Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 22
26 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára________________________________ Helgi Sveinsson, Ólafsvegi 11, Ólafsfirði. Helgi verður aö heiman. 85 ára________________________________ Baldvin Bjarnason, Vallholtsvegi 17, Húsavík. 80 ára________________________________ Gísli Kristinsson, Suðurgötu 43, Akranesi. Ólafia Guðmundsdóttir, Stóragerði 12, Reykjavík. 75 ára________________________________ Jóhann Egilsson, Lækjasmára 6, Kópavogi, Kamilla Guöbrandsdóttir, Kríuhólum 4, Reykjavík. Lilja Guörún Eiríksdóttir, Kópavogsbraut la, Kópavogi. 70 ára________________________________ Bjarni Bjarnason, Háaleitisbraut 39, Reykjavík. Gunnar Gunnarsson, Skarösbraut 17, Akranesi. Halldór Bóas Jónsson, Blómvangi 11, Hafnarfirði. Halldór Hjálmarsson, Lækjasmára 104, Kópavogi. Óskar Sigurfinnsson, fyrrum bóndi, Meðalheimi, Torfalækjarhreppi. Eigin- kona hans er Guðný Þórarinsdóttir. Þau verða aö heiman í dag. 60 ára________________________________ Ásgeir Jónasson, Stekkjartröð 7, Egilsstöðum. Einarína Einarsdóttir, Mávabraut lb, Keflavík. Gylfi Jónsson, Miöhúsum, Borgarnesi. Helga Hauksdóttir, Öldugötu 26, Reykjavík. Reynir Ásgrímsson, Unufelli 48, Reykjavík. Þórhallur Danielsson, Hvanneyrarbraut 42, Siglufirði. 50 ára________________________________ Borghildur Anna Jónsdóttir, Bollagörðum 115, Seltjarnarnesi. Helga Helgadóttir, Holtaseli 42, Reykjavík. Hrafnhildur Hilmarsdóttir, Reykjanesvegi 4, Njarðvík. Níels Helgason, Torfum, Akureyri. Rúnar Jósefsson, Fellsbraut 7, Skagaströnd. Sigríöur Svanhildur Sörensen, Klukkubergi 37, Hafnarfiröi. Valgerður Árnadóttir, Álfhólsvegi 137c, Kópavogi. 40 ára________________________________ Einar Valsson, Goöaborgum 3, Reykjavík. Guömundur A. Guömundsson, Smáragötu 6, Reykjavík. Guðrún Elín Björnsdóttir, Víðimýri 8, Sauðárkróki. Ingibjörg Jóhannesdóttir, Engihjalla 3, Kópavogi. Ingibjörg Unnur Ragnarsdóttir, Funafold 38, Reykjavík. Lúövík Ver Smárason, Háarifi 23a, Rifi, Hellissandi. Pétur Hrafn Ármannsson, Hringbraut 47, Reykjavík. Siguröur M. Sigurösson, Kríuhólum 4, Reykjavík. Unnsteinn Smári Jóhannsson, Laxárholti, Borgarnesi. Leifur Björnsson prentari, Hjaltabakka 28, lést á heimili sínu sunnudaginn 26. ágúst. Halldór Jónsson, bóndi, Broddadalsá, lést á gjörgæsludeild Landspítala Foss- vogi laugardaginn 25. ágúst. Hrefna Brynjólfsdóttir, Dverghömrum 11, Reykjavík, lést laugardaginn 18. ágúst sl. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ásgeröur S. Jónasdóttir, Laxákvísl 22, Reykjavík, er látin. Guöríöur Steindórsdóttir, Reynimel 24, lést aö morgni sunnudagsins 26. ágúst á Landspítalanum í Fossvogi. Magdalena M. Oddsdóttir, Skjóli, áður Blöndubakka 3, lést á hjartadeild Land- spítalans viö Hringbraut föstudaginn 24. ágúst. Ólafur Sveinsson, Botnum, Meðallandi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudag- inn 19. ágúst. sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnar F. Vestfjörð, Holtagötu 11, Súðavík, verður jarösunginn frá ísafjarö- arkirkju, föstudaginn 31. ágúst kl. 14. JOV Málfríður Jónsdóttir Málfríður Jónsdóttir, Granaskjóli 17, Reykjavik, er hundrað og fimm ára í dag. Starfsferill Málfríður er fædd á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð og ólst þar upp en fluttist með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 1903. Fyrsta heimili hennar þar var á Skólavörðustíg 4 og síöar í húsinu númer 45 við sömu götu. Fermingarárið 1910 lauk hún skólagöngu sinni í Miðbæjar- skólanum. Hún fór aö vinna og lærði síðan matreiðslu og sauma. Hún fór meö venslafólki sínu til Rúnne á Bornholm og starfaði þar í nokkur ár hjá því. Málfríður lærði og starfaði hjá Helgu Aaberg sem rak saumastofu í Reykjavík. Síðar hafði Málfríður saumastofu heima og oft voru hjá henni stúlkur sem hún kenndi saumaskap. Málfríður vann einnig um tima á saumastofu Landspítal- ans, á Vifilsstöðum og hjá Vinnu- fatagerð íslands. Málfríður var lengst af hjá dóttur sinni, eða í 42 ár, en þá fór hún á Heilsuverndarstöðina við Baróns- stíg. Foreldrar Málfríðar voru einnig í Granaskjóli hjá dóttur Mál- fríðar þar til þeirra æviskeiði lauk. Málfríður dvelur nú á Landspítala- Háskólasjúkrahúsi, öldrunardeild Landakoti. Fjölskylda Foreldrar Málfríðar voru Jón Bjarnason frá Fögrueyri við Fá- skrúðsfjörð, f. 3.10. 1866, d. 25.10. 1952, sjómaður og meistari- í neta- gerðariðn, og Þórunn Bjarnadóttir frá Núpi, Berufjarðarströnd, f. 2.11. 1860, d. 22.12. 1961, húsmóðir. Dóttir Málfríðar er María Hall- dórsdóttir, f. 10.4. 1923. Faðir henn- ar er Halldór Laxness, f. 23.4. 1902, d. 8.2. 1998, rithöfundur. Fyrri eiginmaður Maríu var Ragnar Á. Bjarnason, f. 3.4. 1918, d. 5.3. 1948. Börn Maríu og Ragnars: Bjarni Már, f. 5.5. 1945, bygginga- tæknifræðingur, og Ragna María, f. 12.1. 1948, heildsali. Seinni eiginmaður Maríu var Kolbeinn K.G. Gíslason, f. 30.8.1925, d. 7.9. 1975, tæknifræðingur. Börn Maríu og Kolbeins: Halldór, f. 21.4. 1955, læknir í Reykjavík; Kristinn, f. 3.4. 1957, viðskiptafræðingur, og Þór, f. 3.11.1958, viðskiptafræðingur og meistari í húsasmíði. Málfríður var ein fjögurra systra. Systur hennar voru Björg María El- ísabet, f. 25.12. 1891, á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörö, d. 14.1.1974, húsmóð- ir, en hún bjó lengst af á Eiði, Sel- tjarnamesi; Þóra Valgerður, f. 24.4. 1898, á Fögrueyri, d. 28.11.1988, hús- móðir, en hún bjó lengst af á Brá- vallagötu 46, Reykjavík, og Sigríður Rebekka, f. 23.6. 1900, á Fögrueyri, d. 5.8. 1965, húsmóðir, en hún bjó lengst af á Víðimel 40, Reykjavík. Ætt Málfríður er einn af niðjum Long- ættarinnar. Richard Long var langafi Jóns Bjarnasonar, föður Málfríðar, og frá honum er komin stór ætt. Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri Þórunn Gestsdóttir, sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar, Litla-Hvammi Reykholti, er sextug í dag. Starfsferill Þórunn er fædd á Bíldsfelli í Grafningi og alin upp í Reykjavík. Hún tók lokapróf frá Kvennaskólan- um í Reykjavík 1958 og próf frá Leið- sögumannaskólanum 1970. Þórunn var leiðsögumaður/fararstjóri 1975-1979 og tók síðan próf frá Markaðsskóla íslands 1989. Hún lauk prófi frá EHÍ í Opinberri stjórnsýslu og stjórnun árið 1999. Þórunn var starfsmaður hjá Landsbanka íslands 1958-1959. Hún var við störf og nám í Kaupmanna- höfn 1959-1960 og var flugffeyja hjá Loftleiðum 1960-1962. Þórunn hefur unnið við dagskrárgerð hjá RÚV á ýmsum tímum. Þá var hún blaða- maður á Vísi 1980 til 1981 og á DV 1981 til 1986. Þórunn var ritstjóri Vikunnar 1986 til 1988 og útgefandi og ritstjóri Farvís-ferðatímarits (Far- vís-Áfangar síðar) frá 1988-1995. For- maöur fræðsluráðs ferðaþjónustunn- ar 1991 (menntamálaráðuneytið). Rit- stjóri Lionsblaðsins 1991-1997. Upp- lýsinga- og ferðamálafulltrúi ísa- fjarðarkaupstaöar/ísafjarðarbæjar 1996. Á árunum 1996-1998 var Þórunn aðstoðarmaður bæjarstjóra ísafjarð- arbæjar og verkefnisstjóri hjá At- vinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf. 1998 (Atvinnuvegasýning Vest- fjarða). Þórunn hefur verið sveitar- stjóri Borgarfjarðarsveitar frá 1. ágúst 1998. Þórunn var varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgastjórn 1978-1990. Formaður landssambands sjálfstæðiskvenna 1985-1989. Hún starfaði að æskulýðsmálum, um- hverfismálum, ferðamálum og jafn- réttismálum á vegum Reykjavíkur- borgar frá 1978-1994. Þórunn var for- maður jafnréttisnefndar Reykjavík- urborgar 1991-1994. Þá hefur Þórunn starfað innan Lionshreyfingarinnar frá 1984 og var fyrst kvenna innan hennar á Norðurlöndum til að taka sæti i fjölumdæmisstjórn. Þórunn var kjörinn af Alþingi í útvarpsráð 1995-1999 og frá 1999-2003 og á hún sæti í Menningarsjóði útvarpsstöðva sem fuHtrúi RÚV. Árið 2000 var Þór- unn skipuð í samvinnunefnd miðhá- lendis af umhverflsráðherra. Hún er varamaður í Ferðamálaráði íslands og á sæti í HeUbrigðisnefnd Vestur- lands. Þórunn er auk þess fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í landsátakinu Fegurri sveitir. Fjölskylda Þann 18.8. 1962 kvæntist Þórunn Guðmundi Arasyni forstjóra, f. 15.6. 1938. Foreldrar hans eru Ingunn Sveinsdóttir og Ari Kr. Eyjólfsson. Þórunn og Guðmundur skHdu 1981. Börn Þórunnar og Guðmundar eru: 1) Elíza markaðs-og ferðafræð- ingur, f. 14.11. 1962; 2) Ari fram- kvæmdastjóri (Fönn ehf.) f. 7.12. 1963, maki Jóhanna Jóhannsdóttir, starfsmaður hjá Sjónvarpinu ( er í bamsburðarleyfi) f. 26.11. 1958, son- ur þeirra Eyjólfur Andri f. 23.4. 2001; 3) Gestur Ben viðskiptastjóri, f. 1.9. 1966, maki Ásthildur Elín Guð- mundsdóttir f. 18.6. 1965, bakara- meistari, böm þeirra eru Viktor Ben, f. 16.9. 1996, og Einar Ben, f. 19.3. 2001; 4) Ingi Þór, sölu- og mark- aðsstjóri, f. 1.3. 1971, maki Rannveig Haraldsdóttir háskólanemi , f. 14.3. 1972, barn þeirra er Þórunn Hekla, f. 2.6. 1996; 5) Hjördís íþróttakenn- ari/starfsmaður ÍBR, f. 14.10. 1972, maki Ómar Karl Jóhannesson lög- fræðingur, f. 6. 8. 1970. Foreldrar Þórunn voru Gestur Benediktsson (fósturfaðir), veitinga- þjónn, f. 20.7. 1904, d. 24. 9. 1965 og Hjördís Guðmundsdóttir, matráður, f. 1.9. 1920, d. 28.3. 1998. Þórunn tekur á móti gestum i há- tíðarsalnum (gamla héraðsskólan- um) í Reykholti laugardaginn 1. sept- ember nk. Þar verður opið hús frá kl 16-19. Sextugur Böövar Jóhannesson Böðvar Jóhannesson, Hjarðarholti 3, Akranesi er sextugur í dag. Starfsferill Böövar fæddist í Reykjavík en hef- ur alltaf búið á Akranesi. Hann stund- aði nám við Barnaskóla Akraness og Iðnskóla Akraness. Árið 1963 lauk Böðvar sveinsprófi í netagerð og siðar meistaraprófi i sömu grein. Hann tók síðan fiskimannapróf frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavik árið 1968. Böðvar hefur unnið við sjó- mennsku mestan aUan sinn starfsferil eða til ársins 1993. Frá því hefur hann rekið eigið fyrirtæki, Eldvöm, sem er fyrirtæki í eldvarnarþjónustu. Fjölskylda Þann 29.5. 1965 giftist Böðvar Elsu Ingvarsdóttur, f. 10.8. 1944, verslunar- manni. Foreldrar hennar eru Ingvar Árnason verkamaður og Steinunn Jósefsdóttir, húsmóðir á Akranesi. Börn Böðvars og Elsu em: 1) Harpa, f. 10.3. 1963, húmóðir i Reykja- vík, maki Ólafur Magnús HaUdórs- son, börn þeirra eru Vignir Þór, Guð- ný Eygló, Ágúst Elí og Böðvar Ingi; 2) Hafdís, f. 21.9. 1969, löggiltur endur- skoðandi, búsett í Garðabæ, maki Arnaldur Loftsson, dóttir þeirra er Valdis; 3) Bryndís, f. 30.12. 1971, grunnskólakennari, búsett á Akra- nesi, maki Sigurjón Öm Stefánsson, börn þeirra eru Elvar og Freyja Mar- ía. Systkini Böðvars eru: 1) Guðfmna, f. 26.8. 1927, búsett í Hafnarfriði; 2) Hörður, f. 30.12.1929. búsettur á Akra- nesi; 3) Sigríður, f. 2. 3. 1943, búsett á Akureyri. Foreldrar Böðvars voru Jóhannes Arngrímsson klæðskeri, f. 29.10. 1906, d. 4.6. 1972, og Alma Eggertsdóttir, verkakona og húsmóðir, f. 15.3. 1905, d. 30.7. 2001. Þau bjuggu lengst af á Akranesi. Ætt Jóhannes var sonur Arngríms B. Arngrímssonar bónda og Jóhönnu Magnúsdóttur frá Landakoti, Álfta- nesi, Bessastaðahreppi. Alma var dóttir Eggerts Þorbjöms Böðvarssonar, smiðs og Guðfmnu Jónsdóttur, húsfreyju í Hafnarfirði. Gcður bíLstjófi I J H gcðum gir ■ híniwi UMFERÐAR \ RAÐ wwwumfoídis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.