd. Nákvæmlega ekkert annað. Sigmundur Emir. ÐV Með lík í lestinni „Stór floti skipa sat fyrir þorski á vorin í hrygn- ingargöngu við Suðvesturland og trossur lágu í dagavís óhreyfðar í sjó. Fiskurinn varð sumpart illa morkinn; en hluta hans var kastað og haft var á orði að menn vœru að bjarga verðmcetum. Stór hluti afla fór í skreið því hann var óbrúk- legur til söltunar eða frystingar. “ Járnbrautarlestin er löng og hægir silalega ferð við komu til bæjarins. Þegar hún hefur stöðvast við brautar- palla er endi hennar utan bæj- arins; heyrst höfðu kvartanir á leiðinni um óþef. Lestar- stjórinn er spurður hvort hann sé með lík í lestinni. „Nei,“ segir hann, en hugsaði sig um þegar honum var ekki trúað. „Það hefur alltaf veriö einhver varningur í lestunum sem ekki var vitað um.“ „Til þess að ganga úr skugga um málið skuluð þið spyrja starfsmenn; þið getið kallað það skoðanakönnun." Snllld Fortíðin verður aldrei upplýst um allt það sem miöur hefur farið og sist það sem er ólöglegt og varðar mikla hagsmuni. Þá gildir einu hvort um skattsvik, smygl, þjófnað eða brottkast fisks er að ræða; hagsmunaaðilar gefa aldrei rétt svör við spurningum þar um og það er fyrir neðan virðingu ís- lendinga að þurfa að hlusta á þá „skoðun" formanns „brottkastsnefnd- ar“ þingsins að 80% sjómanna kasti ekki fiski. Allt eins mætti kanna um- fang misnotkunar þing- manna á opinberu fé með skoðanakönnun meðal þeirra sjálfra. Þá gæti for- maðurinn upplýst upp á prósent hver hún er. Þessi snilld er einstök. Sóun á fiski er nú talin af virtum vísindamönnum vera ein aðalástæða þess að afla- markskvóti á einstökum tegundum hefur brugðist um allan heim. Málið er háalvarlegt og þarfnast annars en leikaraskapar við AusturvöO. Japanskir sjómenn hafa lengi verið grunaðir um að stunda mikla rányrkju við Suðurskautslandið. Grænfriðungar drógu net í kjölfari skipanna til þess að standa þá að brottkasti. Þá tóku Japanar upp hakkavélar sem sáu um frákastið; Grænfriðungar mættu svo sem eiga hakkið ef þeir næðu því. Brottkast verður ekki stöðvað hér með eftirliti heldur með því að fjarlægja hvatann til þess, eins og J. Hope veiðitölfræð- ingur benti landsmönnum á í vetur. Mál aö linni Þegar litið er til sjávarútvegs og leitað að landsins bestu sonum og afrekum þeirra kemur margt upp vegna þess að ástand helstu botnfiska er og hefur ver- ið skelfílegt, líklegast al- veg af manna völdum. í byrjun níunda áratugar- ins var hegðun gagnvart fiskstofnum til skammar. Stór floti skipa sat fyrir þorski á vorin í hrygn- ingargöngu við Suðvest- urland og trossur lágu í dagavís óhreyfðar í sjó. Fiskurinn varð sumpart illa morkinn; en hluta hans var kastað og haft var á orði að menn væru að bjarga verðmætum. Stór hluti afla fór i skreið því hann var óbrúklegur til söltunar eða frysting- ar. Á Suðumesjum lagði fnykinn frá trönum og fiskvinnsluhúsum; ein- kenni staðanna mátti finna með nef- inu einu og upphaf varð á niðurlæg- ingu landvinnslu. Megnið af skreið- inni fór þá til Nígeríu á verði sem aldrei skilaði sér, en innheimtumenn dvöldust langtímum þar til að reyna að herja út aura fyrir hana, með mút- um ef ekki vildi betur. Hugtakið gæði lenti í „brottkasti" og enginn mátti víkja að þessu orði án þess að hljóta skammir, hvort heldur það var í sölu- samtökum, fiskiðnaði, rannsóknum eða eftirliti. Á þessum tíma vissu menn gjörla hvert stefndi með fisk- stofna, enda blá og svört skýrsla fyrirliggjandi i mörg ár. Foringjar fnyks- ins böðluðust einnig yfir aðrar vinnslugreinar og saltfiskur hlaut einnig bágt. Sölusamtök máttu síðan glíma við vandann, afurð yfirgangsins. Sum frystihúsa stund- uðu vinnslu langtímum á fiski sem var 8-12 daga gamall og hluta afurða þurfti oft að dæma frá, en sumt af því sem sent var til USA var jafnvel óboð- legt fyrir mötuneyti þar sem litið var á fisk sem hálfgert fangafæði. Upp úr þessu afla- og auðlinda- ofbeldi risu síðan sumir af þeim forystumönnum sem berjast nú um á hæl og hnakka til að slá eign sinni á gullkistuna, enda hafa þeir reynslu í „hagræðingu" og aðgæslu; annálaðir og skuldugir ástmegir þjóð- arinnar sumir hverjir. Jónas Bjarnason Hjáróma tvísöngur og er og því má oft heyra háðsglósur um afdalamennsku, sjálfbirging og þjóðrembu íslendinga sem taki á sig ömurlega myndir. Til dæmis í freku ofmati á slátri og málvöndun, há- karli og drynjandi karlakórum, vafasömum þjóðbúningum og rimáráttu, torfkofadýrkun og rugli um íslenska kvenfegurð, álfum og draugum. Engin ástæða til að bæta við þenn- an lista hér, þótt auðvelt sé, né held- ur að skoða hvert fyrirbæri út af fyr- ir sig. Fróðlegt er þetta hér: pólitísk tíska, sem kemur frá heimsþorpinu, fussar yfir þessari sveitamennsku allri meðan hnattvæðingin er á dag- skrá. En um leið og þessi sömu fyrir- bæri eru sett í beint viðskiptasam- hengi, um leið . > Hafið þið ekki tekið eftir því hve margir tala á víxl röddum tveim þeg- ar ræðan berst að þeirri sérvisku að vera íslendingur? (Eða tilheyra annarri smáþjóð ef út í það er farið). Annars vegar heyrist rödd sem mót- ast af hugmyndatísku, af ríkjandi pólitískum viðhorfum og glímu þeirra við viðhorf sem áður voru sterk. Hins vegar drynur í rödd markaðshyggjunnar, kröfum um kaup og sölu og arðsemi og hún kem- ur þvert á hina röddina, eins þótt þær komi kannski úr sama barka. Slátur og álfar Tökum dæmi af ýmsum tiltölulega meinlausum fyrirbærum sem tengja sig við líf Islendinga og menningu í hólkvíðum skiln- ingi. Hið þjóðlega /■% „Þá er slátrið sœtt og saltketið krás og galdrastafir kynngimögnuð list og álfar brosa á hverju korti, þá er aldrei nóg hlaðið af forneskjulegum torfbœjum oggíf- urlegur fögnuður yfir fallegum fyrirsœtum, hvort sem þær eru allsberar eða á upphlut. “ og talið berst að nauðsyn þess að selja ísland á ferða- markaði, hverfur öll andúð á sjálfumglaðri afdalamennsku eins og hendi sé veifað. Þá er slátrið sætt og saltketið krás og galdrastafir kynngimögn- uð list og álfar brosa á hverju korti, þá er aldrei nóg hlaðið af forneskjulegum torfbæjum og gífurlegur fögnuður yfir fallegum fyrir- sætum, hvort sem þær eru allsberar eða á upphlut. Sjálfræðishetjurnar góðu Dæmið snýst við þegar talið best að sérviskunni mestu: að pólitísku sjálf- stæði íslendinga. Og nú skulum við hafa lengri tímaskeið og fleiri þjóðir með í dærninu. Ríkjandi stórveldavið- horf, pólitísk hagsýni og menning- aroflæti stórþjóða leggjast gjarna á eitt um að telja smáþjóð eins og okk- ur (eða Finnum eða Lettum eða Bösk- um) trú um að hún sé of smá eða van- þróuð til að rísa undir sjálfstæði. Hún ráði ekki við nútímann, tæknina, menntunarkröfur og framfarir upp á eigin spýtur. Hún sé dæmd tO að dragast aftur úr, veslast upp í ein- angrun, breytast í þjóðháttasafn. Sumir trúa þessu vitanlega og telja sér þá best borgið innan stórrar ríkisheildar, notandi einhverja heimstunguna. En önnur viðhorf hafa orðið sterkari og afdrifaríkari i sögunni. Smáþjóðir hafa mætt van- trú á tilveru sína og möguleika með því að fyllast krafti og skapandi ofsa sem ætlar sér að afsanna staðhæfing- ar um að þær ráði ekki við verkefni tímans. Þær rísa upp og vísa frá sér „erkibiskups boöskap", hvort sem hann er í fööur- legum áminningartóni fluttur eða með hroka þeirra sem telja sjálfa sig meðal þeirra fáu þjóða sem tekur því að púkka upp á. Enginn skal segja okkur hvað við getum og hvað ekki! Við skulum mæta nú- tímanum og breytingunum á okkar forsendum og láta úr því verða eitthvað sem gerir heiminn auðugri en hann var. Og nota tungu okkar til allra hluta: hlutabréfa- braskarinn fyllist eldmóði þegar hann fer í ham þjóðskálds: „Ég veit að orð er á íslandi til, um allt sem er hugsað á jörðu.“ En svo kemur nútíminn og sperrir öll eyru við söngli markaðar- ins og hneigir sig í auðmýkt fyrir boð- orðum hans. Og þá gerist það, bæði á Islandi og annars staðar, að úr þeim sem fyrir skemmstu voru harðir í að heimta sjálfstæði undan Dönum eða Rússum eða Frökkum er allur vindur skekinn. Nú eru það ekki oddvitar stór- velda eða menningarvitar sem segja þeim að þeir séu of smáir og aumir. Nú er það staðgengill guðs í samtíð- inni, hin ósýnilega hönd markaðar- ins, sem bendir ásakandi á smá- þjóðasérviskuna og rödd heyrist úr skýjum: Þið eruð of lítil rekstrarein- ing. ' Sjálfræöisbrölt ykkar er heimskulegt, úrelt og stendur íjár- festingum fyrir þrifum. Tungumáls- dýrkun ykkar er hláleg og allt of dýr. Hættið þessari vitleysu, gangið í heimsþorpið og búið með oss. Árni Bergmann Ummæli Fitnað ískyggilega „Nýlegar rannsókn- ir sýna að mörg ís- lensk börn hafa fitnað ískyggilega mikið undanfarin ár. Þessar niðurstöður hafa vak- ið marga til umhugs- unar. Hversu heilsusamlegt er það umhverfi sem við búum börnunum okkar bæði heima og í skóla? Hvem- ig er hreyfingu þeirra háttað og mataræði? Minni hreyfmg á væntan- lega stóran þátt í því að börn eru að þyngjast. Leikir barna hafa gjör- breyst á tiltölulega skömmum tíma úr ærslum og útileikjum í tölvuleiki og sjónvarpsgláp. Þar við bætist að mörg börn ganga varla lengur nema milli húsa þvi þau eru keyrð bæði í skóla og tómstundastarf." Laufey Steingrímsdóttir næringarfræö- ingurí pistli á Netdoktor.is Hvað má Davíð segja? „Það tók forsætisráðherra ein- hverjar vikur, væntanlega með öðr- um verkum, að lesa úrskurð Skipu- lagsstofnunar. I liðinni viku sagði forsætisráðherra síðan skoðun sína á úrskurðinum - og hann var ekki par hrifinn. Davíð Oddsson lýsti yfir efa- semdum um ágæti úrskurðarins og taldi hann í einhverjum tilvikum ekki standast lög. ... Viðbrögð stjóm- arandstöðunnar við orðum Davíðs Oddssonar hljóta aö vekja spurning- ar. Er það virkilega svo í lýðræðis- þjóðfélagi að æðsti embættismaður framkvæmdavaldsins, formaður stærsta stjórnmálaflokksins, sem að auki er löglærður, megi ekki láta í ljós álit sitt á ákvörðunum annarra embættismanna? Hvem fjandann má forsætisráðherra segja?" Guðjón Ólafur Jónsson I pistli á Hrifla.is Spurt og svarað Hvaða lœrdóm mun almenningur draga afhruni á hlutab Sœvar Helgason, frkvstj. íslenskra verdbréfa: Hlutabréf ekki fyrir alla „Sá lærdómur sem almenn- ingur ætti að draga af lækkun- um á hlutabréfum er sá að íjár- festing í hlutabréfum er áhættufjárfesting og ætti ávallt að vera hugsuð sem slík. Þær lækkanir sem hafa orðið undanfarið hafa reyndar orðið meiri en búist var við og á svo ungum markaði sem sá íslenski er er ljóst að það rennur upp fyrir sumum að íjárfesting í hlutabréfum er ekki fyrir alla, sérstaklega ekki þá sem ætla að fjárfesta í hlutabréfum eingöngu með yfirdráttarlánum. Aðrir nýta sér lækkanir til kaupa á hlutabréfum." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaöur Samfylkingar: Margir farið flatt „Fólk mun læra að fjárfest- ingar á hlutabréfamarkaði em áhættufjárfestingar. Uppgangur- inn á undanförnum árum hefur blekkt fólk sent stóð í þeirri meiningu að hluta- bréfakaup væru trygg fjárfesting en nú er hið rétta að koma á daginn. Ég þekki til þess að fólk hafi farið mjög flatt á svona viðskiptum og tapað miklu. Af því verður fólk að draga sinn lærdóm. Það er mín trú að svona æði endurtaki sig ekki á allra næstu árum, en lengra þori ég ekki að spá.“ Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags: Vantraust eftir hveitibrauðsdaga „Vantraust. Það hmn sem menn hafa verið að sjá að undanförnu gerir það að verkum að fólk treyst- ir hlutabréfamarkaðnum ekki eins og áður. En með sama hætti koma upp í huga fólks, þegar svona sveiflur sjást, spumingar um hvort þetta ástand hafi ekki einnig áhrif á launakjör þess. Margir hafa tapað á hlutabréfamörkuðum að undan- fömu og ábyggilega mun fleiri en fram hefur komið, það er fólk sem hefur veðjað á hlutabréfamarkaðinn með sparifé sínu og einnig með lántökum. Fólk var eðlilega spennt fyrir hlutabréfaviðskiptum þegar þau vom nýmæli, en nú eru hveitibrauðsdagarnir liðnir og fólk hefur dregið sinn lærdóm.“ Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstœðisflokks: Hœkkun getur orðið hrun „Það fólk sem hefur tekið þátt í hlutabréfakapphlaupi síðustu þriggja til fjögurra ára mun væntan- lega læra að eign í hlutabréfum er ekki það sama og eiga peninga inni á bankabók. Góð ávöxtun hlutabréfa í dag getur orðið að hruni á morg- un. Menn munu draga þá ályktun að viljir þú fara inn á hlutabréfamarkaðinn og ávaxta peningana þina þar, þá kaupir þú fyrir það fyrsta í félögum sem eru rétt metin og þegar bréfin hækka þá selur þú þau fljótt. Bíður ekki eftir að hækkunin verði enn þá meiri, en eins og dæmin sanna hafa fyrirtæki sem hafa verið tal- in mjög trygg ekki staðist þær væntingar sem gerðar hafa verið þegar til lengri tíma hefur verið litið.“ Hlutabréfaverö bæöi heima og heiman hefur hríöfalliö á síöustu misserum og margir hafa brennt sig illa. Skoðun Hvað skyldi Goði heita næst? Þau undur og stórmerki gerðust nú á dögunum að fyrirtækjasamsteypan Goði hf. skipti um nafn og heitir nú Kjötumboðið. Samsteypan hefur verið í umræðu síðustu mánuði fyrir þá sök að halda fjölda bænda, jafnvel heilum byggðarlögum, í gíslingu með því að loka sláturhúsum sínum og neita heimamönnum að starfrækja þau sjálfir. Nafnaskiptin verða þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fengið greiðslu- stöðvun og gjaldþrot vofi yfir. Síðustu vikur hefur nefnd kaupfé- lagsstjóra átt samningaviðræður við eigendur Goða um að taka sláturhús fyrirtækisins á leigu til að hægt sé að slátra í haust. Þessi kaupfélög eru ein- ir aðaleigendur Goða og sumir kaup- félagsstjóranna eru fyrrverandi eða núverandi stjórnarmenn þar. Það voru því hæg heimatökin fyrir þessa heiðursmenn að semja við eigendur Goða og hentugt að samningaviðræð- ur fari fram við hringborð i slíkum hópi. Nafnaskiptin verða í miðjum þessum sjónleik og virðast hvorki hafa truflað persónur né leikendur. Digurmæll frá KEA I þessu ljósi verður að skoða orð kaupfélagsstjóra KEA í útvarpsþætti 11. ágúst sl. um grein okkar Þuríðar Backman í Morgunblaðinu 10. ágúst. Greinin hét „Er Goði víti til vamað- ar?“ Kaupfélagsstjóranum finnst þetta „skelfileg grein“ og talar um afturhald og ótrúlegar hugmyndir höfunda. Ummælin benda til að honum sé ekki rótt og óvíst hvort nafnbreyting- in friði hann nægilega. Þau benda til að honum þóknist vel þessir kollhnisar Goða- samsteypunnar og að sjálf- sagt sé að taka bændur og byggðarlög í gíslingu til að ná fram markmiðum í fjár- magnstilfærslum, samþjöpp- un og fákeppni eða einokun sem að virðist stefnt. Að mót- mæla því er væntanlega í hans huga skelfilegt aftur- hald. En bændur eru ekki sama sinnis. KEA er reyndar búið að fá undir sig allar kjötvinnslur Goöa og vöru- merki og þar með vissa fá- keppnisstöðu á þeim mark- aði. Goða í haust og menn náð samkomulagi við sjálfa sig um leigukjör á þeim. Jafn- framt ber að fagna því ef fundist hefur leið til að lækka afurðalánavexti frá bankakerfinu. Þeir voru svimandi háir. Hins vegar vekur furðu hvers vegna þessir vextir eru svona háir eða 16-20%. I sjónvarpsviðtali sagði landbúnaðarráðherra að bankarnir hefðu ekki tapað krónu í afurðalánum á und- anförnum árum og því alls ekki um sérstök áhættuútlán aö ræða. Hér virðist því vera beint vaxtaokur á ferðinni. Óuppgerö „Goðaumál Þótt nú sjáist fyrir enda á bráð- vanda bænda vegna slátrunar í haust er „Goðamálið" í heild sinni óuppgert. Bændur eiga stórfé inni hjá Goða og í greiðslustöðvun fæst það ekki greitt. Framhald greiðslustöðvunar mun enn lengja bið þeirra. Kanna þarf réttar- stöðu bænda og forgangsrétt krafna þeirra í bú Goða. Laun eru hluti af- urðaverðsins og ættu að teljast sem slík í því uppgjöri. Framtíð sláturhús- anna er jafn óljós og áður. Bændur og íbúar hlutaðeigandi byggðarlaga verða að búa í óvissu uns þau mál skýrast. Vonandi verður æ fleirum ljóst að „Goðastefnan" í atvinnumálum stríð- ir ekki aðeins gegn hagsmunum bænda og neytenda, heldur einnig at- Jón Bjarnason þingmaöur Vinstríhreyf- ingarinnar - græns framboðs vinnuöryggi og búsetu í þorpum og bæjum um allt land. Hugmyndir um úreld- ingu fyrirtækja með opin- beru fé eru fráleitar. Með lokun fyrirtækjanna er fjár- magn flutt úr byggðarlaginu án þess að nokkuð komi í staðinn. Þetta á t.d. við um sláturhúsið á Hólmavík. Þótt þar verði ekki slátrað í haust á strax að skoða möguleika á litlu sláturhúsi sem getur annað Ströndum og hluta Vestfiarða. „Goöa“hugmyndafræði stjórnvalda Hugmyndafræðin að baki „Goða“málsins virðist sú sama og rekin er í sjávarútvegi, fiskvinnslu, verslun og þjónustu, reyndar hvar- vetna í samfélaginu. Þar er keyrt áfram í blindri trú á hagkvæmni stærðarinnar og háar skammtíma arðsemiskröfur. Einokun eða fá- keppni eru kjörorð dagsins, hvort sem litið er til sjávarútvegs eða landbún- aðar, þjónustu peningastofnana, eða smásöluverslunar. Þessi „Goða“hugmyndafræði leiðir atvinnuvegi landsins í þrot og eyðir byggð í heilum landshlutum. Hún stríðir gegn yfirlýstri stefnu stjórn- valda í byggða- og búsetumálum og er andstæð hagsmunum meginþorra ibúa þessa lands. Af þeirri braut verð- ur að snúa. Jón Bjarnason Lán í óláni Vissulega er ánægjulegt að samningar skulu hafa tekist um opnun flestra sláturhúsa „Þessi kaupfélög eru einir aðaleigendur Goða og sumir kaupfé- lagsstjóranna eru fyrrverandi eða núverandi stjómarmenn þar. Það voru því hœg heimatökin fyrir þessa heiðursmenn að semja við eigendur Goða og hentugt að samningaviðræður fari fram við hringborð íslíkum hópi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.