Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 25
MIDVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2001 29 T>-%r Tilvera Mæðgurnar Hanna og Angelika Volz hafa varið sumarleyfum sínum á íslandi síðustu sjö árin: Þjóðlagaplata I tendraði ást á landinu Sviðsljos DV, AKRANESI:_________________________________ Hanna Volz og dóttir hennar, Angelika Volz, hafa tekið ástfóstri við ísland og islenska náttúru svo um munar. Síðastliðin sjö sumur hafa þær eytt mánaðarsumarfríi sinu í að ferðast um landið og þeim finnst alltaf jafn gaman að koma til landsins. Landið er fal- legt - en mjög dýrt. DV hitti mæðgurnar að máli í vikunni. „Þetta hófst allt með því að mamma kom hingað árið 1975 til að vinna. Hún keypti plötu með ís- lenskum þjóðlögum. Þegar ég var 13 ára gömul fékk ég plötuna og ákvað að læra íslensku. Þegar ég var 15 ára gömul, árið 1994, sagði ég við mömmu að mig langaði til að fara til íslands og skoða landtó og síðan höfum við komið á hverju sumri og verið hér í 3 til 4 vikur," segir Angelika. „Við höfum skoðað mestan hluta landsins og þetta er óneitan- lega undursamlegt land, fallegt landslag, fólkið er vingjarnlegt og það er miklu meiri reynsla að ferðast um ísland heldur en Þýskaland," segja mæðgurnar. Þær segjast gjarnan elta uppi staði þar sem sólin skin. Til að mynda voru þær að spá í að fara á Austfirðina þar sem þær voru fyr- ir nokkrum árum en veðrið þar var ekki gott svo þær ákváðu að fara á Vestfirðina og á Vestur- land. MJög dýrt aö feröast á Islandi „Það er hátt verðlag á íslandi og dýrt að ferðast um landið. Það er svo dýrt að sumir ferðalangar hrökklast af landi brott áður en ferð þeirra lýkur, þeir hafa ekki efni á að ferðast allan tímann," segja mæðgurnar. Þær segjast hafa keypt tvær kökusneiðar um daginn, fyrir þann pening hefði mátt kaupa fjórar sneiðar í Þýska- landi. Verðið á tjaldsvæðunum hefur rokið upp úr öllu valdi, það væri kannski ekki dýrt í Reykja- vík miðað við hvað boðið er upp á, en á sumum stöðum úti á lartdi væri dýrara eða sama verð og í DV-MYND DANlEL V. ÓLAFSSON. Flott steinasafh Mæögurnar Angelika Volz og Hanna Volz í steinasafninu á Akranesi sem þær segja aö sé tilkomumesta steinasafn sem þær hafa séb. Reykjavík en enga þjónustu að fá. Má ekkl spilla landinu Mæðgurnar segja að búið sé að spilla mörgum góðum ferða- mannastöðum meö átroðningi ferðamanna. Búið sé að breyta svæðunum og vegunum bara til þess að taka við fleiri og fleiri ferðamönnum og þetta hefur orðið til þess að þær fara frekar á þá staði þar sem er lítið er um ferða- manninn og náttúran er óspillt. „Við getum tekið sem dæmi að það er erfitt að fara yfir Krossá, bæði fyrir bila og menn, þar sem að hún er straumþung og líka erfitt að brúa hana. Ef Krossáin yrði hins vegar brúuð yrði ekkert spennandi lengur að fara inn í Þórsmörk," segir Angelika. Þær mæðgur sögðust hafa hitt ferðalang í Borgarnesi sem sagði þeim að það væri nýtt og flott safn á Akranesi en það sem var erfið- ast var að finna safnið á Akranesi þar sem það var svo illa merkt en þær fundu það að lokum og sáu ekki eftir því að hafa skoðað Steinaríkið. „Þetta steinasafn er svo flott og þar er svo mikið af fallegum steinategundum að við höfum aldrei séð svona tilkomumikið safn, ekki einu sinni I Þýskalandi. Hér er allt svo skipulagt og öðru- vísi en í Þýskalandi þar sem allir steinarnir eru geymdir í glerköss- um. Hér getum við þreifað á stein- um og fræðst um þá og tilurð þeirra með textunum sem þeim fylgja og það er svo mikið líf í þessu safhi," sögðu þær Angelika Volz og Hanna Volz í samtali við DV. -DVÓ Hafnarfjöröur: Kvistaberg er stjörnugatan Woody Allen í uppáhalds- borg Háðfuglinn og klarinettuleikar- inn Woody Allen er svo hrifinn af Feneyjum og lái honum hver sem vill að hann hefur ákveðið að Evr- ópufrumsýning nýjustu myndar hans, Bölvun ljósgræna sporð- drekans, verði á kvikmyndahátíð- inni þar í borg. Þótt unnendur kvikmyndalist- arinnar hafi nánast tekið Woody Allen í guðatölu er leikstjórinn sjálfur ekki í neinum vafa um hvað honum þykir skemmtilegast að gera. „Að leika tónlist," segir hann i viðtali við italska blaðið Corriere della Sera. Allen fékk að velja á milli þess að skrifa kvikmyndahandrit, leik- stýra kvikmyndum, leika í kvik- myndum og leika tónlist. Sem kunnugt er leikur Allen djass á klarinettu með nokkrum vinum sínum. Verð frá 35.500 Altar stærðir Grensásveqi 3 s: 533 1414 Dv, HAFNARFIRDI: Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar veitti viðurkenningar sínar fyrir árið 2001 með viðhöfn á föstudag- inn. Úr vöndu var að ráða þar sem mikið er af fallegum görðum í Hafnarfirði. Meðal garða sem fengu verðlaun voru garðar við Ölduslóð 19, Sævang 10, Heiðvang 38, Jófríðarstaðaveg 10, Erluhraun 1, Grænukinn 6, Birkiberg 4, Eini- berg 17, Birkiberg 32, Traðarberg 7 og 9, Norðurbraut 23, Lækjar- hvamm 18, Suðurgötu 86-88. Á myndinni má sjá föngulegan hóp fólks sem hugsar vel um garðana sína og fær verðlaun fyrir. -DVÓ/JGR áTZ *_» ym mam-% ___ ______——. _ ____ - __r_C"? l'1^W_!>'\_S\ &r/áT t-y 5DYRA ^p-f nÁrr nr, i Áirrnmi: fl _____fcí_ WNJb j ¦¦ " 'Jui Medaleyðsla9,3L? 2.390.000,- ****** , ; fsUZUKI BÍLAR HF H| Skeifunni 17. Simi 568 51 00. », ^ Wk Wk. ^ DV-MYND JGR. Grænir puttar Þessir Hafnfírðingar hafa ræktaö garöinn sinn í sumar þannig aö sómi er aö, enda voru þeir verðlaunaðir af fegrunar- nefnd á föstudáginh. Blaðbera vantar í Kefflavílc - Njarðvílc. Upplýsingar í síma 421 3466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.