Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2001, Blaðsíða 28
Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 29. AGUST 2001 Reykjavíkurlögreglan fækkar í liði sínu: Kemur mér mjög á óvart Ingibjörg Sólrún Gísladóttlr. i* - segir borgarstjóri „Ég verð að játa að þetta kemur mér mjög á óvart. Ég held að samdóma álit manna hafi ver- ið að styrkja lög- regluna í Reykja- vík en ekki að skera hana nið- ur," sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um þá ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavik að ráða ekki í stöður þeirra sem hætta störfum á árinu i þvi skyni að freista þess að ná að halda rekstri embættisins innan fjárlaga. Þetta þýðir fækkun í lög- regluliði höfuðborgarinnar um allt að 25 menn. Borgarstjóri kvaðst hafa verið að heyra tíðindin í fyrsta skipti þegar DV hafði sam- band við hana í morgun. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði við DV i morgun að hún hefði boðað til fundar strax í dag og kallað saman fulltrúa lög- reglunnar þar sem farið yrði yfir þessi mál. Samkvæmt upplýsing- um DV er hluti af vanda lögregl- unnar i Reykjavik sá að embættið er það stórt að Lögregluskóli ríkis- ins nær hreinlega ekki að útskrifa það marga menntaða lögreglu- menn að hægt sé að anna eftir- spurn þegar líða tekur á árið. „Ég hafði ekkert heyrt um að þetta stæði til þrátt fyrir fundi mína með fulltrúum lögreglu og dómsmálaráðherra," sagði borgar- stjóri sem kvaðst áskilja sér rétt til Sólveig Pétursdóttir. DV-MYND K0 Glussaleki á Flatahrauni Slökkviliðsmenn í Hafnarfiröi unnu í gær hörðum höndum viö að hreinsa mikið magn vökvaglussa sem hafði lekið á hluta Flatahrauns. Vökva- glussi er mikill hálkuvaldur og veldur mengun komist hann í umhverfíð. Að sögn slökkviliðsins stóð hreins- unarstarf í um tvær stundir og varð að loka fyrir umferð á meðan. Talið er að glussinn hafi lekið úr gröfu sem var að vinna á þessum slóðum. í FLE,.RI ^i \PAP?AIÖGGUR\J ráðherra boðar fund að kynna sér málið út í hörgul, ekki síst með lögreglu, áður en hún svaraði frekari spurningum. Á hinn bóginn sagði Ingibjórg að hún hefði efa- semdir um hvernig hægt yrði að sinna verkefnum Reykja- víkurlógreglunnar ef fækkun eins og þessi ætti sér stað og vísaði þá til miðborgarinnar, umferðarlög- gæslu og grenndarlöggæslu sem snýr að úthverfalögreglustöðvum. „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg yfirtaki löggæsl- una. En það getur varla talist spennandi verkefni ef embættið er svelt fjárhagslega," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og benti jafn- framt á að árlega hefði borgin bent á að efia þyrfti löggæsluna í borg- inni. Ótt Víða skelfilegt ástand á gljávíði DV fór í gær í ferð með plóntusjúkdómafræðingi um höfuðborgarsvæðið. Þar kom í Ijós að gljávíðisveppurinn, sem herjað hefur á Suðurlandl og nú æ víðar á Vesturlandl, er hreinlega að leggja þessa fallegu plöntu aö velli. Halldór Sverrisson hjá RALA segir að eina leiðin sé að saga niður en eftir það verði að úða þrisvar á sumri. Flest bendir þó til að skynsamlegast sé að skipta um tegund. Sjá nánar á bls. 5. Hugsanleg stórvirkjun í Ófeigsfiröi á Ströndum í umræöunni: Minnst 6 ár þar til virkjunin hæfi rekstur - undirbúningur 70 megawatta Glámuvirkjunar þó lengra komin Rafmagn úr hugsanlegri 150 megawatta virkjun á Ófeigsfjarðar- heiði á Ströndum yrði flutt suður með hefðbundnum hætti í línum í stórum rafmagnsmöstrum. Að sögn Kristjáns Haraldssonar, framkvæmdastjóra Orkubús Vestfjarða, væri það nánast eina hagkvæma leiðin til að flytja raf- magn frá þessum stað. Hann segir að Orkubúið hafi haft spenna þarna uppi á heiðunum til að mæla álagið og ís- ingu og þess háttar og tæknilega hafi enn ekkert komið í ljós sem ætti að koma í veg fyrir slíkan flutning. Um- ræða um Ófeigsfjarðarvirkjun hefur farið af stað eftir að Norðurál óskaði eftir viðræðum við Orkubú Vestfjarða um möguleg kaup á raforku en stór virkjun, eins og sú sem hugsanleg er á Ófeigsfjarðarheiði, gæti hentað Norð- uráli eða öðrum stórum kaupanda vel. Ófeigsfjarðarvirkjun felur í sér að ár á Ófeigsfjarðarheiði yrðu virkjaðar, þar á meðal Hvalá sem margir telja mikla náttúruperlu. Kristján á þó ekki von á að þessi virkjun yrði mjög umdeild út frá náttúruverndarsjónarmiði, enda séu helstu gönguleiðir allnokkru norð- ar, á Hornströndum. Hins vegar efast hann ekki um að einhver andmæli muni koma. Upptök Hvalár eru í vötn- um á Ófeigsfjarðarheiði og rennur áin í djúpum farvegi og gljúfri ofan af há- lendinu. Áin Rjúkandi sameinast Hvalá og verður áin eftir það eitt mesta vatnsfall á Vestfjörðum. „En menn verða að hafa i huga að virkjun á Ófeigsfjarðarheiði er rétt á sínum upphafsreit ef svo má segja, það er veriö að skoða hvaða möguleikar Hvalá Hvalá er bergvatnsá sem fellur í Ófeigsfjörð og margir telja hana mikla náttúruperlu, en þaðan ergengið norður í þjóðgarðinn. Eftir að hún sam- einast ánni Rjúkanda verður hún eitt mesta vatnsfall á Vestfjörðum. eru fyrir hendi. Öll tæknileg útfærsla er eftir allar rannsóknir og annað slíkt. Þannig að við erum að horfa 6-8 ár fram í tímann ef menn ákveða á annað boð aö fara út í svona nokkuð," segir Kristján. Orkubúið hefur hins vegar kannað mun betur Glámuvirkjun í Hestfirði við ísafjarðardjúp og fæli hún í sér að virkjaðar yrðu flestar ár í kringum Glámu. Þessi kostur gæfi af sér um 70 megawótt og gæti verið tilbúin mun fyrr en virkjun á Ófeigsfjarðarheiði. Kostur við Glámuvirkjun væri að htið væri um sjónmengun vegna rafmagns- lína því linurnar yrðu þar lagðar inni í aðrennslisgöngunum þar tO þær tengdust inn á það net sem fyrir er. Hins vegar er það galli að rennsli i ám mundi minnka talsvert. Könnunarvið- ræður Orkubúsins og Norðuráls munu heíjast á næstunni. -BG Ári eftir vígsluathöfn: Þjóðhildarkirkja visnar íslenskt torf á þaki Þjóðhildar- kirkju á Grænlandi er farið að visna, aðeins ári eftir vígslu kirkj- unnar, og verður að skipta um það á næstunni. Grænlenska blaðið Sermitsiaq hefur eftir Sveini Fjeld- sted, sem var verkefnisstjóri ístaks við endurreisn Þjóðhildarkirkju, að hann sé beygður maður vegna þess hvernig komið sé fyrir torfinu. Það var sérstaklega flutt inn frá íslandi sökum sterkra róta og þéttleika. Svo virðist sem grasið hafi hvorki verið vökvað né borið á það, enda er um sams konar torf að ræða og á golf- Græstaget pá TinotlhiHles klrite visnet Grænlendingar undrast Úrklippa úr grænlenska blaðinu Sermitsiaq. vellinum í Nuuk sem ekki sér á. Sveinn segist hafa leiðbeint yfir- völdum í bæjarfélaginu Quassiar- suk um hvernig halda ætti kirkj- unni við. Það átti að vökva hana og bera á hana áburð. Hann segist hafa séð til þess að vatn var leitt að kirkjunni svo viðhald gæti orðið að veruleika. í rúmlega sjötíu milljóna króna verkefninu við endurreisn Þjóðhildarkirkju hafði hins vegar ekki verið hugsað fyrir því hver ætti að halda byggingunni við. -jtr Heilsudýnur ísérflokkil Svefn&heilsa Reykjavik 581 2233 Akureyri 461 1150 Rafkaup Ármúla 24 • S. 568 1518

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.